Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 2
i. j i in Laugardagur 7. ágúst 1943, O Tllkynning frá Búnadarfclagí íslands Atvinnumálaráðuneytið hefur falið Búnaðar- félagi íslands að taka á móti pöntunum á síld- armjöli til fóðurs innanlands á næsta vetri- Hérmeð er því skorað á samvinnufélög og aðr- ar verzlanir, hrepps- og bæjarfélög,^ búnaðar- félög eða fóðurbirgðafélög að senda pantanir sínar til Búnaðarfélags íslands hið allra fyrsta. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður verðið röskar kr. 50,00 pr. 100 kg. fob. á framleiðslustað. ,Verði ekki hægt að fullnægja öllum pöntun- um mega þeir, sem síðast panta búast við að sitja á hakanum. iíuMig Islails L*ekjargötu 14 B. Reykjavík. TILKYNNING írá dómsmálaráðuneytinu Athygli almennings skal vakin á því, að óheimil för inn á bannsvæði herstjórnar eða óheimil dvöl þar yarðar sektum, varðhaldi eða fagelsi, nema þyngri refsing liggi við að lögum, enda hafi bannsvæðið verið auglýst og sé það afgirt eða för inn á það eða um það bönnuð með merkjum eða með öðrum glögg- iim hætti, sbr. Iög nr. 60, 1943. Dómsmálaráðuneytið, 5. ágúst 1943. Frá Siýrímannaskólanum Forstöðumann vantar við væntanlegt siglinga- fræði námsskeið á ísafirði á komandi vetri. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. ágúst. Skólastjóri Stýrimannaskólans Meistaramót í. S. í. í dag kl. 4 Vígsla nýju hlaupabraufarínnar \ 200 m. hlaup, hástökk, kúluvarp, 800 m- hlaup, spjót- kast, 500 m. hlaup og þrístökk. Merkasta íþróttamót ársins. Allir ut á völl! Mófíð heldur áfram^á morgun. MótstjórniM. SNeiRitigarður 09 IlníltMil Begtáaiilnir A bæjarstjórnarfundi 2. apríl s. I. var kosin 5 manna nefnd til þess að skipuleggja rúmgott skemmti- og íþrótta-svæði í svonefndum Laugadal hér inn með Suðurlandsbrautinni. Ennfremur átti nefndin að láta skipuleggja þar eða á sund- laugarsvæðinu nýtízku sundlaugar fyrir borgarbúa og önnur íþróttamannvirki í sambandi við sundlaugarnar. í' nefndinni eru þessir menn: Jens Guðbjörnsson, Ben. G. Waage, Sigm. Halldórsson, Gunnar Þorsteinsson og Erlingur Pálsson. Ennfremur hefur íþróttaráðunautur Reykjavíkur, Benedikt Jakobsson/starfað með nefndinni. Nefndin hefur nú skilað áliti og fer það hér á eftir. Nefndin er einróma samþykk því, að leggja til við háttv. bæj- arráð og bæjarstjórn, að land- svæði innan eftirgreindra tak- marka verði nú þegar ákveðið sem íþrótta- og skemmtisvæði Reykjavíkurborgar: • i! 1. Að norðan Sundlaugavegar frá Reykjavegi að vestan en að Laugarásvegi að austan. 2. Að vestan Reykjavegur fra Sundlaugavegi að norðan og að Suðurlandsvegi að sunnan. 3. Að sunnan Suðurlandsveg- ur frá vegamótum hans og Reykjavegar til austurs að stað er sé 400 metra fyrir austan (innan) vegamót Holtavegar og Suðurlandsvegar. 4. Að austan takmarkist svæð ið fyrst af Laugarásvegi frá vegamótum hans og Sundlauga- vegar og síðan af Langholtsvegi að vegamótum hans og Holtaveg ar, en þaðan ráði bogalína mörkum yfir á Suðurlandsveg 400 metra innar (austar) af vega mótum Holtavegar og Suður- landsvegar. Athugasemd a. Hús þau, sem nú standa við Laugarásveg, á- samt tilheyrandi lóðum, er þó nái ekki lengra en 50 metra frá götubrún teljist a. m. k. fyrst um sinn utan svæðisins. Athugasemd b. Hús þau, sem nú standa við Suðurlandsveg innan fyrrgreinds svæðis (þ. e. Laugabrekka, Múli og Álfa- brekka) teljist einnig utan svæð is en hinsvegar ekki lönd þau, er þessum fasteignum fylgja nú. Frekari byggingar við þenna hluta Suðurlandsvegar verði að sjálfsögðu ekki leyfðar. Athugasemd c. Hinsvegar legg ur nefndin til að hæsti hnúkur Laugarásholtsins ásamt þrí- hyrntu landssvæði niður á Laug- arásveginn að lengd 150 m. frá stað er sé ca. 150 m. fyrir vestan vegamót Múlavegar og Laugar- ásvegar og nái 150 m. vestur fyr- ir þann stað fylgi svæðinu, sök- um sérstakrar útsýnisfegurðar þar. Nefndin telur, að vel athug- uðu máli, að fyrrgreint svæði sé hið ákjósanlegasta til þess að koma þar upp íþrótta- og skemmtisvæði fyrir borgarbúa. Hníga að því mörg rök og eru þessi helzt: 1. Vegna legu landssvæðisins og næsta nágrennis er óvenju skýlt á því, enda er þar skjól fyr ir nær öllum vindáttum. 2. Landið er nær allt slétt og að lang mestu leyti gróið grasi eða öðrum gróðri. 3. Vegna jarðhita á landssvæð inu eru hin ákjósanlegustu skil- yrði til þéss að koma þar upp miklum trjá- og skrautgróðri tii unaðar og fegrunar. 4. Landið er nú í úthverfi borgarinnar en allar líkur benda eindregið til þess, að innan fárra ára verði borgin byggð inn (aust ur) fyrir svæðið og verður það þá ekki metið til fjárs að eiga fagurt og rúmgott íþrótta- og skemmtisvæði inni í sjálfri borg inni. Fyrrgreint landssvæði er að stærð ca. 95 ha. Hér er því um allstórt landssvæði að ræða, en nefndin er einróma um nauðsyn þess, að stærð svæðisins og- vænt anleg skipulagning þess verði fyrst og fremst miðuð við fram- tíðarþörí borgarbúa í þessum efnum. Á það má benda, að nú þegar er þörf á skemmtisvæði fyrir borgarbúa, einkum þá, sem af ýmsum ástæðum eiga þess- ekki kost, að njóta hvíldartíma síns utan borgarinnar, en óska þess þá öllu fremur að njóta hans á kyrrlátu, gróðursælu og aðlað- andi skemmti- og hvíldarsvæði i borginni sjálfri. Hið fyrirhugaða og skipulagða íþróttasvæði, sunnan og vestan Eskihlíðar verður ekki að not- um, a. m. k. í nánustu framtíð vegna hernaðaraðgerða og hern- aðarmannvirkja, er þar hefur verið komið upp. Fyrir þessu hvorutveggja, þörfum borgarbúa fyrir skemti- og hvíldarsvæði, innan borgar- innar sjálfrar, svo og auknu landssvæði og bættum skilyrð- um til“hverskonar íþróttaiðkana fyrir hina fjölmörgu og sívax- andi íþróttaæsku borgarinnar gæti orðið vel séð í framtíðinni með því að ákveða nú þegar fyrr greint svæði til þessara nota og skipuleggja það síðan á þann hátt að sem þörfustum og víð- tækustu notum geti orðið fyrir borgarbúa í heild. Eins og á qr bent hér að fram- an, er nær allt hérgreint lands- svæði grasi gróið. Er það að sjálf sögðu mikill kostur og léttir á. ómetanlegan hátt undir skipu- lagningu þess og frekari rækt- unarframkvæmdir á svæðinu. Má og benda á að sérfróðir menn um skógrækt og skilyrðí fyrir henni telja að hvergi í bæn um sjálfum eða næsta nágrenni hans séu betri skilyrði til að koma upp myndarlegum trjá- gróðri og skrautgróðri, en á fyrr- greindu landssvæði. Niðurlag á morgun. Otiskemmtun 9 heldur Kvenfélagið Hringurinn í Hljómskálagarðinum á sunnu- daginn og verður ágóðanum varið til fyrirhugaðs barnaspítala í Reykjavík. Dómprófastur Friðrik Hallgrímsson setur skemmtunina með ræðu kl. 21/2. Að ræðunni lokinni leikur lúðrasveit. FRÆGUR SJÓNHVERFINGAMAÐUR sýnir listir sínar. Einsöngur með harmoniku-undirspili. Upplestur o. fl. Ennfrenjur amerísk hljómsveit. Veitingar verða í tjöldum í Hljómskálagarðinum, kaffi með kökum, te, öl, gosdrykkir og allskonar sælgæti. Hljómleikar verða öðru hverju í garðinum allan sunnudag. UNGAR STÚLKUR OG BÖRN eru beðin að selja merki. Þau. verða afgreidd í Hljómskálagarðinum á sunnudag frá kl. 914 árdegis. Kauptð mevkí dagsins. AOeins 2 söludagar eftir í 6. flokki. Happdrættið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.