Þjóðviljinn - 20.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Or borgtnrd. Næturiæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Harmoníkulög. 20.30 íþróttaþáttur í. S. í. 20.45 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett op. 74, nr. 2, eftir Haydn. 21.00 ,,Úr handraðanum“ (Sigurður Skúlason magister). 21.20 Hljómplötur: a) Cellósónat;) eftir Schubert. b) Píanósónata í b-moll eftir Lizst. c) Fiðlusónata eftir Debussy. Hver er afstaða Alþýðuf lokksins ? Framh. af 2. síðu. stigiö fyrst fram nokkur spor og síöan hratt oftur á bak. Nú hafið þið óafvitandi þrengt svo þetta gamla dans- pláss að nú getið þið ekki nema aðeins tekið fæturna upp á víxl og sagt hægri, vinstri! hægri, vinstri! Eins og þessuiri málum ykk ar- nú er komið teldi ég bezt fyrir ykkur að leysa upp þetta flokksbrot, sem þið þykist vera að berjast fyrir og ganga tafarlaust 1 lið með Sósíalist- um. Eg vona að þið eigið þar flestir heima. Hinir sem ekki vildu fylgja ykkur g'eta þá sennilega fengið inni í „dótinu“ eða „klíkunni“. Nú hefur komið til mála á ,‘æðri stöðum“ að stofna fljótlega til einnar allsherjar „íslands- glímu“ og er óskað eftir að allir íslendingar sem vettlingi geta valdiö taki þátt í henni. Par á að leggja áherzluna á j kraftana — ekki feguröina •— ! og verða víst notuö þar öll hugsanleg , bolabrögð.. Allir verkamenn innan Alþýöusam bands íslands og B. S. B. R. eiga að standa sameinaðir, en á móti þeim verða samein- aðir allir framleiðendur, ríki og bæjarfjélög. Mig langar mikið til aö vita um, hvoru megin Alþýðuflokksleiðtog- amir skipa sér í glímunni verði engin breyting orðin á þeim frá því sem nú er? Eg er andvígur svona illkvittnis- i legu ati innan þjóðfélagsins. I Eg vil lifa og starfa í sátt og samlyndi við alla menn. 12,—8,—’43. .Emjl Tómasson. Pylsuvagnarnir fluttir á horn Pðsthússtrætis og Tryggvagðtu Fyrir þremur mánuðum sam- þykkti bæjarstjórn tillögu frá Guðmundi Ásbjörnssyni og Sig- fúsi Sigurhjartarsyni um að banna starf pylsuvagnanna og átti sú ákvörðun að koma til. NÝJA BÍÓ Fjárhsttuspilarar (Cowboy Serenade) Spennandi „Cowboy“-söngva mynd Gene Aurtrey Smidley Burnett Aukamynd: Flotinn og þjóðin. (Marchal of Time Sýnd ki. 5, 7 og 9. í hjarta og hug (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur með með söng og hljóðfæraslætti. KAY FKANCIS, WALTER HUSTON og söngmærin GLORIA WARREN, BORRAH MINEVITCH LBgtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyr- ir ógreiddum bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða, sem féllu í gjalddaga 1. júlí 1943, á kostnað gjaldenda en á- byrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 19. ágúst 1943. Kristján Kristjánsson. Verið ehki of vongúð um að heita vatnið komi í oktúber! Helgi Hermann Eiríksson, sem eftirlit hefur með hitaveitu vinnunni fyrir bæjarins hönd, benti á það á fundi bæjarstjórn- ar í gær, að blöðin hefðu yfir- leitt skilið bréf það er Höjgaard & Schulz sendu bæjarráði ný- lega þannig, að fullvíst mætti telja að hitaveitan gæti tekið til starfa í október. Helgi kvaðst vilja vekja athygli á að þetta álit verkfræðingsins hefði verið mörgum skilyrðum bundið, og væri ekki víst að þeim yrði öll- um fullnægt. Það væri því holl- ast að vera ekki um of bjart- sýnn, nokkur dráttur gæti orðið á að hitaveitan kæmi. Meistaramót drengja hófst á miðvikudagskvöld. Fór það vel fram og hófst stundvíslega og allur gangur þess var ,,sam- kvæmt ætlun“, sem er þó nokk- uð óvenjulegt. Urslit urðu þessi: 100 metra hlaup: 1. Finnbj. Þorvaldsson, ÍR, 11,6. 2. Sævar Magnússon, FH, 11,7. 3. Bragi Magnússon, KR, 12,0. 1500 metra hlaup: 1. Óskar Jónsson, KR, 4,26,2. 2. Jóhannes Jónsson, ÍR, 4,29,8. 3. Haraldur Björgvinss., 4,30,4. Hástökk: 1. Svavar Pálsson, KR, 1,6.5. 2. Skúli Norðdahl, Á. 1,55. 3. Magnús Guðm., FM, 1,55. framkvæmda um næstu mánaða mót. Vinir pylsuvagnanna og þeir sem þeim fylgir vildu þó ekki una þessum úrslitum og flutti Jakob Möller tillögu á fundi bæjarstjórnar í gær um að leyfa starf þeirra áfram en flytja þá á „planið“ bak við Ellingsens- verzlun. Þeir Guðmundur og Sig fús báru fram tillögu um að vísa tillögu Jakobs frá með tilvísun til fyrri samþykktar. Sú tillaga var felld og tillaga Jakobs því næst samþykkt. Kringlukast: 1. Bragi Friðriksson, KR, 42,44. 2. Sigurjón Ingason, U. M. F. Hvöt, 34,80. 3. Sveinn Helgason, ÍR, 32,49. Langstökk: 1. Þorkell Jóhanness., EH, 5,84. 2. Halldór Sigurgeirss., Á, 5,81. 3. Finnbj. Þorvaldssorí.JR, 5,70. 110 m. grindahlaup: 1. Finnbj. Þorvaldss., ÍR, 18,8. 2. Magnús Guðm., FH, 19,7. 3. Svavar Pálsson, KR, 20,3. Richard Wright: ^ ELDUR OG SKÝ „Gott og vel, það vitum við því aðeins að reyna á það,“ sagði Bonds djákni. „Já, en þeir munu ekki gefa þér nema eitt tækifæri til þess að reyna á það,“ sagði Smith djákni. „Gott og vel, ég á ekki nema eitt sinn að deyja,“ sagði Bonds djákni. „Eg hugsa að hvíta fólkið verði með,“ sagði Taylor. „Það er hungrað eins og við.... “ „Þú áttar þig einhverntíma!“ sagði Smith djákni. „En hvað ætlarðu að gera, prestur?11 spurði Williams djákni. „Vill safnaðarfólkið fara í kröfugöngu?“, spurði Taylor. „Það segist vilja fara í kröfugöngu!“ „Ágætt, þá fer ég með þeim,“ sagði Taylor lágt. „Þeir skulu ekki þurfa að fara einir.“ Smith djákni baðaði út höndunum og æpti. „Já, þú ætlar í kröfugöngu! En þú ert hræddur við að láta nafnið þitt sjást! Hvers konar forustmaður ert þú? Hvernig stendur á því, ef þú ætlar að haga þér eins og bolsafífl, að þú þorir ekki að segja það við okkur alla? Nei, þú ert ekki maður til þess að segja hver þú ert! Þú vilt koma þér vel við þá rauðu! Þú vilt koma þér vel við djáknana! Þú vilt koma þér vel við alla, en kemur þér ekki vel við neinn!“ „Eg geri það sem ég veit bezt!“, sagði Taylor. „Þá veiztu ekki mikið!“, sagði Smith djákni. „Ef þú hefur eitthvað betra að leggja til málanría, bróð- ir Smith, þá láttu okkur heyra!“ „ÉG SEGI AÐ VIÐ EIGUM EKKI AÐ FARA í KÖFU- GÖNGU!“ „En hvað eigum við að gera?“ „Bíða og vita hvað gerist!“ „Ég er orðinn þreyttur á að bíða,“ sagði Taylor. „Hvers vegna lézt þú þá ekki nafnið þitt standa á flug- miðanum?“ þrumaði Smith. Án þess að bíða eftir svari Taylors jós hann út úr sér: „Ég skal segja þér hvers vegna þú gerðir það ekki! Þú varst hræddur! Þú vildir ekki láta hvíta fólkið vita að þú stæðir að þessari kröfugöngu. Þú vildir láta það halda að þú værir knúinn áfram af öðr- um og gætir engu ráðið um það, sem gerðist! En, prestur, svo sannarlega sem guð er á himnum þá tekst þér ekki að blekkja neinn!“ Taylor stóð á fætur. „Bróðir Smith, ég veit hvað þú ætlar þér! Þú ætlar að reyna að koma mér út úr kirkjunni, en það getur þú ekki! Guð almáttugur hefur kallað mig þangað og þar’ verð ég þar til honum þóknast annað! Þú hyggst að koma mér út, þér tekst það ekki á þennan hátt! Þú hefur ekki rétt fyrir þér og guð veit að þú hefur á röngu að standa! Já, ef fólk mitt fer í kröfugöngu á morgun, þá fer ég með því!“ „Þetta var orð í tíma talað, prestur!“ „Borgarstjórinn okkar skal fá óvænta sjón!“ „Ég kem með prestinum og söfnuðinum!“ „Ég ætla að fara!“ „Og ég líka!“ Tilkynning Vegna fjarvistar Ólafs H. Sveinssosiar verða fastir risnuskammtar til fyrirtækja í undanþáguumdæmi Reykjavíkur ekki af- I greiddir í ágústmánuði. ÁFENGISVERZLUN RÍKISINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.