Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Næturlækliir er/ í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. 40 árá hjúskaparafmæli eiga hjón- in Hreiðarsína Hreiðarsdóttir og Ól- afur Þorléifsson afgreiðslumaður, Grettisgötu 61, á morgun, 9. ágúst. „Himnaríki má bíða" Bandaríkjam. buðu í fyrrakv. íslenzkum blaðamönnum að sjá frumsýningu á leikriti sem setu liðið hefur æft til sýningar fyr- ir hermennina. Leikritið nefnist „Heaven can wait“ eða himna- ríki má bíða. Er þetta gaman- leikur sem sýndur var í kvik- myndahúsi hér fyrir nokkru. Leikendur að tveimur undan- teknum eru viðvaningar. Leik- sviðsbúningur allur var mjög smekklegur og sannar öll sýning in hversu vel má notast við ó- dýr bráðabirgðaleikhús tií leik- starfsemi. Geta íslendingar mik ið af því lært. Leikstjórn hafði Paul Baker á hendi, en hann er kennari í leiklist við Baylor háskólann í Texas. Starfssvið ræðismanns ísiands í Winnipeg aukið > Eftirfarandi frétt hefur Þjóð- viljanum borizt frá utanríkis- málar áðuney tinu: Samkvæmt ákvörðun ráðu- neytisins hefur starfssvið ræðis- manns íslands í Winnipeg verið stækkað þannig að það nær nú yfir fylkin Manitoba, Saskat- •chewan og Alberta, í stað þess að það náði eingöngú yfir bæinn Winnipeg. Orka Ljósafossstöðvar- innar Framh. af 1. síðu. ir því sem mögulegt er. Þann- ig verða- vatnsrörin úr stein- steypu en ekki stáli eins og eldri rörin, og túrbína að verulegu leyti úr steinsteypu. Verkfræð- ingar telja að þetta sé þó ekki verulegur ljóður, að öðru en því að mótstaða verði nokkru meiri í steypu rörunum en stálrörun- um og orkunýting því lakari. Allar vélar og allt som til virkj- unarinnar þarf er þegar fengið í Ameríku, og bíður nú aðeins flutnings, vonir standa til að úr því rætist mjög bráðlega, og verði það, fá Reykvíkingar nægi legt rafmagn í haust. Bandamenn á Sikiley Framh. af 1. tíðu. „Talamba“ var með öllum ljósum og greinilega merkt sem spítalaskip. Það tókst að bjarga nýja sié <sssm WÞ TiAMMMlMiéé Sonur refsinorninnar (Son of Fury) Söguleg stórmeynd með TYRONE POWER, GENE TIERNEY, GEORGE SANDERS. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9 Blekkingin mikia 1 (Tlie Great Lie) BETTE DAVIS GEO. BRENT MARY ASTOR Sýnd kl. 5, 7 og 9. . Sýning kl. 3 og 5 Hnefaleikakappinn (Right to the Hearth) BRENDA JOCE JOSEPH ALLEN Jr. Aðgöngumiðasala hefst kl 11 Slæðingur (Topper Returns) Gamansöm draugasaga. Sýnd kl. 3 Skemmtigarður Rvíkur Framh. af 2. síðu. ákveðna tíma sólarhringsins, t. d. við ákveðnar brautir innan svæðisins og við ákveðna tíma sólarhringsins, t. d. fyrri hluta dags aðeins. Mun nefndin að sjálfsögðu gera um þetta ákveðn- ar tillögur síðar. Nefndin leggur hins végar til í sambandi við skipulagningu svæðisins, að á girðingu um- hverfis það verði allt að 6 hlið fyrir bifreiðar og bílastæði við hvert hlið fyrir 100—200 bif- reiðar. Nefndin leggur að síðustu til, að á nokkrum stöðum á svæð- inu verði komið upp smáhúsum, —' byggðum 1 þjóðlegum stíl og sem mest í samræmi við um- hverfið, — þar sem seldar verði veitingar. Framangreind greinargerð nefndarinnar felur að sjálf- sögðu engan veginn í sér tæm- andi talningu á þeim tillögum til skipulagningar og hagnýting- ar á margnefndu landsvæði, er nefndin hyggst að gera til háttv. bæjarráðs og bæjarstjórnar. Miklu fremur ber að skoða hana fyrst og fremst sem frumdrög að „nokkrum helztu“ tillögum nefndarinnar í framangreindu skyni, svo og rök nefndarinnar til réttlætingar tillögu hennar um nauðsyn alls þess landsvæð- is, er um getur í upphafi þess- arar greinargerðar til þess að upp verði komið rúm'góðu og myndarlegu skemmti- og íþrótta- svæði, sem ætla megi að full- nægi öllum þörfum borgara höfuðstaðarins í þessum efnum, a. m. k. næstu áratugi. öllum særðu mönnunum sem á skipinu voru. Sir Andrew Cunningham flotaforingi sendi orðsepdingu til gamals orustuskips, er tók þátt í Jótlandorustunni í heims- styrjöldinni fyrri, en hefur nu verið gert upp og tók þátbí stór- skotaárás á Catania nú í vikunm Orðsendingin var svohljóð- andi. „Aðgerðirnar vel framkvæmd ar. Á því er ekki vafi að gamla konan getur tekið til fótanna ef hún lyftir pilsinu!11 Rðssnesku skæruliðarnir Framh. af 3. síðu. og konur íundust og það voru óbreyttir bændur og sveitakon- ur. Skæruliðarnir voru auðvitað löngu horfnir. Þrettán af þess- um fimmtán voru skotnir tafar- laust.“ ,,í þorpinu Retsisa,“ segir Heinz Koplin, „voru 20 þorps- búar skotnir í refsingarskyni samkvæmt fyfirskiþun liðsfor- ingjans." „Við kemdum tvisvar allan skóginn milli Tatarka og Jasin, segir Alfred Schliemann, liðs- foringi í 350. fótgönguliðssveit 221. fótgönguliðsherdeildarinn- ar, „og skutum alla, sem við náðum í.“ í dagbók Gerhardt Barlochs er var bílstjóri á þýzkum her- stjórnarstöðvum, er skýrt frá að meira að segja ungar stúlkur hafi verið myrtar sem gislar: „Einu sinni vorum við sendir til brautarkaflans Lgoff-Brjansk, þar sem skæruliðarnir voru ný- búnir að sprengja brú eina. Sprengjan sprakk kl. 5.30. En kl. 9 hengdum við 5 gisla, 2 karla og 3 konur, þar af tvær fjórtán ára stelpur ...“ Innrásarherinn finnur öldur hatursins skella á sér á allar hliðar. Því grimmari refsiráð- stafana, sem Þjóðverjar grípa til, því harðari verða höggg skæruflokkanna. Það er ekki að ófyrirsynju, að í blöðum víða um heim eru skæruflokkarnir oft nefnir „annar herinn“. Þessi her mun ekki fremur en rauði her- inn, en þeir hafa náið samstarf, leggja niður vopn meðan nokkur innrásarhermaður er eftir í Sovétríkjunum. (Úr „Die Welt“). 0000«000«00<>0<X»0 DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 1 6. 9OO<KX>0<XKHXX>OOOO Richard Wright: ® ELDUR OG SKÝ lúttu það heyra raust þína drottinn „Þú lézt okkur fæðast í þenna heim til þess að við skyldum lifa í honum! Þú sagðir að þetta væri þinn heim- ur, drottinn! Gefðu okkur nú tákn eins og þú gafst Sál! Gefðu okkur tákn og við munum hlýða! Við biðjum þig. drottinn, í nafni sonar þíns, Jesú, sem gaf sitt líf til þess að við skyldum lifa! Amen!“ amen amen Taylor þagnaði og opnaði augun. Það var hljótt inni. Hann heyrði lágvært tifið í klukkunni fyrir ofan sig og utan að heyrðist til barna, sem léku sér bak við kirkjuna.' Fólkið stóð á fætur og fór að tala í hálfum hljóðum. ,,En prestur, hvað getum við gert?“ „Það er í 'guðs hendi, bræður og systur.“ „Förum við kröfugöngu?“ , „Ætlar þú að koma með okkur til borgarstjórans?“ „Verið þolinmóð. bræður og systur. Guð gleymir ekki börnum sínum.“ „En ég svelt, prestur.“ Hann gekk af stað. Margar hendur gripu í handleggi hans. / „Taylor prestur ... Grannvaxna svarta konan kveinaði á hjánum: „Ég bið þig, prestur, getur þú ekki gert eitthvað?“ Hann tróð sér út um dyrnar, lokaði hurðinni og stóð um stund kyrr með lokuðum augum og losaði hægt og hægt takið á hurðarhúninum. I eyrum hans klingdi niður kveinandi radda. IV. Hvers vegna varð allt þetta að gerast samtímis? Svelt- andi fólk biður um brauð, borgarstjórinn bíður eftir að tala við mig og þeir rauðu bíða í ritningarafhýsinu. ... Ef Smith djákni vissi það myndi hann eyðileggja mig! Ég má ekki láta borgarstjórann verða varan við þá rauðu. ... Guð minn góður! Hann leit til dyranna á hinum enda herbérgisins, hraðaði sér þangað óg opnaði hurðina hljóð- lega. „May!“ kallaði hann, röddin varð að hásu hvískri. „Hvað?“ „Komdu fljótt!“ „Hvað viltu, Dan?“ „Komdu hingað inn, May!“ Hún smeygði sér inn um hálfopnar dyrnar og stóð frammi fyrir honum með galopnum augum. „Hvað viltu, Dan?“ „Hlustaðu á mig ....‘ „Er eitthvað að, er það, Dan? Hefur eitthvað komið fyrir?“ Hann þreif um handlegg hennar. „Nei, og vertu ekki hrædd.“ „Ég er ekki hrædd.“ „Þú getur ekki gert það, sem ég þarí að segja þér, ef þú ert hrædd.“ „Ég er elcki hrædd, Dan!“ „Heyrðu ....“ „Já?“ „Borgarstjórinn er inni í dagstofunni og lögreglustjór- inn ....“ / Hún stóð grafkyrr og hélt niðri í sér andanum. „Borgarstjórinn?“ „Já ....“ „Er ekki neitt að, Dan?“ „Ekki ef þú hlustar og gerir rétt.“ „Farðu gætilega, Dan!“ ,,Já,“ sagði hann, röddin var lág og rám. „Farðu inn og segðu hvítu mönnunum að ég sé veikur, heyrirðu það?“ Hún færði sig frá honum og hristi höfuðið. „Guð er ekki með þér, Dan, ef þú segir ósatt.“ „Við verðum að ljúga að hvítum mönnum! Þeir sitja alltáf á svikráðum við okkur! Þeir neyða okkur til þess að ljúga að þeim! Hvað getum við gert annað en logið að þeim?“ „Dan!“ „Hlustaðu á það, sem ég er að segja, May! Segðu borg- arstjóranum að ég hafi verið í rúminu. Segðu honum að ég sé að klæða mig til þess að tala við hann, skilurðu mig? Segðu honum að bíða nokkrar mínútur.“ „Já?“ :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.