Þjóðviljinn - 14.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1943, Blaðsíða 4
I þJGÐVILJiNN Op bopgtnnf. Næturlæknir er í Læknavarðstöð Beykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður í Laugavegsapóteki. Handknaffleíkstnófíd Víkingur - Ármann 10:1 Handknattleiksraót Ármanns hófst í gær á íþróttavellinum. Fyrst kepptu Víkingur og Ár- mann og vann Víkingur með 10:1 Leiknum milli Fram og Vals varð ekki lokið vegna myrkurs og verður honum lokið í dag kl. 4. — Leikirnir fara fram úti. Mótið heldur áfram á morg- un og lýkur sennilega á mánu- dag. Landbúnaðarvfsitalan Framh. af 1. síðu. Búnaðarfélags íslands, einurn eftir tilnefningu Alþýðusam- bands íslands og einum manni tilnefndum af Bandalagi starfs- manna ríkis og bæjarfelaga. Nú verður nefndin sammála um vísitölu framleiðslukostnað- ar landbúnaðarafurða og hlut- fall milli verðlags á landbúnað- arafurðum og kaupgjaldi stétt- arfélaga, og skal þá verð á land- búnaðarvörum ákveðið í 'sam- ræmi við það, meðan núverandi ófriðarástand helzt. Þó er ríkis- stjórninni heimilt að ákveða lægra verð á einstökum vöruteg undum gegn framlagi úr ríkis- sjóði.» Nefndin skal ljúka störfum og skila áliti til ríkisstjórnarinnar fyrir 15. ágúst 1943“. Eins og framanritað ber með sér verður nefndin að skila sam- hljóða áliti til þess að niðurstöð- ur hennar verði gildandi um verð á landbúnaðarafurðum. Engu skal um það spáð hvort nefndin verður sammála, en úr því verður skorið í dag eða á morgun. Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur ad Tímarltinu Réffl DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan % Hafnarstræti 16, <xxxxxxxxxxx>ooooo NÝJABtf Fjærlægðin fieillar (Wild Geese Calling) Henry Fonda , Joan Bennett Warran Willam Aukamynd: Innrásin á Sykiley. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang TJABKAJKSðé ^ Sæ-haukurinn (The Sea Hawk) Araerisk stórmynd Erroi Fiv*n Brenda IVIarsfcaU Sýnd ki. 4 — — 9 Bönnuð börnum innan 16 ára S.G.T.~ dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7, sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Avarp fíl þýzku þjódarínnnr Framh. af 3. síðu. þess. Þafi er eina leiöin til að bjarga tilveru, frelsi og heiðri þýzku þjóðarinnar. Þýzka þjóðin þarfnast tafar- lauss friðar og hana þyrstir eft- ir friði. En enginn mun semja frið við Hitler, engmn mun ræða við hann friðarumleitanir. Þess vegna er myndun sannrar þýzkrar ríkisstjórnar brýn nauð syn þjóð vorri. Einungis slík stjórn myndi njóta trausts þjóð- anna í ríkjum þeim, sem eiga í stríði við Þýzkaland. Einungis slík stjórn gæti fært þjóðinni frið. Slík ríkisstjórn verður að vera sterk og hafa nægilegt afl til að afvopna óvini fólksins — Hitler, stuðningsmenn hans og samseka, til að binda endi á grimmdarverkin í eitt skipti fyr ir öll, til að halda strangri reglu og vera verðugur fulltrúi Þýzka lands gagnvart umheiminum. Þessa stjórn er einungis hægt að mynda að undangengnu frels isstríði, er háð sé af þýzku þjóð- inni allri. Hún mun styðjast við herflokka er vilja sameinast til að steypa Hitler. Þessi her, tryggur ættjörðinni og þjóðinni verður að ráða úrslitum. Þessi stjórn verður þegarað láta hætta hernaðaraðgerðum, kalla þýzka herinn heim frá vígstöðvunum og hefja friðarsamninga, um leið og öllum landvinningum væri sleppt. Á þennan hátt mun hún fá frið og tryggja Þýzkalandi jafn rétti við aðrar þjóðir. Einungis þessi stjórn mun skapa Þjóðverj um tækifæri til að láta í ljós réttmætan vilja sinn um friðar- málin, tækifæri til að njóta þess fullveldisféttar að ákveða sjálf- ir ríkismál sín. Markmið vort er frjálst Þýzka land. Það þýðir sterkt lýðræðis- ríki, sem hefur ekkert sameigin- legt við það skipulag, er eyðilagt var, lýðræði, sem mun miskunn arlaust og róttækt halda niðri öllum tilraunum í hvaða mynd sem er til að hefja ný samsæri gegn þjóðinni eða gegn friðnum í Evrópu. Markmið vort er algert afnám allra laga, er byggjast á þjóða- eða kynþáttahatri, allra þeirra laga, er Hitler hefur neytt upp á þýzku þjóðina; afnám allra ráð- stafana gegn frelsi og mannlegri virðingu, er Hitlerstjórnin hefur gert; viðurkenning og aukning á pólitískum réttindum og hags munasigrum verkalýðsins; mál- frelsi, prentfrelsi, félagsfrelsi, skoðana og trúarfrelsi, atvinnu- frelsi; trygging réttar til vinnu og eignar; skilað verði aftur eignum, er hinir fas- istísku valdhafar hafa stolið; eignir þeirra, er ábyrgð bera á styrjöldinni og stríðsgróða- njanna teknar eignarnámi; vöru skipti höfð við aðrar þjóði^, sem eðlilegt skilyrði fyrir velferð þjóðarinnar; allir, er orðið hafa fyrir grimmdaræði nazista skulu látnir lausir og þeim bætt efna- tjón sitt; réttlátur og vægðar- laus dómur gangi yfir þá, sem sekir eru um styrjöldina, stríðs- æsingamennina og hjálparmenn þeirra, alla þá, er steyptu Þýzka landi í glötunina og brenni- merktu það með smánarverk- um, en jafnframt uppgjöf saka fyrir alla þá fylgismenn Hitlers sem iðrast í tíma og ganga í hreyfingu frjálsra Þjóðverja. Yér vitum, að fórnir verða ekki umflúnar, en þær verða þeim mun minni, sem baráttan gegn Hitler verður ákveðnari. Þessar fórnir færðar tilaðbjarga Þýzkalandi, verða þúsund sinn- um minni en hinar skynlausu fórnir er framhald stríðsins krefst. Þýzkir hermenn og liðsforingj ar á öllum vígstöðvum! Þið haf- ið vopn í hönd, látið þau ekki af hendi! Ryðjið djarflega braut- ina til friðar undir stjórn fyrir- liða er láta sér skiljast ábyrgð sín og eru fúsir til að berjast með ykkur gegn Hitler, bautina heim til ættjarðarinnar. Verkamenn í heimalandinu, karlar og konur! Þið eruð f jöld- inn. Margfaldið afl ykkar með samtökum. Myndið baráttuhópa í verksmiðjunum, á járnbrautun um, í vinnubrökkunum, í skól- ufn, hvar sem þið kunnið að vera. Neitið að hlýða Hitler. Lát ið ekki nota ykkur sem samsek Richard Wright: ^ ELDUR OG SKÝ „O — það er ekkert alvarlegt, herra, bara kvef, herra“, sagði Taylor. „Eg ætlaði ekki að ónáða þig, ef þú værir veikur, Dan“. „Það er allt í lagi, herra, mér líður mikið betur núna, herra“. „Já,'þú munt áreiðanlega jafna þig. Það þarf töluvert meira en venjulegt kvef til að leggja að velli gamla stríðs- hesta eins og okkur, ha, Dan?“ Borgarstiórinn hló og veifaði hendinni. „Eg vona að guð gefi mér að lifa nokkur ár enn. herra,“ sagði Taylor. „Þú lítur að minnsta kosti betur út núna,“ sagði borgar- stjórinn. „Heyrðu, Dan, ég þarf að kynna þig Burden lög- reglustjóra. Þetta er Dan, maðurinn, sem ég var að tala um við þig, lögreglustjóri." „Komið þér sælir, herra lögreglustjóri,“ sagði Taylor. Dökkur vindill glóði milli vara Burden. Hann- hreyfði grannvaxinn líkamann og sneri sér að þeim og muldraði: „Hello, boy.“ „Og Dan, þetta er herra Lowe, íorustumaður iðnrekend- anna okkar.“ „Sælir, herra.“ Lowe beygði höfuðið til kveðju með hálflokuðum augum. ..Seztu niður, Dan.“ sagði lögreglustjórinn. „Yessir.“ Taylo,r tyllti sér niður á stól og studdi höndunum létt á hnén. „Þú ert kannske undrandi yfir heimsókn okkar, ha?“ „Yessir, það er ég. En það er mér ánægja ef ég get gert eitthvað fyrir ykkur.“ „Ágætt, ég vissi að þú mundir segja það. Jæja, Dan, við þurfum á aðstoð þinni að haldá. Þú nýtur almenns trausts, og þess vegna komum við til þín.“ „Eg reyni að gera skyldu mína eins og guð býður mér, herra.“ „Þetta er hinn rétti hugsunarhátturýDan.“ Borgarstjór- inn klappaði á hné Taylors. „Ég ætla að vera fullkomlega hreinskilinn við þig, Dan.“ Borgarstjórinn tók upp dökkan vindil. „Fáðu þér einn.“ „Þökk fyrir, herra.“ Taylor stakk vindlinum í vestis- vasann. „Ég ætla að reykja hann eftir matinn, herra.“ Það varð þögn og hvítu mennirnir horfðu á Taylor. „Dan,“ hóf borgarstjórinn máls, „ég myndi ekki tala þannig við hvaða svertingja sem væri. Ég myndi ekki treysta hvaða svertingja sem væri, eins og ég ætla að treysta þér.“ Borgarstíórinn horfði beint á Taylor. „Ég geri það vegna þess að ég hef álit á þér. Ég hef þekkt þig í tuttugu og fimm ár, Dan. Og á þeim tíma vona ég að ég hafi komið heiðarlega fram við þig, ekki rétt?“ Taylor kyngdi munnvatni sínu. „Jú, ég verð að segja að það hefur þú gert, göfugi herra.“ „Herra Lowe og lögreglustjórinn voru á annarri skoð- un,“ sagði borgarstjórinn. „En ég vildi ekki heyra það nefnt. Ég sagði þeim að ég myndi fara mínar leiðir. Ég hugsaði að mínar leiðir myndu reynast betur. Hvað sem öðru líður, Dan, þá höfum við unnið saman á undanförn- um árum og hvers vegna skyldum við ekki geta unnið saman nú. Ég hef aðstoðað þig á margan hátt, Dan. Ég hef oft gert það, þegar aðrir hvítir menn hafa sagt að þú hefðir rangt fyrir þér. En ég er þeirrar skoðunar að manni til framhalds styrjaldarinnar. Beitið öllu ykkar afli, hver á sinn hátt, eftir aðstöðu ykkar 1 þjóðlífinu. '' Baráttan fyrir frjálsu Þýzka- landi krefst hugrekkis, dugnað- ar og viljaþreks. En' fyrst og fremst hugrekkis. Tíminn bíður ekki. Við verðum að hef ja fram- kvæmdir, og það án tafar. Sá sem af ótta, kvíða eða blindri hlýðni heldur áfram að hlýða Hitler, er hugleysingi, er stuðlar að ógæfu Þýzkalands. Sá sem metur frelsi þjóðarinn ar meira en fyrirskipanir og ver lífi stnu til heiðurs þjóð sinni, sýnir hugrekki og hjálpar til að losa þjóð sína við hina hræði- legustu smán. Fyrir þjóð og ættjörð gegn Hitler og hinni glæpsamlegu styrjöld hans! Fyrir tafarlaus- um friði! Fyrir björgun þýzku þjóðarinnar! Fyrir frjálsu og ó- háðu Þýzkalandi. |Undir ávarpið rita meðlimir í>jóð nefndarinnar, þar á meðal Karl Hertz majór frá aðalstöðvum 371. fótgönguliðsherfylkisins, Königsberg; Heinrich Foinan majór, frá 100. Jágerherfylkinu og nokkrir þýzkir stríðsfangar aðrir; þýzku þingmenn- irnir Wilhelm Pieck, Willielm Florin, Walter Ulbricht, E. Hörnle og Martha Arendsee; þýzkir rithöfund- ar, þar á meðal Johannes Becher; verkalýðsleiðtoginn Gustav Sobottka og þýzki æskulýðsleiðtoginn Hans Mahler].

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.