Þjóðviljinn - 29.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.07.1943, Blaðsíða 1
: 8. árgangur. Fimmtudagur 29. júlí 1943. 168. tölublað. I Baráffa ífðisku alþýðunnar gegn hernaðareínræðí Badogfío vaxandí. Fasísfaffokkurínn leysfur upp Um alla> Italíu halda áfram f jöldafundir þrátt fyr- ir samkomubann Badogliostjórnarinnar og eru hver- vetna bornar fram háværar kröfur um frið. Friðarhreyfingin er öflugust í Norður-ítalíu, eink- um í tveimur stærstu iðnaðarborgunum Mailand og Túrin. í Mailand brutust út í gær víðtæk verkföll, og er talið í sumum fregnum að um allsherjarverk- fall gegn hernaðareinræði Badoglios sé í Milano hefur komið til ákafra verkamanna og ítalskrar og þýzkrar Strætisvagnabílstjórar hafa lagt niður að ræða. óeirða milli herlögreglu. vinnu og hef- ur herinn lagt hald á alla strætisvagna borgarinnar. Badogliostjórnin lýsti því yfir í gær, að fasista- flokkurinn yrði leystur upp- Er litið á það sem til- raun að beina hinni voldugu andfasistahreyfingu frá nýju stjórninni. Þjóðfylkingin gegn fasism- anum' hefur lýst yfir því, að hún fagni þeirri ákvörðun að fasista flokkurinn hafi verið leystur upp, en það sé ekki nóg. Eftir sé að tryggja landinu lýðræðis- stjórn, er geti séð til þess að ákvörðuninni um bann á fasista flokknum verði framfylgt, en fasistum ekki leyft að dulbúa starfsemi sína undir nýjum flokksheitum. Lögð er áherzla á að það sé ítalska þjóðin sjálf, er neytt hafi Mússolini til að fara frá völdum. Brezkt álit á íslenzkum fiskiveiðum! EVENING STANDARD—PAGT I -............------.¦ -—• —---------------------------------—V Churchill No. 18 •' ll & a knack l picked up in lceland." Eg lærði þetta snjallræði á Islandi. Bandamenn á Síkiley vínna á Bandarískur her tók í gæv fimm bæi á Norður-Sikiley, þar á meðal hafnarbæina Cefalu og San Stefano og járnbrautar- bæinn Nicosia inni í landi. Vörn þýzka hersins á norð- austurvígstöðvunum á Sikiley er mjög hörð, segir í brezkri fregn, en svo virðist sem Þjóð- verjar verði að bera hita og þugna varnarinnar, og beri lítið á ítalska hernum í bardögunum. Norðmenn reiðir vegna fangelsunar Hailesbys Málgagn hinnar konunglegu norsku upplýsingarskrijstofu „Norges Nyheder" hefur skýft frá því, að mikil reiði sé ríkjandi í Noregi vegna handtöku Ole Hallesby og Ludvig Hope. En þeir voru handteknir fyrir að mótmœla við Kvisling vinnu- þvingunarráðstöfunum nazista. Hallesby og Hope voru í hinni svokölluðu bráðabirgðakirkju- stjórn". í fregninni stóð, að í bréfi, sem borizt hefði frá Noregi, væri sagt, að handtaka hinna mörgu kirkjuleiðtoga, þýddi ekki ósig- ur heldur sigur, því að norska kirkjan stæði sameinaðri að baki hinum handteknu fyrirliðum sín um, heldur en nokkkru sinni fyrr í sögu Noregs. Majski varautanríkisþjóð- fulltrúi Sovétríkjanna ívan Majskí, sendiherra Sov- étríkjanna í London, hefur ver- ið skipaður vara-utanríkisþjóð- f ulltrúi og mun taka við því em bætti innan skamms. Majskí hefur um tíu ára skeið verið sendiherra í London, og notið mjög almennra vinsælda meðal stjórnmálamanna og al- mennings. Fyrir nokkru var Majskí kvaddur heim til Moskva, og dvelur þar enn. Er ekki búizt við að hann muni fara aftur til London, heldur verði þegar skip aður sendiherra í hans stað. Vandað háfíðablad á færeysku og ísfenzku self á göfunum í dag í dag halda Færeyingar í Reykjavík og nágrenni hátíðlega Ólafsvöku, að tilhlutun Færeyingafélagsins sem stofnað var ný- lega. \ Kl. 2 safnast Færeyingar saman við Iðnó og ganga þaðan til kirkjugarðsins, þar sem lagður verður blómsveigur á leiði íæreyskra skipshafna. Þaðan verður haldið að Vífilsstöðum og setið þar í boði til kvölds. Kl. 8 í kvöld hefst samkvæmi í Iðnó. Verða þar flutt erindi og færeyskir söngvar og frú Her- borg av Heygum Sigurðsson for maður Færeyingafélagsins flyt- ur kveðju til Færeyja. Undir borðum verða einnig fluttar ræð ur og sungið, og loks stiginn dans, færeyskir þjóðdansar og venjulegir. I tilefni dagsins kemur út Eniu landi sen Bandamenn her- nena uepflur lenffl nazlsf asfJdFn segár bandarískí sfjórnmálafréffa^ rífarínn John Durfee í vikulegu fréttayfirliti vekur bandaríski stjórnmálafrétta- ritarinn, John Durfee, athygli á því, að þrátt fyrir hina miklu hernaðarósigra fasistaríkjanna undanfarið, sé þó engu síður mik- ilvægir þeir miklu ósigrar sem fasisminn bíður nú í hugum manna. Hann leggur áherzlu á að engu landi er Bandamenn her- nema, verði leyft að hafa nazista- eða fasistastjórn. Durfee segir m. a.: Fregnir frá Miðja'rðarhafs- svæðinu gefa skýrt til kynna, að boðskapur þeirra Roosevelts og Churchills hafi haft mikil á- hrif á ítölsku þjóðina. ítalskir borgarar hafa verið mjög vin- gjarnlegir við heri okkar, og sama máli er að gegna um ítalska heri, sem hafa oft og iðu lega gert samblástur á móti hinum þýzku yfirmönnum sín- um og neitað að verjast Banda- mannaherjunum nema þá að nafninu til. Það er augljóst, að það er aðeins þýzku hersveitirn- ar og eftirstöðvar af valdi fas- ista, sem létu ítali halda stríð- inu áfram. En stríðið um hugi fólksins er ekki aðeins háð í ítalíu. í Ung- verjalandi er mikil óánægja og' ókyrrð, og í Rúmeníu og Búlg- aríu sjást þegar merki þess, að Þýzkaland muni brátt standa eitt og yfirgefið, vinasnautt með al Evrópuþjóðanna. Lík þróun virðist einnig eiga sér stað á meðal þjóða þeirra, er Japanir hafa undirokað eða eru Framhald á 4. síða blað ,,01avsökan" undir rit- stjórn Sámals Davidsen, fær- eysks blaðamanns og skipstjóra. sem hér dvelur. Er blaðið vandað að frágangi og flytur greinar, sögur og kvæði. á íslenzku og færeysku eftir marga þekkta rithöfunda. Þar birtast t. d. skínandi falleg kvæði eftir Jóhannes frá Kötl- um um þá vinina Símun av Skarði og Aðalstein Sigmunds- son. Blaðið er myndum prýtt, fróð legt og eigulegt, og ættu menn ekki aðsetja sig úr færi að ná sér í það, en það verður selt á götunum í dag. Birgðakðnnun frestað vegna frídags verzlunar- manna Samkyæmt ósk Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur hefur viðskiptamálaráðuneytið fallizt á, að vegna frídags verzlunar- manna 2. ágúst skuli birgðakönn un á nauðsynjavörum, sem sam- kvæmt auglýsingu, dags. 22. þ. m., átti að fara fram 31. þ. m., ekki fara fram fyrr en 4 ágúst n.k. og jafnframt framlengist fresturinn til að skila skýrslum til 8. ágúst n.k. a mmm 09 fleiri heFsfOfluar meginlandsins Flugsveitir Bandamanna hafa síðastliðinn sólarhring hald- ið uppi stórkostlegri loftsókn frá Bretlandi gegn herstöðvum Þjóðverja á meginlandinu. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt harða árás á Hamborg og er það sjötta árásin á þá borg síðustu 72 klukku- tímana. Meir en 2300 tonnum sprengna var varpað á ,45 mín- útum. í gær fóru öflugar sveitir bandarískra flugvirkja til árása á hergagnaframleiðslustöðvar í Mið-Þýzkalandi. VNörpuðu flug- vélarnar bæði sprengjum og flugmiðum. Að minnsta kosti 60 orustu- flugvélar Þjóðverja voru skotn- ar niður í loftbardögum yfir Þýzkalandi, en 23 flugvirkjanna fórust. Sprengjuflugvélar Breta gerðu í gær harðar árásir á her- stöðvar Þjóðverja í Belgíu og Norður-Frakklandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.