Þjóðviljinn - 20.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.08.1943, Blaðsíða 1
8. árgaagur. Föstudagur 20. ágúst 1943. 184. tölublað. HitleF seedir her til italío Harðar árásir Banda- manna á Suðor-ftaiíu Hitler hefur sent allmikið lið til ítalíu, segir í brezkri fregn. Er talið að hér sé um nokkur herfylki að ræða, og benda þess ar hersendingar til þess,- að Þjóð verjar ætli að verjast einhvers- staðar á ítalíu, hvað sem ítalir ákveða. Stórskotalið Bandamanna á Sikiley, brezkar og bandarískar f lugvélar og herskip keppast um að ráðast á hafnarbæi og aðrar herstöðvar á suðurhluta ítalíu. Er almennt gert ráð fyrir að árásir þessar séu undanfari inn- rásar á meginland ítalíu. SflHe raufla hepsins á Karhnlf- og BrlansliDíflstflflouRuiD helflor átran Sovéfhersveífír nálgasf Polfava og Súmí Höðfrelsisnefndin viður- kennd sem frönsk stjórn? í Quebeek standa nú yfir við- xæðufundir Roosevelts, Church- ills og Anthony Edens, og er al- staðar talið, að á fundum þess- um muni verða teknar mikilvæg ar ákvarðanir. í brezkri fregn segir að líklegt sé að þarna verði samþykkt að viðurkenna frönsku þjóðfrelsis- nefndina sem franska ríkis- stjórn,'með því skilyrði að hún boði til kosninga þegar er hún nái völdum á Frakklandi. Rauði herinn sótti fram á Karkoff- og Brjansk- vígstöðvunum síðastliðinn sólarhring, og var þýzki herinn neyddur til að hörfa undan eftir mjög harða bardaga. Á Karkoffvígstöðvunum sótti sovéther fram 5— 12 km. og tók 30 þorp. Fréttastofufregnir segja frá bardögum í norðurúthverfum Karkoff, og vestur og norðvestur af borginni nálgast rauði herinn Poltava og Súmi, en báðar þær borgir hafa mikla hernað- arþýðingu. Á Brjanskvígstöðvunum tók rauði herinn 20 þorp, og sprengjuflugvélar. Rússar gerðu harðar árásir á herstöðvar Þjóð- verja í Brjansk og Roslavl. Þjóðverjar eyðileggja allt það korn er þeir geta á svæðunum er þýzki herinn verður að sleppa vegna sóknar rauða hersins. í nánari fregnum er borizt hafa um bardagana við Smieff, járnbrautarbæinn suðaustur áf Karkoff sem rauði herinn tók í fyrradag, segir að þýzki herinn hafi misst 1100 hermenn í bar- íliiSfiO liÉiiði fuFir EaonMð- i iii Katrín Pálsdóttir og Steinþór Guðmundsson báru fram eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórnar í gær, og var hún samþykkt í einu hljóði: „Bæjarstjórn Reykjavíkur fel ur borgarstjóra að athuga í sam- ráði við skólanefnd og skóla- stjóra Gagnfræðaskóíans í Keykjavík hvort ekki myndi til- tækilegt að fá leigt húsnæði á komandi vetri til að auka hús næði skólans, svo að hægt sé að veita þeim nemendum skólavist sem hennar æskja og uppfylla þau skilyrði, sem reglur skólans heimta." ' s Katrín hafði framsögu fyrir Glaidskrá fyrir heim- æðar hitaveitunnar Gjaldskrá sú fyrir heimæðar hitaveitunnar sem áður hefur verið birt hér í blaðinu, var end anlega samþykkt á fundi bæjar stjórnar í gær. tillögunni. Hún benti á að þessi eini skóli, sem ætti að standa öllum opinn, er lokið hafa fulln- aðarprófi, hefði orðið að auglýsa í vor, að hann gæti ekki tekið við fleiri nemendum, en , þá höfðu sótt, vegna húsnæðisleys- is. Hún kvað upplýst að fjöldi unglinga, sem óskað hefðu að komast í þennan skóla, mundu verða frá að hverfa, ef hann fengi ekki aukið húsrúm fyrir haustið. í þeim f jölda skrifstofu- og verksmiðjubygginga sem ver ið er að reisa hér í bæ, kynni að vera ónotað húsnæði, sem nota mætti í þessu augnamiði, og væri með öllu óafsakanlegt ef þetta væ'ri ekki rannsakað til hins ýtrasta. Borgarstjóri mælti með tillögunni og var hún því næst samþykkt með samhljóða atkvæðum. áttunni um þennan eina bæ, og mikið af hergögnum. Alls misstu Þjóðverjar 89 skriðdreka og 95 flugvélar á austurvígstöðvunum í gær. 80 þúsund Japanar í bandarískum fangabúðum Tíu þúsund Japanar úr fanga búðum víðsvegar um Bandarík- in hafa verið settir í sérstakar fangabúðir vegna þess að þeir hafa Iátið í ljós eindreginn f jand skap gegn Bandaríkjunum. t í stríðsbyrjun voru 100 þús- und Japanar fluttir frá héruð- unum á vesturströnd Bandaríkj anna, og komið fyrir á tíu stöð- um inni í landi. Síðar hafa 17 þúsund þeirra verið látnir laus- ir til þátttöku í styrjaldarstörf- um þjóðarinnar. P-38 Lightning-Bandaríkjaflugvélum skipað upp í Astralíu Afmælishóf Rvíkur A afmælisdegi Reykjavíkur- borgar, 18. þ. m., hélt bæjar- stjórnin veizlu að Hótel Borg fyrir herra ríkisstjóra og fnl hans. Auk ríkisstjórahjónanria voru boðnir til veizlunnar ráðherrar, forseti Alþingis, for- seti hæstaréttar, sendiherrar og sendifulltrúar erlendra ríkja, yfirstjórnandi herliðs- ins hér, formenn stjórnrhála- flokkanna nokkrir embættis- menn ríkisins, bankastjórar Landsbankans, formenn Al- þýðusambandsins, Vinnuveit- endafélagsins og Verzlunar- ráðsins, nokkrir starfsmenn bæjarsins og bæjarfulltrúar. ** Borgarstjóri stýrði veizl- unni, og minntist fósturjarð- arinnar. Porseti bæjarstjórnar talaöi fyrir minni ríkisstjói-ahjón- anna, en ríkisstjóri svaraði og mælti fyrir minna Reykja- víkurborgar. Enn einn norskur ætt- jarðarvinur myrtur Þýzku nazistarnir hafa fram- ið enn eitt morð á norskum ætt- jarðarvini, segir í fregn frá Lon- don. Var Norðmaður einn tekinn af lífi og gefið að sök, að hanit hefði framið verknað er væri skaðlegur atvinnurekstri í land- inu. Er þetta fyrsti Norðmaðurinn sem nazistar myrða síðan þeir lýstu allah Nóreg í hernaðará- stand nú fyrir nokkrum dögum. Tillögur um skemmti- og íþróttasvæði Reykja- víkur samþykktar Bæjarstjórnarfundur sam- þykkti í gær tillögu bæjarráðs um að ætla skemmti- og íþrótta svæði Reykjavíkur land í Laug- ardalnum, einá og undirbúnings nefndin hefur lagt til. Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi Á fundi bæjarstjórnar í gær var kosið í hið nýja fræðslumála fulltrúaembætti. Borgarstjóri ýsti því yfir áður en kosning hófst, að ríkisstjórnin þyrfti að. leggja samþykki sitt á val full- trúa áður en endanlega væri frá málinu'gengið. Kosning féll þannig: K. R. — Akranesítigar — 4:3 Fyrsti leikur, sem háður hef- ur verið hér á svokölluðum gras- velli, fór fram í fyrrakvöld milli Akranesinga og K.R. Leit lengi svo út sem gestirnir mundu sigra og stóðu leikar um hríð 3:1 fyrir þá, en í síðari hálfleik sóttu K.R.-ingar sig og settu 3 mörk í þeim leik, en hinir ekk- ert. Akranesingar sýndu oft tölu- vert góðar tilraunir til samleiks, en þessi alltof mjúki völlur var þeim og raunar báðum óþægi- legur og þarf mikið úthald til að leika á svona grasi eftir að Jónas B. Jónsson fékk 8 at- kvæði, Steinþór Guðmundsson 4 og Hannes M. Þórðarson 3. æft hefur verið á hörðum mal- arvelli, en neyðin hrekur móta- nefndina með leikina þangað vegna vallarleysis. Fljótt á litið virtist leikurinn þungur og seinn, en á svona velli hlýtur betta alltaf að koma fram. K.R.-ingar voru nokkuð ósam- stæðir, sérstaklega í fyrri hálf- leik, en í síðari hálfleik lagað- ist það nokkuð, eftir að Óli (B. kom fram. Akranesingar eiga nokkrum sæmilegum 1. flokks leikmönnum á að skipa, en skort- ir æfingu í knattmeðferð og' auga fyrir staðsetningum, sér- staklega í vörninni. Dómari var Hrólfur Bene- diktsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.