Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. ágúst 1943. líslr oerlr srfn no rllUMnM Erlingur og Alþýðublaðið bða til gervikaup handa sfldarstúlkum % Skamma svo kommúnista fyrir að lækka þetta kaup Stefán Alþýðublaðsritstjóri ætti að auglýsa Kaup- taxta fyrir Dagsbrún svo að hann gæti skammað kommúnista fyrir að lækka taxta hans hátignar i Alþýðublaðið birti í gær eina af sínum alkunnu móðursýkis- greinum, um að „kommúnistafélag“ á Akureyri hafi lækkað kauptaxta síldarstúlkna. Blaðið á hér við Verkakvennafélagið Einingu, sém auglýst hefur taxta fyrir síldarstúlkur, og heldur því fram að félagsleyfar Erlings Friðjónssonar hafi haft samn- ing um hærri laun til síldarstúlkna, en taxti Einingar gerir ráð fyrir. Sannleikurinn um þennan Erlingssamning er: Vísir gerir samkomulag það, sem náðist í sex manna nefnd- inni um grundvöll fyrir land- búnaðarframleiðsluvísitölu og hlutfall milli kaupgjalds og af- urðaverðs landbúnaðarins að umtalsefni í fyrradag. Blaðið lætur að maklegleikum mjög vel yfir að samkomulag skyldi nást og segir í því sam- bandi meðal annars: „Eins og kunnugt er, varð það að lokum eitt aðalatriðið í dýr- tíðarfrumvarpi stjórnarinnar, að skipa skyldi fimm manna nefnd til þess að finna verðvísi- tölu landbúnaðarvara, er byggð- ist á því að bændur fengi svipað fyrir sitt starf og aðrar „vinn- andi“ stéttir. .... Ef út frá því hefði mátt ganga, þegar lögin um þetta voru samþykkt, að nefndarmenn yrði allir sammála og legði fram sameiginlega til- Jögu, þá hefði lagasetningin í vor verið talin stór póltískur sig- ur fyrir ríkisstjórnina. En vegna þess að 99 af hverju hundraði landsbúa töldu alls engar líkur til að samkomulag næðist, var lagasetningin nánast talin beinn ósigur fyrir stjórnina og sumir stjórnmálaleiðtogarnir notuðu þetta til að sýna fram á hversu fánýtar og gagnslausar væri all- ar framkvæmdir og tillögur stjórnarinnar í dýrtíðarmálun- um.“ Ómögulegt er að líta á þessi ummæli Vísis öðru vísi en sem naprasta háð um hæstvirta rík- isstjórn. Væntanlega vita rit- Tekið á móti flutningi til Vest mannaeyja fram til hádegis í dag. E S I A Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir fyrir hádegi í dag. ooooooooooooooooo AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM c>0000000000000000 MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo stjórar Vísis, að það var Alþingi, eða nánar tiltekið f járhagsnefnd ir þess, sem komu með tillög- una um sex manna nefndina, í fullkominni óþökk, svo ekki sé sagt fjandskap ríkisstjórnarinn- ar. Það virðist ástæðulaust af Vísi að vera að nota þetta mál til að gera grín að ríkisstjórninni. Vísir vill Alþingi feigt. Vísir hefur á síðari tímum ekki farið dult með það álit sitt, að Alþingi eigi að hverfa úr sög- unni og stjórnin að fá alræðis- vald. í gær talar hann utan að þessu hugðarmáli sínu með svo- felldum orðum: „Hér í blaðinu var um það rætt fyrir nokkrum dögum, að ríkisstjórnin væri komin miðja vega í dýrtíðarmálunum. En þessi síðustu tíðindi hafa fært hana miklu nær markinu og það svo, að ekki ætti að kallast of- mikil bjartsýni, þótt sagt væri, að nú sæist á vegarenda. Vafa- laust verður þó að gera ráð fyrir að orðaflóð og misvindar á Alþingi komi í veg fyrir það enn um stund. að dýrtíðarmál- in komist í höfn.“ 1. Samninga um laun síldar- stúlkna gerði Erlingur 30. sept. 1942 eftir að allri síldarvinnu var lokið. 2. 13. gr. samnings þessa var þannig: „Samningur þessi gildir til 31. des 1942, en framlengist óbreyttur ef hvorugur aðili ósk- ar breytinga á honum. Eftir að nefndur samningstími er útrunn inn getur hvor aðili um sig sagt lionum upp með eins inánaðar fyrirvara“. 3. Atvinnurekendur sögðu þessum samningi upp í maílok, og er hann því úr sögunni. 4. Ákvæði þessa samnings um kaup í síldarvinnu hafa ætíð verið hrein gerviákvæði, þau giltu aðeins þann tíma, sem eng- in síldarvinna gat komið til greina, og það hefur áreiðanlega engum dottið í hug að unnið yrði samkvæmt þeim. Stefán Pétursson, ritstjóri Alþýðubl. gæti með sama rétti og Erlingur auglýst, að kaup Dagsbrúnar- manna væri 15 kr. á tímann, og skrifað svo langar greinar um að kommúnistar hefðu lækkað kaupið í Dagsbrún frá þessum glæsilega Alþýðuflokkstaxta. Blað sósíalista á Akureyri, Verkamaðurinn hefur fyrir nokkru svarað þessu fjasi Erl- ingss um kaup síldarstúlkna og fer grein Verkamannsins hér á eftir: Halldór Friöjónsson fór á stúfana í síöasta „Alþýöu- manni“ og hellir úr skálum reiöi sinnar yfir stjórn „Ein- ingar“ og ber henni á brýn, aö hún „hafi gert ráö fyrir stórfelldri kauplækkun hjá síldarstúlkunum“ í ágústmán- uöi. Eins og eölilegt er, líöur Halldóri mjög illa út af þess- ari „ráögeröu kauplækkun“ og mun vafalaust ekki láta á sér standa, aö koma í veg fyr- ir þessa „ráögerðu kauplækk- un“, enda hefur hann í hönd- um heilt félag, sem hefur þeg Gjalddagl skatta í dag falla í gjalddaga eftirgreind gjöld fyrir árið 1943: Tekju- og eignarskattur, stríðs- gróðaskattur, verðlækkunarskattur, fasteigna skattur, lestrargjald, lífeyrissjóðsgjald og námsbókagjald. Þá eru fallin í gjalddaga kirkjugjald, utansafnaðarmannagjald og kirkjugarðsgjald fyrir árið 1943. Öllum framangreindum gjöldum er veitt við- taka á tollstjóraskrifstofunni í Hafnarstræti 5, herbergi nr. 1—5, en skrifstofan er opin á virkum dögum kl. 10—12 f. h. og 1—4 e> h. nema á laugardögum aðeins kl. 10—12 f. h. Tollstjórinn í Reykjavík, 14. ágúst 1943. heldur fund fimmtudaginn 19. ágúst kl. 8,30 e. h. á Skólavörðustíg 19 (í nýja fundasalnum). Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Landbúnaðarvísitalan. Málshefjandi: Þorsteinn Pétursson. 3. Onnur mál. Stjómin. ar sett taxta og munu sjálf- sagt allar verkakonur fúsar til aö fylgja Halldóri eftir, ef þaö skyldi í raun og veru vera hans hjartans mál, að taxtL Verkalýösfélagsins hafi veriö settur til annars, en bara sýnast. En það» hefur enn alls ekki bólaö á , aö „VerklýÖsfé- lag Akureyrar“ geri taxta sinn gildandi annarsstaöar . en í ,,Alþýöumanninum“, áem mun fá borgað. úr sjóöum hins dauða félags fyrir birt- ingu á þessum gervitaxta. I staö þess aö reyna að fá hann viöm'kenndan af síldarsaltend um, grípur Halldór til þeirra vinnubragða, sem honum eru tömust, að ljúga einu og ööru í sambandi við þetta mál. Skal ekki rakin hér sú ósann- indaþvæla, en sem dæmi um heiðarlegan málflutning þess- arar mannskepnu, skal vikiö nokkrum oröum aö einni lygi hans í sambandi viö fullyrö- ingar hans um aö „Eining" hafi stofnaö til stórfeldrar kauplækkunar viö, síldarverk- un. Halldór Friðjónsson kemst, meðal annars svo aö oröi í þessari ósannindagrein sinni: „En fyrst skal þess getið, að Siglufjarðartaxtinn er rúm- lcga krónu hærri en taxti Verklýðsfélagsins á hverjum lið“. Eftir að Halldór hefin' staöhæft aö sídartaxtinn á Siglufirði sé rúmlega krónu hærri á hverjum lið en gervi- taxti „VerklýÖsfélagsins“, þá. birtir hann samanburö á taxta Yerklýðsfélagsins og taxta „Einingar“ og er þá vandalaust fyrir lesendur aö fara nærri um, hvað Siglu- , fjarðartaxtinn er, — það er að segja, ef fyrrnefnd fullyrö- ing Halldórs heföi viö rök aö styðjast. Samkvæmt gervi- taxta „Verklýösfélagsins" skal greiöa kr. 4,14 fyrir að kverka og salta hverja tunnu síldar. en samkvæmt taxta „Eining- ! ar“ kr. 3,89. SiglufjarÖartaxt- inn ætti samkvæmt fullyrö- ingu Iialldórs aö vera eitt- hvaö yfir kr. 5,14 fyrir sama verk. Þaö er sannarlega ekki glæsilegur samanburður fyrir „Einingu“, ef allt væri hér meö feldu. En Halldór Friö- jónsson hefur, eins og oftarr tekiö dr. Göbbels sér til fyrir- myndar, þegar hann hefur verið aö skýra frá því, aö rauöi herinn hafi verið gjör- sigraður. Staðreyndimar eru. sem sé allt aðrar en Halldór ber á borö fyrir lesendm' sína. Staðreyndimar eru þær, að síldartaxti „Einingar“ fyrir ákvæðisvinnu er hærri en Siglufjaröartaxtinn. En til frekari glöggvunar fyrir þá, sem þrátt fyrir alla sína þekk ingu á Halldóri, hafa ef til vill álitiö aö eitthvaö væri nú, Framhald á 4. síðu Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda. Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12, sími 2184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.