Þjóðviljinn - 31.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Or bopgtrml Helgdagslæknir í dag: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234 Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Næturlæknir er í Reykjavíkurapó- teki. Næturvörður næstu viku er í Ið- unnarápóteki. Ungmennafélag Reykjavíkur fer skemmtiferð austur í Fljótshlíð nú um helgina. Lagt verður af stað frá Vörubílastöðinni Þróttur kl. 8 s.d. í kvöld. Komið verður til baka á mánudags kvöld. Þáttaka tilkynnist í síma 2749. Frestur til að kæra til yfirskatta- nefndar út af úrskurðum skattsjóra og niðurjöfnunarnefndar á skatt- og útsvarskærum, rennur út þann 13. ágúst n.k. Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofunnar á Alþýðu húsinu fyrir kl. 24 þann dag. Dráttarvextir af útsvörum. Drátt- arvextir eru þegar fallnir á fyrir- framgreiðslu þessa árs útsvara. Jafn framt falla dráttarvextir á þann útsvarshluta, sem átti að greiðast í júnímánuði, ef hann er eigi greiddur fyrir 4. ágúst næstkomandi. Útvarpið: Laugardagur 31. júlí 19,25 Hljómplötur: Samsöngur. 20,30 Hljómplötur: a) Sónata fyrir flautu og strok- hljóðfæri eftir ScaVlatti. b) Tríósónata eftir Schubert. 20,45 Leikrit. 21.20 Hljómplötur: Dúettar og terzettar úr óperum 21.55 Hljómplötur: Klassískir dansar 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Sunuudagur 1. ágúst. 10,00 Morguntónleikar. 12,00-—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,30 Miðdegistónleikar. 20.20 Einleikur á fiðlu (Óskar Cortes). Mánudagur 2. ágúst. 20,30 Hátíðahöld verzlunarmanna: a) Hjörtur Hansson: Ávarp b) Vilhj. Þ. Gíslason: Erindi. 2. ágúst. c) Ámi Jónsson frá Múla: Minni verzlunarstéttarinnar. d.) Söngur. Þriðjudagur 3. ágúst. 20.55 Lög og létt hjal (Pétur Péturs- son). Félagsblað Dagsbrúnar „Dagsbrún“, félagsblaú Dagsbrúnar, er nýkomið út, og flytur að vanda margt fróð legt um félagsstarfið. Þetta er síðasta blaöiö sem veröur fjölritað. Undirtektirn- ar hafa verið svo góöar meöal félagsmanna, aö Dagsbtúnai- stjórnin hefur ákveöiö að láta prenta blaðið framvegis. Ritstjóri blaösins er Eggevt Þorbjarnarson. Blaöiö er vel skrifað, greinarnar stuttar., umbúöalausar og efnismikl- ar, og ómissandi h/erjum þoim er fylgjost viil meö fé- lrgshfi og starfi ot.-vrsta verk- lýðsfélagi landsins. ____ NÝJA BÍÚ Sonur refsinorninnar (Son of Fury) Söguleg stórmeynd með TYRONE POWER, GENE TIERNEY, GEORGE SANDERS. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd laugadag, sunnudag, og mánudag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 f. h. alla dagana. Áskriftarsími ÞjðBviljans er 2184 Minningarsjóður um Gunnar Hafberg Engilberg Hafberg kaup- maöur hefur nýlega fært Ungmennadeild Slysavarnafé- lags Islands, eitt þúsund krónur aö gjöf, sem stofnfé að minningarsjóði um Gunn- ar Hafberg, sem lézt síöast- liðinn sunnudag af slysaskoti. Mun Ungmennadeildin vinna að því’ að efla sjóö þennan, en auk þess mun þess óskaö aö þeir, sem heföu hugsaö sér aö votta samúö sína vegna fráfalls Gunnars heit- ins, minntust þessa sjþö, sem mun veröa í vörzlum Slysa- varnafélags íslands, og til þess notaöur í framtíöinni aö veita viöurkenningu þeim unglingum hér á landi, sem veröa til þess aö bjarga mannslífi, eöa sýna sérstakan dugnaö og þekkingu við að .aftra slysum og veita fyrstu hjálp, er slys ber að höndum. Alþýðuflokkurinn og skipun vísitöiunefndar Framh. af 1. síðu. orðinn stéfnulaus og marklaus. Stefán Pétursson er kominn í svo mikla mótsögn við almenna fylgjendur flokksins, að hann er á góðri leið með að keyra skút- una í kaf. Stefán Pétursson ætlaði að kné setja Dagsbrún, en sló vindhögg eins og fyrri daginn. í stað þess knésetti hann Alþýðuflokkinn og hefur nú stefnt honum í full- komnar ógöngur. Síðustu fréttir Alþýðuflokkurinn hefur nú loks svarað Þegar blaðið var að fara í pressuna barst fregn um að Alþýðuflokkurinn hafi ekki séð sér fært að bíða lengur en tjáð forsætisráðherra seint í gær, eftir ítrekaðar fyrir- Konan mcd grænu augun (Green Eyed Woman) Amerískur gamanleikur ROSALIND RUSSELL FRED MACMURRAY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Laugardag, sunnudag og mánudag kl. 3: Floíinn í höfn (The Fleet Is In) DOROTHY LAMOUR. SkemmtiferQ templara í Haukadal Umdæmisstúka Sunnlend- ingafjórðungs gengst jafnan fyrir einni sameiginlegTi skemmti- og kynningarför templara á hverju sumri. Að þessu sinni er feröinni heit- iö aö Geysi samkvæmt sam- þykkt síðasta umdæmisstúku- þings. Fariö veröur sunnudag inn 8. ágúst. Bílar fara snemma morg-uns meö reyk- víska templara í einum hóp. Þeir, sem kynnu að vilja fara daginn áöur og sjá sér sjálf- ir fyrir farkosti, geta fengiö aö tjalda hjá Geysi. Um hádegi á sunnudag verður hlýtt á messu í hinni nýju Haukadalskirkju, hjá sr. Eiríki á Torfastööum. Er hætt við aö kirkjan rúmi tæp lega alla, því aö gert er ráð fyrir aö um 100 manns fari héöan úr bænum. Auk þess koma templarar úr Hafnar- firöi og af Suöurnesjum og einnig frá stúkunum á Suður landsundirlendinu. Aö lokinni messu veröur fundur í stúkunni Bláfell í Biskupstungum, en á eftir má vænta þess aö Geysir gjósi. Veitingar verða í íþrótta- skólanum hjá Geysi og sund- laugin veröur til afnota fyrir þá sem vilja. Þeir, sem vilja fá heitan mat, veröa aö segja til þess um leiö og þeir taka famiiöa. spurnir Dagsbrúnarstjómar- innar, að flokkurinn sé fylgj- andi endurskoðun vísitölunn- ar. Svo grein fíflsins Stefáns Péturssonar haföi sín áhrif til gagns! Iiún setti Alþýöuflokk- inn í svo slæma klípu að' hann neyddist til aö láta und an síga, b^egöa viö, og ljá samþykki sitt fyrir endurskoö un vísitölunnar. Er þess því aö vænta að ríkisstjórnin skipi nefndina strax í dag, og getur hún haf ió starf sitt að endurskoöun vísitölunnar nú þegar. | i I Richard Wrighl: | í ELDUR OC SKÝ í i. „Eitt núll er ekkert nema núll,... “ Hann horfði sljóum augum á veginn þar sem hann fór, orðin féllu án nokkurra áherzlna, flutt af mjúkri djúpri rödd. „og núll þú vera skalt,....“ Hann tók upp vasaklút og þurrkaði ennið, án þess að hægja gönguna. „því negra hvergi hlotnazt neitt.....“ Hann var kominn á hæðarbrúnina, staðnæmdist og laút höfði. „en hvítum manni allt......“ Herðar hans kipptust til af undarlegu samblandi af hrolli og hlátri. Hann lauk við að þerra af sér svitan og skyrpti eins og hann vildi losna við eitthvert viðbjóðslegt óbragð. Þannig hefur það ætíð verið! hugsaði hann. Hann horfði hugsandi til baka, þangað sem hús borgarinnar risu, hjúpuð mistri á hæð í fjarska. Það virðist sem hvíta íólkið eigi allan heiminn. Rétt eins og það hafi sigrað' alla hluti. Hann horfði stöðugt á húsin í fjarska, bærði varirnar hægt og sagði í hálfum hljóðum: „Þeir gætu gert eitthvað. Þeir gætu gert eitthvað! Vera kann ef við færum fimm til sex þúsund saman til borgar- innar, að við gætum hrætt þá til þeás að gera eitthvað! Guð veit nema þeir rauðu hafi á réttu að standa!" Hann hélt aftur af stað og stakk klútnum í vasa sinn. Hiti kvöldsins sótti á hann. Það var ekki brennandi hiti en mollulegur og óumflýjanlegur, rétt eins og hann héldi andlitinu yfir gufu af sápuvatni. Alllangt framundan, niðri í dalnum lá kofaþyrping, gluggarnir endui’vörpuðu geislum hinnar hnígandi sólar. Hann þekkti þessa kofa eins vel og fugl hreiðrið sitt, því þarna hafði hann dvalið alla ævina. Hann þekkti fas og raddir allra svartra manna, kvenna og barna, sem áttu heima bak við þessa lágreistu veggi. Hann sá í skyndi fyrir sér raðir svartra, góðlegra andlita. Og hvaða fréttir get ég fært þeim Hvað get ég sagt þessu fólki? Og hann minntist sjálfs sín, þar sem hann stóð fyrir stundu síðan frammi fyrir hvítri konu, er sat bak við brúnt, gljáfægt borð: Handleggir hennar voru ávalir, mjúkir, mjallhvítir, líkt og kaldur marmari, hár hennar var gull- litað og glitraði í sólargeislunum,- augun voru stór og grá, bak við íslit gleraugu. Hann gat enn heyrt hina köldu, hvéllu rödd hennar: Mér þykir það mjög leitt, Taylor. Þér verðið að gera yðar bezta. Segið þeim og útskýrið það fyr- ir þeim, að við getum ekkert gert. Allir búa við skort og þegar allt kemur til alls býr yðar fólk ekki við verri kjör en við. Segið fólkinu að það verði að bíða þolinmótt. ... Hann hristi höfuðið og fram á varir hans kom dauft þjáningabros. Hefur hún nokkurn tíma soltið? Hvað vissi hún um hungur? Hann hélt enn af stað í þungum þönk- um. Hér er ég, maður sem guð hefur kallað til þess að flytja fagnaðarerindið. og hvað get ég gert? Hungrað fólk treystir á aðstoð mína, og hvað get ég gert? Eg hef reynt allt og tekizt ekkert. Skyldu Hadley og Green hafa rétt fyrir sér? það gæti verið að þeir hefðu á réttu að standa. Guð veit að þeir gætu haft á réttu að standa. Hann leit upp og horfði yfir brekkurnar fram undan sér. Grasið var dökkgrænt. Allt þetta land! hugsaði hann. Allt þetta land, og fólkið sveltur! Góður guð, hvernig get- ur þetta átt sér stað! Hann horfði yfir veginn, sem lá í bugðum unz hann hvarf fram undan, gult rykið blandið ryði af vagnhjólum og gúmmíögnum. Svo rétti hann úr sér og sagði fullum rómi: „Góður guð verður að hreinsa til í þessum gamla heimi! Hann vei’ður að skapa nýjan himinn og nýja jörð! Og hann verður að gera það fljótt! Það er óhjákvæmilegt! Þannig getur það ekki gengið um alla framtíð! Guð veit að það er ekki hægt!“ Hann fór úr kápunni og hélt á henni á vinstri handleggn- um: „Jæja, ég get ekkert annað gert en fai'ið til þeirra og sagt þeim.... Sagt þeim, að hvíta fólkið vilji ekki láta þá fá mat.. . “ Veéurinn lá í bugðum milli grænna hæðanna undir rauð- um himni. Milli þessara grænu hæða hafði guð almáttug- ugur fyrst látið hann sjá hið blessaða dagsins ljós. Hér var það sem hann tók sér konu og yfirgaf föður og móður, til þess að vera eitt með henni. A þessum grænu hæðum hafði T T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.