Þjóðviljinn - 31.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.07.1943, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVH.JI'-N Laugardagur 31. júlí 1943 I. O. G. T. Umdæmisstúkan nr. 1- GEYSISF0R TEMPLARA verður sunnudaginn 8. ágúst. Lagt af stað frá G.T.húsinu kl. 8 f. h. Messa í Haukadal kl. 1. Fundur í st. „Bláfell“ á eftir. Farmiðar seldir þriðjudag 3. ágúst og miðvikudag 4. ágúst í Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Þar má um leið panta mat hjá Geysi. Takmarkaður bílakostur, og er því vissara að taka farmiða sem fyrst. Mrnxian til yfirskattanefndar út af úrskurðum skattstjóra og niðurjöfnunarnefndar á skatt- og útsvarskærum, renn- ar út þann 13. ágúst n.k. Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofunnar á Alþýðukúsinu fyrir kl. 24. þann dag. YFIRSKATTANEFND REYKJAVÍKUR. TILKYNNING í Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á reyktum laxi í smásölu: í heilum eða hálfum laxi kr. 17.25 pr. kg. í bútum ........ — 19.50 — — í sneiðum ...... — 24.00 — — Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og *»eð 5. ágúst 1943. \ w Reykjavik, 28.júlí 1943. * y VERÐLAGSSTJÓRINN. UTSV0R - DRATTARVEXTiR Dráttarvextir eru þegar fallnir á fyrirfram- greiðslu þessa árs útsvara. Jafnframt falla drátt- arvextir á þann útsvarshluta, er átti að greið- ast í júnímánuði, ef hann er eigi greiddur fyrir 4. ágúst n.k......................... Útsvör þessa árs eiga að greiðast þannig: 1. Fyrirframgreiðsla er miðast við 45% af fyrra árs útsvari gjaldenda, átti að greiðast í marz, apríl og maí s.l. (15% á mánuði). 2. a. Fyrirtæki og einstaklingar skulu gréiða það sem eftir er af útsvarinu, þegar fyrirframgreiðslan (45%) hgfa verið greidd og dregin frá, á næstu 5 mánuðum, júní, júlí, ágúst, sept., okt. með ca. Vs á mánuði. 2. b. Fyrirtæki, en þau eru skyld að greiða útsvar starfs- manna sinna, skulu greiða fyrirframgreiðsluna fyrir þá eins og áður segir, og eftirstöðvamar á 7 mán- uðum, júli, ágúst, sept., oktbr., nóv., des., febr., með ca. 1/7 á mánuði. BÆJARSKRIFSTOFURNAR. Kvenprjónavesti og golftreyjur. . Verzlun H. Toft Sannleikurinn um Sovétríkin Önnur grein. (Eftir Hrefnu frá Krurnmavík). Allur heimurinn starði með undrun og ótta Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Skór eru dýrir. C, W. S- SKÓÁBURÐUR hefur þann meginkost, auk þess að gefa skónum varanlegan gljáa, að viðhalda leðrinu, þar eð hann inniheldur leðurfeiti. c w. s, skóáburður á eldana í Stalínsborg, á roðann af hetjunnar banablóði sem brann um steina og torg. . (5 i-j$ r, ' > Og heimurinri spyr. Um rjúkandi rústir á Rússlands sléttum er hljóð. „Hvaðan kemur sá kynjakraftur þér, kiigaða bolsaþjóð? sem hundrað sinnum varðst hungurmorða — í heimildum það er skráð — og tórði einhver af, þá tók hann af lífi hið tryllta sovétráð." En söguþjóðin vor fræga og forna á fágætt og dýrmætt blað sem spekingslegt horfir á spurningu heimsins og spaklega svarar það: „Sjá. aflið sem sigraði ógnarvald Hitlers og örlög Rússlands knýr, I»að er tugmilljón þræla hungraður hópur sem þeir hnepptu í gaddavir.“ ver skó yðar sliti. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræíi 16. ♦OOÖOOÖOÓOOOOÓOOO 0000-0-000000000000 Matarstell með djúpum og grunnum diskum, alls 59 st. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6B. Sími 4958. oooooooooooooooo-o I; T i Sverrir til Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og Súg- andafjarðar fyrri hluta næstu viku. Vömmóttaka fram til há- degis á morgun. Þór vörumóttaka til Vestmannaeyja a þriðjudag, 3. ágúst. 0000000-0000000000 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo Látið setuliðið fá vissan dag í Laugunum svo ís- lendingar hafi frið hina dagana Hr. ritstjóri! Mig langar til að tala svolítið við þig um setuliðið og Sundlaugarnar. Eg er einn af þeim sem hef stund- að Laugarnar í mörg ár. Eg minn- ist þeirra daga, áður en setuliðið kom, þegar við strákarnir fórum í Laugarnar á hverju einasta kvöldi, eftir unnið dagsverk, og alltaf fannst okkur eitthvað vánta á ef við höfð- um ekki skvampað á kvöldin Það var stór hópur af stúlkum og strák- um, sem alltaf kom, hvernig sem viðraði, það var synt og rabbað, aldrei háreisti eða læti, þrátt fyrir það að þetta voru ærslagjarnir ungl- ingar. Nú er þessi hópur horfinn. Það sem ?etur svip sinn á Laug- arnar nú eru Ameríkanamir. Þeg- ar maður nálgast Laugarnar heyr- ast öskrin og ólætin, langt út á götu, aðaleinkenni á þeim eru eilíf slags- mál og eltingarleikur, þeir stinga sér ofan af handriðunum og yfirleitt hvaðan sem er, svo að fólk sem er að synda í rólegheitum fyrir neðan, getur átt á hættu að fá þá ofan á sig, ef það gætir ekki að sér, því ekki eru þeir að fárast um það þó einhver sé fyrir, það hefur oft mun- að litlu að ekki hefur hlotizt af stór- slys. Þegar maður hittir kunningjana frá í gamla daga og spyr hversvegna þeir komi ekki til að synda eins og áður er svarið oftast það sama: „Hvernig er hægt að koma meðan þessir menn fá aðgang á sama tíma og við?“ Stúlkurnar eru svo að segja hætt- ar að koma, nema þá í fylgd með karlmanni og ekki skal mig undra það, því um leið og stúlka kemur ofan í, byrja flautin og djöflagang- urinn, og sjaldan er hún búin að synda langt þegar Ameríkanarnir safnazt í kringum hana, og það er sama þó að það sé maðurinn eða kærastinn sem með henni er. Það gefur að skilja að sambúðin við setuliðið getur ekki verið góð. Það hefur líka þó nokkrum sinnum komið fyrir að Ameríkaninn sem lengst hefur gengið með frekjuna og maðurinn sem með stúlkunni var, hafa farið upp úr og slegizt, og er það hart að annað eins skuli þurfa að koma fyrir. Síðast nú á fimmtudagskvöldið varð ég áhorfandi að einu slíku dæmi. Nokkrir knálegir unglingsstrákar stóðu í litlu lauginni og röbbuðu við tvær stúlkur á liku reki. Þá koma þar að nokkrir Ameríkanar og byrja að skvetta á stúlkumar, einn strákurinn biður þá að hætta,. en einn Ameríkaninn rýkur að hon- um og spyr hann hvað hann sé að brúka kjaft, og slær til hans um leið,. stráksi lætur það samt ekki á sig fá og tekur Ameríkanann haustaki og dýfir honum í kaf og hélt nokkuð lengi, svo ég var farinn að hálfvor- kenna manngarminum. Jæja, hugsa ég, hann lætur sér þetta líklega að kenningu verða og hættir, nei, ekki aldeilis, þegar strákur sleppir, verð- ur hinn enn verri en fyrr, hefur lík- lega þótt leiðinlegt að láta kunn- ingja sína sjá að hann lét strákpatta. fara svona með sig, og sló nú frá sér eins og vitlaus maður, strákur varði sig aðallega fyrir höggunum en sló lítið á móti, þó hann hefði haft mörg tækifæri til þess, vildi auðsjáanlega ekki nota sér það hvað hinn var vondur. Svona var nú það. Eg hef heyrt margar raddir unr það hvort ekki væri hægt að láta Ameríkana fá sérstakan dag í Laug- unum, og væri það mjög æskilegt. Og væri þá fmmtudagurinn tilval- inn, því á föstudögum eru þær hreinsaðar, við fengjum þær þá aft- ur hreinar á laugardögum og gætum notið þess að fara í Laugarnar eins og áður. En ef þetta reyndist nú ekki hægt, þá finnst mér það vera minnsta krafa sem við gætum gert til setuliðsins að þeir hefðu að minnsta kosti einn lögreglumann í Laugunum til að halda þar uppi reglu, svo sagan sem ég sagði þér þyrfti ekki að endurtaka sig. Laugakunningi. S.G.T.** danslcikur í ListaMiannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.