Þjóðviljinn - 20.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 20.. ág.ust 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 pidowsyiHM Útgefandi: Sameiningarflokkui alþýðu — Sósíalntarfokkurinn Ritstjdiar: Einar Olgeir&son Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritatjórn: Garðastrœti 17 — Vfkingsprent Sími 2270. Afgreiðela og auglýsingaskrif- etofa, Austurstrœti 12 (1. hæð) Sími 2184. VÖcingsprent h.f. Garðastraeti 17. Þegar grjótið á Arnar- m þrýtur og útsvðrin fara upp í 100 þúsund í M>fi 'því, feem borgarstjóri hélt ríkisstjórahjónunum og fleiri tignum gestum á 157 ára afmæli borgarinnar, á mið- vikudaginn, sagði ríkisstjóri meðal annars, í skemmtilegri ræðu, tvær eftirfarandi smásög- ur. Það v.ar snemma á þessari öld. Hafnarmálið var á dagskrá. Það var talað um að hefjast handa í fremur smáum stíl, það átti að byggja skjólgarð fram af Batteríinu. Merkur borgari ræddi um þessa hug- mynd. Honum fórust orð eitt- hvað á þessa leið: Það getur nú verið gott og blessað með þenn- an garð, en hvað verður hann langur, og hvar á að taka grjót þegar grjótið þrýtur í Arnar- hólstúni? — Skömmu fyrir síðasta stríð var háð kosningabarátta fyrir bæjarstjórnarkosningar. Deilt var að vanda fast á fráfar- andi bæjarstjórn, og lögð á það megináherzla, að ef hinn gengd- arlausi fjáraustur bæjarstjórn- arinnar yxði ekki stöðvaður gætu útsvörin fyrr en varir far- ið upp í 100 þúsund. — Sennilega brosa margir er' heyra þessar sögur, og segja sem svo: „Miklir dæmalausir kurfar hafa þessir menn verið, og mikið hefur okkur nú farið fram síðan þetta var.“ En eigum við ekki að setja spurningarmerki við þessa stað- hæfingu. Ætli okkur hafi farið svo mikið fram síðan. Eg efast. um að hann hafi verið nokkuð meiri kurfur maðurinn, sem enga leið sá til grjótfanga handa höfninni utan Arnarhóls en beztu borgarar nútímans, og ég efast um að mennirnir sem vissu Reykjavík þann voða bráð astan, að útsvörin færu upp í 100 þús., hafi verið þröngsýnni en gengur og gerist, um Reyk- víkinga úr öllum stéttum þann drottins dag, föstudaginn 20. ágúst 1943. Liðni tíminn átti sín vanda- mál, hvort það var nú hafnar- mál eða eitthvað annað, skipti engu máli. Við sem lítum yfir sögu og lausn þessara vanda- mála, að mörgum árum liðnum, óskum að þau hefðu verið l,eyst fyrr og af meiri stórhug og fram sýni, og satt að segja hættir okkur allt of mikið til að fjasa um mistök og kurfshátt liðna ÞRQTTIR RttsQéri: Frímann Helgason LAU6ADALURINN Fyrir nokkru skilaói nefnd sú áliti, er skipuö var af bæjarstjórn í apríl 1 vetur, til .aö skipuleggja skemmti- og íþróttasvæði í Laugadalnum. Er nefndin sammála um aö nauösyn beri til a.ö tekiö veröi' þar stórt land eöa allt :aö 95 ha. og ákveðui’ tak- mörkun þess í tillögum sín- um til bæjarstjómarinnar. Er staöur þessi ákjósanlegur fyrir margt hvaö. Ekki síst ræktunarskilyröi og heita ■vatnið og góða .þurrkunarmögu- leika. Allir íþróttamenn hljóta aö gleðjast yfir því, ef þetta land fæst til þessara ráðstafana, sem gera verður ráö fyrír. Ailt sem miðar að auknum möguleikum fyrir æskufólkiö til útiveru og íþróttaiökana hlýtur aö vera öllum sem j heilbrigði unna og ekkí sízt íþróttamönnum, sem af áhuga starfa að þessu velferðarmáli, sannarlegt gleðiefni. ÞaÖ er nú kannske af því, aö þörf- in er svo brýn og viö dagltega stríðum við vandræðin, að viö óttumst aö á þessu veröi of mikill seinagangur, og all- ar verklegar framkvæmdir verði svo lengi á leiðinrii. Þótt við íþróttamenn séum þaö nægjusamir aö láta okk- ur nægja eirm völl fyrir allar æfingar í öllum flokkum og flestum vállaríþróttagreinum, og alla keppni 1 öllum flokk- um, þá hljótum við að gera meiri kröfu til grasvalla ten aö sett séu mörk á mosatún, ekki slétt, og kalla þaö síöan aö nú höfum viö í'engiö hina langþráöu grasvelli. Að byrj- aö er aö nota túniö þar inn- frá, stafar af þessum marg- nefndu vallar-vandræöum, og er lausn í neyöinni, sem not- ast má vi'ö, sérstaklega í þessu veöri. í fyrra lá viö borö aö leikir færu fram í Hafnarfiröi af sömu ástæö'- um. Þetta, sem nú hefur gerzt, eöa tillögur nefndar- innar, er aöeins byrjunin, og' einn þátturinn i því að fá þau opnu svæöi sem mögulegt er fyrir leikvelli og skemmti- garöa, sem á undanfömum árum var ekki hirt um sem skyldi, eins og raun ber vitni. Vegna þess hve margt kall- ar aö í þessu efni, svo sem æfingavellir, sundlaugar, leik- vangar (Station), temiisvellir o. fl., er hætt við að þetta komi seint, og þaö jafnvel þó að bærinn veröi ör á fé. Þá vaknar líka önnur spurning: Á hverju á aö byrja og hvar á aö byrja? íþi'óttamenn al- mennt munu vera þeirrar skööunar, að taka beri fyrst þau svæðin, sem næst eru bænum, og foröa þeim frá að lenda sem byggingarlóðir, og að þau séu sem dreiföust um eða kringum bæinn, meö því telja þeir aö yngstu iökend- • unum sé bezt tryggöir mögu- leikar til aö stunda æfingar. Um þetta atriði geta ef til vill orðið skiptar skoðanir, en von- andi er aö íþróttaráöunautur bæjarins ráöi þar mestu um og þaö heillavænlega. Þó aö þessi nefnd hafi leyst verk sitt fljótt af hendi, þá vil ég endurtaka þá skoöun mína, aö þaö sé óheþþilegt aö hafa vallarmálin í höndum margra nefnda, og yfirleitt munu íþróttamenn vera sömu skoö- tímans, illgjörnum mönnum gæti jafnvel flogið í hug, að það væri gert til að breiða yfir mis- tök og kurfshátt líðandi stund- ar. Hvernig er snúist við vanda- málum nútímans? Hvar er stórhugurinn og fram sýnin í húsnæðismálunum? Iivað líður skipulagsmálum bæjarins? Hvað líður ^atvinnumálunum, hvað hefur Reykjavík gert til að tryggja framtíð sína á sviði atvinnumálanna? Allt sem gert hefur verið til að leysa húsnæðisvandamálin er kák eitt og fum. Skipulags- mál borgarinnar eru í þvílíkri óreiðu að fullkomið einsdæmi mun vera. I atvinnumálum örl- ar ekki á fyrirhyggju né fram- sýni. Þetta eru vandamál líð- andi stundar, og það er efamál hvort hægt er að segja leiðtog- um Reykjavíkur það til hróss, að þeir sjái eins langt og hinn ágæti borgari, sem þó hafði hug mvndaflug til að sjá að grjótið í Arnarhólstúni mundi endast skammt til hafnargerða. Einhver kemur og segir: Já, þetta er alveg rétt hjá þér, svona er meirihluti bæjarstjórn- ar. Já, vissulega er meirihluti bæjarstjórnar svona, en ekki aðeins þeir átta menn, sem hann mynda, heldur meirihluti borg- arbúa. Reykvíkinga skortir víð- sýni og stórhug, sjóndeildar- hringur þeirra takmarkast af „grjótinu á Arnarhóli“ og upp hæð útsvaranna. Þessvegna höfum við bæjarstjórnarmeiri- hluta, sem hugsar smátt, þess- vegna eru vandamál líðandi stundar ýmist óleyst eða illa leyst. Endurbœtur á íþróttaveH- ínum og sundlaugunum ViStal við Ben. Jakobsson íþróttaráðunaut bæjarins Fyrir skömmu hitti tíöinda- maöur íþróttasíöunnar aö máli íþróttaráöunaut bæjar- ins, Benedikt Jakobsson, og spuröi hann, hvaö værí að frétta um vallarmálin, hvaö gengi og hvers vænta mætti í því efni. „Eins og þér er kunnugt, hefur veriö unniö aö því aö grafa upp og endurbyggja hlaupabrautina, sem var orö- in nærri ónothæf. Er þessu nú lokiö og hefur hún reynzt vel í þeim mótum, sem haldin hafa verið síöan, og mjög góöir tímar náðst á henni. Þetta var seinlegt verk og gekk því ekki eins vel og æskilegt hefö'i verið, þar sem nauösynlegar vélar voru ekki til, og svo af ýmsum ástæð- um, sem ekki er hægt aö ráöa við nú á tímum.“ HvaÖ hafið’ þiö gert fleii’a? „Það hafa verið smíðuð ýmis áhold og má þar nefna hlaupagrindur, sem ekki hafa veriö til áöur löglegar, enda fáir grindahlauparar. Þá er unniö aö því aö þekja ýmsa hluta og horn, seni miðar aö því aö gera völlinn vistlegri fyrir alla, bæði keppendur og áhorfendur." \ Var ekki meiningin áö lag- færa knattspyrnuvöllinn ? „Jú, en þaö er undir knatt- spyrnumönnunum sjálfum kom- iö, hvenær hægt verður aö byrja á því. Mótin standa enn yí'ir og geta oröiö út septem- ber, og þá má segja að allra veöra sé von úr því, og veröi ekki hægt aö koma verkinu nokkuö vel á veg í haust, þá hlýtur þaö aö tefja æfingar unar. Kom þaö fram á fundi þeim, sem vallarnefnd boðaöi til í vor. Heyrzt hefur aö bráð- lega veröi annar fundur um vallarmálin og þá veröur þetta mál athugaö betur. — Forráðamenn íþróttamálanna í höfuöstáönum veröa áö standa sameinaöir um þaö aö ekkert hlé veröi í sókninni aö forsvaranlegum skilyröum til íþróttaiökana, sem séu í sam- ræmi viö kröfur tímans og eins og þau eru hjá sið- menntuöum þjóöum, og áör- ar þjóöir telja það nokkurn mælikvaröa á menningri sína. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. til mikilla muna næsta vor, og þá mótin einnig.“ Hvað er 1 ráði að gera við völlinn? „Rífa hann allan upp, setja 1 hami rennur, sem eru 20 cm. djúpar og 40 cm. breiöar, meö 10 metra millibili; sam- tals veröa þessar rennur um 1700 m. Ofan á þetta veröur sett gjalllag, síöan kemur annaö fínna efni og síðan hræra af fínu gjalli deigum mó og mold, og verður þáö lag svipaö og á hlaupabraut- inni. Þei(ta er mikið verk og þarf að gerast vel og fljótt.“ Hvað með opnu svæöin, sem þegar hafa veriö tekin úr erföafestu eða veröa tekin. undir velli? „AÖaláherzlan hefur verið' lögö á svæöiö í Laugadalnum og starfar nefnd aö því máli, sem skipuð’ var af bæjar- stjórn. Þótt nefndin hafi ekki gengiö frá endanlegum áætl- unum meö þaö svæöi, þá er gert ráð fyrir aö knattspyrnu- vellir og aði'ir slíkir vellir verð'i byggöir þar, og þaö svo fljótt sem auðið er.“ Á hvaöa mannvirki er gert ráö fyrir aö byrjaö veröi þar innfrá? „Þótt ekkert hafi enn ver- iö samþykkt um þaö, má gera ráö' fyrir aó þaö veröi byrjaö á stórri útilaug meö stökk- pöllum og kennslulaug sér og ef til vill barnalaug. Á sama tíma er líklegt að þurrkun vallanna geti fariö fram. Árangur þessa verks fer aö sjálfsögðu eftir því, hve mikiö fé veröur í þaö lagt, en þörf- in er knýjandi og horfir til stórvandræöa, ef ekki er nú þegar hafizt handa.“ Ei’u væntanleg-ar nokkrar breytingar á gömlu laugim- um eða lagfæringar? „Já, ýmsar lagfærmgar eru nú á prjónunum, og verður þeim sennilega lokaö' um stundarsakir, meöan þær fara i fram. Fyrst er aö nefna hráka rennur, sem lengi heíur þótt vanta tilfimianlega viö’ laug- ina. Þá er ætlunin að setja pússlag í þær, en veggb eru hrjúfir og festir mjög í þeim vatnsgróður. Einnig er verið að smíða viðbótar heita vatnsdreif- ara (,,sturtur“).“ Að endingu vildi ég svo spyrja hvort ekki væri hægt að hafa áhrif á það að setuliðið fengi sérstaka tíma í laugunum, en um þetta hafa komið margar kvart- anir? ' „Ég mun gera það, sem ég get til þess að fá þessu breytt, og þá í svipað horf og er í Sundhöll- inni, en þar sem engir samning- ar hafa verið gerðir, er ómögu- legt að segja, hvernig þessu verður háttað, en það verður auglýst og vonandi verður það um leið og laugarnar verða opn- aðar eftir lagfæringarnar,“ seg- ir ráðunauturinn að lokum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.