Þjóðviljinn - 04.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.08.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJI~'N Miðvikudagur 4. ágúst 1943. FLUGFERÐIRNAR REYKJAVIK EGILSSTAÐIR Flugferðirnar til Egilsstaða eru byrjaðar. Þennan mánuð verður farið tvisvar í viku, þ. e. Þriðjudaga og Föstudaga Pantanir austanlands annast frk. Sigriður Jónsdóttir, Egils- stöðum. Nánari upplýsingar á skrifstofu vorri í Reykjavík. Flugfélag íslands, H. F. I. S. I. K. R. R. Reykfavíkuirniót m MEISTARAFLOKKU R kefst í kvöld kl. 8,30 |»á keppa FRAM - K.R, Aðeins þrír leikir! Sjáið þá aíla! DTBOB Tilboð óskast í vegagerð og byggingu steinsteypu- stólpa undir útispennustöð við Öldugötu í Hafnarfirði- Útboðslýsingu og uppdrætti má sækja á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur Tjarnargötu 12, Reykja- vík. Tilboð í verkið skal komið til Rafmagnsveitunnar fyrir kl. 11.30 á hádegi mánudaginn 9. þ. m. Rafmagnsveita Reykjavíkur. r\c SHIPAUTCERÐ r Arraann vörumóttaka til ísaf jarðar í dag meðan rúm leyfir. Rifsnes ooooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo í fjarveru vörumóttaka á Homafjörð, Djúpavog, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð til hádegis í dag. Grótta vörumóttaka til Siglufjarðar fyrir hádegi og til Patreks- fjarðar eftir hádegi í dag ef rúm leyfir. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræíi 16. ÓÓOOOO0OOOOOOVOÓO minni um mánaðartíma gegnir Halldór læknir Stefánsson sjúkrasam- lagssjúklingum mínum. Katrín Thoroddsen. “X-K-M-M-VX-K-W-X-I-X-í-M-Xm Kjatrngód faða 20 hestar, til sölu. Uppl. í síma 2184, kl. 2—7. Áskriftarsími Þjóðviljans er 2184 Drengjameistaramót I.S.Í. 1943 fer fram miðvikudaginn 18. og fimmtudaginn 19. ágúst n.k. og hefst kl. 8 sd. bæði kvöldin. Á miðvikudag verður keppt í 100 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, há- stökki, kringlukasti, langstökki og 110 m. grindahlaupi, — og á fimmtudag í 4 x 100 m. boð- hlaupi, stangarstökki, kúluvarpi, 3000 m. hlaupi, þrístökki, spjót- kasti og 400 m. hlaupi. íþrótt- irnar fara fram í þeirri röð, sem hér var talið. Mótið er opið öll- um félögum innan I. S. í. fyrir drengi sem eru fæddir l.lapríl 1924 eða síðar. — Þátttaka til- kynnist stjórn K. R. skriflega í í tveim samhljóða eintökum, eða símleiðis, jyrir þriðjudagskvöld 10. þ.m. — Nánari tilkynning um dagskrá verður birt í blöð- unum næstu daga. Stjórn K. R. • fœsæx&mizíc :,:ím Verð fjarverandi ham ui mánaðarmóta og Ólafur Jóhann- esson gegnir sjúkrasamlags- störfum fyrir mig á meðan. Pétur H. J. Jakobsson I. 0. G. T. Geysisferðin Sækið farmiða sem fyrst í dag. Engir farmiðar seldir eftir kl. 6. — Kventöskur og veski GOTT ÚRVAL Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 OOÓÓOOÓOOOOOOOOOO Matarstell með djúpum og grunnum diskum, alls 59 st. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958. 000»»<XX>»0<><KKXXlKi> eBcvjazspósfowínn Garður — Garðshorn Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri sem er formaður garðsstjórnar, gat þess við vígslu nýja stúdentagarðsins, að enn hefði.garði þeim ekki verð nafn gefið, og óskaði eftir tillögum um nafnið. Ýmsar tillögur kvað hann hafa komið fram, eh. enga góða. Ás- geir kvað garðsstjóm ekki fella sig við að garðarnir yrðu kallaðir Gamli garður og Nýigarður, eða Norður- garður og Suðurgarður eins og helzt hefði verið talað um. Hér kemur tillaga um nöfnin. Gamli garðurinn skal heita Garð- ur en nýi garðurinn Garðshorn. Þetta eru þjóðleg og munhtöm nöfn og munu tafarlaust festast. Garður verður höfuðbólið að því leyti að þar fer fram matseld fyrir bæði býl- in og þar verður aðalsamkomustað- ur allra stúdenta. Einhverjum kann að finnast að eitthvað sé niðurlægj- andi við Garðshornsnafnið, en mis- skilningur er það. Þjóðsögurnar gáfu piltunum í Garðshorni uppreisn þeir fóru marga frækna för í kon- ungsgarð, og nútíma búskaparhættir og ræktunaraðferðir hafa gert mörg Garðshornin að stórum betri jörðum en Garða. Garður og Garðshorn það eru réttu nöfnin á þessar bújarðir íslenzkra stúdenta. Athyglisverð rödd. Margt var sagt og margt ofsagt, þegar Garðshorn var vígt, en einna athyglisverðust var stutt ræða sem Magnús Sigurðsson bankastjóri flutti. Magnús talaði um íslenzka stúdentinn. Hann minnti á að til skamms tíma hefðu nær allir ís- lenzkir stúdentar verið blásnauðir, þeir brutust til mennta að verulegu leyti af eigin rammleik. Nú eru þeir flestir ríkir, sagði Magnús, þeir eru hættir að biðja um víxil, og nú er þeim boðið að búa í lúxusherbergj- um, áður bjuggu þeir í kompum og kytrum. Síðan minntist hann 'á að hætt væri við að þessi bætta að- staða stúdentanna mundi ekki verða til að auka þeim dug og framtaks- semi, svo sem vera ætti, heldur gæti hún beinlínis leitt til hins gagnstæða. Mörgum fannst þessi kenning at- hyglisverð og það er vissulega rétt og sjálfsagt að gefa henni gaum. Aldir upp við harðrétti. Margir hinna eldri íslenzku stúd- enta eru aldir upp við harðrétti, og það þurfti talsverðan manndóm hjá unglingum til'að leggja út á mennta- brautina. — Að vísu mun þetta hafa stuðlað að heppilegu vali í stúdenta- hópnum, en því má þó ekki gleyma, að mörgu góðu mannsefni varð þessi leið of torsótt, og til munu dæmi þess, að ýmisskonar harðrétti í að- búnaði hafi spillt heilsu hinna ungu menntamanna og jafnvel dregið þá til dauða, en þrátt fyrir þetta verð- ur ekki hjá því komizt að hin ströngu inntökupróf í menntaskóla nútímans, muni ekki velja eins vel úr til framhaldsnámsins eins og erf- Unolftnga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í nokkrum bæjar- JiTerfum. Afgreídslan Ausfursfræfi 12 Sími 2184. iðleikarnir sem hinir uppvaxandi menntamenn áttu áður við að stríða. Báðar eru þó þessar aðferðr til að velja menn til framhaldsnáms mjög gallaðar. Nú er það meðlætið. Allir sanngjarnir menn sem voru í vígsluhófi Garðshorns munu vera sammála um að þar hafi sýnt sig, að talsvert væri uppeldi stúdenta á- fátt, bæði hinna gömlu sem aldir eru upp við harðrétti og hinna ungu, sem aldir eru upp við meðlæti. Að minnsta kosti hefur hvorugum auðn- ast að afla sér þeirrar menningar, sem með þarf til að skemmta sér að hætti siðaðra og menntaðra manna. Þessi fremur ómildi dómur á við um fjöldann, hitt eru undan- tekningar, að hitta íslenzkan stúdent. í samkvæmi, sem hegðar sér á þann hátt er sæmir menntun hans' og því forustuhlutverki, sem honum er ætl- að að vinna í þjóðfélaginu. Þessi tilfinnanlegi skortur samkvæmis- menningar og siðfágunar er eins og. áður er sagt sameiginlegt einkenni flestra íslenzkra stúdenta, hvort sem þeir eru aldir upp á tímum harðrétt- isins eða meðlætisins. En hverfum frá þessu, og að því íhugunarefni, sem margir velta nu fyrir sér. Verða ekki stúdentarnir sem flytja inn í hin prýðilegu húsakynni Garðs, og eru góðum efnum búnir latir og kærulausir? Það Öttast sumir, og þeir hafa nokkuð til síns máls. En ekki ætti þetta að þurfa svo að vera, ef vel er á haldið, stúdentar verða að læra að búa vð góð kjör. Það verður að kenna þeim að vinna, og kenna þeim að skemmta sér, það er hætt1 við að bættar aðstæður verði fyrst í stað til þess að fremur sé slegið slöku við vinnu, og að of- vöxtur færist í skemmtilífið. En þetta verður að breytast, krafa þjóð- arinnar, krafa skólanna, um réglu- sama starfandi stúdenta verður að vera svo fast fram borin, að iðjulaus stúdent, sem ekki kann einu sinni að skemmta sér, verði dæmdur ó- ferjandi og óalandi, það er vissu- lega réttmætur dómur. Kveði almenningsálitð upp þenn- an dóm, munu stúdentar meðlætis- ins vissulega verða sarfandi menn, sem kunna að skemmta sér á siðaðra manna hátt, þegar réttmætt hlé er gert á störfum, og þá munu hinar bættu aðstæður stúdentanna vissu- lega leiða til þess að þeir verði bet- ur menntaðir og meiri manntaks- menn en stúdentar harðréttisáranna. En munið það ungu stúdentar að bættum aðstæðum fylgir ábyrgð og áhætta, og af yður er mikils vænst. Styrkir til náms við ameríska háskóla Menntamálaráö íslands hejir úthlutað þannig styrkjum þeim, sem amerískir háskólar veita íslenzkum stúdentum: Jónas Árnason: Amerícan. University, Washington D. C., School of Public Administrat- ion. Gunnhildur Snorradóttir: Amerícan University, Washing- ton D. C., School of Social Seience and Public Affairs. Jón R. Guðjónsson: Southern Methodist University, Dallas, Texas. Júlíus Magnússon: University of Southern California, Los An- geles, California. Framhald á 4. síða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.