Þjóðviljinn - 05.08.1943, Page 3

Þjóðviljinn - 05.08.1943, Page 3
Fimmtudagur 5. ágúst 1943 ÞJÓÐVILJINN 3 Spilaborg Albýöublaðsins hrynur Sjómannafél. Rvíkutr sagðí samníngum sínum ekki upp Dagsbrún fylgdí rádum framkvœmdasfjóra Alþýðusambandsíns SnieviuniN Utgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalutaflokkurinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- atofa, Austurstræti !2 (1. hæð) Sími 2184. Vfkingsprent h.f. Garðastræti 17. I_____________________________ Mussolini — Badoglio — verkamannaráð Mussolini hefur hrökklazt frá völdum, Badoglio hefur tekið sæti hans. í iðnaðarborgum Ítalíu mynda verkamenn og her- menn ráð, þeir krefjast friðar, þeir hrópa burt með konunginn og Badoglio. Þetta er hin pólitíska atburða- saga Ítalíu síðustu dagana, saga, sem vert er að veita athygli, því að sama eða svipuð saga mun endurtaka sig í öllum löndum fasista og jafnvel víðar. ítölsku fasistarnir höfðu beðið hernaðarlegt gjaldþrot, hinir raunhæfari afturhaldsmenn gerðu sér þessa staðreynd Ijósa. I þeirra augum var fasisminn aldrei annað en tæki til að verja hagsmuni stóreignamannanna, og nú var svo komið að hann var ekki lengur hæfur til þess, og þá var ekki annað ráð vænna en að fórna foringjum fasist- anna og gera úrslitatilraun til að vernda auðvaldsskipulagið. Þetta er hlutverk Badoglio- stjórnarinnar, henni er ætlað að koma Ítalíu út úr hörmungum og ósigrum stríðsins, án þess að for- réttindastéttirnar missi forrétt- indi sín. En skilningur þjóðarinnar á þessu hlutverki Badoglios virð- ist vera mikill og vaxandi, og sama máli gegnir um skilning hennar á því, að það er ekki að- eins Mussolini, ekki aðeins fas- isminn, sem verður að falla, ef þjóðin á að fá varanlegan frið, heldur og sjálft stétta- og arð- ránskerfi auðvaldsins. Það eru mennirnir, sem þetta skilja, sem hafa myndað verkamannaráðin í stórborgum Norður-Ítalíu. Þess- ir menn láta fasistana ekki blekkja sig, þótt þeir hafi fata- skipti. Hér er á þessar staðreyndir bent, af því, eins og áður er sagt, að þær munu endurtaka sig í hverju landinu af öðru í lok þessarar styrjaldar, hvar- vetna munu hálffasistisk öfl reyna að leysa fasistana af hólmi, til þess að bjarga auð- valdsskipulaginu. Samtímis því munu sveitir sósíalistanna eflast, og til megin átaka draga milli þeirra og hins tvístraða aftur- halds. Þeir atburðir, sem hér hefur verið lýst, eru endurtekning þess, sem gerðist í lok síðasta stríðs. Badogliostjórnir þeirra tíma komu hver af annarri í kjölfar stríðsstjórnanna. Verka- manna-, bænda- og hermannaráð í fullar tvær vikur hefur Ste- fán Pétursson haldið uppi lát- lausri herfei’ð á hendur Dags- brún og stjórn hennar fyrir það að hafa framlengt samninga fé- lagsins við atvinnurekendur. Eg held því, að áður en þessi leiðarstjarna Alþýðublaðsins heldur sóþninni áfram væri vel við eigandi að setja fram nokkr- ar upplýsingar, er málið snerta og sem sýna, hve snöggklæddur maður sá kemur til dyra, sem „sendur var inn í Alþýðuflokk- inn til- þess að eyðileggja hann“. Það er þá fyrst aðeins ein upplýsing fyrir Stefán sjálfan. Hún er sú, að hvorki stjórn Dagsbrúnar, trúnaðarráð né fé- lagið í heild mun láta pólitískan ævintýramann eins og hann hafa hin minnstu áhrif á stefnu sína gagnvart uppsögn samninga né öðrum úrlausnarefnum. Dags-: brún mun segja upp samningum og ganga til verkfalls, þegar heildarhagsmunir 'verkalýðsins bjóða svo og jafn örugg hafnar hún hvoru tveggja, þegar heild- arhagsmunir verkalýðsins gera það óvitúrlegt. Þessi upplýsing til Stefáns Péturssonar byggist m. a. á þeirri óskemmtilegu reynslu, að voru mynduð til að steypa þeim af stóli og grundvalla varanleg- an frið og sósíalistisk þjóðfélög. Átökin milli sósíalistanna og afturhaldsins voru mjög hörð og veitti ýmsum betur. Sósíalistisk þjóðfélög voru stofnuð í öllu hinu víðlenda veldi Rússakeis- ara, þar með talin Eystrasalts- löndin og Finnland, en sovét- stjórnir þessara síðast töldu landa biðu ósigur fyrir herjum Vesturveldanna. í Ungverja- Jandi, víðs vegar á Balkanskaga og víðar voru og myndaðar sovétstjórnir, en þær urðu allar að þoka fyrir herjum afturhalds- aflanna. Árangurinn af sigri þeirra afturhaldsafla er núver- andi heimsstyrjöld. Það er nauðsynlegt að menn geri sér ljóst, að ekki getur hjá því farið, að í lok þessa stríðs verði gerðar upp sakir milli hinna róttæku afla og aftur- haldssinna í heiminum. Líklegt er að þau átök endi með líkum hætti og varð í síðasta stríði, með því að sósíalisminn sigri á stórum svæðum jarðarinnar, en afturhaldið haldi þó velli á þýð- ingarmiklum stöðvum. Spurn- ingin er, hvort það afturhald verði svo sterkt, að því endist aldur og máttur til að framleiða nýja heimsstyrjöld, eða hvort gengi sósíalismans verði svo mikið að hann geti sigrað þess- ar síðustu leifar afturhalds og auðvaldsskipulags á friðsamleg- an hátt í náinni framtíð. Reynslan mun skera úr þessu, en hitt er víst, að hver sem vinnur að sigri sósíalismans vinnur fyrir varanlegan frið. honum hefur tekizt á furðu skömmum tíma að leiða Alþýðu- flokkinn út í hverja ófæruna eftir aðra, rúið hann að fylgi og skapað glundroða innan hans. Hún byggist ennfremur á þeirri óskemmtilegu reynslu, sem Dagsbrúnarmenn hafa af framkomu hans gagnvart félag- inu. Eða hvaða Dagsbrúnarmað- ur minnist ekki verkfallsins í ársbyrjun 1941, sem Stefán Pét- ursson barðist af öllum kröftum á móti og æsti upp til allsherjar- atkvæðagreiðslu, þar sem marið var í gegn að aflýsa verkfallinu og innsigla þar með ósigur Dags- brúnar. Og hvort stóð Stefán Pétursson með verkamönnum i skæruhernaði þeirra í fyrra, þeg- ar hann dæmdi kröfur þeirra til atvinnurekenda „of harðar“? Það kann að vera einkamál Alþýðuflokksins, hvort hann lætur Stefán Pétursson gera sig að fullkomnum einstæðing með- al þjóðarinnar. Dagsbrúnarmenn langar í öllu falli ekki til að komast í slíka aðstöðu. * Eins og að líkum lætur, sér Stefán Pétursson í skrifum sín- um um Dagsbrún ekki annað en kommúnista og gefur fullkom- lega í skyn, að Alþýðuflokks- maður sá, sem sæti á í stjórn Dagsbrúnar, sé sífellt ofurliði borinn. Ég vil taka það greinilega fram, að milli hans og annarra stjórnarmeðlima Dagsbrúnar hefur aldrei verið um ágreining að ræða, hvorki varðandi upp- sögn samninga né nú í nokkru öðru máli. Stjórn Dagsbrúnar gekk að því máli sem öðrum fullkomlega einhuga. Það má meira að segja fullyrða, að þessi Alþýðuflokksmaður var sá í stjórn Dagsbrúnar, sem einna ^kveðnast lagði á móti því, að sampingum yrði sagt upp nú, og mun þetta verða staðfest, ef Stefán faér kjark til að rengja það. í þessu sambandi er rétt að skýra frá því, að stjórn Dags- brúnar ráðgaðist við fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands- ins, Alþýðuflokksmanninn Jón Sigurðsson, um hvort segja skyldi upp samningum, og réð hann eindregið frá því, að þeim yrði sagt upp. Einnig þetta mun verða staðfest, ef Stefán Péturs- son fær kjark til að rengja það. En af þessu verður ljóst, að í herferð sinni gegn Dagsbrún talar Stefán fyrir. sinn eigin munn, en ekki Alþýðuflokks- verkamanna. * Það er í senn raunalegt og hlægilegt að lesa skrif Stefáns Péturssonar um Dagsbrún, svo hlægilega raunalegt, að maður freistast til að taka undir með þeim verkamönnum, sem halda því fram, að það eigi ekki að skamma Alþýcjublaðið, því að fæstir kaupi það nema til að skoða Örn elding. Það vill nefnilega svo til, að fleiri verklýðsfélög en Dags- brún hafa samninga við atvinnu- rekendur. Stefán Pétursson hefði aldrei lagt út í botnlausar skammir sín- ar um Dagsbrún né reynt að spila sig ^em fulltrúa verka- manna gegn Dagsbrúnarstjórn- inni, ef hann hefði ekki gleymt þessari einföldu staðreynd. Því að einmitt þessi staðreynd gerir allt þvaður hans um Dagsbrún að markleysu og falsi og sýnir manninn í allri hans nekt. Það er til félag sem heitir Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Því er stjórnað af fyrrverandi forseta Alþýðusambandsins, Sigurjóni Á. Ólafssyni, einum hinna örfáu fylgismanna Stefáns Pétursson- ar. Til eru einnig félög, sem heita Sjómannafélag Hafnar- fjarðar og Sjómannafélag Pat- reksfjarðar. Fyrir báðum þess- um félögum standa samherjar Stefáns Péturssonar. Þann 30. september 1942 gera nefnd félög undir forystu Sig- urjóns samning við Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda. Samn- ingurinn gildir til 1. júlí 1943, uppsagnarfrestur 2 mánuðir. Þessu til staðfestingar skal birt hér 16. gr. samningsins orðrétt: „Samningur þessi gildir frá 1. sept. 1942 til 1. júlí 1943. Uppsagnarfrestur skal vera 2 mánuðir miðað við 1. júlí. Hafi hvorugurx aðili fyrir þann tíma sagt samningum upp, framleng- ist hann um 6 mánuði í senn, með sama uppsagnarfresti“. Sjómannafélögin ákváðu að segja samningnum ekki upp. Engin allsherjaratkvæðagreiðsla eins og Stefán Pétursson krafð- ist af Dagsbrún. Alþýðu- blaðið kvakar ekki. Stefán Pétursson álítur þessa ákvörðun og framgangsmáta sérstaklega viturlega. Ekkert orð um, að sjómenn- irnir þurfi að endurskoða samn- ing sinn, ekkert orð einu sinni um það, að afnema þurfi 12 stunda vinnudag kyndaranna á togurunum. Ekkert orð um, að sjómannafélögin krefjist endur- skoðunar vísitölunnar. Slík mál mega ekki mæða á Sigurjóni Á. Ólafssyni. En svo ákveður Dagsbrún að segja heldur ekki upp samning- um, heldur tvo trúnaðarráðsfundi um málið og félagsfund (fá- mennan, sem sýndi, að enginn al- mennur áhugi var fyrir uppsögn samninga). Þá vaknar Stefán Pétursson og í Alþýðublaðinu getur ekki að líta annað en skammir um Dagsbrún — fyrir að haga sér formlega eins og sjómannafé- lögin. Maður verður að kannast við það, að Stefán Pétursson sér í kommúnistahatri sínu svo rautt, að þegar hann ætlar að slá for- ystu Dagsbrúnar, hittir hann forystu sjómannafélaganna, sína eigin samherja. Eftir að hafa athugað þessar staðreyndir, ætti að vera auð- veldara að skilja, hvers vegna Dagsbrún lætur ævintýramann- inn Stefán Pétursson ekki stjórna gerðum sínum, hvers vegna hún ætlar ekki að láta hann einangra sig eins og hann er að einangra Alþýðuflokkinn. Sú tilhugsun að gera Alþýðu- blaðið að leiðsögumanni í þess- um efnum er því óglæsilegri þar sem vitað er, að Alþýðu- flokkurinn vildi ganga í svo- nefnda „vinstri“stjórn á þeim grundvelli að lækka kaup laun- þega um 20—30 af hundraði. * Að lokum þetta: Það er skoð- un launþega almennt, að grund- völlur vísitölunnar sé þeim óhag- stæður. Það er skoðun þeirra, að leiðrétting vísitölunnar myndi verða þeim til hagsbóta, sem er um leið viðurkenning á því, að grunnkaupshækkun er ekki einhlít, ef þeir eru rændir henni með öðrum aðferðum, og sem sýnir ennfremur, að verk- lýðshreyfingin einskorðar sig ekki eingöngu við spurninguna um grunnkaup. Samningar Dagsbrúnar voru framlengdir eftir að forsætisráðherra og allir þingflokkar (nema þingflokkur Alþýðuflokksins) höfðu gefið samþykki sitt fyrir því, að grundvöllur vísitölunnar yrði endurskoðaður. Þar af leiðir, að verkamenn mundu hafa talið það samningsrof, ef ekki hefði verið staðið við þetta gefna lof- orð. Hins vegar breytir það engu, þótt Stefán Pétursson reyni í Alþbl. að ge'ra lítið úr þýðingu þess, að vísitalan verði leiðrétt. Ennfremur: Verkamenn vita, að brátt getur dregið að stríðs- lokum. Eftir 3—4 mánuði má búast við atvinnuleysi. Það mun verða sótt á af hálfu atvinnu- rekenda til þess að þrýsta grunn- kaupinu niður. En verkalýður- inn er staðráðin’n í því að halda fenginni grunnkaupshækkun slnni einnig eftir stríð, og knýja fram trygga atvinnu handa öll- um launþegum. Þess er ekki krafizt, að Stefán Pétursson skilji slíkar framtíð- arhorfur. Hann hefur öðru að sinna. En verkamenn munu halda áfram ótrauðir að berjast fyrir öryggi framtíðarinnar, lát- andi ævintýramanninn falla á hverju því bragði, sem hann beitir. E. Þ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.