Þjóðviljinn - 12.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.08.1943, Blaðsíða 3
Pimmtudagur 12. ágúst 1943. ftiðnniinm Útgefandi: 5 Sameiningarflokkur alþýðu — SáríalUtaílokkuriun Riutjórar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) RitBtjórn: Oarðastrœíi 17 — V$king»prent Sfmi 2270. Afgreiðsla og auglýríngaikrif- ■tofa, Au«tur»trœti 12 (l. hœ8) Simi 2184. Vfkingsprent h.f. GarSastraeti 17. I _________________________ Hörmuleg tiðindi Fregnirnar um ’.át Vest- mannaeyinganna, sem freistuð ust til að drekka eitrað áfengi eru meðal hinna hörmuleg- ust tíðinda sem borizt hafa. Manntjónið minnir helzt á hina stærri sjóskaða, en atvik og allur aðdragandi er enn hörmulegri. Við engan er að sakast þó að ægir höggvi skörð í rað- ir vorar ef fyllstu varúðar og fyrirhyggju hefur veriö gætt, en þegar glöp ein og þjóðár- lestir valda þvílíku áfhroöi, sem hér hefur orðiö, er vissu- lega ástæða til að lýsa sök á hendur réttra aöila, með fullri einurð og hreinskilni. Það er upplýst, að vökvi sá sem varð mönnum þess- um áð bana, var sjórekinn eða fundinn á sjó. Allmikið hef- ur verið um slíkt rekald í sjónum viö strendur íslands á síðustu tímum, og er venju- lega um metylalkohol að ræða sem hernaðarþjóðimar hafa ugglaust flutt um hafið í all- stórum stíl, og ætlað til iön- aðarþarfa. Öllum fulltíða mönnum er ljóst að þessi vökvi er ban- vænn, stjórnarvöldin hafa af gefnum tilefnum margsinnis varáð menn við að neyta nokkurs þess vökva, sem finn- ast kahn rekinn af sjó, eða á reki í sjó, þar sem ástæöa sé til að ætla að þar sé um hið banvæna metylalkohol að ræða, eöa einhverja álíka ólyfjan. Hver einasti heilvita íslendingur hlýtur því að vita, að lífshættulegt getur verið aö neyta drykkjarfanga er finnast á sjó, eða reka af sjó. Að hirðá slíkan vökva, bjóða hann til drykkjar, er því glæp- ur, hvort sem það er boöið í hagsmunaskyni eða ekki. Vonandi verður hinn sorglegi atburður í Vestmannaeyjum til þess að aftra mönnum frá að fremja slíkan glæp oftar. En þetta er aðeins önnur hlið málsins, hún snýr aö ó- lánsmönnunum, sem hirtu og buðu hinn banvæna drykk. Hin hliðin snýr að alþjóð. Það er alkunna að drykkju- skapur íslendinga er með þeim hætti að1 langt gengur út fyrir takmörk siðmenning- arinnar. Fjölmennar skemmt- anir eru haldnar, þar sem að- altilgangur flestra þeirra er skemmtunina sækja viröist vera sá, að drekka sig ölvaða, að komast í það ástand, að þeir hvorki ráði yfir orðum p o o v x u j $ H _ 2326 sjdmeon honu á sjdmaia - oo oeslolelnili Síolufiarðar í fyrrasunar Brýn þörf á slíkum heimilum í öllum verstöðvum landsins Þjóðviljanum hefur borizt skýrsla Sjómanna- og gestaheim ilis Siglufjarðar um starfsemina á síðastliðnu ári, og birtir hér ýtarlegan útdrátt úr henni. Á því er enginn efi, að Sjómannaheimilið á Siglufirði hef- ur unnið iftikið og gott starf þessi fáu ár, sem liðin eru frá stofn- un þess. Það er Siglfirðingum, og þá ekki sízt stúkunni Fram- sókn, sem haft hefur forgöngu í málinu, til mikils hróss að hafa komið upp slíkxi stofnun. Það er öðrum bæjum til fyrirmyndar, og væri eðlilegt að sjómannasamtökin tækju þetta mál til svo rækilegrar meðferðar, að þegar á næstu árum yrðu komin upp sjómannaheimili í öllum helztu útgerðarbæjum og verstöðvum landsins. Fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu Sjómanna- og gestaheim- ilis Sigluf jarðar: STARFSTÍMI Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar tók til starfa 1. júlí um það leyti sem síldveiðarnar byrjuðu, en lauk störfum 23. september. Var þá síldveiðum lokið og aðkomufólk flest farið frá Siglufirði. Heimilið starfaði því alls rúman 2V2 mánuð. Húsakynni voru hin sömu og áður, en miklar endurbætur höfðu verið gerðar á húsmu frá því árið áður, meðal annars hafði snotur veitingasalur verið útbúinn uppi á lofti við vestur hlið hússins. Er gengið upp í hann úr aðalsalnum. Hitunar- tæki voru endurnýjuð og húsið málað. Dagleg störf á heimilinu önn- uðust þær: frú Guðlaug Stem- grímsdóttir og frú Lára Jóns- dóttir, en hr. Eiríkur Sigurðsson kennari frá Akureyri starfaði einnig við heimihð um 5 vikna skeið. STARFIÐ Heimilið var opið alla daga frá kl. 9 árdegis til kl. 2214 að kvöldi. Öllum var frjáls aðgang ur, en ákveðnar reglur voru settar um framkomu og um- gengni. Á lesstofu lágu frammi flest blöð og tímarit landsins til afnota fyrir gestina. Pappír og ritföng gátu menn fengið eft- ir þörfum og þurftu ekki að greiða fyrir það frekar en þeir óskuðu. Bækur úr bókasafm heimilisins gátu menn fengið lánaðar. í veitingasal voru veit- ingar framreiddar alla daga. Þá var annazt um sendingu bréfa, peninga og símskeyta fyr ir þá, er þess óskuðu. Margs konar leiðbeiningar voru veittar sínum né gerðum. Þessi þjóö- arlöstur, þessi þjóðarsmán, hefur leitt til þeirra hörmu- legu tíðinda, sem hér um ræð- ir. En er þaö ekki hending ein að fleiri hinna ótal mörgu fyiliríissamkvæma, sem hald- in eru víðsvegar um land allt endi ekki með viðlíka hörmu- legum atburöúm og hér hafa gerzt. Þetta er athugunarefni fýr- ir hvern þann, sem þátt tek- ur í hinum siölausu drykkju- venjum íslendinga. þeim, er ókunnugir voru í bæn- um, og reýnt að greiða fyrir þeim eins og tök voru á. Útvarp var jafnan í gangi á útvarpstíma, orgel og píanó voru í veitingasal og var gestum frjálst að leika á þau, er þeif óskuðu. Föt og munir voru geymdir fyrir allmarga sjómenn á síldarskipum og einnig var haft sérstakt herbergi, þar sem menn gátu haft fataskipti og snyrt sig. AÐSÓKN Aðsókn að heimilinu var yfir- leitt góð, og voru gestirnir aðal- lega sjómenn af síldarskipum og einnig nokkuð af fólki, er stund aði síldarvinnu í landi og bjó í vinnuskálum. Landvinna var þó með minnsta móti þetta sumar. Reynt var að fylgjast nokkuð með gestafjöldanum og í gesta- bók heimilisins skráðu nöfn sín 2326 manns, úr öllum landshlut um, en auk þess kom jafnan á heimilið fjöldi gesta, sem ekki skráði nöfn sín. Eftir því sem næst varð komizt voru skrifuð 763 bréf, þar með tahn peninga bréf, má þó gera ráð fyrir, að þau hafi verið allmikið fleiri, því að margir gestir höfðu. sín eigin bréfsefni og komu bréfum sínum í póst. Peningar, er tekn- ir voru til geymslu og sendingar voru um 5130,00 kr. Allmargir létu senda bréf og pakka til heimilisins og vitjuðu þess þar. Landssímasamtöl og símskeyti voru afgreidd á heimilinu fyrir fjölda manna, og kom það sér oft sérstaklega vel, einkum eftir lokunartíma símstöðvarinnar Bæjarsíminn var og mjög mikið notaður af gestum heimiiisins, endurgjaldslaust. Umgengni og reglusemi gesta og framkoma öll var hin prýði- legasta. SAMKOMUR OG ERINDI Allmargar samkomur voru haldnar yfir starfstímann, guðs- þjónustur, fræðandi erindi voru flutt, ennfremur upplestrar, mynda- og skuggamyndasýning- ar. Á samkomum þessum var og oft einsöngur og kórsöngur. Oft- ast voru samkomur þessar haldnar um helgar eða þegar lík ur voru fyrir góða aðsókn, má og segja, að hún hafi yfirleitt verið góð, eftir atvikum. Oftast var ókeypis aðgangur að sam- komum þessum, en að kvik- myndasýningunum var aðgang- ur seldur og þá til ágóða fyrir heimilið. Samkomur þessar hafa frá upphafi verið hugsaðar sem einn liður í því menningarstarfi sem Sjómannaheimilið vill vinna. FJÁRHAGUR Heimilið naut, eins og að und- anförnu, opinberra styrkja til starfsemi sinnar og var þeim sér- staklega varið til rekstursins, enda eru það hinar öruggu fasta tekjur heimilisins, aðrar tekjur þess fara mjög eftir atvikum, svo sem árferði o. fl. Heimilið hlaut styrk frá þess- um aðilum: Ríkissjóður kr. 2055,76 Stórstúka ísl. — 1500,00 Bæjarstj. Siglufj. — 2000,00 Samtals kr. 5555,76 Þá hefur stúkan Framsókn lagt mikið af mörkum bæði beint og óbeint, til starfsemi heimilisins, bæði með vinnu em- stakra félaga stúkunnar og fjár- söfnunarstarfsemi, má t. d. geta þess, að allur ágóði af leikstarf- semi stúkunnar rennur til Sjó- mannaheimilisins og er þá sér- staklega varið til endurbóta á húsinu eða á annan hátt heimiL inu til hagsbóta. Útgefendur blaða og tímarita hafa látið heimilinu ókeypis í té blöð sín og tímarit, og er hér jafnan um töluverða upphæð að ræða. Ágóði af veitingasölu varð nokkur, en þó minni en ætla mætti, því að veitingar allar eru jafnan seldar svo vægu verði, sem fært þykir. Þá má síðast en ekki sízt minnast á hinn mikla fjárhags- lega stuðning, sem heimilið naut á árinu frá sjómönnum og út- gerðarmönnum og kom í sérstak lega góðar þarfir til þess að standast hinn mikla kostnað við endurbætur þær á húsinu, er framkvæmdar voru veturinn áð- ur. Gjafir frá skipshöfnum til Sjó mannaheimilisins árið 1942 námu kr. 9568,00 og aðrar gjafir og áheit kr. 6583,60. ÝMISLEGT Eins og áður er sagt fóru fram mikilsverðar endurbætur á húsa kynnum heimilisins áður en sum ^irstarfið hófst, þó að ennþá standi margt til bóta, er getur aukið þægindi og gert starfsem- ina í heild fjölbreyttári. Verður unnið að því að auka starfið og efla, eftir því, sem efni og ástæð ur leyfa. Bókasafnið var aukið nokkuð á árinu, áhöld endurnýjuð og húsgögn lagfærð. Málverk og veggmyndir bár- ust heimilinu frá þessum vel- unnurum: Málverk: Freymóður Jóhannesson: Fjalla- baksvegur. Magnús Árnason: Brim. St. Víkingur: Þríhyrningur, (málv. Ól. Túbals). Veggmyndir: St. Einmgin: Reykjavík. Sjómenn hafa sýnt starfi heim ilisins mikinn velvildarhug og hafa sýnt, að þeir kunna að meta það og má nú svo segja, að staður þessi sé orðinn heimili þeirra, þegar þeir vilja eiga kyrr látar stundir í landi. Allmörg blöð og tímarit hafa,- getið starfseminnar mjög vm- samlega og farið um hana mjög lofsamlegum orðum. Allt er þetta mikil hvatning að efla starfið sem mest og gera heimil- ið sem bezt úr garði. St. Framsókn nr. 187 hefur eins og að undanförnu annazt rekstur Sjómannaheimilisins og skipuðu stjórn þess þeir: Pétur Björnsson kaupmaður, séra Ósk ar J. Þorláksson, sóknarprestur og Andrés Hafliðason, forstjóri. Stjórn Sjómanna- og Gesta- heimiiis Siglufjarðar vill að lok- um flytja öilum þeim opinberu stofnunum, fyrirtækjum og ein- stakiingum, nær og fjær, sem styrkt hafa heimilið með gjöfum f járframlögum eða á annan hátt, beztu þakkir fyrir allan stuðn- ing og velvild á starfsárinu 1942. í stjórn Sjómanna- og gesta- heimilis Siglufjarðar. Siglufirði í júní 1943. Ó. J. Þorláksson, P. Björnsson, A. Hafbðason, llli Sí Sll Sll Framh. af 2. síðu. fram aö fara til foringjaráðs- stöðvanna að morgni og koma til fangabúðanna að kvöldi En svo varð hershöföinginn svo ánægöur meö verk hans að hann haföi hann ekki leng- ur í fangabúðunum, en lét hann sofa annarsstaöar. I þeirri von aö fá hann til þess aö leggja sig allan fram gaf hann út fyi'irskipun um að Serjotsa skyldi fá allan þann mat er hann vildi. Þessi góöa meöfeiö hafði þau áhrif aö Serjotsa fór brátt aö ná sér aftur eftir dvölina í fangabúðunum. Hann fór jafnvel að fitna. Málverkinu miöaöi vel áfram með hverj- um deginum sem leiö. Þar kom aö hershöfðinginn átti aö sitja fyrir í síðasta sinn, eftir var aöeins aö ljúka viö síðustu drættina í mynd- inni. Hershöföinginn mókti í Áægindastól sínum. Sei'jotsa þreif blaðapressu, keyrði hana í höfuð hershöfðingjanum og rotaöi hann — gekk síðan út. Engum datt i hug aö stöðva hann. Allir vissu hver hann var. Hann gekk beina leiö til skógar og leitaði uppi næstu skæruliðasveit og meö henni i hefur hann barizt síðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.