Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 1
8. árgaagur. Miðvikudagur 18. ágúst 1943. 182. tölublað. Síh raufla hersins heldor ifrem tagnárásum Þjóðverja hrundið Rauði herinn heldur áíram sókninni á öllum þremur að- alköflum sóknarsvæðisins, og verður vel ágengt þrátt fyrir mjog harða mótspyrnu þýzka hersins. Á Karkoffvígstöðvunum gerðu Þjóðverjar i gær hörð gagnáhlaup með úrvalsliði, en þeim var hrundið og tókst sovéthernum að bæta aðstöðu sína. < Á Brjanskvígstöðvunum sótti rauði herinn í gær fram um 5 km. og tók mörg þorp. Við Spasdemensk, á Smolensk vígstöðvunum, bætti sovéther- inn einnig aðstöðu sína. í bardögunum á mánudag eyðilögöu Rússar 96 þýzka skriðdreka og skutu niður 78 flugvélar. Slliley Dll á ualdl Bandaraama Bandaríkjaher fók Messína í gærmorgun — Brczkí s, herínn hreínsar ausfursfrondína — Sfórskofahríð hafín á stöðvar fasísfa á megínfandí Itafíu Orustunum um Sikiley er lokið og eyjan öll á valdi Bandamanna 38 dögum eftir að innrásin hófst. Bandaríkjaher sótti hratt fram eftir norðurströnd- inni og kom að úthverfum Messina í fyrrakvöld. í gær- morffun héldu liðsveitir Bandaríkjamannainníborgina og var um nær enga mótspyrnu að ræða. Áttundi brezki herinn hreinsaði austurströndina að leifum fasistaherj- anna og hafa herirnir náð saman. Skothríð frá Sikiley á stöðvar fasista á megin- landsströnd ítalíu er þegrar hafin, segir í fregn frá London. Þjóðverjar og ítalir skýrðu frá því í hernaðartilkynningum sínum í gær, að herir þeirra hefðu verið fluttir burt frá Sik- iley. Kefnd til að endurskoða grundvöll vísitolu- útreikningsins verður skipuð einhvern næstu daga Eins og áður hefur verið frá skýrt lofaði ríkisstjórnin að skipa nefnd til þess að endurskoða grundvöll visitöluútreikn- ingsins. Nefnd þessi hefur enn ekki verið skipuð og vegna þess sendi Alþýðusamband fslands eftirfarandi bréf þann 16. þ. m. til rík- isstjórnarinnar: „Almenningsálitið með þjóð vorri hefur lengi verið svo að segja einróma um þaö, að vísitalan væri eigi rétt mynd af hinni raunverulegu dýrtíð í landinu, og að nauð- syn bæri til að grundvöllur vísitöluútreikningsins yrði endurskoðaður. — Vér höfum og verið þeirrar skoðunar, að ei' þessi leiðrétting á" grund- velli vísitölunnar fengist, myndi barátta verkalýðsfélag- anna fyrir hækkun grunn- kaups ekki verða eins brýn og hún er ella. , í samræmi við þetta álit vort ákvaö Verkamannaf éla g- ið Dagsbrún og fleiri sam- bandsfélög vor að segja ekki upp samningum við atvinnu- rekendur aö þessu sinni, eft- ir að' ríkisstjórnin hafði geí'ið loforð um, að skipuö yrði nefnd, til aö endurskoða grundvöll vísitölunnar, ef þingflokkarnir væru því sam- þykkir og vildu tilnefna sinn manninn hver í neí'nd þessa. Með því að allir þingflokk- ar hafa þegar tjáð sig fylgj- andi þessari nefndarskipun, en ríkisstjórnin hinsvegar ekki enn efnt loforó sitt um tilnefningu nefndarinnar, vilj- um vér hérmeö eindregið skora á hæstvirta ríkisstjórn að setja nefnd þessa á stofn hið allra fyrsta, og beita eftir^ föngnm áhrifum sínum í þá átt, aö flokkarnir tilnefni i hana menn í sem beztu sam- ræmi við hagsmuni launþeg- anna. • ' Verði ekki þessi nefnd kom- in á stofn innan tíðar, sér Al- Sprengjuflugvélar Banda- manna halda uppi stöðugum á- rásum á borgir víðsvegar um ítalíu og á skip með ströndum fram, og valda miklu tjóni. Brezkar sprengjuflugvélar réðust í fyrrinótt á Túrin og var sprengjum varpað á hergagna- smiðjur borgarinnar. Loflárás á tlugvelli í Suður- Frakklandi Bandarísk flugvirki gerðu í gær harða árás á flughafnir i Marseillehéraðinu á Suður- Frakkandi, og er það fyrsta loftárásin sem Bandamenn gera á þann hluta Frakklands í tilkynningunni um árás- ir þessar segir aö Þjóöverjar hafi notað flugvellina sem bækistöðvar flugvéla er árásir geröu á skipalestir Banda- manna á Miðjarðarhafi. þýðusambandið ekki annað fært, en að endurskoöa af- stöðu sína til þessa máls, og snúa sér að undirbúningi að almennri grunnkaupshækk- un iaunþega í landinu. Virðingarfyllst f. h. Alþýöusambahds íslands Jón Sigurösson" (sign). Síðdegis sama dag ræddust þeir við forsætisráðherra og Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar. Kvað forsætis- ráðherra ríkisstjórnina á- kveðna í að skipa nefndina einhvern næstu daga. Myndi hún verða skipuð án tilnefn- ingar þingflokkanna, en eftir beztu samvizku af ríkisstjórn- arinnar hálfu. Lagt yrði fyrir nefndina að hafa lokið störf- um eigi síðar en 1. nóvember næst komandi. Bandarískir fallhlífarhermenn að leggja af stað frá Norður-Afriku til SikiJeyjar. — Fallhlífarhermenn svifu til jarðar á Sikiley kvöldið áður en innrásin var gerð og áttu drjúgan bátt í hve vel landgangan tókst. Tékksiesklr verkamenn í fremstu rðð gegn kógunarstjórn nazista DregiO úr framleiðslu SkodaverksmiBianna með vinnusvikum og skemmdarverkum Tékkneskir verkamenn eru í fremstu röðum þeirra er berj- ast gegn þýzku hernámsyfirvöldunum í Tékkóslovakíu, að því er tékkneski þingmaðurinn V. Kopecky skýrir frá í viðtali ivð rússneskt blað. „Það er táknrænt", segir Kopecky, „að tékkneskir verka- menn frá verksmiðjum og öðrum vinnustöðvum eru leiddir á höggstokkinn við hlið tékkneskra hershöfðingja og mennta- manna. Þúsundir tékkneskra verka- manna hafa nazistar tekið aí' lífi í þeirri von að á þann hátt tæk- ist að kæfa samtök tékknesk'u alþýðunnar og hræða hana frá þátttöku í baráttunni fyrir þjóð- frelsi sínu". Kopecky tók Skodaverksmiðj- urnar, er nú starfa sem hluti af Hermann Göring-hringnum sem dæmi um þau miklu vinnusvik, er framin eru í þeim tékknesku verksmiðjum sém vinna fyrir Þjóðverja. „Þó að þýzkir verkamenn séu alstaðar hafðir við hlið tékk- nesku verkamannanna og hver vinnustöð mori af njósnurum og eftirlitsmönnum, hafa Tékkar getað dregið úr framleiðslu verk smiðjanna. Heilar verksmiðju- deildir hafa orðið óstarfhæfar Framhald á 4. síðu. Mannffóníd í H amborg 160 þiís* Sjónarvottur að loftárásunum miklu á Hamborg segir í við- tali við svissneska blaðið „Volks recht" að borgin sé af Þjóðverj- um almennt nefnd „Stalíngrad Þýzkalands". ,,Þegar ég í'ór frá Hamborg var ekki talað um manntjónið af loftárásunum nema í lágum hljóðum. Talið var að 160 þús- und manns hafi farizt, án þess að taldir séu með þeir f jöl- mörgu, er enn liggja grafnir undir húsarústunum. 011 Hamborg er sem eitt slát- urhús". sagði maður þessi að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.