Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. ágúst 1943. P o VJ j 1 c. J 1 iV fl Útgcfandi: | Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíaiistafiokkurinn RiUtjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Rkstjórn: Garðastraeti 17 — Víkingsprcnt Sími 2270. Afgreiðsia og augiýsingaskrif- •tofa, Austurstraeti 12 (1. heeð) • Sími 2184. • Vflkingsprent h.f. Garðastrceti 17. I___________________________________ Merk nýjung í uppeldismálum Að Úlfljótsvatni í Grafningi halda skátar uppi sumarskóla. Hann er í tveimur deildum og er önnur fyrir pilta, hin fyrir stúlkur. Fá ekki blessuð börnin nóg af skólanum þennan langa skólavetur, þótt ekki sé sumrinu bætt við? mundi einhver segja. Það er sem sé furðu algengt að líta á skólann eins og eins konar böl fyrir æskulýðinn, sem allt velti á að losa hann frá sem allra fyrst. Já, þetta er furðu almenn skoðun og mjög hættuleg skoð- un. Betur færi á því að menn létu sér skiljast, að skólagangan er starf barnsins, og engum er fremur þörf að starfa en barn- inu. En hið sameiginlega vanda- mál kennara, fræðslustjórnar og foreldra er, að gera þetta starf við barna hæfi, þannig að það verði hverju barni ljúft og hjálpi því til þess þroska, sem það getur beztum náð. Við víkjum nú aftur að skáta- skólanum -að Úlfljótsvatni. Að þessu sinni skulum við virða fyrir okkur drengjaskólann, sem Jónas B. Jónsson stjórnar. í sumar starfa þar 42 piltar. Og auðvitað hópur af þjónustufólki? Nei, ónéi, þar er ekkert þjón- ustufólk, drengirnir verða að sjá fyrir sér sjálfir. Þeir mjólka kýrnar sínar, átta að tölu, þeir elda matinn, þeir bera á borð, þvo, gera við fötin sín, sjá um rúmin sín, ræsta tjöldin sín og skálann, í einu orði sagt sjá um sig sjálfir. Hvað er þeim kennt í þessum skóla? Að lifa heilbrigðu sveitalífi. að vinna öll þau störf, sem dag- lega lífið krefur. Þetta er skól- inn, og hvað ætti hann að kenna þarfara og hvað fram yfir þetta? Það má bæta.því við, að dreng- irnir læra ýms skátafræði, stund- vísi, og ferðalagafræði, ef ég má orða það þannig, þeir læra að fara í gönguferðir um byggðir og óbyggðir. Þeir 42 skátadreng- ir, sem nú dvelja á Úlfljótsvatni, starfa í 6 deildum og hefur hver deild ákveðið verkefni dag hvern, ein annast eldhússtörf, önnur annast tjaldvörzlu, þriðja stundar sjó, þ. e. veiðir silung í Úlfljótsvatni, og sér um aðdrátt, því búsnauðsynjar, sem úr kaup- stað koma, eru fluttar á bátum eftir vatninu frá Ljósafossi, fjórða, fimmta og sjötta vinnur ýms landbúnaðarstörf, garðrækt er stunduð, vegir lagðir o. fl., o. fl. Auðvitað er svo ekki gleymt nauðsynlegum leikjum, en allt Alþýðuflokksmenn hafa svikið Dagsbrún, segir Alþýðublaðið Stefán Pétursson tók sporið til fulls í fyrrad. í árás sínni á Dagsbrún. Hann segir blátt á- fram, að kommúnistar hafi svik- ið Dagsbrún. En hverjir eru þessir komm- únistar, sem „sviku“? Það er fyrst og fremst Alþýðu flokksmaðurinn Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins. Það er ennfremur Alþýðu- flokksmaðurinn Helgi Guð- • mundsson, varaformaður Dags- brúnar. Til hvers á yfjrleitt að vera að rökræða við mann eins og Stef- án Pétursson, sem í brjálæðis- kenndum áróðri gegn kommún- istum stimplar sína eigin flokks- menn sem svikara og neglir sig þar með upp á vegg? Stefán eys óbótaskömmum á Dagsbrún fyrir að viðhafa ekki allsherjaratkvæðagreiðslu, frek- ar en Sjómannafélagið. En hvaða Dagsbrúnarmaður bar fram tillögu um allsherjar- atkvæðagreiðslu ? Enginn, ekki einu Sinni hans eigin flokksmenn. Hann reynir að slá sig sig til riddara með kröfu um grunn- kaupshækkun, þegar allur vilji verkamanna hnígur í þá átt að fá vísitölusvindlið leiðrétt. En hvaða Dagsbrúnarmaður innan settra takmarka. Þótt hér hafi verið dvalið við að lýsa starfi drengjanna, þá er starf stúlknanna vissulega engu þýð- ingarminni, enda er það í mörg- um atriðum mjög svipað. Og hvað hyggjast nú skátarnir fyrir með öllu þessu? Eins og kunnugt er, á Reykja- víkurbær Úlfljótsvatn, hann hef- ur léð skátum jörðina til skóla- halds, og styrkt skólann allveru- lega. Skátahöfðinginn, dr. Helgi Tómasson, óskaði eftir að fá jörðina til þessara nota, og það sem fyrir honum vakir, er að skátar reisi þar bú og reki það að öllu leyti sjálfir. Hinir ungu skátar munu þá vinna öll bú- störfin og þannig komast í eins konar búnaðarskóla. Það er ekkert efamál, að dr. Helgi Tómasson hefur með þessu hafið stórmerka nýjung í upp- eldismálum vorum, og ekki verð- ur betur séð en að stjórn og framkvæmdir hafi farið mjög vel úr hendi, enda mun Jónas B. Jónsson kunna mjög góð skil á slíkum störfum. Það er efalítið, að fleiri stofnanir hliðstæðar skátaskólanum á Úlfljótsvatni munu rísa upp, þegar reynsla er fenginn af starfi hans, og mörg eru þau félög, sem gæti á þessu sviði lagt fram þjóðnýtt og gott starf. Þarna er tilvalið verkefni fyrir stúkur, verkalýðs- félög, kvenfélög o. fl. félög. En skátar hafa byrjað, þeim sé heiður fyrir það, og það er sjálf- sagt að læra betur af reynslu þeirra, áður en hafizt er handa í stórum stíl, en reynslan kem- ur með hverjum degi og hverju ári, sem líður. bar fram tillögu um uppsögn samninga til þess að hækka grunnkaupið? Enginn, ekki einu sinni hans eigin flokksmenn. Og hvernig ætlar þessi her- foringi að útskýra fyrir mönn- um samræmið í kröfu hans nú um grunnkaupshækkun og kröfu Alþýðublaðsins í vetur og vor um ,,vinstri“ stjórn, sem átti að lækka kaupgjald um 20 —30 af hundraði með aðstoð rík- isvaldsins? Stefán aumkast yfir Dags- brúnarmenn, þar sem þeir séu bundnir í 6 mánuði enn af jafn ,,lélegum“ samningi og þeim, er gerður var í fyrra. En hver braut ísinn í fyrra í kauphækkunarbaráttu íslenzku verklýðsstéttarinnar • nema Dagsbrún? Og hverjir sigldu í kjölfar hennar? Hvar er styft- ingin á vinnutíma togarasjó- manna og kyndara? Enn sem fyrr skrikar Stefáni fótur, er hann álasar Dagsbrún fyrir lélegan samning. Eða veit hann ekki um, hvernig samið hefði verið í fyrra, hefði hanp og hans útvöldu ráðið? Við skulum hér með sýna les- andanum hvers konar samning Stefán Pétursson hefði undir- skrifað í fyrra: Á Dagsbrúnarfundi 31. maí 1942 ber Jón S. Jónsson, sá eini Alþýðuflokksverkamaður, sem ég veit til að fylgi Stefáni Pét- urssyni, fram eftirfarandi til- lögu: ,íFundur, haldinn í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, sunnu daginn 31. maí 1942, skorar á stjórn félagsins að hefja nú þeg- ar samninga við Vinnuveitenda- félag íslenzkra atvinnurekenda, að þeir greiði 15% áhættuþókn- un á það kaup, sem nú er greitt við almenna vinnu á félags- svæði Dagsbrúnar, eins og Reykjavíkurbær og hafnarsjóð- ur hafa lofað að greiða við vinnu hjá sér, og nefnist þessi kauphækkun „áhættuþóknun til verkamanna“. Þetta er samningurinn, sem Stefán Pétursson hefði viljað undirskrifa: 15% áhættuþókn- un, afnumin eftir stríð, ekkert orð um styttingu vinnudagsins, sumarleyfi, afnám gerðardóms- ins og þess háttar smámuni. Nei, nei, samningur upp á 15% áhættuþóknun, sem tryggt var að lifði aðeins til stríðsloka. Það var hinn ágæti samningur, sem Stefán Pétursson ætlaði Dags- brúnarmönnum, enda þótt færi þá sem oftar, að rás viðburðanna væri treg til að sigla hraðbyri Alþýðublaðsins. Megi hinn glaði riddari Al- þýðublaðsins halda áfram að leita að ,,kommúnistum“ í sín- um eigin flokki og stimpla þá sem „svikara11 við Dagsbrún. Hann mun finna þá marga. En alveg eins og Dagsbrún hafði forystu í fyrra um það, að brjóta niður kúgunarhlekki gerðardómsins, eins mun hún nú Þýzkir hermenn lýsa baráttu rússnesku skæruliðanna Eftír L „Margir okkar óttast meir skæruliðana en rússnesku her- mennina,“ sagði þýzki stríðs- fanginn Otto Schiepen fyrir skömmu. Óttinn við skæruliðana er ekki bundinn við einstaka kafla austurvígstöðvanna. Nær allir stríðsfangar hafa sömu sögu að segja, hvar sem þeir eru handteknir kunna þeir að skýra frá aðgerðum skæruflokk- anna. Þýzki liðsforinginn Wilhelm Heunemann, úr 350. fótgöngu- liðssveit 221. fótgönguliðsher- fylkisins segir: „Mér vai'ð fyrst ljóst, hve víðtæk starfsemi rússnesku skæruliðanna er, er ég fór í leyfi og kom aftur. Þeg- ar ég fór frá Sosuovskaja, þar sem hersveit okkar var, sá ég með 50—60 km. millibili lestir, er sprengdar :höfðu verið í loft upp, eimreiðirnar og vagnarnir höfðu þeytzt út af brautunum. Næsta lest á undan þeirri, sem ég fór með í fríið, hafði verið sprengd upp. Og lestin, sem ég kom með til vígstöðvanna var sett út af sporinu.“ _ Vegna starfsemi skæruliða á svæðinu Dvinsk—Vitebsk— Brjansk gátu þýzku járnbraut- arlestirnar aðeins farið lötur- hægt. Schubert liðþjálfi úr 299. fótgönguliðssveitinni skrifar í dagbók sína um erfiðleika ferð- arinnar til Brjansk: „Um 50 km. framundan hafði lest rekizt á jarðsprengju, og urðum við því að stanza í Idviste. Svo var gert við brautarspottann og við héld- um áfram. En 50 km. frá Vitebsk urðum við aftur að stanza. Allt héraðið morar af skæruliðum. Allan daginn sáum við merki um sprengingar. Við vorum fjóra daga að komast hundrað | km. vegarlengd. Skæruliðarnir j eru hér að verki í 150 manna J hópum. Hver járnbrautarstöð er með gaddavírsgirðingum í kring, en samt í stöðugri hættu. Skæru- liðarnir Váðast á stöðvarnar með fallbyssuskothríð.“ Síðar segir hann: „Nú erum við búnir að vera viku á leið- inni. í morgun lögðu tvær lestir af stað. Þá fyrri létu skærulið- arnir fara leiðar sinnar, en þá síðari — með skotfærunum — sprengdu þeir í loft upp. Járn- brautarsamgöngurnar eru mjög truflaðar vegna starfsemi skæru- flokkanna. Klukkan er orðin 12; við verðum að halda vörð þar til búið er að gera við brautina. Kl. 18,30. Við leggjum af stað í átt til Vitebsk. Um 40 km. frá Vitebsk stöðvast lestin. Við vit- um ekki til að nein önnur lest eigi að fara þarna um á þessum tíma. Allt í einu eru rússneskar flugvélar komnar yfir okkur, og hafa forystu í því að knýja fram réttlátari vísitölu og hafa í þeirri baraáttu sinni fullt sam- þykki Alþýðuflokksverka- manna jafnt sem annarra. E. Þ. Keít skæruliðarnir láta fallhlífar- rakettur stiga nokkrum kíló- metrum sunnar en við erum og' fimm mínútum síðar varpar ein rússneska flugvélin sprengjum. Fimmtán km. frá Vitebsk er ver- ið að gera við brautina. Brak úr vögnum og handsprengjur liggja um allt eins og hráviði. Loks komumst við til Brjansk. í nótt var hvað eftir annað skot- ið á lestina, og það var engin smáræðis skothríð ...“ Heinz Koplin, hermaður í 512. fótgönguliðssveit 593. herfylkis- ins segir svo frá: „Á leiðinni frá Berlín til víg- stöðvanna sá ég báðu megin brautarinnar fjölda eyðilagðra járnbrautarvagna. Það voru þýzkir, franskir, hollenzkir og belgískir járnbrautarvagnar, í stuttu máli allar þær tegundir, er okkar menn höfðu skrapað saman í Evrópu. Vagnarnir höfðu eyðilagzt, er skæruliðar settu lestirnar út af sporinu. Sér- staklega mikið var um eyðilagða járnbrautarvagna á Minsk- Únetsa-svæðinu og í Gomel- Brjanskhéruðunum. Paul Schlauer, hermaður úr 350. fótgönguliðssveit 221. fót- gönguliðsherfylkisins lagði á- herzlu á, að baráttan gegn skæruliðunum væri mjög örðug. Þó að þýzku yfirvöldin létu ger- eyða hverju þorpi á stórum skógasvæðum, héldu skærulið- arnir baráttunni áfram, og það tókst ekki að uppræta þá. Þeir eru nákunnugir skógunum og lifa í þeim, og okkar menn falla fyrir kúlum þeirra, þegar þeir eiga sér einskis ills von. Bernhard Hoffmann segir svo frá: .^Adsí Múskaj á Kutsskagan- um var miðstöð skæruflokkanna. Þar földust í hellum á annað þúsund skæruliðar. Að nætur- lagi gerðu þeir útrásir og réðust á þýzka hermenn.. Það ætlaði ekki að ganga greitt að vinna á þessum flokkum. Stundum voru sérfræðingasveitir sendar gegn þeim. Þær sprengdu upp hellana, vörpuðu inn í þá hand- sprengjum, loks reyndu þær að svæla skæruliðana út með gasi. íbúarnir hjálpa skæruliðunum eftir megni. í Adsi Múskaj vor- um við aldrei óhultir. Einu sinni réðust skæruliðar á þýzkan her- mannaflokk, er vann að virkja- gerð og stráfelldu hann allan.“ Fjölmörgum stríðsföngum ber saman um að þýzku liðsforingj- arnir hafi svarað aðgerðum skæruflokkanna með því að skipa mönnum sínum að taka þá íbúa, sem fyrstir yrðu á leið þeirra, og lífláta þá í refsingar- skyni. Otto Schieper, sá er áður getur, hefur lýst því sem gerðist, er skæruliðar höfðu gert vel- heppnaða árás á þýzka herflutn- ingalest: „Fyrirskipað var að smala allt umhverfið og taka fasta alla íbúana, sem fyndust þar um slóðir. Fimmtán karlar Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.