Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 2
Po :.i.j -.in x. Föstudagur 13. ágúst 1943. Kaupgjald nokkra atvinnustétt í ágdst ’42 (Svigatölurnar eru grunnkaup) Tíjnakaup: Dagvinna: Eftirv: Nætur-helgidv.: Almenn verkamannavinna 5,15 (2,10) 7,72 (3,15) 10,29 (4,20) Kol, salt-og sementsvinna 6,74 (2,75) 10,12 (4,13) 13,48 (5,50) Fagvinnutaxti Katla- og boxavinna Símalagningamenn Tjöruvinna Fagv. í vélsmiðj., fagl. Hjálparmenn í vélsm. Bílstj., vélstj., loftborar, sprengingar, holræsahr. Trésmiðir Múrarar Málarar Járnsmiðir Verkakonur, þvottakonur Næturvarðmenn 7,11 (2,90) 10,66 (4,35) 14,21 (5,80) 8,82 (3,60) 13,23 (5,40) 17,64 (7,20) 5,39 (2,20) 8,09 (3,30) 10,78 (4,40) 5,46 (2,23) 8,21 (3,35) 10,93 (4,46) 7,06 (2,88) 10,58 (4,32) 14,11 (5,76) 6,74 (2,75) 10,12 (4,13) 13,48 (5,50) 5,88 (2,40) 8,82 (3,60) 11,76 (4,80) 8,21 (3,35) 13,35 (5,45) 16,42 (6,70) 7,35 (3,00) 11,76 (4,50) 14,70 (6,00) 7,60 (3,10) 12,15 (4,96) 15,19 (6,20) 7,69 (3,14) 11,54 (4,71) 15,39 (6,28) 3,43 (1,40) 5,15 (2,10) 6,86 (2,80) kr. 74,36 fyrir 12 stunda vöku (30,36) NÝKOMNIR Hárborðar Kragar Kragablúndur. Verzlim H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Myndainnrammanir Höfum opnað myndainn- römmunarvinnustofu. Alls- konar myndir og málverk teknar til innrömmunar. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Héðínshöfði h. f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958 Milli vita Þeir eru á milli vita Framsóknar menn eins og sakir standa. Mjög mörgum er þeim orðið ljóst að auð- valdsskipulagið er „dauðadæmt“ eins og Hermann Jónasson eitt sinn komst að orði. Hinsvegar eiga þeir flestir mjög erfitt með að draga á- lyktanir af þessari uppgötvun, þeir hafa vaknað upp í landi nýrrar þekk ing^r, en eru svo bundnir hinu gamla landi vanþekkingarinnar, að þeir reyna að sjá ekki það sem fyrir aug un ber. Fer þeim að þessu leyti líkt og spíritistar segja, að mörgum fram liðnum fari, er hann kemur til ann- ars heims, hann neitar þeirri stað- reynd að hann sé dauður, að líkam- anum til og kominn yfir á annað til- verusvið. Spíritistar telja að allir átti sig þó á bústaðaskiptunum fyrr eða seinna og og væntanlega fer Framsóknarmönnum eins, þeir átta sig á því, að þeir eru komnir í nýj- an hugmyndáheim. Gott væri þeim að það yrði sem fyrst. Leiðari, sem hr. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans birti í blaði sínu á þriðjudag inn er mjög gott dæmi um þetta á- stand Framsóknarmanna. Hin nýja þekking Leiðari hr. Þórarins hefst með upplýsingum, sem hann hefur aflað sér í landi hinnar nýju þekkingar og hann skrifar: „Þeir verða alltaf fleiri og fleiri, sem sannfærast um, að það skipulag er mestu var ráðandi fyrir styrjöld- ina, samkeppnisskipulagið (hér hefur Þórarinn ekki séð nógu vel, þetta skipulag heitir auðvaldsskipulag), muni aldrei geta fært þjóðunum hagsæld og frið. Löng reynsla af því sannar þetta. Stöðug viðleitni þeirra sem ófyrirleitnastir og ágengastir eru til að féfletta og undiroka þá, sem minni eru fyrir sér, leiða alltaf til misréttar o^ sundrungar innan þjóð- félagsins og til ósamkomulags og fjandskapar milli þjóða“. Þetta er alveg rétt athugað hjá yð- ur hr. Þórarinn, það skipulag, sem við búum við og fjöldi annarra þjóða og þér kallið samkeppnisskipulag j en aðrir fræðimenn á sviði þjóðmál anna kalla auðvaldsskipulag, er dauðadæmt, svo framarlega, sem mannkynið vill ekki búa við krepp- ur og stríð, stríð og kreppur til skipt is. Svo koma endurminning- amar frá landi vanþekking arinnar En því miður er herra Þórarinn Þórarinsson uppalinn hjá Jónasi sál uga Jónssyni, en ævistarf hans var, sem kunnugt er, einkum í því fólgið að útbreiða lygi og blekkingar um sósíalisma og kommúnisma. Kenn- arastarf hans við Samvinnuskólann var einkum í þessu fólgið, Samvinn una, blað samvinnumanna, notaði hann á sama hátt, Tímann og Dag einnig. Með þessu móti tókst Jónasi sáluga að gera meira en nokkrum öðrum einum samtíðarmanna hans hér á landi til að viðhalda og spilla því þjóðskipulagi, sem herra Þórarinn Þórarinsson segir að muni aldrei færa þjóðunum hagsæld og frið. Og þótt herra Þórarinn sé nú kominn inn í land hinnar nýju þekk ingar, vill hann ekki við það kann- ast, svo röm eru þau álög vanþekk- ingarinnar, sem Jónas. sálugi lagði á hann, og vesalings Þórarinn þylur gamia buslubæn, sem Jónas kenndi | honum. Nazismi og kommúnismi eru eitt og hið sama, „báðar stefnurnar eru vissulega vel til þess fallnar að skapa hernaðáranda og hernaðar- þjóðir. En þær eru jafn ófærar til að tryggja frelsi og jafnrétti, því grundvöllur beggja er einræði og undirokun þeirra, sem ekki hlýða boði og banni valdhafanna". Guð ég þakka þér, að ég hef ekki orðið þess- um stefnum að bráð, sé sælum Jón- asi lof og prís. „í þriðja lagi þróunar- stefna eða millistefnan“. Og herra Þórarinn heldur áfram að berjast við að telja sér trú um, að hann sé enn „lifandi“ í landi van- þekkingarinnar og hann skrifar: „Eins og nú horfir, eru ríkjandi þrjár stefnur um lausn málanna, eft- ir styrjöldina. í fyrsta lagi sam- keppnisstefnan, sem enn á öfluga liðsmenn í auðvaldi Bandaríkjanna, (og hvergi annars staðar eða hvað? herra Þórarinn) í öðru lagi kommún isminn, sem Rússar reyna að út- breiða og efla. í þriðja lagi þróunar stefnan eða millistefna, sem vill nema burt galla samkeppniskipu- lagsins með auknu aðhaldi ríkisins" Svona fer, Þó,rarinn, þegar menn eru komnir yfir í annan heim án þess að vilja viðurkenna það, það verður. mótsagnakent bull, sem þeir segja. Berið þér saman þessar tvær setning ar, sem þér hafið skrifað í sömu greininni: „Samkeppnisskipulagið mun aldrei (leturbreyting vor) geta fært þjóð- unum hagsæld og frið“. „í þriðja lagi er þróunarstefnan eða millistefnan, sem vill nema burt galla samkeppnisskipulagsins“. í fyrri setningunni staðhæfið þér réttilega að samkeppnisskipulagið geti aldrei fært þjóðunum farsæld og frið, í þeirri síðari boðið þér, að lausnin sé að lappa svolítið upp á það, og að yðar dómi er það ekkert smáræði, sem við liggur, að þjóðin fallist á þessa kenningu yðar, að nauðsynlegt sé að viðhalda þjóð- skipulagi, sem „aldrei“ getur fært þjóðunum farsæld og frið. Annars þekkjum við íslendingar þessa umbótastarfsemi „þróunar eða millistefnunnar“. Framsóknarflokk- urinn hefur stundað hana sem for- ustuflokkur um stjórn landsins nær óslitið síðan 1927. Yður í allri vinsemd sagl, herra Þórarinn Það verður að segja yður það í allri vinsemd, herra Þórarinn, að lé- legra bull er ekki skráð í íslenzkum blöðum um þessar mundir, en hug- leiðingar yðar um stjórnmál. Og allt stafar þetta af því, að þér eruð að reyna hið ómögulega, að lifa í tveim heimum. Þér hafið látið tælast af þeirri veiðibrellu Jónasar Jónssonar og annarra hinna slingustu verjenda auðvaldsskipulagsins, að samvinnu- stefnan geti orðið grundvöllur nýs þjóðskipulags, þar af stafar allt þetta þokukennda þvaður yðar um „þróunarstefnu eða millistefnu“. Nú ættuð þér að taka yður til og afla yður raunhæfrar þekkingar á stjórnmálastefnum nútímans, það er langt frá, að þér séuð of gamlir til að læra. Þér þekkið A nútímastjórn mála, þér vitið að auðvaldsskipulag ið er dauðadæmt, nú skuluð þér fara að kynna yður B o. s. frv. En um fram alla muni látið þér ekki Jónas sáluga hafa vald yfir yður, verið þér ekki að gera yður hlægilegan með því að þylja upp gömlu tugguna hans um kommúnisma og einræði, og' látið yður ekki oftar henda að vera að tala.um að menn þurfi að „þjappa sér saman“ til þess að gera smálag- færingu á þjóðskipulagi, sem þér sjálfir segið að aldrei færi mannkyn- inu hagsæld og frið. Með beztu ósk- um og vonum um að yður megí auðnast að átta yður á að þér hafið raunverulega vaknað á nýju landi, — landi sósíalismans. — Það er vont: að vera milli vita, þér þurfið að losna úr því ástandi sem allra fyrst. Fleiri leikvelli. Herra ritstjóri. Margt er nú um börn ritað og rætt og margt eflaust fyrir þau gert, samanborið við það sem áður var, t. d. dagheimili, sumarheimili í sveit. og margt fleira. En hverng stendur á því himinhrópandi ranglæti, að heil hverfi hverfi skuli rísa upp, þar sem ekki er leikvöllur, eða þá ekki nema svo fáir, að stór svæði geta alls ekki notað þá? Eg á t. d. heima í nýju húsi í skemmtilegu hverfi, ég á þrjú böm á aldrinum þriggja til sjö ára. Kringum húsið er stór grasblettur, afgirtur, aflæstur með lás, hann er ekki ætlaður leigjendum — það er heldur ef til vill ekki von að einstaklingar sjái bömum fyrir leikvöllum þegar bæjarfélagið van- rækir það. Fyrir börnin mín og' margra annarra er því ekki nokkur staður til leikja annar en gatan, og' nýju hverfin eru enn verri en þau gömlu, að því leyti, að þar mega börnin belzt ekki koma heim að húsi, þar er of fínt fyrir þau. Eg spyr bara: Er landrýmið ekki nóg hér á okkar lítt numda landi til þess að hægt. væri að ætla börnunum svolitla bletti til leikja? Þeir þyrftu um fram allt að vera fleiri en þeir eru, gerði ekki til þótt þeir væru minni, en eftirlitsmann eða konu þyrfti auðvitað að hafa á hverjum leikvelli. Eg trúi því varla, að þeir sem fá^t við skipulagningu þessa bæjar séu svo illa innrættir að þeir Framh. á 3. síðu. Sósíalisfafél. Reykjavíkur Æskulýðsfylkíngin Ctilega í Helgadal Farið verður n. k. laugardag með strætisvögnum til Hafnar- fjarðar og gengið þaðan í Helgadal ca. 5 km. Lagt verður af stað kl. 5 frá Hafnarfirði í gönguna. Allur farangur verður fluttur á vörubíl sem fer frá Mið- bæjarbamaskólanum kl. 4,30. FERÐANEFNDIN. FALCON Trlllubáta mótorar Þrátt fyrir gífurlega örðugleika á útvegun fiskibátavéla, hefur oss tekizt að ná í nokkra af hin- um þekktu FALKON 5 og 10 HA trillubátamótorum frá Am- eríku. Vélunum fylgja töluverðar rarahlutabirgðir Dragið ekki að tala við oss og tryggja yður vél. GÍSLl HALLDORSSON H. F. SÍMI 4477. SÍMN.: MÓTOR. m Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda. Talið viá afgreiðsluna Austurstræti 12, sími 2184. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.