Þjóðviljinn - 31.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.07.1943, Blaðsíða 3
I>augardagur 31. júlí 1943 ÞJÓÐVILJINN þið&MiJiini Útgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Riutjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars m Ritstjórn: Garðaslræti 17 — Vikingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Autturstræti 12 (1. bseð) Sími 2184. Vikingsprent b.f. Garðastrseti 17. Alþýðublaðið ræðst á Alþýðuflokkinn Líklega hefur engin Dags- brúnarstjórn notiö eins al- menns fylgis og trausts og sú er nú situr, og skipuð er sós- íalistum, Alþýðuflokksmanni og utanflokkamönnum. Það er eklá hægt að hugsa sér betri viðurkenningu á þessari staðreynd en þá, að eftir árs stjórn treystu andstæðingar hennar sér ekki til aö stilla á móti henni, þeir vissu sem var, að jafnvel' þótt þeim hefði tekizt að bjóða fram gegn þessari eindregnu verkamanna stjórn, hefðu kosningarnar sýnt eins og frekast var hægt f y 1 gisley si sundrun gaf af lanna í Dagsbrún. Alþýöublaöiö hefur haldið uppi, í samvinnu við ihalds- blöðin Vísi og Morgunblaöið, látlausum rógi um verka- mannastjórnina í Dagsbrún. Þetta hefur verið fullkomlega ábyrgðarlaus áróður ábyrgöar lausra manna, eins og Steí- áns Péturssonar, um málefni Dagsbrúnar, og ekkert tillit tekið til þess að stjórnin er einnig skipuð Alþýðuflokks- manni. Áróðurinn hefur veriö svo skefjalaus og heimskulegur að hann hefur haft þveröfug áhrif við þaö sem hinir ábyrgðarlausu skr'if finnar Alþýðublaðsins ætluð- ust til, og oröið til þess að Dagsbrúnarmenn hafa fylkt sér þéttar um stjórn sína. í gær gengur Alþýðublalið þó lengra i þessum áróðri gegu Dagsbrún, en ætla mætti að nokkur maður með snefil að stjórnmálaviti gerði. Leiöarinn er árás á vkommún ista“ fyrir drátt þann er orð- ið hefur á skipun nefndar- innar, sem ætlaö er að rann- saka grundvöll vísitölunnar. Drátturinn er auðviiað af því, að kommúnistaóhræsin hafa aldrei meint neitt með þessu tali um nefndina, seg- ír Stefán sigri hrósandi! Það kemur í ljós ao hér gefur hinn bardagaíúsi rit- stjóri þess Alþýðuílokknum illilega á hann. Staðreyndirn- ar eru þær, að allir flokkar nema Alþýðuflokkurini-. hafa í bréfum til forsætis.'áðherra tjáð sig fylgjandi skipun visi- tc'.lunefndarnnar, og forsætis- íáðherra lýst því yf.r, að 'hann híöi aðeins eftir samskonar c.vari Alþýðuflokksius! Það er ekki að furöa að sá orðrómur komist á gang að l Þáð er nú þegar oröið fyrir- sjáanlegt hvernig þessari heimsstyrjöld lýkur: Meö al- gerðu hruni möndulveldafas- ismans. Fasisminn er þegar farinn að hugsa fyrir því hvernig hann á að hreiðra um sig að nýju. Það mun duga honum skammt þótt hann setji á sig nýja grímu í hinum langþjáðu löndum Ev- rópu, eins og með stjórn Badoglios á ítaliu. En í aftur- haldi Bandaríkja Norður- Ameríku telur hann sig eiga öruggt vígi, sem muni stand- ast storma þessarar styrjald- ar. Þaðan á að undirbúa sóknina gegn mannkyninu aö nýju. íslenzku nazistarnir eru nú sem óðast aö afneita hinum föllnu og fallandi goð'- um: Mússolini og Hitler. Morgan, Hearst, Max East- man og Jan Valtin eru hinir nýju spámenn þeirra. Max Eastman er Sovétníð- ingur aö atvinnu, og hefur stundaö þá iðn síðan nafn hans heyröist fyrst nefnt. Hann er talsvert þekktur maður fyrir.það eitt, og ekk- ert annað. Hann byrjaöi sem Ti'otskisti og réðist héiptar- lega á Stalín fyrir að hafa svikiö' kommúnisnij.nn og hugsjónir Lenins. Nú segir hann að glæpu: Stalíns sé í því íólginn aö nann hafi fram kvæmt hinar „blóöugu“ hug- sjónir Lenins og ætli sér að brjóta kommúnismanum braut til valda um allan heim. Hin „heilbrigða raunsæi“ í „fræðslu“ hans um Sovét-lýð- veldin er á þessa leið: Stalín hefur látiö myrða helztu sam- verkamenn sína saklausa ein- ungis til aö svala blóðþorsta sínum; í fangabúðum í Rúss- landi eru 12—15 milljónir manna (eins margir og íbúar allra Norðurlanda aö börnum og gamalmennum meðtöld- um). Söpnunin fyrir þessu er að Wendell Wilkie sá gadda- vírsgirðingar í Rússlandi!! (Hvar skyldu Bretar og Bandaríkjamenn geyma stríðs fanga sína?); verkalaun í Rússlandi hafa lækkað síðan á keisaratimunum samkvæmt opinberum rússneskum skýrsl um (hver sæmilega . upplýst- ur maöur veit að grunntekj- ur verkamanna í Sovétlýð- veldunum höfðu margfaldazt Stefán Pétursson nefö’. vefið sendur í Alþýöuflokkinn, til að eyðileggja hann innan frá. Steí'án. er flugumaöur í Al- þýðuflokknum, flugumaöur svartasta afturhaldsins í landinu. Honum hefur þegar orðið mikið ágengt í því starfi að eyðileggja Alþýðuflokkinn, kjaftshöggin sem hann greið- ir flokknum með greinum eins og þessum leiöara um dráttinn á skipun vísitölu- nefndarinnar, er samt óvenju krasst dæmi um skemmdar- starf hans. og framleiöslumagnið, sem er óskipt eign þeirra, meir en 7- faldazt, samkvæmt opinber- um skýrslum, alllöngu fyrir stríö); saga Göbbels um hrannmoröin á hinum 10 þús und pólsku liðsforingjum er heilagur sannleikur; Stalín ætlar að leggja undir sig all- an heiminn og myrða Ve hlutann af ibúum hvers lands!! (m. a. 20 þúsund ís- lendinga, og 3—400 milljónir manna samtals!) Morgunblaöið skrifar langa forustugrein um þessa „fræöslu" og kann sér ekki læti fyrir hrifningu. Fyrir- sögnin er: „Heilbrigðara raun sæi“ (H) Svona áróöur er tiltölulega meinlaus á íslandi. A íslenzk- an almenning orkar hann yf- irleitt öfugt við tilgang sinn. Ennþá eru í fersku minni Rússlandsfréttir Morgun- blaðsins frá árunum fyrir stríð, þegar fólkiö i Ukrainu haföi ekki annað en hrein- dýramosa aö leggja sér til munns, (hreindýramosa sem vex á hinni sólbökuðu gróð'- urmold Ukrainusléttanna!!) og allir íbúar Sovét-lýðveld- anna 180 milljónir að tölu, voru drepnir eöa felldir úr hor oftar en einu sinni. Eng- inn vafi er á því að þvætt- ingur þessi varð til þess að gera íslendinga ósóttnæmari fyrir lygaái’óðri um Sovétrík in og ýtti undir menn að afla sér raunhæfari fræðslu. En afturhald Bandaríkj- anna, sem hefur Max East- man í þjónustu sinni, mun líta svo á að svona áróður geri sitt gagn þar í landi. Til- gangurinn er að undirbúa hugi manna undir styrjöld við Sovétlýðveldin. Engum er þetta ljósara en forustumönn- um Bandaríkjanna. Bæði Wallace varaforseti Banda- ríkjanna og Davies fyrrver- andi sendiherra í Moskva, hafa bent á að ef þessir menn fengju aö ráða stefnu Banda- ríkjanna, þá er „friðurinn tapaður“, þriðja heimsstyrj- öldin óumflýjanleg. „Agentar Hitlers, bæði í Evrópu og í Ameríku, hafa komiö á gang margskonar lygasögum til að reyna að reka fleyg milli Sovétríkj- anna og hinna Bandamanna- þjóðanna .......“ „Ef okkur mistekst aö semja friðinn þannig að hann verði ekki aftur rofinn munu hetjurnar, sem létu lífið við Tobrúk, Stalíngrad og Guadalcanal, rísa upp úr gröfum sínum og saka okkur um rofin heit“, segir Davies. Brezka blaöið Cavalcade efast ekki um hver mundi veröa afleiðing þess, ef engilsaxnesku heimsdrottn- rmarstefnan fengi að leika lausum hala: „Baráttan milii Bretlands, Bandaríkjanr.a og Sovétríkjanna um yfirráöi.:. í lofti mundi grv að J.jgu von iiuar um ya an..cgan frið og sLcvpa heiiV'ium út í nýlt tímabil heimsvaldastefnu, hraðvirkari, skoltilegri og meir tortímaudi vegna eðlis iofthernaðarins“. „En þess er varla aö vænta a'ö menn- ingin lifði það af, ef upp úr þessu stríöi kæmi barátta milli Bretlands, Bandaríkj- anna og Sovétrikjanna um yfirráðin i lofti“, segir blað- ið. Au'ðhringir afturhaldsins í Ameríku verja hundruðum milljóna dollara til andlegs undirbúnings undir styrjöld viö Sovétríkin. Max Eastman er í þjónustu þeirra. Fyrir stríðið baröist hann fyrir sameiningu auövaldsríkjanna til krossfer'öar gegn Sovét- ríkjunum. Eftir aö stríðið brauzt út og þó einkum eftir að áreksturinn varö milli Finnlands og Sovétríkjanná, reyndi hann að fá Ameríku- menn til aö breyta styrjöld- inni og sameina hin stríðandi stórveldi „í vestri“ gegn „hætt unni í austri“ Ur þvi sem komið er vill hann njóta að- stoðar Sovétlýöveldanna til að • gersigra hin hrynjandi Möndulveldi, fyrst nazistun- um tókst ekki að leysa það „menningarhlutverk" af hendi að jafna Sovétríkin við' jörðu. Þess vegna á „samvinna viö voldugt Rússaveldi“ enn um skeið að vera „viðfangs- efni“ Bandaríkjanna. En jafnframt á að búa sig undir styrjöld vi'ö' Sovétlýðveldin og raunar um leið við önnur ríki á meginlandi Evrópu, sem að stríðinu loknu munu taka upp þjóðskipulag, sem verður afturhaldi Bandaríkj- , anna engu minni þyrnir í augum. Til þess að sannfæra Ameríkumenn um nauðsyn* svona djarflegs fyrirtækis, dugir hvorki meira né minna en fá þá til aö trúa því að Stalín ætli að leggja undir sig allan heiminn og drepa !4 hluta íbúanna. Til hvers er að sigra Hitler, ef mannkyn- inu verður ekki foröaö frá þessum hryllilegu örlög- um? (!!) Nú munu menn spyrja: Hvaö gengur íslenzkum blöð- um til aö taka upp þennan styrjaldaráróður afturhaldsins í Ameríku? Þetta mál er oss íslendingum vissulega ekki ó- viðkomandi. I styrjöld milli Ameríku og Evrópu verður ís- land blóðugur vettvangur hildarleiksins. Annað blaö Sjálfstæðisflokksins, Vísir, veröúr ekki skilinn ööruvísi en að hann sé að bjóða ísland fram sem herstöö fyrir Banda rikjaher, að styrjöldinni lok- inni. Enginn furðar sig á því þótt AlþýÖublaðið smjatti á svona áróöri. Hvað er hér á seyöi? Er ver- iö að bjóöa íslendinga og lánd þeirra fram sem ,,fórn“ í „baráttunni gegn bolsévism- anum?“ Væri ekki ráðlegra fyrir þau blö'ð, sem þykjast vilja sameina þjóðina um sjálfstæði hennar og fullveldi, að geyma betur tungu sinn- ar? Ef fasismanum tekst aö festa rætur á ný í Ameríku og stofna þaöan til nýrrai' heimsstyrjaldar gegn mann- kyninu — hvaö er þá Orðiö um sjálfstæöi, öryggi og frið- helgi íslands? ‘ /fl \fyr\srtobb\ „Sigraðir menn verða að sætta sig við allt“ og „fallnir englar“ fá oft ómilda dóma. Einn hinna föllnu engla er Benito Mússolini. Veldi ítölsku fasistanna er að hrynja í rústir og fölskva sleg- ið á dýrð Mússolnis. Jafnvel Vísir hVeytir nú hálfgerðum skætingi til Mússa í raunum hans (enda hefur Vísir nýlega sagt að ísland sé „á vesturleið"!). Eftir að Vísir liefur líkt Mússa á yngri árum hans við „kommúnista“ „vorra tíma“ og suma ,,vanstillta vinstri menn“ segir hann: „Gat hann sér mikið orð meðal róttækra sósíalista sakir heiftrækni sinnar og illgirni, og var í launaskyni gerður ritstjóri ,,Avanti“, sem var eitt æðis- gengnasta sósíalistablaðið í Ítalíu". * En svo heldur Vísir áfram: „Eitt- hvað mun hann hafa stillzt með aldrinum....“. ójá, hann gerðist fas- isti og drekkti í blóði frelsisbaráttu itölsku alþýðunnar, eða, svo notuð séu orð Vísis: „barðist gegn komm- únisma, með hnúum og hnefum — og raunar með hnífum og byssum líka.“ — Já, morðið á Matteotte og öðrum frelsissinnum ítölsku alþýð- unnar er gott dæmi um það hve Mússolini ,,stilltizt“! Islendingar muna enn þegar italski loftflotinn undir stjórn Balbo marskálks kom í ,,kurteisisheim- sókn“ til íslands. Þá hreytti Vísir ekki skætingi í Mússolini, nei, ónei! En nú, þegar Mússi er „fallinn eng- ill“ — þá er allt öðru máli að gegna. — Svona er það, Iaun heimsins er vanþakklæti! * Þegar italski loftflotinn kom hing- að til Reykjavikur voru það víst ein- hverjir „ungir íslendingar", seni dreifðu út fregnmiðum með ávarp- inu: ,,Viva il fascismo!" — Þeir skyldu þó ekki nú vera komnir ,,á leið til vesturs“?! nttmmxnn&ztnuK Vantar stúlku eða konu 2—3 tíma á kvöldin. Matsalan, Hafnarstræti 4. nmstmzinsiaasíEi Gcrizt áskrifendur Þjóðviljans! þóóOOóOOCOOOOOOÖO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.