Þjóðviljinn - 30.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Xiw bppglnnl, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Næturlæknir er í Reykjavíkurapó- teki. Útvarpið í dag: Föstudas'ur 30. júlí 19,25 Harmomkulög (plötur). 20,30 íþróttaþáttur í. S. í. 20,45 Hljómplðtur: Kvartett eítir Boccerini. 21,00 „Úr handraðanum". 21,00 Hljómplötur: a) Píanókonsért í a-moll eftir Schumann. b) Ófullgerða symfónían eftir Schubert. 22,20 Fréttir. Dagskrárlok. Flokkurínn Nokkrir farmiðar eru eftir í skemmtiför sósíalista til Hvítárvatns og Kerlingarfjalla, verða seldjr í dag frá kl. 4—7 e. h. Skólavörðustíg 19 (hjá J. Bj.). Ræða Roosevelís Framh. af 1. síðu. á baráttukjark þýzku þjóöar- innar. Rússar létu hana ekki talekkja sig. Þeir héldu áfram hernaðaraðgerðum sem eru iiður í sameiginlegri sóknará- ætlun allra binna sameinuðu þjóöa. Mannkynssagan á ekkert dæmi um meiri heilindi, eintaéittni og sjálfsfórn en rússneska þjóðin og herir hennar undir forustu Josifs Stalíns, marskálks. Banda- ríkin munu ætíð telja sér það ánægjuefni að vera í framtíð- inni góður granni og góövin- ur þessarar þjóöar, er með því að bjarga sjálfri sér hefur hjálpað til aö bjarga öllum heimi frá nazistahættunni". Rauði herinn þreng- ir að Orel Rauði herinn er nú ekki nema í 15 km. fjarlægð frá Orel á þremur af þeim fjórum járn- brautalínum, er liggja til borg- arinnar. Á vígsstöðvunum norður a£ borginni hafa rigningar tafið sókn Rússa, en annarstaðar á Orelvígstöðvunum hafa þeir unnið á síðastliðinn sólarhring. Hríngið í síma 2184 og gerizt áskrifendur að fímarífínu Réffí NÝJABté Leynilögreglu- maðurinn Michael Shayne (Michael Shayne Detective). Spennandi lögreglumynd Lloyd Nolan, Marjorie Weaver. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Konan med grænu augun (Green Eyed Woman) Amerískur gamanleikur ROSALIND RUSSELL FRED MACMURRAY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STEFANÍA SIGURFINNSDÓTTIR Selvogsgötu 3, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju laugar- daginn 31. þ. m. Athöfnin hefst kl. 2 e. h. á Suðurgötu 56, Hafn- arfirði. Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna. Þorlákur Benediktsson. Guðjón Sigurfinnsson. Þjóðfylkingin ítaiska Framh. af 1. síðu. gær, aö Bandamenn ætluðu sér ekki að steypa fasisman- um af stóli í því skyni að lát'a hann læðast til valda á ný í einhverju dulargervi. ítölsk '.stjórn, sem er hlynnt fasistunum og einræði, verð- ur alltaf hætta fyrir friðinn í Evrópu, sagði ráðherrann, og bætti við að Bretar vildu stuðla að lýðræðisstjórn á ítalíu, þar sem verkalýðshreyf ing og frjáls blöð fengju not- ið sín. Eisenhower býður frið Útvarpað var í gær tilboði um frið frá Eisenhower hers- höfðingja til ítölsku þjóðar- innar. í ávarpinu segir að ítalir hafi sjálfir rutt úr vegi aðal- hindruninni fyrir friði við Bandamenn með því að losa sig við Mússolini, en ekki sé hægt að ræða um frið meðan ítalir hjálpi þýzkum her sem í landinu dvelur. En hætti ítalir að hjálpa þeim skuli Bandamánnaherirnir fljótlega gera út af við þá. Jafnframt var boðið að sleppa öllum ítölskum föngum, sem Bandamenn hafi tekið í Norð- ur-ítalíu og á Sikiley, ef ítal- ir láti lausa alla þá herfanga sem nú eru á ítalíu. í ræðu er Roosevelt Banda- ríkjaforseti hélt í fyrrinótt, lagöi hann áherzlu á að skil- yrði Bandamanna fyrir friði við ítalíu væri óbreytt: Skil- yrðislaus uppgjöf. Patterson, varahermálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær, að stjórn Badoglios sé hernaðareinræði, og sé enn ó- ljóst hvort hún yrði föst í sessi, Um bardagana á Sikiley sagði Patterson að þeim verði sennilega lokið eftir nokkra daga. Badogliostjórnin lýsti því yfir í gær aff allir stjórnmála- Ólgan breiðist út um meginland Evrópu Stórkostieg verkföll í Portúgai Atburðirnir á ítalíu hafa vak- ið stórkostlega ólgu um allt meg inland Evrópu. Pörtúgal: Víðtæk verkföll hafa brotizt út í Lissabon, og segir í portú- gölsku stjórnarblaði, að það sé engin tilviljun að þau verði sam tímis falli Mússolinis. Ríkisstjórnin hefur boðið út fótgönguliði og herliði gegn verkfallsmönnum, og gefið fyr- irskipun um að hver einasti verkfallsmaður skuli handtek- inn, og settur í vinnusveitir und ir heraga. Spánn: Flestir hinna þekktustu kon- ungssinna á Spáni hafa verið settir í stranga gæzlu, þar sem Franco óttast að þeir muni reyna að taka völdin með skyndiuppreisn. Búlgaría: Flugmiðum var dreift umgöt-i ur höfuðborgarinnar, Sofia, í gær, þar sem skorað er á alþýð- una að varpa af sér hinni fasist- isku ríkisstjórn. Ríkisstjórnin sat á fundum allan mánudaginn. Rúmenía: Á mánudaginn var dreift út flugmiðum í Búkarest, þar sem krafizt var friðar. Ávarpið á flugmiðunum endaði: Niður með Hitler! Ríkisstjórnin til- kynnir handtöku leiðtoga fjöl- menns leynifélagsskapar. ^ flokkar á ítalíu hafi verið bannaðir meðan stríðið stend- ur, og ekki komi neinar kosn- ingar til greina fyrr en aS stríðinu loknu. Ný framhaldssaga Eldur og ský hef sf í blaðínu á morgtin Richard Wright er maður nefndur. Hann er svertingi, alinn upp í Ameríku. Eftir að skáldsaga hans, Native Son, kom út varð hann ; á skömmum tíma á allra vörum og einn áf þeim skáld- ; sagnahöfundum í Ameríku, sem mesta athygli hefur vakið. , Native Son f jallar um viðhorf og baráttu svertingjans í þjóðfélagi hvítra manna. Þrátt fyrir „ameríska frelsið" og drengilega baráttu fyrir jafnrétti allra kynflokka eim- ir enn töluvert eftir af því viðhorfi hvítra manna, að þéir telji svertingja „óæðri" kynstofn og jafnvel réttlausan. — Það er ekki ýkjalangt síðan æstur mannfjöldi hefur tekið svertingja af lífi án dóms og laga í Suðurríkjum Ameríku. Sögur Richards Wrights eru allar um líf svertingjanna og hina hörðu baráttu þeirra fyrir réttlæti — fyrir lífi - sínu. Sögur hans eru sagðar af þekkingu og skilningi þess manns, sem sjálfur hefur brunnið í kvalaeldi þess, sem verður að þola óréttinn, þegjandi og bótalaust. Næsta saga Þjóðviljans: Eldur og ský, er ein af hin- um smærri sögum Richards Wrigths og kom út í smásagna- < safninu: „Oncle Toms Children". Framan við þá bók segir < hann ágrip af ævisögu sinni. 3 Verður hér sagt frá örfáum atriðum úr ævi hans. . < „Eg var ungur, þegar ég fékk fyrstu fæðsluna um það, < hvernig svertingja er ætlað að lifa", segir hann í æviágripi < sínu. „Við áttum heima í Arkansas. Húsið okkar stóð bak ; við. járnbrautarteinana. Holóttur húsagarðurinn var lagður ] gjalli. Enginn grænn gróður þróaðist nokkru sinni í þeim * garði. Hinn eini gróður, sem við höfðum nokkur kynni af ; var langt fjarri, handan við brautarteinana, þar sem hvíta j; fólkið bjó." ; Síðar fluttizt hann til Missisippi og fór að vinna fyrir ; sér. — ,,Ungur svertingi, sem enga iðn kann, getur hvergi j fengið vinnu nema þar sem andlitin og húsin eru hvít, I þar sem trén, vellirnir og girðingarnar eru grænar." Morgn- j inum, sem hann réðist fyrst til vinnu lýsir hann þannig: i „Eg stóð frammi fyrir yfirmanninum og svaraði öllum j spurningum hans með ákveðnum „Yessirs" (Já, herra) og „nosirs" (nei, herra). Eg gætti þess vel að bera „sir" skýrt j fram til þess að hann gæti séð að ég var kurteis, að ég vissi hvar ég var staddur og að hann var hvítur maður. Eg hafði mikla þörf fyrir vinnu þa." Síðar var honum bolað burt úr j þeirri vinnu, án saka. j Seinna varð hann sendill, hóteldrengur og aðstoðar- \ maður við vefnaðarvöruverzlun og varð að þola allskonar i lítilsvirðingar af því að hann var svertingi. i Þá.'komst hann að á Sjóntækjaverkstæði. Þar var nokk- : uð öðrum aðferðum beitt við svertingja. „Það var ekki ! lengur beitt miskunnarlausri hörku heldur kænni hörku. ; Þar lærði ég að ljúga, stela og hræsna. Lærði að leika ' það tvöfalda hlutverk, sem hver svertingi verður að kunna, ef hann vill fá að lifa. Það var t. d. næstum ókleift \að fá bók til að lesa. Það var litið svo á, að eftir að svertingi hafði notið þeirrar takmörkuðu fræðslu, sem ríkið lét honum í té, þá hefði hann ekki frekari þörf fyrir bækur. Eg fékk lánaðar bæk- ur hjá samverkamönnUm mínum. Dag einn gerðist ég svo djarfur að biðja einn þeirra um að fá bækur í bókasafn- inu út á nafn hans. Það undarlega skeði: Hann gerði þetta. Eg hygg hann hafi gert það vegna þe$s að hann var rórri- versk-kaþólskur og hafi haft samúð með svertingjum, vegna þess að hann varð sjálfur að búa við hatur. Eg fékk síðan bækur út á nafn hans með eftirfarandi hætti: Eg skrifaði svohljóðandi beiðni til bókavarðarins: „Gjörið svo vel að láta þenna svertingja fá eftirtaldar bækur." Undir þetta ritaði ég nafn hvíta mannsins. Eg fór að afgreiðsluborðinu í bókasafninu, hélt á hatt- inum í hendinni og setti upp eins heimskulegan svip og mér frekast var unnt. Fengi ég ekki þær bækur, sem ég bað um, læddist ég fram á ganginn og falsaði nýja beiðni. .....Hefði einhver af eigendum safnsins vitað að uppá- haldsbækurnar þeirra hefðu verið í höndum svertingja myndu þeir tafarlaust hafa komið í veg fyrir að slíkt end- urtæki sig." , Þrátt fyrir allt þetta varð Wright einn af athyglisverð- ustu rithöfundum Ameríku. Saga hans: Eldur og ský, sem hefst á morgun í Þjóð- viljanum, lýsir lífi svertingjanna með þeim hætti að erfitt er að gleyma. — Þetta mun vera fyrsta saga Wrights, sem birtist á íslenzku. — Fylgist með henni frá byrjun. ^^S8^^^^^^^^^:^^^^^^^^^ r %k 5ö?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.