Þjóðviljinn - 22.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1943, Blaðsíða 4
þlÓOVILIINN Munið útiskemmtun „Berklavarnar“ og „Sjálfs- vamar“ að Vífilsstöðum í dag kl. 2. Skipaútgerð rfkisins Framhald af 1. síðu. Hér- eiga hlut að. máli auð- félög, ’sem um áratugá skeið hafa safnað stórkostlegum gróða og hafa þegar greitt hluthöfum sínum margfalt verð hlutabréfa í arð. Ef þessi félög geta ekki verzlað með nauðsynjavöru smá útvegsins með skaplegu verði, þá á það að koma til kasta lög- gjafarvaldsins að athuga, hvort styrkja verði þá til þess með milljóna framlögum, eða hvort heppilegra þyki að hið opinbera taki verzlun þessarar vöruteg- undar úr höndum hringanna. Út yfir tekur þó, þegar Skipa- útgerðin er að taka leiguskip eins og Eldborgina til olíúflutn- inga fyrir hringana með stór- halla. Gjaldaliður Jónasar frá Hriflu. Ekki fór„ svo, að Jónas frá Hriflu hafi ekki smápóst í þess- um reikningum Skipaútgerðar- innar. I rekstursreikningi land- helgisgæzlunnar er enn á þessu ári gjaldaliður, sem þar hefur staðið í fjöldamörg ár: Biðlaun til Einars M. Einarssonar fyrrv. skipherra, 25.895.65 kr. Auk þess málskostnaður „vegna Einars M. Einarssonar“ 10 þús. kr. (á að standa „vegna geðsmuna Jónas- ar frá Hriflu"). Sá útgjaldaliður er nú samtals orðinn meiri en kostnaður lúxusvillu hins nýja „foringja framleiðendanna“. T undurduf laeyðingar t Talsverður útgjaldaliður er kostnaður við tundurduflaeyð- ingar. Hefur Skipaútgerðin unn- ið mikið verk í þessu efni og er tala tundurdufla, sem hún hef- ur haft afskipti af nú orðin allt að 1300. Það liggur í augum uppi, að setuliðsstjórninni ber skylda til að greiða þennan kostnað, og hefur blaðið frétt að landhelgis- sjóður muni og gera kröfu um það. * Hér hefur verið stiklað á nokkrum atriðum úr reikning- um Skipaútgerðarinnar. Því skal ekki neitað,' að rekstur þessa fyrirtækis er örðugur og halli eðlilegur vegna skorts á hentugum flutningatækjum, samfara nauðsyn þess að annast flutninga á margar og örðugar hafnir. Og halli á rekstri þess er jafn eðlilegur og styrkur til vegagerða úti um land vegna bílflutninga. Hins vegar er formið á fjár- veitingum fyrirtækisins rangt og þarf gagngerðra breytinga við. NÝJA.aíé WÞ IIAXNASKÉé Knattleikakappinn í hjarta og hug (Rise and Shine). (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur LINDA DARNELL. með söng og hljóðfæraslætti. JACK OAKIE, KAY FKANCIS, MILTON BERLE. WALTER HUSTON GEORGE MURPHY. og' söngmærin GLORIA WARREN, Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 BORRAH MINEVITCH og munnhörpusveit hans. Aðgöngumiðar seldir frá Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. kl. 11 f. h. JAðgöngumiðasala hefst kl 11 Op bopglnnl, Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvördur er þessa viku: í Reykjavíkurapóteki, Sími 1760. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ásta Þorláksdóttir og Svavar Árnason vélstjóri, Hverf- isgötu í)8. Útvarpstíðindi, 23. hefti 5. árg. eru komin út. Flytja þau viðtal við Þór- unni Magnúsdóttur, en síðari hluti skáldsögu hennar: Draumur um Ljósaland, er nú kominn út. Þá er smásaga: Eplið, eftir Elísabet Kyle, Leifur Haralds íslenzkaði. Tvö kvæði eru í heftinu: Káta Víkurmær eða fornar ástir, eftir Jón frá Ljár- skógum og Fornt enskt ástaljóð eft- ir Ben Jonsson, þýtt af Halldóri Kilj.an Laxness. Heftið flytur og Raddir hlustenda, Sindur o fl. t Útvarpið í dag: Sunnudagur 22. ágúst. 11.00 Morguntónleikar (plötur). a) Blásturskvintett í Es-dúr eftir Mozart. b) Lagaflokkur nr. 4 eftir sama. c) Blásturskvintett í Es-dúr eftir Beethovén. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plötur) : a) I persneskum garði eftir Lizu Lehmahn. b) Drengurinn frá Shropshire eftir Butterworth. 19.25 Hljómplötur: a) Vallée d’Obermann eftir Liszt. b) MefistovaL eftir sama. 20.20 Einleikur á píanó: Fantasía í c- moll eftir Mozart (Árni Björnsson). 20.35 Erindi (Friðrik Á. Brekkan rithöf- undur). 21.00 Hljómplötur: Norðurlandasöngvar- ar. 21.15 Upplestur: Kvæði eftir Davíð Ste- fánsson frá Fagraskógi (Jón Norð- fjörð leikari frá Akureyri). 21.35 Hljómplötur: Lög eftir Chopin. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskráriok. Mánudagur 23. ágúst. I9.2£ Hljómplötur: Comedian Harmonists syngja og Iíkja eftir hljóðfærum. 20.30 Þýtt og endursagt (Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á bíó- orgel. 21.00 Um daginn og veginn (Friðfinnur Olafsson viðskiptafræðingur). 21.00 Utvarpshljómsveitin : Islenzk alþýðulög. Einsöngur: Hermann Guðmundsson (tenór) : a) Vor hinzti dagur (Þór- arinn Guðmundsson), b) Vorgyðj- an kemur (Árni Thorsteinsson), c) 1 rökkurró (Björgvin Guðmundsson), d) Móðursorg (Grieg), e) Mens jeg venter (Grieg). Framh. af 3. síöu. Otto Strasser til sósíaldemókrat- anna. Tillagan um að gera Þýzka- land „óskaðlegt“ og refsa því, vekur margar spurningar varð- andi framkvæmd slíkra ráðstaf- ana. Það er ekki mikill meining- armunur um nauðsyn þess að afvopna Þýzkaland, hvort sem það yrði gert á þann hátt að banna því að hafa her eða ein- faldlega með afnámi hinnar al- mennu herþjónustu, eða með þvf að nema brott hergagnaiðnað landsins. Ennfremur hafa komið fram ýmsar tillögur um sundurhlutun Þýzkalands, til dæmis með því að skéra frá Prússland Júnkar- anna eða skipta Þýzkalandi í nokkur sjálfstæð ríki; Bayern, Mecklenburg, Rínarlönd, o. s. frv. Allt þetta vekur að sjálfsögðu umræður um það hvers konar stjórnarhættir eigi að koma í stað Hitlersstjórnar í Þýzkalandi framtíðarinnar, hvort ætti að endurreisa stjórnarskrá Weimar- lýðveldisins og leiðtogum Wei- mar-Þýzkalands skuli trúað fyr- ir stjórn landsins; hvort hægt sé að láta þýzku þjóðinni sjálfri eft ir að úrskurða í því máli, annað hvort að öllu eða nokkuru leyti; hvort ekki mundi rétt,, að setja upp stjórn í Þýzkalandi, sem kæmi í veg fyrir endurreisn Hitl- erismans og hugmyndakerfi ■ hans; hvort það sé nauðsynlegt, að herir Sameinuðu þjóðanna hernemi Þýzkaland, svo að hægt sé að veita þjóðinni nýtt upp- eldi, taka að sér stjórn landsins, en hafa auðvitað samvinnu við andfasistahreyfinguna í Þýzka- landi. Þetta mál, refsing Þýzkalands, vekur svo margvíslegar umræð- ur um skaðabætur handa lönd- um, er orðið hafa fyrir árásum Hitlerssinna, hernámi og land- auðn; skaðabætur í fjárgreiðsl- um eða vörum, en slík ákvæði voru 'mikill þáttur í Versala- samningunum. Margir leggja til, að verk- smiðjur verði fluttar frá Þýzka- landi til landa, sem hernám Þjóð verja hefur lagt í auðn, ekki ein- ungis sem skaðabætur, heldur og til að gera Þýzkalandi ókleift að reisa við hinn ægilega hergagna- iðnað sinn. [Niðurlag í næsta blaði|. Richard Wri»ht: ^ ELDUR OG SKÝ „Guð er ekki með ykkur, þegar þið gerið ekki rétt,“ sagði Smith djákni. „Guð ætlaðist ekki til þess að fólk svelti!“ sagði Bonds djákni. „En hann er ekki með ykkur þegar þið komið af stað vandræðum, blóðsúthellingum og bardögum!“ sagði Smith djákni. „Og hver sá maður, sem kallar sig leiðtoga, út- valinn af guði og lætur fólk sitt gera rangt, er fífl og andi guðs er ekki með honum!“ „Hægan, hægan, bróðir Smith!“ sagði Taylor. „Þú talar hœttuleg orð!“ „Eg segi að hver sá maður, sem fer með fólkið gegn byssum og lögreglu. ,..“ „Það ætlar enginn að fara neitt með okkur!“ sagði Bonds djákni. „Við förum sjálfir!“ sagði Williams djákni. „Ég tek engan þátt í þessuj“ sagði Smith djákni og spratt á fætur. „Ég tek engan þátt í þessu og ég ætla að gera það sem ég get til að hjálpa þjóð minni.“ Það varð hljótt inni. „Hvað átt þú við. bróðir Smith?“ spurði Tavlor. „Ég segi að ég ætli að hjálpa þjóð minni,“ sagði Smith djákni aftur. Taylor gekk til hans. „Ætlar þú að rægja okkur fyrir hvíta fólkinuTý Smith djákni svaraði ekki. „Talaðu, bróðir Smith!“ sagði Taylor. „Segðu okkur hvað þú meinar!“ „Ég meina það sem ég meina,“ sagði Smith djákni, beit saman tönnunum, settist niður, krosslagði hendur og fæt- ur og horfði á auðan vegginn. Taylor kyngdi munnvatni sínu og leit niður. Góður guð, ég veit ekki hvað ég á að gera! Ég vildi að þetta væri búið. . . . Þessi svertingi ætlar að rægja okkur. Hann ætlar að rægja okkur til þess að koma sjálfum sér vel við hvíta fólkið. ... „Bi'óðir Smith ..byrjaði Taylor. Hurðin opnaðist og Jimmy kom inn í herbergið. „Heyrðu. pabbi!“ „Hvað viltu, sonur?“ „Það eru einhverjir úti að spyrja eftir þér. Þeir eru í bifreið. Það eru hvítir menn.“ „Afsakið mig, bræður,“ sagði Taylor. „Ég kem strax aftur.“ „Við sitjum hérna og bíðum þangað til þú kemur aftur,“ sagði Smith djákni. Þegar hann kom út sneri hann sér að Jimmy. „Hverjir eru það? Hvers vegna komu þeir ekki inn?“ „Eg veit það ekki, pabbi. Bifreiðin kom hingað einmitt þegar ég ætlaði yfir götuna. Það eru hvítir menn. Þeir sögðu að þú skyldir koma strax út. „Jæja, sonur. Þú ættir að fara og tala við mömmu þína.“ „Hvað er um að vera?“ „Hún er óróleg út af kröfugöngunni.“ „Verður farið í kröfugöngu, pabbi?“ „Ég býst við því.“ „Ætla margir að fara?“ „Ég véit ekki. Ég vona það. En nú ættirðu að fara og tala við mömmu þína.“ „Yessir“. „Sagðir þú drengjunum það sem ég sagði þér?“ „Yessir“.4 Taylor staðnæmdist við útidyrnar og gægðist út gegn um gluggatjöldin. Fyrir utan hliðið var löng, dökkmáluð bif- reið. Hverjir gátu þetta verið? Eitt augnablik datt hon- um i hug að borgarstjórinn hefði komið aftur. En bif- reiðin hans var grá. .. . Hann opnaði hurðina og gekk hægt niður þrepin. Góður guð, kannske ættum við ekki að fara í þessa kröfugöngu eftir allt saman. Það væri hryggilegt ef einhver yrði drepinn á morgun. .. . Hann gekk meðfram beði, sem angaði af blómailmi. Greinar trjánna voru þaktar ryki. Sólin var að ganga undir. Þegar hann kom að bifreiðinni gægðist hvítt andlit út. „Ert þú Taylor?“ ,,Yessir,“ sagði Taylor brosandi. Afturhurðin á bifreiðinni var opnuð og hvíti maðurinn steig út. „Svo þú ert Taylor, ha?“ ,,Yessir,“ svaraði Taylor aftur. Hann brosti enn, en var undrandi. „Get ég gert nokkuð fyrir yður, herra?“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.