Þjóðviljinn - 14.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1943, Blaðsíða 1
8. áxgaagnr. Laugardag-ur 14. ágúst 1943. 179. tölublað. nilll Ulsm n Brlið Varaarlínur þýzka hersíns rofnar á fvefmnr stöðum, og sovétherínn hefur á þrem dogum tekið á annað hundr» að bæí og þorp, Rússar komnír fast að Karkoff Landnám templara að Jaðri i ára í dag í dag eru 5 ár liðin frá því að templarar hófu imdirbún- ing að landnámi sínu að Jaðri í tilefni af því hafa templ • arar boðiö blaóamönnum og nokkrum öörum til afmælis- fagnaöar að Jaðri, sem hefst að vísu með kvikmynd asýn- ingu í Góðtemplarahúsinu, þar sem sýndar verða myndir frá störfunum að Jáðri og ,,verkin“ látin ,,tala“. Jaöar er eins og kunnugt er í útjáðri Heiömerkur, sem á að veröa skemmtistaður þeirra Reykvíkinga, sem vilja leita sér hvíldar og hressing- ai- úti í náttúrunni í grennd við bæinn. Rauði heririn hefur hafið nýja sókn austur af Smo- lensk, nær miðja vegn milli Vjasma og Brjansk, og er að verða um samfellda sókn sovétherjanna að ræða allt frá Vjasma til Karkoff, á 650 km. víglínu. Þessi nýja sókn hófst fyrir þremur dögum og hafa Rússar á þeim tíma tekið á annað hundrað bæi og þorp, þar á meðal járnbrautarbæinn Spasdemensk, 120 km. suðaustur af Smolensk, á brautinni til þeirrar borgar. Norðvestur af Spasdemensk hefur rauði herinn brotizt í gegnum mjög sterkar varnarlínur Þjóðverja á 35 km. svæði og sótt fram allt að 20 km. Suðaustur af Spasdemensk brutust Rússar í gegn á 15 km. svæði og sóttu fram allt að 17 km. Valur varð Reykjavíkurmeistari |Ileykjavíkunnótiiiu lauk í fyrrakvöld og kepptu þá Val- ur og Fram til úrslita. Sigraöi Valur meö 3 mörk- um gegn 1 og vann þar með titilinn: Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu. Sovétstjðrninni var ekki boðið að senda fulltrúa á ráðstefnu Roosvelts og Churchills Tilkyrmingu um að sovét- stjómiimi hafi ekki verið bott- ið að senda fulltrúa á rátt- stefnu þeirra Roosevelts Randaríkjaforseta og Churc- hills forsætisráðherra Breta óg brezkra og bandarískra hershöfðingja, sem nú stendur yfir, var útvarpað frá Moskva í gær. Ráðstefnan er þess eðlis, att ekki var nauðsynlegt að sovét- stjórnin ætti þar fulltrúa, seg- ir í tilkynningunni. Þýzka fréttastofan birti í gær þá fregn aö Stalin háfi veriö boöiö á fund þeirra Roosevelts og Chui’chills, en hafi neitáö boöinu. 1 yfixiýs- ingu frá Tass, hinni viöur- kermdu rússnesku fréttastofu, segir aö fregn þessi sé með öllu tilhæfulaus og uppspuni einn. A Karkoffvígstöðvunum verð- ur rauða hernum vel ágengt, og eru framsveitir Rússa komnar mjög nærri borginni. Herinn sem sækir fram frá Tsúgúeff er kominn hálfa leið- ina þaðan til Karkoff. luoeipoi! m ili l dan efla á noroun Svo sem kunnugt er skipaði ríkisstjórnin sex manna nefnd á s. I. vori til þess að vinna að því að finna vísitölugrundvöll fyrir framleiðsluverði landbúnaðarafurða. Nefnd þessi hefur síð- an unnið að þessu verkefni sínu sleitulaust og er fastlega gert ráð fyrir því, að nefndin múni skila áliti sínu í dag eða á morg- un, en þá er útrunninn frestur sá, er nefndinni var settur. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Þorsteinn Pétursson verkamaður, fulltrúi Alþýðu- sambands íslands, Kr. Guðmund ur Guðmundsson tryggingafræð ingur, fulltrúi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja; Steingrím- ur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri og Sigurjón Sigurðsson bóndi í Raftholti, fulltrúar Bún- aðarfélags íslands; Guðmundur Jónsson forstjóri ' búreikninga- skrifstofu ríkisins og Þorsteinn Þorsteinsson hagstoíustjóri og er hann formaður nefndarinnar. Um verksvið nefndarinnar segir svo í 4. gr. laga um dýrtíð- arráðstafanir, sem samþykkt var á síðasta Alþingi: ,,Skipa skal sex manna nefnd, er finni grundvöll fyrir vísitölu framleiðslukostnaðar landbún- aðarafurða, er fara skal eftir við ákvörðun vei’ðs landbúnaðar- afurða, og hlutfall milli verð-, lags landbúnaðarvara og kaup- gjalds stéttarfélaga, er miðast við það, að heildartekjur þeirra. er vinna að landbúnaði, Verði í sem nánustu samræmi við tekj- ur annarra vinnandi stétta. Skal í því .sambandi tekið tillit til þess verðs, sem fæst fyrir út- fluttar landbúnaðarafui’ðir. Nefndin skal skipuð hagstofu- stjóra, og sé hann formaður nefndarinnar, forstöðumanni bú- reikningaskrifstofu ríkisins, tveim mönnum eftir tilnefningu Framh. á 4. síðu. Á Brjanskvígstöðvunum held- ur sókn sovéthersins áfram, og voru Þjóðvei’jar hraktir þar úr 60 þorpum í gær. Þjóðverjar hafa undanfarna daga skýrt frá geysihörðum á- hlaupum rauða hersins austur af Smolensk, og sagt að Rússar hafi dregið þar saman ógrynni liðs. Þýzka herstjórnin segir að rauði herinn muni vera í þann veginn að hefja sókn er beint sé gegn Smolensk, einni mikil- vægustu virkisborg Þjóðverja á öllum miðvígstöðvunum, og játa að Rússum hafi tekizt að reka fleyg inn í varnarsvæði þýzka hersins. Kröfugöngur í Milano f Milano voru í gær farnar ki’öfugöngur og kröfðust borg- arbúar þess að friður yrði sam- inn tafarlaust. Yörn fasísfaherjanna á Síkiley á þrofum. — Harðar foffárásír á Róm, Mílano og Turin Hersveitir 7. bandaríska liersins tóku í gær bæinn Rand- azza á Sikiley, en hann var ein mikilvægasta varnarstöð fasista- herjanna á eyimi. Er talið að eftir fall borgarinnar geti ekki verið um skipu- lagða mótspyrnu að ræða af hálfu þýzka og ítalska hersins, enda hraða þeir nú mjög brottflutningi hers og hergagna frá Sikiley yfir til meginlands ftalíu. Sprengjuflugvélar Banda- manna gerðu í fyrrinótt geysi- harðar árásir á þrjár helztu borg ir Ítalíu, — Róm, Milano og Tur- m. Brezkar sprengjuflugvélar gerðu í fyrrinótt árásir á Mil- ano og Turin. Var þetta fyrsta stórárásin sem gerð hefur verið á Milano, en þar eru mai’g- Heyðist Hitler til að flytja tierinn trart úr Horegi innan skamms? Sænsku blöðin eru farin að ræða þann möguleika, að Þjóð- verjar muni innan skamms flytja her sinn burtu úr Noregi. NYA DAGLIGT ALLEHANDA bendir á, að með því móti yrði mjög örðugt um varnir gegn Bandamannainnrás í Jótland. og telur það mikið veikleikamerki, ef Hitler neyddist til að flytja herinn frá Noregi. NY TID í Gautaborg telur að brottflutningur þýðk hersins úr Noregi sé hugsanlegúr frá hernaðarsjónarmiði, en það væri svo mikill álitshnekkir fyrir Hitler, að slík ráðstöfun sé varla hugsanleg nema í ’ýtrustu neyð. í ar sfærstu hergagnaverksmiðj- ur ítala. Flugvélarnar sem árásina gerðu komu frá bækistöðvuín í Bretlandi, og flugu þangað aft- ur að árásunum loknum. Aðeins sjö brezkar sprengjuflugvélar fórust í fyrrinótt, en þá voru á- rásir gerðar á Berlín og herstöðv ar í Norður-Frakklandi auk árás anna á ítölsku borgii’nar. Árásin á Róm var gerð af bandarískum flugvélum, og var varpað 500 tonnum sprengna á boi’gina. Þessi árás var gerð um hábjartan dag, og er talið að tjón hafi orðið mjög mikið, og hafi m. a. tvær helztu járn- brautarstöðvar borgarinnar stór skemmst. Bandarísku flugvélarnar komu frá bækistöðvum í Norð- ur-Afríku, og komust allar heim til stöðva sinna. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.