Þjóðviljinn - 22.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.08.1943, Blaðsíða 1
8. árgaMgur. Sunnudagur 22. ágúst 1943. 186. tölublað. Munið útiskemmtun „Berklavarnar" og „Sjálfs- varnar" að Vífilsstöðum í dag kl. 2. Krístján honungm veítír þýzka sendí herranutn áfaeym Astandið í Danmörku verður stöðugt alvarlegra, og er búizt við að næstu dagar geti orðið afdrifaríkir fyrir dönsku þjóðina. Danska ríkisráðið birti í gær ávarp þar sem skor- að er á þjóðina að gæta ýtrustu varkárni vegna hins mjög alvarlega ástands í landinu. Kristján konungur veitir þýzka sendiherranum, Werner Best, viðtal í dag, og mun ræða við hann þau víðtæku skemmdarverk, er brotizt hafa út í Dan mörku upp á síðkastið. Herlög hafa gengið í gildi í mörgum héruðum Danmerkur. Krafa Þjóðverja um að skemmdarverkamenn verði dæmdir af þýzkum hernaðar- dómstólum mætir mjög eindreg ínni mótsprynu í Danmörku, og er talið að Þjóðverjar geti ekki fengið þeirri kröfu framgengt nema með því að taka alla stjórn landsins í sínar hendur. Japan „gefur" Thailandi brezkar nýlendur Japan og Thailand hafa und- irritaö samning, þar sem Japan- ar afhenda Thailendingum fjög- ur Malajaríkjanna og tvö smá- riki, sem eru hluti af Burma. Öll þessi ríki hafa verið undir stjórn Breta. Hitler, ráðherrar hans og aðrir hjálpar- menn bíða dóms sem stríðsglæpamenn Sókn rauða hcrsíns heldur áfram Prófessor Trainen, einn fremsti lögfræðingur Sovétríkjanna, hefur lýst yfir því, að sovétstjórnin sé ákveðin í að hver mað- ur sem sekur sé um stríðsglæpi gagnvart sovétþjóðunum hljóti verðskuldaða refsingu. Prófessor Trainen skýrið frá helztu flokkum stríðsglæpa- manna, er Sovétríkin mundu draga til ábyrgðar. Þar á meðal væru: Hitler, ráðherrar hans, lægri nazistaforingjar, héraðs- stjórar og hershöfðingjar í hinum herteknu héruðum Sovétríkj- anna er gerzt hefðu sekir í glæpsamlegu athæfi gagnvart íbú- unúm og þýzku auðjöfrarnir og fjármálamennirnir er hjálpað hefðu nazistum. Rauði herinn sótti í gær á- \ þýzkar úrvalssveitir gerðu á fram frá Lebedin í átt til Súmi, og breikkar stöðugt fleyginn inn í yfirráðasvæði þýzka hers- ins milli Súmi og Poltava. Fyrir sunnan Karkoff nálgast Rússar járnbrautina til Krím, og hrundu gagnáhlaupum, er þessum slóðum. Á Brjanskvígstöðvunum bætti rauði herinn aðstöðu sína þrátt fyrir mjög harða mótspyrnu Þjóðverja. A einum stað þessara vígstöðva féllu 800 þýzkir her- menn í gær. Hernám Suður-ítalíu — samvinna við Balkan- þjóðirnar Ef Bandamannaherirnir her- taka Suður-ítalíu, geta þeir haf- ið beina samvinnu við Balkan- þ'jóðirnar, er herjast gegn fasist- unum og tengt bönd við Suður- Frakkland, sagði Alexander hers höfðingi í blaðaviðtali í gœr. Upphaflega hefði verið gert j ráð fyrir þriggja mánaða bardög um á Sikiley, sagði hershöfðing- inn, og innrásin hefði gengið framar öllum vonum, þar sem Bandamenn hafi tekið eyjuna á 38 dögum. Alexander loiaði þýzku her- mennina fyrir dugnað, en sagði, að Bandamenn ættu algjöran sig ur vísan. Sænsk matvæli til Grikklands Tvö sænsk mótorskip, er sigla undir merki alþjóða Rauða krossins,- eru komin til Pireus í Grikklandi, með matvœli handa Grikkjum, en í Grikklandi má heíta, að hungursneyð, sé um allt land. Rauði krossinn sér urri úthlut- un matvælanna, og að þau lendi ekki til þýzku og ítölsku setulið- anna. Sænska stjórnin hefur sent nokkur slík skip til Grikklands. Styrkið berklaveikð! Félagið „Berklavörn" í Reykja vík og „Sjálfsvörn" á Vífilsstöð- um efna til sameiginlegrar úti- skemmtunar að Vífilsstöðum, fyrir félaga sína og gesti þeirra, í dag, og hefst hún kl. 2 e. h. Til skemmtunar verður, ræða Guðm. Finnbogason, upplestur Friðfinnur Guðjónsson, einsöng- ur Sigfús Halldórsson, eftirherm u'r Gísli Sigurðsson, fimleikar flokkur KR. handknattleikar flokkur úr KR og fl. Lúðrasveit- in Svanur leikur. Ekki er að efa að félagar fjöl- menna á þessa fyrstu úti- skemmtun félaganna. Aðgangur er ókeypis. Ferðir verða frá B. S. R. kl. 1 e. h. Úr reíkníngum Skípaúfgerðar ríkísins* Hallinn á sípandferðum og im- heioisoæzlu si. f um 5 millj. ít þar af beinn styrkur til olíuhringanna vegna olíuflutninga talsvert á aðra milljón króna Skipaútgerðríkisins hefur nýlega birt reikninga sína fyrir árið 1942. Samkvæmt þessum reikningum hefur ríkissjóður orð- ið að greiða 4,2 millj. kr. í reksturshalla af útgerðinni. Þar af eru 2,6 millj. kr. beinn halli af strandferðum, en 1,6 millj. kr. er halli af landhelgisgæzlu. Landhelgisgæzlan hefur samt að miklu leyti verið falin í flutningum Ægis og Óðins á olíu, fyr- ir olíuhringana. Auk þess greiðir ríkissjóður um 400 þúsund kr. styrk til djúp- og flóabáta. Loks bætist við styrkurinn til Eim- skipafélags íslands vegna strandferðanna, svo baggi ríkissjóðs. af þessum flutningum á vörum og farþegum nemur um fimm milljónum kr. þetta eina ár. — Hér er orðið um svo miklar upp- hæðir að ræða, að ekki má dragast lengur að láta fara frám gagngerða endurskoðun á því, hvérnig þessum flutningum verði bezt fyrir komið í framtíðinni. Reksturshalli hinna einstöku skipa. Reksturshallinn skiptist þann- ig niður á skipin: „Esja" 225,815 kr., „Súðin" 1.105.980 kr., „Ægir" 772.292 kr., „Þór" 477.135 kr., „Óðinn" 304.815 kr„ „Sæbjörg" 272.235 kr., „Helga" 114.234 kr. Sé þessum halla skipt niður á vöruflutninga, ásamt hallan- um af ýmsum leigubátum, hefur hallinn á flutning á hverju tonni numið: Með „Esju" 95 kr„ „Súðinni" 127 kr„ „Þór" 205 kr. og ýmsum bátum 113 kr. Sjá allir heilvita menn, að það getur ekki gengið til lengdar, að hægt sé að halda uppi vöru- flutningum með því að greiða með hverju fluttu tonni 205 kr. í halla, þótt fullt flutningsgjald sé greitt, sem hefur hækkað um 200% á landbúnaðarafurðum og 300 % af öllum öðrum vörum frá því fyrir stríð. Umhleðsluvörur með Eimskip. Það er rétt að vekja eftirtekt á því, að stór hluti af vöruflutn- ingi Skipaútgerðarinnar eru um- hleðsluvörur frá útlöndum, sem skip Eimskipafélagsins hafa hlutt hingað. En fyrir þessar vörur fær Skipaútgerðin aðeins hálft gjald miðað við venjulegan strand-. ferðataxta. — Þessir sarrini'ngar hafa staðið um margra ára skeið og er hér um b'einan styrk til Eimskipafélagsins að ræða og væri miklu viðkunnanlegra að sá styrkur yrði greiddur því beint með sérstakri fjárveitingu, ef þess væri talin þörf. Það er að minnsta kosti heldur óvið- feldið, að einkafyrirtæki, sem hefur á fjórðu milljón króna gróða á einu ári, skuli þurfa á þennan hátt að fá fleiri hundr- uð þúsund króna framlag án sér- stakrar 'fjárveitingar. , Hallinn af þessum umhleðslu- vörum hefur aukizt vegna þess að skip Eimskips koma'nú ekki eins víða við á ströndinni eins og fyrir stríð, þar sem nota þarf tíma þeirra til hins ítrasta vegna millilandaflutninganna. Olíuflutningar Skipa- útgerðarinnar. Skip landhelgissjóðs hafa á s.l. ári að nokkru leyti verið not- uð til olíuflutninga fyrir hring- ana. Þannig hefur Ægir nær því ekkert annað gert á árinu en að flytja olíu í geymum sínum úr Hvalfirði og út á land. Flutti hann 1865 tonn, en halli af rekstri skipsins varð eins og áður getur 772 þúsund krónur! Esja flutti 1116 tonn af olíu, en auk þess fluttu Óðinn og Eld- borg 130 tonn. Það er varlega reiknað að halli Skipaútgerðar ríkisins og landhelgisgæzlunnar af þessum olíuflutningum nemi talsvert á aðra milljón krónur! Fyrir þess- ari f járveitingu til olíuhringanna liggur engin samþykkt. Hún er varin með því að verið sé að halda niðri olíuverðinu úti um land, og rétt er það að við ákvörðun útsóluverðs olíu úti um land hefur verðlagseftirlitið byggt á þeim farmgjöldum, sem olííihringarnir hafa orðið að greiða Skipaútgerðinni. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.