Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 3
Miövikudagur 18. ágúst 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 Skýrsla un kyndaraverklallið frá stjárn og framkvæmdastjóra síldarverksmiðja ríkisins Æbb Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarajidi greinargerð frá stjóm i síldarverksmiðja ríkisins um kyndaraverkfallið svokallaða Þykir rétt og sjálfsagt að birta hana, svo lesendur blaðsins geti kynnt sér það, sem stjómin telur sig hafa fram að færa sér til afsökunar. Blaðið mun einnig bráðlega birta greinargsrð kyndar- anna og gTein eftir Þórodd Guðmundsson inn málið og geta menn þá séð á hve sterkum rökum árásir borgarablaðanna, Morgunblaðsins, Alþýðublaðsins, Tímans o. s. frv., á kyndar- anan eru reistar. ^lÓÐViyiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur nlþýðu — Sónalutaélokkurinn Ritatjórar: Einar Olgeirsson Sigfós Sigurhjartarson (áb.) í Ritstjórn: Carðastrœíi 17 — Víkingsprent Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (I. hœð) Sími 2184. Vfkingsprent h.f. Garðastraeti 17. I_______________________________ Á landamærum neyt- enda og framleiðenda Sósíalistaflokkurinn hefur fyrstur og ákveðnastur allra flokka sýnt fram á hver nauð- syn það er ‘að bændur og þeir sem vörur þeirra kaupa við sjó- inn eigi vinsamleg og samnings- bundin viðskipti. Á milli þessara tveggja aðila má þriðji aðili ekki komast að, eins og verið hefur, það er báð- um til tjóns. Þessi þriðji aðili í viðskiptum bænda og neytenda við sjóinn hefur Framsóknarflokkurinn verið, og hlutverk hans hefur verið að efla fylgi sitt og tryggja þar með ,,Framsóknaryfirstétt- inni“ í Reykjavík aðstöðu til f jár og valda, afskipti hans af þes's- um viðskiptum hafa hvorki verið framleiðendum né neyt- endum til hagsbóta, nema að svo miklu leyti, sem það hefur getað þjónað höfuðmarkmiðinu, bætíri aðstöðu nokkurra Fram- sóknarmanna til auðs og valda. Með samningum þeim sem þegar hafa tekizt milli fulltrúa bænda og neytenda, hefst nýtt tímabil í viðskiptum þessara að- ila, og nú þegar það tímabil er hafið verður að snúa sér að því, að leysa einskonar landamerkja- deilu, sem Framsóknarflokkur- inn hefur valdið milli nábúanna. Hvar liggja landamærin milli framleiðandans í sveitinni og neytandans við sjóinn? Liggja þau við búðarborðið, þar sem varan er afhent neyt- andanum? Liggja þau þar sem afhent er inn á markaðinn frá bú- um bændanna? Það er með öðrum orðum, eiga neytendur eða framleiðendur að annast dreifingu vörunnar og þá.vinnslu, sem fram fer á henni eftir að hún er komin úr hönd- um hins upphaflega framleið- enda. Framsóknarmenn hafa viljað halda þessum lið viðskiptanna í höndum framleiðenda. Tilgang- urinn með því hefur verið fýrst og fremst sá, að fá aðstöðu til að hafa háttsetta Framsóknar- menn í vellaunuðum stöðum, og gera viðskipti bænda og neyt- enda sem flóknust svo næg væru tilefni til misskilnings og misklíðar. f Nú er það eins ljóst og verða má, að það er fyrst og fremst hagsmunamál neytenda að dreifing og vinnsla vörunnar sé sem allra ódýrust, raunar er þetta einnig hagsmunamál 1 Þareð ýmsar kynjasögur ganga manna á meðal um verkfall það. er kyndarar gerðu hjá ríkisverk- smiðjunum þ. 4. ágúst s.l., telur stjórn ríkisverksmiðjanna rétt að skýra frá máli þessu opinber- lega. Verkalýðsfélagið Þróttur hef- ur með samningi dags. 7. sept. f. á. samið við ríkisverksmiðjurnar um kaup og kjör kyndara, eins og annarra verkamanna, er 'vinna hjá þeim. Segir í samningnum, að öll eftirvinna skuli greidd með 50% viðauka, en helgidaga- vinna með 100% viðauka, og er þar ekkert undanskilið. — Enn- fremur, að verksmiðjurnar tryggi fastráðnum mönnum minnst tveggja mánaða vinnu. Eigi er nánar tiltekið í samningnum, hvort þessi viðauki skuli fund- inn á þann hátt, að bæta honum ofan á tímakaup eða umreikna mánaðarkaup í tímakaup, og greiða hann af því. Þeir, sem hafa hærra mánað- arkaup en venjulegt tímakaup er á mánuði, hafa hag af hinni síð- arnefndu aðferð, en þeir, sem hafa lægra mánaðarkaup, hag af hinni fyrri. Frá því rekstur hófst í sumar, hefur forstjóri ríkisverk smiðjanna fylgt hinni fyrnefndu reglu, svo sem áður hefur tíðk- ast, en greiddi auk þess þróar- mönnum og kyndurum 10% álag ofan á það eftirvinnu- og helgi- I dagakaup, er venjulegum verka- mönnum er greitt: Var þó ekki tekið neitt fram um þetta í samn ingnum, svo sem áður segir. — Þareð þeir menn eru miklu fleiri hjá verksmiðjunum, sem hafa hagnað af þessari aðferð, er aug- ljóst, að framkvæmdastjórinn hefur ekki fylgt henni í ábata- skyni fyrir verksmiðjurnar eða til þess að hafa fé af verkamönn- bænda, að því leyti, að lækkaður dreifingarkostnaður skapar lægra vör'uverð og þar með lík- ur fyrir aukinni neyzlu. Þegar þess er gætt að neytendur eiga stærri og auðsærri hagsmuna að gæta, en bændur þó einnig i samb. við vörudreifingu og vöru vinnslu, verður augljóst að báð- um er hagkvæmast að þessi mál séu í höndum neytendasámtak- anna. Sú skipan ætti því að kom aSt strax á, að neytendur í Reykjavík tækju að sér mjólk- urstöðina og á sama hátt ættu samtök neytenda í öllum kaup- stöðum landsins að fá í sínar hendur dreifingu allra landbún- aðarvara. Bóndinn selur vöruna komna á markaðinn fyrir samn- ingsbundið verð, neytendur fá hana fyrir það verð að viðbætt- um miklum eða litlum dreifing- arkostnaði eftir því hve mikill dugur og hagsýni er ríkjandi í félagsskap þeim. Þannig myndu skapast eðlileg landamerki milli framleiðenda í sveit og neytenda við sjóinn, og um leið sátt og samlyndi milli þessara stétta, sem vissu- lega eiga að vinna saman. um, hinsvegar var þetta óhagT kvæmara fyrir kyndarana, og mun það hafa valdið óánægju þeirra. Verksmiðjustjórninni var þó alls ekki kunnugt um þessa óá- nægju, fyr en 27. júlí, að Þór- oddur Guðmundsson, skrifar bréf f. h. verkamannafélagsins Þrótt- ar, þar sem hann heldur því fram, að láðst hafi að semja um eftirvinnu og helgidagskaup þróarmanna og kyndara, þrátt fyrir þau ákvæði samningsins, að öll eftirvinna skuli greidd með 50% viðauka, og helgidaga- vinna með 100% viðauka. Fór Þ. G. fram á í bréfi þessu, að þró- armönnum yrði greitt sama eftir vinnukaup og vindumönnum, en kyndurum eftirvinnukaup eins og greitt er við skipavinnu í kol- um. Af óviðráðanlegum ástæðum var frestað að taka fullnaðar á- kvörðun um mál þetta þar til 4. ágúst, en þá kom Þóroddur Guð- mundsson, framkvæmdarstjóri Þróttar, á fund verksmiðju- stjórnar. Ræddi stjórnin málið við hann, og lýsti Þóroddur því yjir, aö nœöist ekki samkomulag um máliö, myndi hann leggja til viö stjóm Þróttar, aö því yröi vísaö til Félagsdóms til úrskurð- ar, svo -sem lög mæla jyrir um slíkan ágreining. Áður en þessar nýju kröfur komu fram, munu kyndararnir hafa látið í ljós við starfsmenn verksmiðjanna, aðra en fram- kvæmdastjórann, að rétt væri að reikna umræddan viðauka af mánaðarkaupinu. Þegar fram- kvæmdastjóri frétti af þessu, lét hann í ljós, að mál þetta ætti að takast upp af Þrótti. sem samn- ingsaðila fyrir hönd verka- manna, en stjórn Þróttar hafði, þrátt fyrir þetta, látið málið af- skiptalaust allt þangað\ til 26. júlí, eða daginn áður en Þ. G. skrifaði hið umrædda bréf, en þá hafði hann átt tal við fram- kvæmdastjóra verksmiðjanna í síma. Eftir að Þ. G. fór af fundi verk smiðjustjórnar, hinn 4. ágúst, skrifaði verksm.stjórnin Þrótti bréf, þar sem fallist er á þá uppá stungu Þórodds Guðmundsson- ar, að málið fari til félagsdóms. ef félagið gæti ekki unað við skilning ríkisverksmiðjanna á samningnum. Var verksmiðju- stjórninni þá ekki annað kunn- ugt en að mál þetta myndi, svo sem annar ágrein\ngur, sem upp kann að koma um vinnusamn- inga, leysast á jullkomlega lög- legan og jriðsamlegan hátt. Taldi verksmiöjustj. að Þ. G. hejði tal- að í jullu umboði verkamanna- jélagsins, og þar með verkamann anna, sem jélagið er samnings- ff.ðili jyrir. Þetta var hinn 4. á- gúst síðdegis, en kl. að ganga 7, hinn sama dag, þegar stjórn verk smiðjanna sat enn á fundi um annað málefni, koma þau skila- boð frá vélstjórum í S. R., að kyndarar myndu leggja niður vinnu kl. 9 um kvöldið, ef ekki yrði gengið að kröfu þeirra um að viðauki á eftirvinnu og helgi- dagavinnu yrði sá sami, eins og um skipavinnu við kol væri að ræða samkv. því, er Þóroddur Guðmundsson setti fram í bréfi því, er áður segir. Eftir viðtal það, sem verksm.- stjórn hafði átt við Þ. G. þá fyrir skammri stundu síðan, komu henni þessi skilaboð mjög á ó- vart. Boðaði hún nú nokkra af kyndurunum á fund sinn, ræddi við þá um málið, og hvatti þá til að fara löglegar leiðir, teldu þeir sig misrétti beitta, og skoraði á þá að grípa ekki til neinna óynd- isúrræða, sem bæði gætu stór- skaðað þá sjálfa, allt verkafólk verksmiðjanna og viðskiptamenn þeirra, og stefnt síldarútvegin- um í voða. Þegar í upphaji þessa viðtals lýsti verksmiðjustjórnin sig jilsa til að jallást á þann skilning, er kyndararnir hejðu áður látið í Ijósi við starjsmenn verksmiðj- anna, að vœri hinn rétti á samn- ingunum að greiða þeim við- auka jyrir ejtir- og helgidaga- vinnu ejtir útreiknuðu mánaðar- kaupi, þrátt fyrir að aðrir, sem hefðu hag af að samningurinn væri skilinn öðruvísi fengju við- aukáhn reiknaðann af tíma- kaupi. — Þessu tilboði höjnuðu kyndararnir gjörsamlega, kváð- u>st halda jast við kröjur þær, sem settar höjðu verið jram í bréji Þ. G., j. h. Þróttar, lögðu síðan niður vinnu kl. 9 um kvöld ið og stöðvuðu þar með allan rekstur verksmiðjanna. Verksmiðjustjórnin sneri sér þegar í stað til verkamannafé- lagsins Þróttur, og skoraði á fé- lagið að fá þessu verkfalli aflétt tafarlaust, þar sem menn þessir höfðu verið ráðnir samkv. samn- ingi við félagið, en gæti félagið það ekki, þá útvegaði það aðra gilda Þróttarfélaga, ef kyndar- arnir hefðu ekki tekið upp vinnu fyrir kl. 4 þann 5. ágúst. Var það í fullu samræmi við aðra máls- grein fyrstu greinar samnings- ins við Þrótt, er hljóðar þannig: „Þróttur skuldbindur sig til, ef hörgull er á mönnum til vinnu, að láta verksmiðjurnar hafa forgangsrétt á að fá gilda Þróttarfélaga til vinnu, enda skal stjórn félagsins tilkynnt um að verkamenn vanti“. og við 18. gr. samningsins, sem er svohljóðandi: „Stjórn Þróttar skuldbindur sig til þess að stuðla að því eft- ir mætti, að samningur þessi sé haldinn í öllum greinum af hálfu félagsmanna**. Þá óskaði verksmiðjustjórnin ennfremur eftir því að sitja fund með stjórn Þróttar og trúnaðar- ráði, til þess að ræða málið. — Fundur þessi var haldinn 5. ág. kl. 5, og stóð þrjár klukkustund- ir. Lýsti stjórn Þróttar því þaryj- ir, að verkjall kyndáranna væri Þrótti óviðkomandi, en taldi sig hvorki geta jengið kyndarana ajtur til vinnu né heldur geta út- vegað aðra menn í þeirra stað. Undir umræðum óskaði verk- smiðjustjórnin eftir því að fá skriflega yfirlýsingu stjórnar Þróttar, um að verkfall kyndar- anna væri Þrótti óviðkomandi og gert gegn vilja stjórnarinnar. — Ennfremur óskaði verksmiðju- stjórnin eftir áskorun frá stjórn Þróttar til kyndaranna um að þeir tækju upp vinnu á ný, og létu málið ganga sinn rétta gang lögum samkvæmt, ef þeir vildu ekki fallast á þá skýringu, er. verksmiðjustjórnin bauð þeim kvöldið áður. Fengjust kyndar- arnir ekki til þess að taka upp vinnu, óskaði verksmiðjustjórn- in eftir, að stjórn Þróttar benti á aðra kyndara í þeirra stað eða gæfi samþykki sitt til að verk- smiðjustjórnin réði aðra kynd- ara innan bæjar eða utan. Til þessa kom þó ekki vegna þess, að um kvöldið náðist samkomu- lag. Tilnefndi verksmiðjustjórn- in þá Svein Benediktsson og Þor stein M. Jónsson af sinni hálfu, en Þróttur Gunnar Jóhannsson, formann Þróttar og Pétur Bald- vinsson, kyndara, og varð að samkomulagi, að skýra samning- inn þannig að reikna viðauka á eftirvinnu kyndaranna á tíma- kaup, hlutfallslega hærra heldur en tímakaup algengra verka- manna, sem mánaðarkaup kynd- ara er hærra en mánaðarkaup al- gengra verkamanna. Er þetta 12 aurum hœrra á klst. í grunnkaup jyrir ejtir- og helgidagavinnu, heldur en tilboð það, er verk- smiðjustjórnin gerði kyndurun- um, áður en þeir hóju verkjall- ið, og einum^ eyri hærra á klst. hjá þróarmönnum en áður var greitt. En kyndararnir kröfðust, að eftúvinnukaupið væri reikn- að út eftif grunnkaupi, sem gild- ir við uppskipun á kolum, sem er kr. 3,29 á klukkustund eða 49 aurum hærra á klst., heldur en tímakaup kyndaranna, sem er fundið með því að deila dag- vinnustundum mánaðarins í mán aðarkaup þeirra. Þar með var þessari deilu lok- ið, og vinna hófst á ný í verk- smiðjunum. Sætt þessi er ekki annað en skýring á gildandi samningi, en samningnum sjálj- um hejur % engu verið breytt, en kyndararnir höfðu krafizt skipa- vinnutaxta við uppskipun á kol- um, og gert verkfall, þegar þeir fengu því ekki framgengt. Var verksmiðjustjórnin einhuga um Fralnh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.