Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. ágúst 1943. PjÚjíi 7. J r j.s N þówww Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóaialiitaflokkurinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastrœti 17 — VSkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- etofa, Austurstrœti 12 (1. hœð) Sími 2184. Vfkingaprent h.f. Garðastrsett 17. Aldrei framar atvinnuleysi! Skemmtistaður Reykvikinga Annan apríl s.l. vor kaus bæj- arstjórnin fimm manna nefnd til að gera tillögur um skemmti- og íþróttasvæði fyrir Reykvík- inga í Laugardalnum (við þvottalaugarnar). Nefndin hefur skilað ýtarlegu áliti og leggur til að teknir verði um 95 hektarar lands til þessara nota í Laugardalnum. Nefndin hefur sýnt lofsamlegan áhuga í starfi sínu og tillögur hennar bera vott um stórhug og víðsýni. Eitt af þýðingarmestu menning- armálum hverrar borgar er að eiga glæsileg íþrótta- og skemmtisvæði. Við Reykvíking- ar stöndum svo vel að vígi að eiga mjög skemmtilegan stað fyrir slíkan garð. í Laugardaln- um er frábærlega fagurt frá náttúrunnar hendi, og hin ákjós- anlegustu skilyrði fyrir manns- höndina til að prýða staðinn á ýmsan hátt. Jarðvegur er þar góður og jarðhiti mikill og er það vissulega mikilsvert, bæði fyrir ræktun staðarins og fyrir íþróttaiðkanir. Til munu þeir menn vera, sem horfa í þann kostnað, sem af því leiðir, að bærinn kaupi þær byggingar, sem á þessu land- svæði standa, en verðmæti þeirra, ásamt lóðum þeim, er i þau standa á, er samkvæmt fast- eignamati 317 þús. kr. Ekki getur komið til greina að horfa í þennan köstnað, enda mun ekki þurfa að kaupa allar þessar eignir að svo stöddu. Annað mál er það, að ekki hefði þurft til þess að koma, að hús stæðu þar, sem skemmti- og íþróttasvæði bæjarins á að vera, ef fyrirhyggju hefði verið gætt í skipulagsmálunum. I hvert sinn sem bærinn þarf að leggja fram stórfé til fasteignakaupa, vegna gatnagerðar, leikvalla- gerðar, skemmtigarða eða ann- arra nauðsynlegra framkvæmda, eru bæjarbúar minntir á, hver nauðsyh er að bærinn eigi allt það land, sem hann er byggður á, og víðar lendur í nágrenni sínu, og að land bæjarins 1 heild sé skipulagt, þannig að fyrirfram sé ákveðið, hvar opin- berar byggingar og land til al- menningsnota skuli vera, sem og hvers konar hús skuli' reist á hverjum stað. En hvað sem öllu þessu líður, þá er vonandi að ba^jarstjórn fallist á tillögur nefndarinnar um val á landi fyrir íþrótta- og skemmtisvæði Reykvíkinga, og í ágústhefti ,,Dagsbrúnar‘‘, mánaðarblaðs Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, birtist eftir- farandi grein, er vekja mun at- hygli hvers verkamanns: „Aldreí framar atvinnuleysi Stjórn Dagsbrúnar hefur ný- lega rætt um atvinnuhorfur næsta vetur og framvegis yfir- leitt. Einkum var til athugunar árstíðavinnan og þá sérstaklega það, hvernig tryggja eigi verka- mönnum atvinnu yfir vetrar- mánuðina. Ákvað stjórnin að snúa sér til Alþýðusambandsins með eftirfarandi bréfi: Rvík, 27.-7.—1943. — Félag- ar! Eins og kunnugt er liafa launþegar hér á landi húiö síö-f ustu ár við meiri og jafnari vinnu en nokkru sinni fyrr. Astand þetta, sem hófst eftir langvarandi atvinnuleysi og skort meðal alþýöu manna, hef- ur sýnt launþegunum gildi stöö- ugrar atvinnu og sannaö þeim, að í landi okkar þarf atvinnu- leysi ekki að vera til og aö unnt er aö hœta jafnt og þétt hag hins vinnandi fólks, ef auölindir landsins eru notaöar í því skyni. Nú er hins vegar fyrirsjáan- legt, — og um þaö viröast allir vera sammála, — aö eftir stríö- iö tekur viö atvinnuleysi aö nýju, ef ekki veröa gerðar rót- tækar ráðstafanir. Má jafnvel gera ráö fyrir tilfinnanlegu at- vinnuleysi á komandi vetri, þeg- ar hitaveitunni lýkur og önnur vinna dregst saman. Hins vegar er það skoöun okk- ar, að verkalýöurinn, sem sann- prófað hefur gildi stöðugrar, tryggrar atvinnu, muhi ekki og geti ekki sœtt sig við afturhvarf til atvinnuleysisins, og aö hann geti hvorki tekið gilda gömlu viðbáruna, aö „engir peningar séu til“ né heldur þá heimsku- legu nýhökuðu viðbáru, að „eng- in verkefni séu til“. Sérstaka áherzlu viljum viö leggja á nauðsyn þess, að laun- þegum veröi tryggð sem almenn- ust vinna yfir vetrartímann, einnig meö tilliti til næsta vet- urs. Okkur er þaö Ijóst, að árs- tíðavinnan er vandamál, en ein- mitt þess vegna þarfnast þaö gaumgæfilegrar athugunar og úrlausnar. Viö erum þess full- vissir, aö væri verkamönnum tryggö vinna yfir vetrartímann, yrði miklum mun auöveldara aÖ fá vinnuafl í nauösynlegustu at- vinnuvegi landsins yfir sumar- tímann. Við viljum því mœlast til þess viö stjórn Alþýðusambandsins, að hún skipi nefnd manna til þess aö gera athuganir um verk- legar framkvœmdir, sem veitt síðan verði hafizt handa um að gera fullkomnar áætlanir um fyrirkomulag staðarins, óg þar næst horfið að framkvæmdum, eftir því sem mögulegt er. gœtu hverjum manni verulega atvinnu jafnt sumar og vetur. Með félagskveðju (undirskrift).“ Greinin í Dagsbrún er ekki lengri, en það er tímanna tákn að atvinnuleysismálin eru ofar- lega á dagskrá einmitt nú, þeg- ar þörf er á vinnu hverrar hand- ar, er vettlingi getur valdið. Atvinnuleysismálin eru á dagskrá Atvinnuleysið, hið ægilega böl er vofir yfir verkamönnum í auðvaldsþjóðfélagi, er of nærri flestum verkamönnum til þess að þeir gleymi því, þó komi nokkurra ára atvinnukafli, og þeir munu færri sem geta hugs- að sér að beygja höfuð sín í auð- mýkt næst, þegar kreppualda auðvaldsþjóðfélagsins skellur yfir, og taka atvinnuleysinu og skortinum, hungripu og klæð- leysinu sem væri það eðlilegur liður í rás náttúrunnar. Alþýð- an hér á landi og erlendis er óðum að öðlast þann skilning, að það sé á valdi mannanna sjálfra að afnema kreppu'r og atvinnuleysi, að þetta hvort- tveggja sé fylgifiskar þess rang- snúna þjóðskipulags, sem leyfir fáum að raka til sín arðinum af striti fjöldans. Þess vegna var miklum hluta af síðustu ræðu Roosevelts Bandaríkjaforseta varið til að skýra frá ráðstöfunum, sem hann telur nauðsynlegar til að hindra atvinnuleysi í stríðslok- in. Þess vegna var einmitt þessi ræða Roosevelts af andstæðing- um hans stimpluð sem misrtbtk- un á forsetaréttindum til kosn- ingaáróðurs. Afturhaldið í Bandaríkjunum veit, að varla er neitt það mál til, er frekar nær eyrum alþýðunnar en ráðstafan- ir til að hindra atvinnuleysi að styrjöldinni lokinni, er milljónir hermanna og verkamanna í her- gagnaiðnaði heimsins verða að snúa sér að friðarstörfum. Þess vegna þorir nú enginn brezkur þingmaður að ympra á því við kjósendur sína, að eftir þetta stríð komi atvinnuleysi og hrun. Jafnvel þeir íhaldssöm- ustu meðal þeirra reyna að finna einhver ráð, sem að minnsta kosti geta litið sæmilega út í ræðum, til að fyrirbyggja at- vinnuleysi og koma í veg fyrir hrun. „ Þelr eru stórir upp á sig núna (t Islenzka afturhaldið hefur ekki lært þetta. Það heldUr áfram að spekúlera opinberlega í atvinnu- leysi og hruni í stríðslokin. Ólaf- ur Thórs og Jónas frá Hriflu hóta því, og smærri spámenn ís- lenzka auðvaldsins taka undir sönginn í andaktartón. Jónas er að reyna að skipuleggja allt afturhaldið gegn verkalýðs- hreyfingunni og ætlar sér að nota atvinnuleysisástand til að koma á þjóðstjórnarfasisma, öll auðvaldsöfl landsins eru að tygja sig til árása á verkalýðs- hreyfinguna og hin nýunnu rétt- indi verkamanna. Eggert Claes- sen og aðrir helztu legátar ís- lenzka auðvaldsins hafa ekki gefizt upp í baráttunni gegn ís- lenzkri alþýðu, þó verkalýðs- hreyfingin hafi síðustu árin sigr- að í hverri einustu viðureign. Þeir bíða síns tíma og vinna bak við tjöldin. Hugurinn er samur og hagsmunirnir eins, en fáir eins óvarkárir og sá, sem sagði nýlega um verkamenn: „Já, þeir eru stórir upp á sig, núna.“ Öll stríðsgróðastéttin lifir í hlakk- andi von um að hægt verði að ná aftur þrælatökunum á verka- lýðnum, það muni takast að sundra Alþýðusambandinu og vekja úlfúð og baráttu milli verkamanna innbyrðis, þegar minnka tekur um atvinnuna og vandamál stríðslokanna dynja yfir. Jónas frá Hriflu er að bagsa við að telja þjóðinni trú um, að „kommúnistarnir“ vilji atvinnu- leysi og hrun. Þeir hafa sýnt það „kommúnistarnir“, sem Jón- as kallar svo, þeir nær tíu þús- und alþýðukjósendur, er fylkja sér um Sósíalistaflokkinn, hvern hug þeir bera til þessara mála, og þeir eiga eftir að sýna það betur. Allir aðrir íslendingar en Jónas hafa lært talsvert um „kommúnista“ á þeirri stað- reynd, að einmitt á árum stöð- ugrar atvtinnu vinnur Sósíalista- flokkurinn svo stóra sigra, að einsdæmi er í stjórnmálasögu síðustu áratuga. Þessi kenning hans um ,,kommúnistana“ og at- vinnuleysið er því álíka gáfuleg og tímabær og önnur uppáhalds- kenning þessa æðsta prests ís- lenzka afturhaldsins — að krepp- ur og atvinnuleysi í auðvalds- þjóðfélagi komi af háu kaupi verkamanna! Því trúir varla Guðlaugur Rósinkranz, hvað þá aðrir. Svar atþýðnnnar er: Aldrei framar atvinnuleysi Það þarf enginn að efast um að hugur fylgi máli, þegar verkamenn tala um það sín á milli. að atvinnuleysi megi aldrei viðgangast framar. En það þarf afl til að afstýra því að atvinnuleysið skelli á í stríðslok eða jafnvel fyrr, sam- takafl verkalýðsins og allra þeirra bandamanna, er hann getur aflað sér í baráttunni gegn hinum voldugu andstæðingum, sem vinna móti hagsmunum al- þýðunnar. Það er einmitt skilningur og viðurkenning á þessari nauðsyn, sem kemur fram í bréfi Dags- brúnarstjórnarinnar til Alþýðu- sambandsins. Þar sem oftar kemur það fram, hvers virði það er verkamönnum að hafa sjálfir Stjórn samtaka sinna í höndum sér, hafa í forustu verkalýðsfé- laganna menn, sem vita hvar skórinn kreppir, og eiga engra hagsmuna að gæta annarra en hagsmuna alþýðunnar. Með vax- andi afli verkalýðsfélaganna verður verksvið þeirra í þjóðfé- laginu stöðugt stærra og verk- efnin f jölþættari. Það eru raddir frá liðnum tímum og horfnum þjóðfélagsaðstæðum, er vilja binda verkalýðsfélögin við þröng og afmörkuð svið. Svo er komið að þau geta ekki látið neitt það, er ákvarðar lífskjör alþýðunnar sér óviðkomandi, og með hverju ári vex einmitt skilningurinn á þessu mikilvæga atriði innan verkalýðshreyfingarinnar. Aflið sem getur af- stýrt nýjum atvinnu- leysishörmungum: Bandalag hinna vinnandi stétta En ef takast á að afstýra því, að atvinnuieysið með öllum hörmungum sínum skelli yfir ís- lenzku alþýðuna, þarf skjótra aðgerða við. Alþýða landsins má ekki bíða og sjá hverju fram vindur. Þegar á næstu mánuðum geta gerzt stórfelldar breyting- ar á innanlandsmálum og al- þjóðamálum. Til að geta mætt þeim með nægilegri festu og ör- yggi, þarf sameiningu allra krafta alþýðunnar og skipulags- form, er í einu sé nógu rúmt til að tryggja samstarf um þau mál, er úrslitum valda um framtíð alþýðunnar og þjóðarinnar allr- ar, og nógu samfellt til stórræða. Bandalagshugmyndin hefur þegar fengið mikjð fylgi. Hver einasti alþýðumaður þarf að kynna sér nákvæmlega stefnu- skrána og ávarp Alþýðusam- bandsstjórnarinnar. Sjöundi og síðasti liður stefnuskrárinnar fjallar einmitt um það efni, sem hér hefur verið rætt. Það verður stefna Bandalagsins I „Að gera allt sem auðið er til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og aðrar afleið ingar hins sundurvirka auð valdsskipulags, sem bitna á alþýðunni með öllum sín- um þunga þegar núverandi styrjaldarástandi lýkur, með því að berjast fyrir al- hliða eflingu og nýskipan atvinnuveganna, fyrir stór- virkum verklegum fram- kvæmdum, fyrir gagn- kvæmri samvinnu og samn ingum við okkar eðlilegu markaðslönd, til þess að try&ffja örugga sölu á öllum útflutningsvörum landsins, m. a. með þátttöku í alls- herjarframleiðsluáætlun þeirra landa, sem hafa slíka alþjóðlega samvinnu sín á milli, og með því að taka að sér forustuna í baráttunni fyrir þeim þjóðskipulags- háttum og þeirri stjóm al- Frannhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.