Þjóðviljinn - 30.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 30. júlí 1943. 169. tölubia*. Verkfallsaldan nær nti eínníg fíl Míð~ og suður Ifalíu Hin öfluga þjóðfylkingarhreyfing á ítalíu virðist daglega eflast að áhrifum, og kröfur hennar hafa bein áhrif á stjórnar- aðgerðir Badoglio. Stjórnin tilkynnti síðdegis í gær, að öllum pólitískum föng- um er setið hafa í fangelsi vegna baráttu gegn fasismanum, verði sleppt, en margir helztu leiðtogar fasista handteknir. Réttum sólarhring áður hafði þjóðfylking hinna fimm ítölsku stjórnmálaflokka gefið út ávarp, þar sem þess var kraf- izt að pólitísku fangarnir yrðu tafarlaust látnir lausir. Ávarp- inu lauk með þeim orðum, að tími væri til þess kominn að stjórnin gerði ljósa afstöðu sína í innan- og utanríkismálum. Verkfallsaldan verður stöð- ugt víðtækari og hófust í gær verkföll í Genoa, Róm, Napoli, Feneyjum, Brescia og síðast en ekki sízt í borgum syðstu héraða landsins, Tarento, JBari og Foggia, þar sem öll truflun á atvinnulífi og sam- göngum hefur bein áhrif á styrjaldarreksturinn. Stjörnin hefur vikiö frá 20 borgarstjórum í börgum þeim sem óeiröir hafa oröið í, þar á meðal borgarstjórunum í Mailand, Milano, Túrin, Fen- eyjum, Como og Catania (Sikiley). í Mailand og Túrin er nú iriðsamara orðið, en fólk heldur áfram að láta í ljós hugarfar sitt. Á.húsvegg einn var málað stórum stöfum: „Við höfum losað okkur við Mússolini! Nú viljum við frið". Aðalritari fasistaflokksins. Farinacci, var handtekinn í gær í bænum Como, -er hann var að reyna að flýja til Sviss. Hann hefur verið ákærður fyrir landráð. í þýzkri fregn segir að Al- fieri, sendiherra ítala í Berlín, hafi setið síðasta fund stór- ráös fasista í Róm, en ekki komið til Þýzkalands aftur 'og sé óvíst hvar hann sé nið- ur kominn. í Mailand reyndi einn af morðingjum Matteottes að forða sér frá fólksþyrpingu meö því aö leita á náðir flokksbræðra sinna í húsi einu, en þeir hentu honum út um glugga og lét hann þar líf sitt. Herbert Morrison, innan- ríkisráöherra Breta, sagði í Framhald á 4. síðu Roosevelf: Mússolíní og aðrír forysfuleíðíogar munu efekí sleppa víð réf f láf a ref sí ngu Roosevelt forseti lagði áherzlu á það í ræðu sinni í fyrri- nótt, að friðarskilyrði ítala væru skilyrðislaus uppgjöf. Bandamenn mundu undir engum kringumstæðum semja við fasista, ekki heldur þó þeir reyndu að villa á sér heimildir. Mússolini og aðrir fasistaglæpamenn myndu ekki sleppa frá réttlátri refsingu með því að segja af sér. Við munum ekki leyfa neinn vott af fasisma, sagði UiflshiDfarðfliO iieði allt afl 301. læhhun á ðhoæðlsuinnuta»fa múrara Launþegar iaunu standa einhuga gegn þessari kauplækkunarákvörðun Verðlagsstjórinn tilkynnir í dag þá ákvörðun viðskipta- ráðsins að grunntaxti múrara fyrir ákvæðisvinnu skuli lækka um 30% í múrvinnu utanhúss og um 20% í múrvinnu innan- húss frá því sem hann er ákveðinn í verðskrá Múrarafélágs Keykjavíkur dags. 22. marz og auglýsingu félagsins dags. 15. júlí þ. á. Kauplækkunarákvörðun þessi mun mæta eindreginni and- úð allra launþega, þar sem viðskiptaráðið með ákvörðun þess- ari tekur sér vald til þess að ákveða kaupgjaldstaxta og teygir sig þar með inn á svið sem verksvið þess nær ekki til. Með ákvörðun þessari hefur viðskiptaráðið stigið óheilla- spor, sem betur hefði verið ógert látið. Roosevelt. ítalía mun rétta við, og þaö verður verk ítölsku þjóðarinnar, sem mun kjósa sér stjórn í samræmi viö grundvallarregur lýöræð- is, frelsis og jafnréttis. - í þeim kafla ræðunnar, er fjallaði um hinn vaxandi mátt Bandamanna gat Roose- velt þess, að Bandarikin ein smíði á þessu ári skipastól 19 milljónir tonna að burðar- magni og á næsta ári verði hægt, að smíða samtals 21 milljón tonna skipastól. „Erfiðustu og afdrifaríkustu bardagarnir sem nú eru háðir, eru háðir í Sovétríkjunum," sagði Roosevelt. „Mér þykir vænt um að Bretar og við höf- um getað lagt fram okkar skerf til eflingar rússnesku herjanna. Árin 1941 og 1942 tókst Rúsáum að hörfa án þess að láta undan, að flytja margar hergagnverk- smiðjur sínar frá Vestur-Rúss- landi langt inn í landið, að Nýr sigur iðnverkafðlks það fær framgengt flestum kröfum sínum Samkomulag náðist í gær í Iðjudeilunni fyrir milligöngu sáttasemjara. — Samningar undir- skrifaðir í dag Samkomulag hefur nú náðst milli Iðju, félags verksmiðju- fólks, og Félags íslenzkra iðnrekenda fyrir milligöngu sáttasemj ara, og verða samningar undirskrifaðir í dag. * Með samkomulagi þessu fær verkafólkið framgengt flestunt kröfum sínum. Aðalatriði samkomulagsins eru þessi: Vinnutími verður 8 stundir, þar í innifaldir 2 stundarfjórð- ungar til kaffidrykkju. Grunnkaup kvenna hækkar um 25 kr. á mánuði og grunn- kaup karla um 50 kr. — Auk þess eru nokkrar smávægilegar breytingar til hagsbóta fyrir vekafólkið. Samningaumleitanir hafa staðið yfir öðru hvoru frá 1. maí s.l. Var deilunni vísað til sáttasemjara um síðustu helgi, því þá hafði Iðja boðað verkfall frá 3. ágúst. Seint í gærkvöld náð- ist svo samkomulag, þar sem báðir aðilar samþykktu miðlunar- tillögu sáttasemjara. Eru þessi úrslit mikill sigur fyrir Iðju, hið unga en öfluga félag vex'ksmiðjufólks. II bifo nötst í niOiiiiti s. i. lóti Jóhannes á Borg hefur ekki viljað viðurkenna Félag ísl. hljóðfæraleikra né Alhýðusambandið sem samnings'aðiia fyrir hljóðfæraleikarana Hljóðfæraleikarar hófu verkfall að Hótel Borg á mið- v nætti í nótt sem lei/f. Ákvörðunin um þetta var tekin við allsherjaratkvæða- greiðslu í félaginu þar sem( 21 af 39 félagsmönnum greiddti atkvæði' og greiddu þeir allir atkvæði með verkfalli. Er þetta i annað sinn sem hljóðfæraleikarar neyðast til þess að gera verkfall að Hótel Borg til þess að fá hótel- eigandann til þess að viðurkenna félag sitt. Eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu hefur Jóhannes á Borg aldrei feng- izt til þess að viðurkenna Félag íslenzkra hljóðfæraleik- ara og unnu hljóófæraleikar- arnir hjá honum án þess að um samninga milli hans og félags þeirra væri aö ræða. standa saman algerlega einhuga til varnar ættjörð sinni. Sigrar rússnesku herjanna hafa sýnt aó það er hættu- legt að spá um þá, og hefur dulspekingur hernaöarhug- boðanna, Herr Hitler fengið að kenna ónotalega á því. Hin skammvinna sókn er Þjóöverjar hóí'u snemma í þessum mánuði var örvænt- ingartilraun til aö hressa upp Framh. á 4. síðu. Á síðastliðnu vori tók Jó- hannes þá ákvörðun að fækka hljóðfæraleikurunum í hljóm- sveitinni að Hótel Borg úr 6 niður í 4. Þessu vildu hljóð- færaleikarar ekki una og kröfðust þess aö Jóhannes semdi viö ' félag þeirra, en þar sem Jóhannes var ófáan- legur ..-, þess a?> viðui'kenna félag þeirra og ekkert sam- kúmulag náðist, ákváí i hijóð færaleiV ararnir að hetja verk- iall. Það verkfall var af Félags- dómi dæmt ólöglegt, par sem ákvörðunin um það hefo.i ekki veriö tekin á lögfonnlegan hátt. Verkf all þeirra nú er í fullu samræmi við ákvæði vinnulöggjafarinnar. ' Stjórn Félags íslenzkra hljóöfæraleikára og stjórn Al-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.