Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 1
VILIINN %. árgangur. Föstudagur 13. ágúst 1943. 178. tohibinð Hartilf uidlr stirslitalrii Raudí herínn tekur Tsúgúeff, 40 km« sudausfur af KarkofL - Sóknín á Brfanskvígsfðdvunum heldur áfram Sovétherinn heldur áfram sókn á Brjansk- og Kar- koffsvæðinu, og tók í gær borgina Tsúgúeff, 40 km. suð- austur af Karkoff, en þaðan eru tæpir 50 km. til einu járnbrautarinnar frá Karkoff, sem Þjóðverjar hafa enn á valdi sínu. Þjóðverjar hafa hvað eftir annað undanfarið skýrt frá hörðum bardögum á Tsúgúeffsvæðinu, en Rússar ekki minnzt á þá fyrr en nú, að taka borgarinnar er til- kynnt. Tsúgúel'f er á vesturbakka Donetsfljótsins, og auðveldar taka hennar sovéthernum sóknina inn í IJkraínu suður af Karkoff. Herinn, sem sækir að Karkoff er kominn svo ná- lægt borginni, að rauði herinn hefur hafið stórskota- hríð á herstöðvar Þjðverja í borginni. Á Brjanskvígstöðvunum voru í gær háðir harðir bardagar, og sótti sovétherinn fram 9—11 km. og tók allmörg þorp. Rauði herinn er nú aðeins 6 km. frá Karatseff og tók í gær bæinn Dimitrovsk Orlovski, sem er 95 km. suðaustur af Brjansk. Rússar hafa frumkvæðið Enska stórblaöið Times seg- ir í gær í ritstjórnargi-ein, að Rússar séu að taka frumkvæð- ið á fleiri og fleiri köflum aust urvígstöðvanna. Svo virðist sem Þjóðverjar hafi ekki yfir að ráða neinu verulegu vara- liöi, er þeir geta teflt fram þar sem hætta steðjar að í hvert skiptið. Dagárásir á þýzkar iðnaðarborgir Bandarískar sprengjuflug- vélar gerðu í gær harða dag- árás á þýzku borgimar Gels- enkirchen, Bom og Wesseling, en það eru allt mikilvægar iðnaðarmiðstöðvar, með mikl- um árangri. Tuttugu og fimm 'sprengju- .flugvélanna fórust, en 23 þýzk ar orustuflugvélar voru skotn- ar niður í loftbardögum. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt loftárásir á herstöðvar og iðnaðarborgir í Norður-Frakklandi og Norður- Þýzkalandi. SíMlnour irí herlki allogir il- aOMir 01 OOoröinÍiislo hOr ð laudl Reisa ríki og bær áburðarverksmiðju? Síðastliðinn vetur lagði Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur til- lögur fyrir bæjarráð um stofn- un áburðarverksmiðju hér í bæ og notkun næturrafmagns til þeirrar framleiðslu. Taldi hann heppilegast að ríki og bær rækju þetta fyrirtæki í félagi. Bæjar- ráð sendi ríkisstjórninni tillög- umar og hafa þær legið þar síð- an. í síðastliðnum mánuði írek- aði borgarstjóri ósk bæjarins um álit ríkisstjórnarinnar á málinu. í gær var lagt fram á fundi bæjarráðs eftirfarandi bréf, þar sem ríkisstjómin tjáir, að hún muni fá sérfræðing frá Ameríku til að athuga málið. „Sem svar við bréfi yðar, hr. borgarstjóri, dags 19. júlí, skal yður tjáð, að ráðuneytið hefur alllöngu áður en bréf yðar barst gert ráðstafanir til þess að fá sérfræðing frá Ameríku til at- hugunar og ráðlegginga um byggingu væntanlekrar áburðar , verksmiðju. Hefur fengizt loforð fyrir sérfræðingi þessum fyrir nokkru og er sendiherra íslands að vinna að því að útvega flug- ferð fyrir hann hingað. Tillögur þær og athuganir, er þér á s. 1. ári senduð með bréfi Stöðugar loftárásir á herflutningaskipin Brottflutningur fasistaherjanna frá Sikiley er hafinn, og var talið að um 80 skip hafi í gær unnið að því að flytja lið og her- gögn frá höfnum á austur- og norðausturströnd eyjarinnar til ýmissa staða á syðsta odda Ítalíu. Flugvélar Bandamanna héldu uppi látlausum árásum á her- flutningaskipin og tókst að sökkva nokkrum þeirra. Jafnframt halda baksveitir fastah.erjarxna uppi harðvít- ugri vörn á Sikiley, til aö hægt verði að koma undan sem mestu af liðinu og her- gögnum, en Bandamannaher- irnir eru komriir fast að Rand azza, síðasta öfluga virkinu, sem þýzki og ítalski herinn hefur á eynni. Fasistar verja undanhaldið Quisling mun ekki fá friðland í Svíþjóð Sænski ritstjórinn Birgir Stolpe sagði nýlega í útvarpi frá Stokkhólmi, að Vidkun. Quisling, leppur nazista í Nor- egi, kynni að leyta hælis í Svíþjóð. Hann bætti því við, að „komi Quisling hingað, munu sænsku blöðin neita að viður- kenna hann sem pólitískan flóttamann. Hann yrði skoð- aður sem glæpamaður, brot- legur gegn norskum lögum. Með öðrum orðum — hann yrði sendur til þess lands, þar sem hann framdi glæpi sína:< Stolpe ræddi um þá aðvör- un stjórna Sameinuðu þjóð- anna til hlutlausra landa að þau skyldu varast að skjóta skjólshúsi yfir stríðsglæpa- menn fasista. ,,Við höfum Vidkun Quisling rétt hinu megin við þröskuldinn". sagði Stolpe. „Honum gæti sýnzt það þægilegt aö koma yfir landamærin inn í lýöræð- islandið Svíþjóð, þó hann hafi ekki hlíft því í skammaræö- um sínum, ef illa skyldi fara fyrir vinum hans í Noregi. Einnig aðrir kunna að líta löngunaraugum til þessa lands“. yðar til fyrrv. forsætisráðherra Ólafs Th£>rs, geta vart orðið teknar til verulegrar athugun- ar og ákvarðanir ekki teknar fyrr en eftir hingaðkomu sér- fræðingsins11-. með geysiöflugri loftvarna- skothríð, og hafa sprengju- flugvélar Bandamanna átt talsvert örðugt með að varpa sprengjum sínum nákvæm- lega. Ríkisstjórn og bsjar- stjórn skipa þriggia manna nefnd í æskn- lýðshallarmálinu Eins og kunnugt er fól bæjar- ráð mag. Ágúst Sigurðssyni al semja tillögur og greinargeri um æskulýðshöll í Reykjavík. Bæjarráð sendi ríkisstjóm þessar tillögnr með ósk um sam- starf ríkis og bæjar urn þetta mál. Á fundi bæjarráðs í gær var lagt fram eftirfarandi svar- bréf frá ríkisstjóminni: „Út af bréfi yðar, hr. borgar- stjóri, dags. 19. f. m. um æsku- lýðshöll hér í bæ, vill ráðuneyt- ið hérmeð beina því til yðar, hvort eigi muni réttast, að ráðu neytið og bæjarstjórn fælu í fé- lagi 3 mönnum endurskoðun á- litsgerðar hr. Ágústs Sigurðsson ar og frekari undirbúning máls- ins. Sérstaklega skal vakin athygli á því, að eitt mikilsvert atriði, og reynda frumatriði skipulags hallarinnar, er ákvörðun lóðar til hennar, sem væntanleg 3 manna nefndin yrði að taka til athugunar, og yrði það svo bæj- arstjórnar að taka ákvörðun þar um væntanlega í samráði við ríkisstjórn". Bæjarráð féllst á tillögu ríkis- stjórnarinnar og verður málið því væntanlega falið þriggja manna nefnd skipaðri af bæ og ríki innan skamms. Batiarrlfl uMMHr il stli lnolil hrir tuM ii fprlausOi Nefndin heldur skipulagningarstarfinu áfram Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að leggja eftirfar- andi tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir, að skemmti- og íþróttasvæði fyrir bæinn skuli ætlaður staður á þeim slóðum, sem nefnd kosin á bæjarstjórnarfundi 2. apríl s. 1. hefur lagt til, og ákveður að leyfa engin ný mannvirki á landi því, sem greinir í tillögum nefndarinnar, fyrr en fullnaðarákvarðanir hafa verið teknar um hagnýtingu lands þessa, og felur nefndinni að gera sem fyrst tillögur um einstök atriði hagnýtingar landsins“. Samþykki bæjarstjórnin þessa að taka til athugunar hvernig tillögu, sem fullvíst má telja, verður komið í veg fyrir að tor- veldað verði með nýjum bvgg- ingum, að hugmyndif nefndar þeirrar, sem af miklum dugnaði hefur fjallað um íþrótta- og skemmtigarðssvæðið, verði fram kvæmdar. Að fenginni þessari samþykkt getur nefndin haldið áfram skipulagningarstarfinu, og einnig ætti skipulagsnefnd hið fyrirhugaða íþrótta- og skemmtisvæði falli inn í skipu- lag bæjarins og hvers konar byggingar ættu að koma í kring. um það. Vonandi verður haldið áframað' vinna að þessu máli með dugn- aði og myndarskap og ekki látið dragast að hefjast handa með byrjunarframkvæmdir lengur en nauðsyn krefur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.