Þjóðviljinn - 05.08.1943, Page 1

Þjóðviljinn - 05.08.1943, Page 1
Þjóðverjar hörfa á OrelvígstöðvunuiR Rauði herinn sækir að borg'inni úr þremur áttuut. Þýzki herinn á Orelvígstöðv- unum hörfar hratt í átt til borg- arinnar Orel, segir í miðnœtur- tilkynningunni frá Moskva. Hersveitir Rússa undir stjórn Konstantíns Rokossovskí sækja að Orel úr þremur áttum, norðri, austri og suðri, og nálgast stöð- ugt borgina. í óstaðfestri fregn seint í gær- kvöld segir að rauði herinn hafi brotið sér leið inn í Orel og séu háðir þar harðir götubardagar. Rússar skutu niður 70 þýzkar flugvélar í gær í loftbardögun- um yfir austurvígstöðvunum. segír Elmer Davís, forstýórí upplýsíngaskríístofu Banda* ríkýastíórnar, í iltvarpi frá Alsír tíl hínna kiiguðu þjóða Verður þjððfrelsisnefRdin viðurkennd sem frSnsk stjórn? Mrískar ig Mar ililadelldlr neO l barlinii ■ SitllN Sidusfu varnarlínur fasísfaherjanna á eynní í hæffu Öflug bandarísk flotadeild tók í gær þátt í bardögunum á Sikiley með því að hefja stórskotahríð á herstöðvar fasista á norðurströnd eyjarinnar og á undanhaldsleiðir fasistaherjanna, segir í aukatilkynningu, sem bandaríska flotamálaráðuneytið birti í gærkvöld. í flotadeildinni voru beitiskip, tundurspillar og margir hrað- bátar. Hraðbátarnir fóru alla leið inn í Messinasund og trufluðu flutningana milli Sikileyjar og meginlandsins. Brezkar flotadeildir voru einn ig á sveimi við strendur Sikil- eyjar og meginlands Italíu og skutu á herstöðvar fasista. Bardagarnir á landi. Bandamannaherimir sækja á jafnt og þétt, þrátt fyrir mjög harða mótspyrnu þýzka hersins. Áttundi brezki herinn undir stjórn Montgomerys hershöfð- ingja sækir fram á Cataniavíg- stöðvunum, en þó varð Kan- adamönnum og Bandaríkjaher- liði á mið- og norðurhluta víg- stöðvanna meira ágengt í gær. Sóttu þeir fram 20 km. og er talið að öll varnarlína fasista- herjanna sé í mikilli hættu, og geti varla orðið um það að ræða að þeir geti myndað nýja varn- arlínu á Sikiley. Bardagar eru mjög harðir, og Framh. á 4. síðu. „Stórkostleg innrás sem mun sanna að Evrópuvirk ið er ekki öruggara en Sikileyjarvirkið mun koma frá Englandi“, sagði Elmer Davis, forstjóri upplýsingar- skrifstofu Bandaríkjastjómar, í útvarpi frá aðalstöðv- um Bandamanna í Norður-Afríku í gær. „Ef enn eru til Þjóðverjar, sem unna frelsinu, ekki frelsi til að kúga aðra heima og erlendis, heldur frelsi til að hugsa og láta skoðanir sínar í ljós eins og frjálsir menn, þá er tími til kominn að þeir sýni það í verki“. sína á nazismanum þegar hann hefði beðið ósigur fyrir hernað- armætti Bandamanna. Davis sagði að England væn ekki lengur land „hetjuvarnar“ heldur „bækistöð mikilla og sí- vaxandi sóknaraðgerða“. Tilkynnt var í gær að nýjar hersveitir Kanadamanna væru komnar til Englands. Davis var að flytja ávarp til kúguðu þjóðanna í Evrópu, og lagði áherzlu á, að þessi kom- andi innrás mundi gera að engu hugmyndina um að Þýzkaland væri óvinnandi. Hann skoraði á þýzku þjóðina að rísa upp gegn hinum nazis- tisku stjórnarvöldum. Það væri ekki nóg að láta í ljós andúð Eden, brezki utanríkisráðherr- ann, var spurður að því í neðri málstofunni í gær, hvort brezka stjórnin hefði í hyggju að viður- kenna frönsku þjóðfrelsisnefnd- ina í Alsir sem franska stjóm. Eden svaraði að málið væri til athugunar, og mundi brezka stjórnin hafa um það safnvinnu við stjórnir hinna Bandamanna- ríkjanna. Svo virðist sem fullt sam- komulag hafi nú náðst milli de Gaulle og Giraud, þar sem þeir nú hafa skipt með sér verkum. þannig að de Gaulle verður æðsti maður stjórnarinnar. en Giraud verður yfirmaður alls franska hersins. Félag járniðnaðarmanna krefst endurskoðunar á vísitölunni Öll vlnna í ríkisverksmiðjunum stöðvuð í gærkvöld. — Fáheyrð skemmdarstarfsemi verksmiðjustjórnarinnar við atvinnuvegina \ og ákveður að segja ekki upp samningum Félag járniðnaðarmanna hélt fund s. 1. fimmtudag og ræddi um uppsögn samninga og endurskoðun vísitölunnar. Samþykkti fundurinn að segja ekki upp samningum að þessu sinni, í trausti þess að ríkisstjómin láti endurskoða og lag- færa útreikning vísitölunnar. Samþykkt félagsins fer hér á eftir: í gærkvöld um kl. 9 lögðu kyndarar í ríkisverk- smiðjunum á Siglufirði niður vinnu. Verkamannafé- lagið „Þróttur“ stendur ekki að þessu verkfalli heldur einungis kyndararnir sjálfir. Öll vinna í öllum ríkisverksmiðjunum er stöðvuð, og verksmiðjustjórnin hefur fyrirskipað skipunum að hætta veiðum. „Fundur í félagi járniðnaðar- manna, haldinn 29. júlí 1943, á- kveður að segja ekki upp samn- ingum að þessu sinni í trausti þess, að ríkisstjórnin láti fram fara nákvæma endurskoðun og lagfæringu á grundvelli þeim, er verðlagsvísitalan byggist á. Það er álit fundarins, að grund- völlur sá, er vísitalan er reiknuð eftir, sé að verulegu leyti óhag- stæður launþegum, og byggir það álit sitt á þeirri beizku reynslu, að kaup það, sem fé- lagsmenn nú hafa, hrekkur skemmra til kaupa á lífsnauð- synjum heldur en kaupgjald það er félagsmenn höfðu fyrir stríð, — þrátt fyrir töluverða grunn- kaupshækkun, sem félagið hef- ur fengið síðan“. Ástæðan fyrir þessum fá- heyrðu atburðum, sem koma eins og reiðarslag yfir lands- menn, er deila milli verksmiðju- stjórnarinnar og kyndara um eftirvinnukaup þeirra. Fá kyndararnir eftirvinnu- kaup almennra verkamanna að viðbséttum 10%, en dagvinnu- kaup þeirra er 20% hærra en al- mennra verkamanna. Krefjast kyndararnir að fá sama eftir- vinnukaup og greitt er í kola- vinnu. Um mál þetta hefurdengi stað ið í þófi milli verksmiðjustjórn- arinnar annarsvegar og kyndar- anna og „Þróttar“ hinsvegar. En engin lausn hefur fengizt á mál- inu vegna frámunalegrar stífni og hroka verksmiðjustjórnar. I allt sumar hefur verksmiðju- stjórnin verið með alls konar áreitni og uppegningar í garð verkamanna og verkalýðssam- takanna, rétt eins og tilgangur- inn vœri að koma af stað vinnu- deilum til þess að stöðva síld- veiðarnar, hvað sem undir kann að búa. „Þróttur“ hefur aftur á móti reynt með öllu móti að komast hjá árekstrum, sem leiða kynni til vinnustöðvunar. Verk- smiðjustjórninni hefur nú samt tekizt að stöðva síldveiðarnar, er kyndararnir sjálfir tóku það ráð að leggja niður vinnu, þegar þeim þótti sýnilegt að engu yrði um þokað með samningum. Meðal annars er ágreiningur milli Þróttar og verksmiðju- stjórnarinnar um eftirvinnu- • Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.