Þjóðviljinn - 17.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.08.1943, Blaðsíða 1
¦"&. árga«gur. Þriðjudagur 17. ágúst 1943. 181. tölublað. Allir norskir liðsforíngjar í Noregi sendir í þýzkar fangabúðir Nazistar myrða lögreglu- # stjórann í Oslo. Þýzki yfirhershöfðinginn í Noregi, von Falkenhurst, hef- ur gefið fyrirskipun um að taka skuli alla liðsforingja úr norska hernum fasta, sem heima eru í Noregi. Hófust handtökurnar í fyrra dag> <*§ verða hinir norsku liðsforingjar fluttir i fanga- búðir í Þýzkalandi. í tilkynningu um handtök- urnar segir Falkenhorst að þetta sé gert samkvæmt bein- um fyrirmælum Hitlers. Fjöidi norskra liósforingja hafi flúiö land til að taka þátt í hern- aði gegn Þjóöverjum og aðrir starfað ólöglega heima fyrir. í Stokkhólmsfregn segir að tekizt hafi að aðvar.a marga norska liösforingja svo þeir hafi komizt undan. Nazistar létu í gær taka af lífi lögreglustjórann i Osló, vegna þess að hann hafði neitað að láta handtaka norskar konur, er ekki vildu hlýða vinnuskyldureglum naz ista. Framhald á 4. síðu. Borgín Karatseff á valdí Rtíssa — Sovéf* her sæfoít aö Karkoff lír þretnur áffum Rauði herinn sækir fram á Brjanskvígstöðvunum á breiðu svæði, hefur tekið borgina Karatseff, á aðal- járnbrautinni að austan, og sótt lengra fram eftir braut- inni, svo framsveitir Rússa eru nú aðeins 25 km. frá Brjansk. Síðastliðinn sólarhring tók rauði herinn 130 bæi og þorp á þessum vígstöðvum. í sókninni suðaustur af Smolensk sótti sovétherinn fram 8—12 km. og tók 30 bæi og þorp. Rauði herinn sækir að Karkoff úr þremur áttum og þrengir stöðugt bilið, er síðasta undanhaldsleið Þjpð- verja liggur um. Þjóðverjar veita harðvítuga mót- spyrnu, en ýmsar ráðstafanir þeirra benda til að þeir telji sér ekki fært að halda borginni lengi úr þessu. Það vekur séi'staka athygli hve mikið Rússum verður á- gengt á Brjanskvígstöðvunum, því mjög örðugt er til sóknar á þeim svæðum sém nú er barizt um. Þar eru þéttir skógar og stór fenjasvæði, sem torvelda notkun skriðdreka og annarra sóknar- tækja nútímahernaðarins. Það er vitað að Þjóðverjar hafa lagt mesta áherzlu á víggirðingar miðvígstöðvanna, enda virðast SfeindðF tiælfir sonnudaaafeFðom sínum li! Pingualla Fyrirkomulagi Þingvallaferðanna verður að breyta tafarlaust Bifreiðastöð Steindórs auglýsti s. 1. sunnudag að eng- ar ferðir yrðu frá stöðinni til Þingvalla á sunnudögum. Þessi ákvörðun hefur konúð sér illa því Steindórsstöðin hefur ein annazt fólksflutningia til Þingvalla. Nýlega var í blö'ðunum deilt allhart á Steindórsstöðina fyrir það, hvernig hún ann- aöist sunnudagsferðirnar til Þingvalla. Sennilegt er aö þessi síð- asta ráöabreytni, sé svar Steindórs við þeim ásökunum. Þjóðviljinn átti í gær tal viö Guðmund Hlíðdal póst- og símamálastjóra um mál þetta og sagði hann að engin stöð væri skyld til þess að halda uppi í'erðum til Þingvalla á sunnudögum, en öllum stöðv- um væri það heimilt. Mun þetta ákvæði hafa verið sett samkvæmt vilja Hreyfils og bifreiðastöðvanna. Kvaöst hann mundi fara íram á þaó við ríkisstjórnina að fá lögunum breytt á næst- imni. því, að áætlunarferðirnar væru ekki að fullu haldnar væru þau, að í fyrsta lagi heföi sætagjaldi verið haldiö niðri og annar akstur borg- aöi sig betur og í ööru lagi hefðu sérleyfishafar veriö af- skiptir við úthlutun bií'reiöa undanfariö. Þingvellir eru einhver vin- sælasti staðurinn hér í ná- grenninu og að mörgu leyti sá staður, er margir eiga auð- veldast með að fara til. Það er því með öllu óþol- andi að áætlunarferðum á sunnudögum sé fyrirvara- laust hætt. Steindór er að vísu í sínum fulla rétti með að hætta sunnudagsferðum, en ekki eykur hann á vinsældir sínar með því að fara þannig að Svör sérleyfishafanna viö | við gamla viðskiptavini sína. báðir hernaðaraðilar hafa gert ráð fyrir því. að þar myndu úr- slitaorusturnar háðar fyrr eða síðar. Orel, Brjansk, Smolensk og önnur helztu íguh/irki Þjóðverja á miðvígstöðvunum hafa af þýzkum herfræðingum verið tal- in ósigrandi, þar til nú, að þýzku áróðursstjórarnir uppgötvuðu snögglega að þýzka hernum var hið mesta hagræði í því að missa Orel, vegna styttingu víg- ! línunnar! Ákafir loftbardagar eru háð- ir daglega, einkum á miðvíg- stöðvunum, og virðast Rússar vera að ná eða hafa náð yfirráð- um í lofti á öllum þeim vígstöðv um í Sovétríkjunum sem nú er barizt á. Amerískur hermaður ræðst á konu í fyrrakvöld réðist amerískur hermaður á konu uppi í Mos- fellssveit og misþyrmdi henni. Konan var á heimleið frá Lámbhaga þegar ráðizt var á hana. Maður hennar sá til ferða hennar og brá þegar við, en her- maðurinn lagð^ þá á flótta. Ameríska lögreglan tók her- manninn fastan um kvöldið. Bruni á Skógarströnd Eldur kom upp í fjárhúsum og hlöðu á Breiðabólstað á Skóg- arströnd s.l. föstudag. Fjárhúsin voru yfir rúml. 200 fjár og bjargaðist lítið annað en þakjárn. Húsin voru öll óvátryggð. Eig- andi þeirra var presturinn á Skógarströnd. Verkamaður slasast Það slys vildi til á Siglu- firði um síðustu helgi að aldr aður verkamaður, Björn Páls son að nafni, féll niður um gat á geymslulofti ríkisverk- smiðjanna og handleggsbrotn aði á báðum handleggjum og fékk heilahristing og skrám- aðist á andliti. Var þetta 6 metra fall og kom hann niður á steingólf Hann var fluttur á sjúkrahús og líður nú eftir atvikum vel. Verzlunarjðfnuðurinn við útlðnd hagstæður m 1,9 millj. kr, Verzluivarjöi'nuðurinn við út- lönri er hagstæður um 1,9 mðlj. kr. fyrir fyrstu 7 mánuði þessa árs. Innflutningurinn hefur num- ið 137,9 millj. kr., en útflutning- urinn 139,8 millj. kr. A sama tíma í fyrra nam inn- flutningurinn 121 millj. kr., en útflutningurinn 121,6 millj. kr. og var þá hagstæður um 0,S millj. kr. Innflutningurinn í júlímánuði s.l. nam nokkuð yfir 17 millj. og útflutningurinn yfir 29 millj. Verzlunarjöfnuðurinn í júlí- mánuði var þá hagstæður um 12 millj. króna. Brezkur og bandarískur her sækir að Hessina Bandatncnn hafa ckkí vídurkcnnf Róm scm óvíggívfa borg Orusturnar um Sikiley eru brátt á enda, segir í brezkri fregn í gækvöld. Bezki áttundi herinn hefur tekið bæinn Taormina á austurströndinni og sækir fram til Messina að sunnan. Að vestan sækir sjöundi bandaríski herinn fram, og hefur umkringt hafnarborgina Milasso á norðurströndinni, og sækir í átt til Messina. tt !** vann „Drcng^ Hið árlega íþróttamót U. M. F. Afturelding í Mosfellssveit og U. M. F. Drengs í Kjós var háð að Bugðubökkum við Laxá í Kjós, síðastliðinn sunnudag, og vann Aftureld- ing með 42 stigum gegn 38. Af einstaklingum fékk Gísli Andrésson úr Dreng flest stig (13). Janus Eiríksson (Á) fékk 12. Úrslit í einstökum greinum mótsins: Kúluvarp: Gísli Andrésson (D) 11,26 m. Alexíus Lúthersson (D) 11,02 Jón Guðmundsson (A) 10,07. Njáll. Guðmundsson (D) 10,46 100 m. hlaup: Janus Eiríksson (A) 11,8 sck Sveinn Guðmundss. (A) 12,3 Jón Guðmundsson (A> 12,3. Gísli Andrésson (Di 12.6 Langstökk: Janus Eiríksson (A) 5,84 m. Framh. á '4. síðu. Fasistaherirnir eru á hröðu undanhaldi, og fara stöðugt fram liðflutningar frá Sikiley yfir I^essinasund til meginlands Italíu. Sprengjuflugvélar Banda manna halda uppi látlausum árásum áskip fasista og hafn- irnar báðum megin sdndsins. Badogliostjórnin hefur lýst Róm óviggirta borg, en stjórnir Bandamanna hafa lýst yfir að það verði e/cki tekið til greina nema gagnkvæmt samkomulag komi til Víkingur vann | Handknattleiksmót Ármanns hélt áfram á sunúudaginn. Úrslit urðu þessi: Valur — Ármann 7:3. Víkingur — Fram 7:2. I gær fóru leikar þannig: Armann — Fram 7:5. Síðan kepptu Víkingur og Valur til úrslita og vann Víking- ur með 6:4 og þar með hand- knattleiksbikar Ármanns í fyrsta sinn. Tvisvar áður hefur verið keppt um bikarinn og vann Val- ur hann í bæði skiptin. Stigatala félaganna varð þann- ig: Víkingur 6 stig, Valur 4 stig, Ármann 2 og Fram 0.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.