Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.08.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. ágúst 1943. PuU j V iLJi-xltí Alþýdan verður ad vera sameínud og ráða landinu tr Farmanna og fiskimannasamband íslands skrifiar ríkisstjórninni Það er hið mesta nauðsynjamál, að komið verði upp hér inn- anlands fullkominni skipasmíðastöð svo hægt sé að framkvæma hér heima viðhald og endurnýjun fiskiflotans og einnig helzt annarra stærri skipa. Framkvæmd þess verks er stór þáttur í því að gera þjóðina sjálfp-i sér nóga og öðrum óháða. Fáir munu þeir vera, sem óska þess, að þeir tímar endurtaki sig, sem voru hér fyrir stíð, að viðgerðir skipanna séu fram- kvæmdar erlendis, en hér heima gangi iðnaðarmenn og aðrir atvinnulausir. Farmanna- og fiskimanna-samband íslands hefur skrifað ríkisstjóminni eftirfarandi bréf viðvikjandi máli þessu: ^ðnnuMR • Otgefandi: ■ Sameiaingatflokkui alþýðn — ' SóiialUtaílokkurinn FUtat jóiar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjaitarsoa (áb.) RitBtjórn: Carðastræti 17 — Vfkingaprent Simi 2270. Afgreiðsla og augiýaingaskrif- atofa, Anetuntræti 12 (I. kæð) Sími 2184. Vlkingsprent h.f. Garðaatræti 17. I. Það er stefna Sjálfstæð- isflokksins sem veldur húsnæðisleysinu Hvað gera bæjaryfirvöldin í húsnæðismálunum? Þannig spyrja hinir húsnæðislausu dag eftir dag- og viku eftir viku. Hver ærlegur maður svarar þessari spumingu með einu stuttu orði, og þáö er — Ekk- ert — Bæjaryfirvöldin hafa setið með hendur 1 skauti í allt sumar, og stritast við að sjá ekki né heyra vandkvæði hinna húsnæðislausu. Sumum kann að finnast þessi aðstaða bæjaryfirvald- anna furðuleg, en vissulega er hún ekki furðuleg, þegar alls er gætt, hún er sem sé í fullu samræmi við stefnu og kenningu þess flokks, sem með völdin fer í bænum. Þær þús- undir Reykvíkinga, sem hafa kosið Sjálfstæðismenn til að stjórna bænum, hafa viljandi, eða óviljandi, borið þá ósk fram með atkvæði sínu, að bæjaryfirvöldin skiptu sér sem allra minnst af húsnæðismál- unum. Húsnæðismálin eru bænum óviðkomandi, sagði Bjarni borgarstjóri eitt sinn og mælti þar í fullu samræmi við stefnu Sjálfstæöisflokksins Það væri fals eitt, að leyna þeirri staöreynd áð Sjálfstæð- isflokkurinn telur að einstakl- rngnum beri að leysa húsnæð- ísmálin á grundvelli einka- framtaks og kapphlaups um gróða. Það er smávægilegt frá vik frá þessari stefnu, að bær- inn hefur látiö reisa nokkur myndarleg íbúðarhús. Sterk rök og áróður minnihlutans í bæjarstjórn og krafa mikils fjölda bæjarbúa knúði Sjálf- stæðismenn til að gera þetta frávik, en þeir réttu sig aftur á línuna með þVí að ráöstafa þessum húsum á svo óheppi- legan hátt, áð heita má að stefnu Sjálfstæöisflokksins sé að því leyti borgið. Á þessar staðreyndir er hér bent til þess að gera mönn- um ljóst, að það eru tálvonir einar ef einhver skyldi trúa því áð núverandi meirihluti bæjarstjórnar geri eitthvaö sem um munar til að leysa vandamál hinna húsnæðis- lausu. Þessi meirihluti gerir ekkert nema tilknúöur og nauðugur, og öílum má vera Ijóst að allt það sem þannig er gert, er gert með hangandi hendi og reynist kák eitt. Þáð er alkunna aö á ár- unum fyrir stríð voru nokkr- ir togarar í íslenzka flotanum sem alltaf voru reknir meö hagnaði, meðan sagt var aö yfirgnæfandi meirihluti tog- aranna tapáði stórfé á hverj- um túr. Togararnir sem allt- af voru reknir með hagnaði, voru Patreksfjarðartogararnir togarar Einars Þorgilssonar í Hafnarfirði, togari Halldórs í. Háteig í Reykjavík. Sennilega eru til menn, sem finnst þetta torráðin gáta, flestir togaranna tapa milljón- um á nokkrum árum, aðrir halda í horfinu, jafnvel græöa, á sama tíma. Sama kaupgjald var þó greitt á öllum þessum togur- um, þeir áttu við sömu eða svipuð kjör að búa, með inn- kaup á kolum og veiðarfær- um, þeir seldu afla með sama eða svipuðu verði. Aflabrögö voru yfir lengi’i tíma ekki verulega mismunandi. í sem allfæstum oröum sagt ekkert af því sem á eölilegan hátt hefur áhrif á rekstursafkomu togara, getur skýrt þennan mun. Hver er þá skýringin? Hún er blátt áfram sú áð flestir útgerðarmenn álitu séi’ eftir atvikum hagkvæmt áð sýna taprekstur á pappírum sínum. Hvers vegna töldu þeir sér þetta ahgkvæmt? Meginorsakirnar eru þessar: 1. Útgeröarmennirnir höfðu takmarkaða trú á gróöamögu- leikum sínum í -ambandi við stórútgerð. Þeir komu því eins miklu og mögulegt var af fé útgeröarinnar í önnur fyrir- tæki, sem þeir töldu líklegri til áð gefa þeim sjálfum arð, um þjóðarhag var auövitað ekki spurt. 2. Taprekstur útgerðarinn- ar forðaði þeim frá að borga réttmæta skatta af því fé sem þeir höfðu undir höndnm. 3. Taprekstur útgerð'arinn- ar var eitt sterkasta vopniö í höndum atvinnurekenda í Lausn fæst því ekki á hús- n’æðisvandamáum Reykvík- inga fyrr en meirihlutavaldið í bæjarstjórn hefux verið feng- ið þeim flokkum og mönnum, sem telja það hlutverk bæj- arfélagsins aö tryggja að allir bæjarbúar geti búið í góðum íbúðum. Hinar húsnæöislausu fjöl- skyldur ættu að gera sér ljóst, og hver einasti bæjarbúi ætti að gera sér ljóst, að þaö er ekki tilviljun og því síöur duttlungar, eða vonzka nokk- urs manns,' sem veldur því áö bærinn hefst ekkert aö í húsnæöismálunum, þaö er stefna, það er lífsskoðun Sjálf stæðismanna sem því veldur. Lækningin er því að fela mönnum, sem aðhyllast aðra stefnu og aðrar lífsskoðanir, áð stjóma bænum. launadeilum við vei'kafólkiö. 4. Hlutafélagalögin - gerðu þessum herrum kleift að skjóta. sér og verulegum hluta eigna sinna undan ábyrgð á afkomu útgerðarinnar, og gerðu þeim auðveldan þann leik, að fleygja lélegum skip- um 1 bankana, þegar þeim þótti henta. Þetta er meginorsök þess að stórútgierðin var rekin með tapi árin fyrir stríð. Þó hér hafi veriö minnst sérstaklega á stórútgerð, er það alls ekki af því, að hún sé frábrugðin öðrum. stór- rekstri, sem rekinn er á grund velli einkaframtaks og gróða- vona einstaklinga, heldur af því að íslehdingar þekkja stór útgerðina bezt, og dæmin af þeim rekstri eru ljósust. Hitt ætti öllum að vera ljóst, að á öllum sviðum atvinnulífsins mun saga stórútgerðarinnar fyrir stríð endurtaka sig að meiru eða minna leyti, ef til vill í lítið eitt breyttu formi í sumum tilfellum, ef ekki veröur gripiö til sérstakra ráöstafana. Verður eitthvaö gert til að aftra því að skemmdarstarf- semi lík þeirri, sem togaraeig- endur frömdu fyrir stríð, end- urtaki sig ekki að stríðinu loknu? Þing og stjórn mun ekki gera þáð nema tilknúð. Spurn in er, hvort hægt er að knýja fram þær ráöstafanir, sem með þarf og hvort það verð- iu’ gert. Aðeins eitt afl kemur til greina, sem sé afl hins vinn- andi fjölda í landinu, til sjáv- ar og sveita. Frumskilyrði þess aö þetta afl fái notið sín, er að allir þessir aöilar komi fram sem einn maður, og beri fram kröfuna um þaö aö at- vinnulífi þjóðarinnar verði stjórnaö með hag alþjóðar fyrir augum. Hver er þaö sem ekki skilur áð sagan um tog- araútgeröina fyrir stríð má ekki endurtaka sig? Hver er sá maður utan hins þrönga hóps stóratvinnurekenda, sem ekki viðurkennii’ nauðsyn þess aö stjórna öllu okkar atvinnu- lífi með alþjóðarheill fyrir aug um? Vonandi finnst slíkur máður ekki meðal verka- manna og smáframleiðenda. Þess vcgna ætti hver einastí verkamaöur og hver einasti smáframleiðandi, og hver ein- asti launþegi áö styðja stofn- un „Bandalags vinnandi stétta“ sem Alþýðusambandið beitir sér nú fyrir af hinum mesta myndarskap. Takist stofnun þessa banda- lags eins vel og vera ætti, getur það vonandi miklu ráö- ið um starfsemi Alþingis. Komi það hinsvegar í ljós, að þingið táki ekki réttmætt tillit til þessa sambands, þá er auðvelt fyrir þáð að minn- ast þess við næstu Alþingis- kosningar. Þeim aðilum sem ,,Þaö er almennt kunnugt aö meðal útvegsmanna, iön- aðarmanna og sjómanna vex nú ört áhugi íyrir því að kom- ið veröi upp hér á landi skipa- smíöastöð, svo stórri áð hægt verði að smíða botnvöi’puskip fyrir íslenzka fiskiflotann og jafnvel önnur stærri skip, auk viðgerða á öllum þeim skip- um sem landsmenn eiga og kunna að eignast. Er álit manna um mögu- leika vora á þessu sviði, eink- um byggt á því hváö tekizt hefur að framkvæma nú á stríðstímanum, þegar naum- ast var í| önnur hús aö venda um aðgerðir og viðhald á skipastólnum. Hefm’ Far- manna- og fiskimannasam- þand íslands gengiíst 'fyrii' blaöaskrifum um þessi mál, til þess að vekja áhuga lands- manná fyrir því. Fyrir alllöngu hafa komið fram málaleitanir til bæjarins frá tveimur þekktum Verk- smiðjum h. f. Keilir og Stál- smiðjan s. f. hér í Reykjavík, um lóðarréttindi og fleira, Hyggjast þessi fyrirtæki að hefjast handa um skipasmíöi, ef þeim tekst að ná þeirri aöstöðu, sem tryggir þeim mögnleika til viðunandi ái'ang urs. Bæjarpósttitfínn Framh. af 2. síðu. vilji ekki unna bömunum þess að hafa leikvelli, heldur held ég að hér hljóti að vera um vanrækslu og hugsunarleysi að ræða. Treysti ég Bæjarpóstinum bezt til að koma þess um línum á framfæri. Með þökk fyrir birtinguna. Alþýðukona. að því ættu að standa er leik- ur einn aö ráða meirihlutan- um á Alþingi, og á þann hátt vill alþýðan á íslandi taka þau völd sem henni bera, ó- tilneydd mun hún aldrei fara aðrar leiðir. Nú er það án efa nokkrum erfiöleikum bundið, að þessi áminnstu fyrirtæki geti á eig in spýtur komið upp viðun- andi skipasmíðastöö, jafnliliða skipaviögeröarstöð og starf- rækt hana og enn síður ef þau hefjast handa samtímis. Vér teljum því líklegt að bæj- arfélagið eöa ijíkið þurfi að veita aðstoð í einhverri mynd. Máliö er hinsvegar svo mikil- vægt og aðkallandi, að slík aöstoð ætti naumast að vera tiltökumál. Að vorum dómi kemur þá til álita hvort ekki væri rett að reyna aö sameina þessi fyrirtæki ef hægt er, það yrði ef til vill öllum fyrir beztu. Vér teljum málið svo mikil- vægt fyrir atvinnulíf í ladid- inu, að þaö væri viðeigandi aö ríkisstjórnin hefði á ein- hvern hátt forgöngu um það. Sú saga má ekki endurtaka sig, að eftir stríðiö fari allar helztu viðgerðir og nýsmíó út úr landinu, sem hér þai’f að koma í verk, samtímis því aö kunnáttumenn vorir á iðnað- arsviðinu gangi atvinnulaus- ir og að útvegurinn verði aft- ur háður erlendri leiðsögn og lánardrottnum. Með línum þessum höfum vér leyft oss aö vekja athygli hins háa ráðuneytis á þessu mikilsveröa máli. Það er þjóðarnauösyn að það komist sem fyrst í fram- kvæmd“. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf fisalau Hafnarstræti 16. OOOOOO^OOOOOOOOOO Áskriftarsimi Þjóðviljans er 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.