Þjóðviljinn - 29.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.07.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Xlr boeglnn! Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Næturlæknir er í Reykjavíkurapó- teki. Útvarpið í dag: Fimmtudagur 29. júlí 19,25 Hljómplötur: Tataralög. 20,20 Ólafsvaka Færeyinga: a) Erindi (Samuel Davidsen). b) Færeyskir söngvar og dansar. c) Ávarp (frú Herborg Sig- urðsson). 20,50 Minnisverð tíðindi (Axel Thor- steinsson). 21,10 Hljómplötur: a) Mefistovals eftir Liszt. b) Nótt á fjöllum, eftir Mous- sorgsky. 21,30 „Landið okkar". / ^™im*mw^hhm,! a Wl i,i_mmmmmmmmmmM Engin nazistastjórn Framh. af 1. síðu. þeim fylgjandi, hinir japönsku töfrar eru að missa vald sitt yf- ir hugum Asíuþjóðanna. Eftir því sem stjórnmálakerfi Möndúlveldanna veikist meira, verður Ijósari hin markvissa samvinna Bandamanna. í þess- ari viku höfum við verið vitni að stóru skrefi í áttina til sam- einingar Frakklands, vegna hinn ar hreinskilnu ræðu De Gaulles, þar sem hann lýsti ágæti lýð- ræðisins og gerði grein fyrir stjórnmálastefnu sinni. Mikið starf hefur verið unnið til að ná einingu flokka þeirra, sem berjast í Júgoslavíu og Grikklandi, og stjórnir Grikkja og Júgoslava hafa opinberlega viðurkennt lýðræðisstefnu þeirra. I þessari viku hefur ennig ver- ið gert opinbert að Bandamenn hafa myndað bráðabirgðar- síjórnarkerfi fyrir lönd þau, sem þeir leysa úr ánauð. Þó er hin hernaðarlega stjórn, sem Banda menn hafa sett á stofn á Sikiley ekkki nákvæmt sýnishorn að stjórnarkerfi því, sem þeir munu almennt nota. Stjórnarkerfið mun verða sniðið eftir því sem við á í hverju landi, því að kerfi sem hæfði Sikiley muni ekki hæfa t. d. Þýzkalandi. Vinsemd meiri hluta ítala í garð Banda- manna hefur haft mikil áhrif á aðgerðir þeirra, og er það við- urkennt að ítalir hafi yfirleitt aldreí veríð jafn ákafir í land- vinningastyrjöld og Þjóðverjar. Það mun verða notað sérstakt kerfi fyrir sérhverja þjóð, sem er vinveitt Möndulveldunum. En hinsvegar er allt öðru máli að gegna um Frakkland, Júgo- slavíu, Noreg og'Grikkland. — Þessi bráðabirgðarstjórnarkerfi munu vera í gildi þangað til að þjóðir þær, sem leystar eru úr ánauð, hafa ákveðið sjálfar það stjórnarfyrirkomulag, sem þær vii'ja hafa. En ekki fær þó nein þjóð réttindi tíl þess að hafa naz- ista- eða fasistastjóm. s NÝJABÍð Leyniiögreglu- maðurinn Michael Shayne (Michael Shayne Privat Detective). Spennandi lögreglumynd Lloyd Nolan, Marjorie Wéaver. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Konan með grænu augun (Green Eyed Woman) Amerískur gamanleikur ROSALIND RUSSELL FRED MACMURRAY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ^&sææææææ^ Þeir vðrðu frelsið og lýðræðið Framh. af 3. síöu. særðu og deyjandi ekið til sum- arhátíðarinnar. Aðrar flutningabifreiðir fylgdu á eftir. Þær voru þétt- skipaðar hermönnum. Þeir lágu og krepptu hnefana og hrópuðu kveðjuorð til okkar, þegar þeir óku fram hjá. Skyldu þeir fá or- lof? Þetta voru drengir úr varn- arliði Francos, serh teknir höfðu verið til fanga fyrir skömmu. Villa Nueva de Pardillo stóð uppi á lítilli hæð, umlukt gisnu,1 fölu grasi. Fimm skriðdrekar höfðu festst á veginum uppi í hlíðinni. Allstaðar, bæði á veg- inum og innan um kornið, lágu lík. Inni í bænum var ekkert að sjá. Þetta var venjulegt, spænskt sveitaþorp: eyðilagt, skotið í«rúst, svo að manni hefði þótt það undrun sæta, ef ein- hvers staðar hefði sézt hús sem fært hefði verið til íbúðar. Nokkrum flutningabifreiðum var ekið yfir brúna fyrir neðan þorpið. Það átti að hirða líkin upp af götunni. Sjúkraberarnir settu þau á börur og lyftu þeim upp í bifreiðirnar. Nokkrir menn' stóðu uppi í líkhrúgunni og tóku á móti. Þetta minnti á, heyflutning heima. Hver bifreið gat tekið 20—30' lík. Eg stóð nokkra stund og horfði á þá stafla líkunum upp í vagninn5 Á einn þeirra' hafði stálhjálmurinn þrýstst inn í heilann, á annað vantaði höfuð- ið. Það var eins og sjúkraliðs- mennirnir handléku blóðugan, afhausaðan þorsk. Eitt líkið lá á bakinu með þarmana út úr kviðarholinu, og um munn, sem var sundurtættur, lék ánægju- bros. Undir brúnni, í farvegi árinn- ooooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisölima Haínarstræti 16 ooooooooooooooooo Matarstell með djúpum og grunnum diskum, alls 59 st. Héðinshöfði h.f. Adalstræti 6B. Sími 4958. ooooooooooooooooo í ar, sem þornað hafði upp, lágu leifarnar af herdeild nokkurri og hvíldust í skugganum. Það voru spænskir sveitadrengir. Nokkrir sváfu, aðrir lágu hljóð- ir og horfðu upp í brúarbogann. Einn þeirra nagaði byssuskéftið með áfergju. Eftir nokrkar klukkustundir* áttu þeir að halda áfram. Hvert? Ef til vill upp í líkvagn- inn. Ef til vill til nýrrar sigur- stöðvar: sundurskotins þorps. Þetta tvennt var um að velja í dag, á morgun, um mánuð, ef tii vill svo árum skipti. Viá ætluðum aftur til Madrid og gengum því upp á veginn. Ný lík bættust í flutningabií- reiðina. Mig hryllti ekki lengur við hinum dauðu. Eg hafði sigr- azt á slíku. Mér flaug í hug son- netta eftir Charles Hamilton Sorley, sem féll tvítugur að aldri í heimsstyrjöldinni. I þessu kvæði vísar hann með djúpri beiskju á bug meðaumk- un þeirra, sem eftir lifa, með hinum dauðu: Auk þess er svo létt að vera dauður. Það voru þeir þarna undir brúnni, sem þörfnuðust um- hyggju. Seint um kvöldið kom ég til blaðaðsetursins. Dyr á símaskáp stóðu opnar fram í anddyrið. Nokkrar af höggmyndunum, ungar, hvítar steinstúlkur, flóðu í gullnum bjarma. Eg heyrði rödd eins af ensku blaðasnáp- unum. Hann var að gef a skýrslu til blaðsins í London yfir þá, sem fallið höfðu úr ensku sjálf- boðaliðssveitinni. — Deildin taldi 148 manns í gær, í dag stóðu aðeins 39 uppi. David Richardsson, 21 árs, ó- giftur, fallinn. Lesley Thomas, 26 ára, giftur, hættulega særður. John Lewis, 37 ára, giftur, fall inn. . George Pritt..... Ung stúlka með granna hand- leggi stóð ög lyfti kjólnum frá brjóstinu, annaðhvort til þess að hverfa til sjávarins eða ást- vinar síns. Hin hvella, nærgöng- ula rödd, sem stöðugt hélt á- fram, kvað við: Já, ég skal stafa í'nafnið: P fyrir Pétur, r fyrir Ríkharð, i fyrir Indland, t fyrir Tómas og t fyrir talsímann. Já, Pritt, 28 ára, giftur og á þrjú börn, fallinn. Einar Bragi þýddi. SðE Átján systur (Þióðviljinn birtir hér í tilefni af þjóðhátíð Fære.vinga ;$£ hið snjalla kvæði Jóhannesar úr Kötlum um Færeyjar). . 385 Og Atlants-sœrinn, hin bláa, volduga vagga um víðáttur allar dúnmjúka sængina breiðir, og lognaldan bylgjast, uppspretta eilífra dagga, — í augum djúpsins speglast himinsins leiðir. Hin ástmilda ró vors upphafs hnígur að barmi, og andi vor leitar að. hvíld frá baráttu og harmi. Og þrá vor horfir í dagsins dulræna itiistur, og draumljúfir geislar í vitund farmannsins skína. — Þá stíga þær hljóðar úr öldunum, átján systur, ungar og fagrar — og rétta fram höndina sína. Þœr rísa upp úr vöggunni, bjartar og háar, og benda: Hér býðst oss hvíldin, — nú er ferð vor á enda. Og átján hafmeyjar elskandi faðminn út breiða í iðgrœnum skikkjum, — hver felling er gliti stöfuð. Með sólskinskambi þœr' signaðan hárlokk greiða, v og silkislœður Ijósar vefjast um höfuð, og silfurbeltum um mjúkleg mitti- þær spenna, — en mild og svalandi tár um vangana renna. Eins og stríðandi valkyrjur skara þœr skjöldum úr steini, og skartrúnir hefir Ægir í vopn þeirra grafið. Þar dulvísir fuglar í grópunum liggja í leyni og líta spurulúm sjónum niður á hafið, lífseigir f,uglar, sem fjöregg systranna geyma og fljúga með von þeirra yfir í nýja héima. Og átján systur í ást sinni þögular bíða, — í æskunnar trega þær lúta að skjaldanna röndum. Þær búa yfir ókunnum mætti, en megna ekki að stríða, því myrk eru álögin: þœr eru -í tröllahöndum. Um aldir þœr hafa búið við barning og helsi, og beðið eftir honum, sem gæfi þeim frelsi. Nei, hér fœst ei hvíld. — Hér kallar oss árvakur andi hins eilífa stríðs gegn því valdi, er smœlingjann kúgar. Hér eggja oss spor þeirra, er tendruðu Ijós yfir landi, — öll lífssaga þeirra í brimhljóði aldanna súgar. Þeir börðust við tröllin, svo brast i liðum og kögglum. og blóðið sést ennþá, sem draup undan þeirra nóglum. Enn skortir eitt átak: hugsjón svo sterka og hreina, að hjörtun brenni, — þá skeður hið mikla undur. Þœr átján systur þrá átján svo logheita sveina, að álögin rofni: hlekkirnir bráðni í sundur. Nœr kemur sú stund? Sjá, átján ástmeyjar bíða___ Ungi maður! Flýttu þér — dagarnir líða! Jóhannes úr Kötlum. r $£ 5ð5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.