Þjóðviljinn - 05.08.1943, Page 4

Þjóðviljinn - 05.08.1943, Page 4
þlQÐVILflNN Bæjarstjórnarfundur kl. 5 í dag Kosníng frædslufullfrúa Bœjarstjórnarfundur hefst í Kaupþingssalnum kl. 5 í dag. Á dagskrá eru 14 mál, þar á meðal kosning fræðslufulltrúa. Þessir sæk'ja um starfið: Hannes Þ. Magnússon, Jónas B. Jónsson, Steinunn Bjartmars- dóttir, Steinþór Guðmundsson. Verkfall hljððfæraleikara að HótelBorg heldur áfram Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, hófu hljóðfœraleikar- ar að Hótel Borg verkfall á mið- nætti aðfaranótt s.l. föstudags. Ekkert samkomulag hefur náðst í verkfalli þessu og heldur það því áfram. Tilefni þessa verkfalls er það, að Jóhannes á Borg hefur ekki fengizt til þess að viðurkenna Félag ísl. hljóðfæraleikara né Alþýðusambandið sem samnings aðila fyrir hönd hljóðfæraleik- ara, og ekki viljað gera við þá heildarsamninga. Hljóðfæraleikarar munu hins vegar staðráðnir í því að knýja fram hinn sjálfsagða rétt sinn: viðurkenningu á félagi sínu. Verklýðssamtökin eru nógu öfl- ug til þess að koma í veg fyrir að hrokagikkjum haldist uppi að troða á einstökum félögum. Jóhannes á Borg mun komast að raun um að plata stéttakúg- unarinnar er nú úrelt orðin, hve margar grammófónplötur sem hann spilar gestum sínum til skemmtunar. NÝJA BÉ6 Soaur refsinorninnar (Son of Fury) Söguleg stónneynd með TYKONE POWER, GENE TIEKNEY, GEORGE SANDERS. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Verkfallíð Framhald af 1. síðu kaup almennra verkamanna, hvernig skilja beri ákvæði samn- inganna. Það mál er nú fyrir Félagsdómi. Um eftirvinnu kyndara eru ekki ákvæði í samningum. Verksmiðjustjórnin hefur reynzt lang ósvífnasti atvinnu- rekandi á Siglufirði. Við Ríkis- verksmiðjurnar hafa verkamenn átt í fleiri deilum undanfarin ár, en alla aðra atvinnurekendur sainanlagi. Nú hefur verksmiðjustjórnin stöðvað síldveiðar íslendinga, er þær standa sem hæst, og hyggst að eyðileggja verðmæti er nem- ur liundruðum þúsunda og stofna sumaratvinnu alls þess fjölda sem hlut á að máli, í hættu vegna einna 5—6 þúsund króna. Það er vissulega mál til komið að tekið verði í taumana gegn svo blygðunarlausri skemmdar- starfsemi opinberra trúnaðar- manna. Blekkingin mikla (The Great Lie) BETTE DAVIS GEO. BRENT MARY ASTOR Sýnd kl. 5, 7 og 9. Drengjamót Armanns hélt áfram á þriðjudagskvöld. Met var sett í 1000 m. boðhlaupi, setti A-sveit IR það á 2,13,0 sék. Eldra metið var 1,15,2 sek., sett af Armanni 1941. Völlurinn var nú kominn í sæmilegt lag og reyndist hlaupa- brautin góð, þótt hún sé heldur laus, en hún mun smátt og smátt þéttast. Árangur var yfirleitt góður og fara hér á eftir úrslit í eftirtöldum greinum: Þrístökk: 1. Þorkell Jóhannesson, FH, 12,50 m. 2. Valur Hinriksson, ÍR, 12,21. 3. Halldór Sigurgeirsson, Á, 12,05. 4. Magnús Þórarins, Á, 11,73. Stangarstökk: 1. Þorkell Jóhanness., FH, 3,00. 2. Ingólfur Steinsson, ÍR, 2,70. Aðeins 2 kepppendur voru í stangarstökkinu. Reykjavíkur- félögin hafa ekki getað æft þessa grein vegna þess að nauðsynleg áhöld hafa vantað. Síkíley Framh. af 1. síðu. hafa Þjóðverjar og ítalir ekki gefið sér tíma til að grafa fallna hermenn síðustu dagana. ítalskur her fluttur frá Balkan. í fregn frá Istambul segir að ftalir séu að flytja allt heriið sitt frá Grikklandi og Svart- fjallalandi, og séu miklir her- herflutningar um allan Balkan- skaga. Kesselring, yfirmaður þýzka hersins á Miðjarðarhafssvæðinu hefur flutt aðalstöðvar sínar til Verona í Norður-Ítalíu. í fregn frá Sviss segir að Þjóð verjar streymi nú frá Ítalíu, aðr- ir en hermenn. Jáfnbrautarsam- göngur milli Ítalíu og Sviss hafa að mestu lagzt niður. Svissneska blaðið Neue Ziirch- er Zeitung segir að sú þolin- mæði, er ítalska þjóðin hafi sýnt til þessa, geti ekki varað öllu lengur. Ef Badogliostjórnin sýni ekki neinn lit á því að ná friði við Bandamenn, muni uppreisn- aralda flæða yfir landið fyrr en vari. Friðarhreyfingin sé sízt aflminni en sú þjóðarhreyfing, sem knúði Mussolini til að leggja niður völd. Bókasafn sjúkllnga í Kristneshæli Lítið ársrit, er nefnist ,,Hels- ingjar“, verður selt hér í bænum í dag og næstu daga. Er það gef- ið út af „Sjálfsvörn“, félagi berklasjúklinga í Kristneshæli og rennur væntanlegur ágóði til bókasafns sjúklinganna þar. — Safn þeirra hefur átt við fátækt að búa frá upphafi, — aldrei haft úr öðru að spila en því, sem hjálpfúsir einstaklingar utan hælis og innan hafa látið af hendi rakna, í bóka- eða pen- ingagjöfum. En nú hefur félag sjúkling- anna ráðizt í þessa útgáfu til að reyna að bæta úr brýnustu nauð- syn í þessum efnum og ættu nú allir að sýna þessari málaleitun sjúklinganna samúð og skilning með því að kaupa ritið. Auk þess góða málstaðar, sem ritið vinnur fyrir, er það hið prýðilegasta útlits, — eiguleg bók og ódýr, og hið skemmtileg- asta aflestrar, stuttar greinar, ljóð og létt hjal. Við viljum skora á Reykvík- inga að sýna eins og fyrri dag- inn að þeir eru manna fúsastir til að rétta góðu málefni hjálp- arhönd, og hverjir þarfnast slíks meira en sjúklingar? Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, ÍR, 48,88. 2. Finnbj. Þorvaldss., ÍR, 45,83. 3. Stefán Kristjánss., Á. 44,32. 4. Ólafur Guðmundss.,FH, 40,55. 1500 m. hlaup: 1. Óskar Jónssom, ÍR, 4,27,8. 2. Haraldur Björnss., KR, 4,28,4_. 3. Óskar Guðm., KR, 4,31,0. 4. Jóhannes Jónsson, IR, 4,36,4. 1000 m. boðhlaup: 1. A-sveit ÍR á 2,13,0. 2. Sveit KR á 2,15,6. 3. A-sveit Ármanns á 2,18,7. 4. B-sveit ÍRvá 2,21,2. Hlaupið var á tveim brautum og lentu saman í riðli. A-sveit Á. og sveit KR. í öðrum riðli hlupu sveitir IR saman. Hefði verið ólíkt skemmtilegra að sjá tvær eða þrjár sterkustu sveit- irnar saman, og viðfeldnara heldur en að hafa A- og B-sveitir frá sama félagi, auk þess sem gera má ráð fyrir að mun betri árangur hefði náðst. Áskriftarsími Þjóðviljans er 2184 Richard Wright: 3 ELDUR OG SKÝ um við mig og vakir yfir hverju fótmáli mínu til þess að geta hlaupið til hvíta fólksins, ef ég gæti mín ekki nógu vel, og sagt því að ég sé að fremja afbrot. Svartur högg- ormur í grasinu! Svartur Júdas! Það er hann og ekkert annað! Alls staðar er djöfullinn að verki í þessum heimi..... Nú var hann kominn inn 1 kofaþyrpinguna. gott kvöld, prestur. „Gott kvöld, sonur!“ Látum Smith gamla djákna segja það sem hann vill. Það er sama hvað ég geri þá geri ég eitthvað rangt ... „Gott kvöld, systur!“ Hann hefur alla tíð reynt að hrekja mig út úr kirkjunni .... Gott kvöld, hvernig líður þér, Taylor prestur? „Ágætlega. En þér, bróðir?“ Hann er alltaf að baktala 'mig og reyna að ná söfnuðinum frá mér .... Og þegar hann er ekki að því reynir hann að fá mig til þess að gera eitthvað rangt, alveg eins og þegar djöfullinn freist- aði Jesús. Eg mun reyna að gera rétt, með guðs hjálp. ... Já, ég gæti lagt út af þessu á sunnudaginn kemur. Um leið og hann beygði inn í götuna heim til sín og kirkjunnar, sá hann stóran, dökkan dreng koma hlaup- andi. Þarna kemur Jimmy, sennilega er hann að leita að mér. ... Eg vona til guðs að ekkert sé að .... „Pabbi!“ kallaði Jimmy og náði varla andanum. Taylor staðnæmdist. „Hvað er um að vera, sonur?“ Jimmy kom nær. „Borgarstjórinn er heima og bíður eftir þér,“ hvíslaði hann. „Borgarstjórinn?“ „Já, og tveir aðrir hvítir menn. Annar þeirra er lög- reglustjórinn.“ ( „Bíða þeir þar enn?“ „Já, þeir eru í dagstofunni.“ „Hve lengi hafa þeir beðið þar?“ „Líklega tvær til þrjár mínútur. Og taktu eftir, pabbi. ... Sam kom rétt áðan. Hann segir að hvíta fólkið aki í bílum um göturnar og vari svarta fólkið við því að fara út á götuna, því það séu óeirðir í aðsigi ....“ „Segir Sam það?“ „Já, hann sagði mér það. Og taktu eftir, pabbi ... Eg hef kallað saman Pete, Sam, Bob, Jack og nokkra aðra drengi, ef eitthvað kæmi fyrir ....“ Taylor greip um axlir Jimmys. „Heyrðu, sonur! Þú ert að steypa okkur öllum í vand- ræði! Það máttu ekki gera! Þú verður að fara gætilega! Ef hvíta fólkið hefði nokkra hugmynd um þetta, myndi það undir eins ráðast á okkur!“ „En við getum ekki látið það vaða uppi án þess að að- hafast eitthvað.“ „Heyrðu mig, sonur! Gerðu það sem ég segi þér!“ Hann hristi Jimmy og rödd hans var rám. „Segðu drengjunum að afhafast ekkert fyrr en ég hef talað við þá! Heyrirðu það?“ „Litlu flónin ykkar, þið ætlið að verða þess valdandi að við verðum öll myrt.“ „Við viljum alveg eins deyja 1 baráttu og vera drepnir án þess að bera hönd fyrir höfuð okkar,“ ságði Jimmy þrjózkulega. „Þú gerir það sem ég segi þér, heyrirðu það? Eg verð að tala við borgarstjórann ....“ „Hann kom til þess að tala við þig um kröfugönguna,“ sagði Jimmy. „Hvernig veiztu það?“ .„Vegna þess að allir segja það.“ „Hvern hefurðu heyrt tala um það?“ „Það er haft eftir Smith djákna.“ Taylor hrökk við eins og hann hefði verið sleginn og leit niður. „Hann segir djáknunum og öðrum starfsmönnum kirkj- unnar að borgarstjórinn hafi komið til þess að fá þig tií að hætta við kröfugönguna," sagði Jimmy. „Hann segir að þú standir í sambandi við þá rauðu.“ „Bíður Smith djákni einnig heima?“ „Já, hann er í kjallaranum ásamt hinum djáknunum. Þeir bíða eftir þér.“ „Hve lengi hafa þeir beðið þar?“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.