Þjóðviljinn - 24.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1943, Blaðsíða 1
- argangur. Þriðjudagur 24. ágúst 1943. 187. töiubiað' Raptoff í ualdi pauffla hepsins Borgín tekín með áhlaupí í gærmorgun % Sovétherína brýzt gegnum varnarlínur Þjóðverja í nýrrí sókn á Míðvígstöðvunum | ,., . rT~i t i-^r bituinofl læfup al sfoFfuin sem iimra i uisiiii I dagskipan til sovéthershöfðingjanna Koneffs, Vat- útíns og Malínovskís, er stjórna rauða hernum á Úkraínu vígstöðvunum, tilkynnti Stalín í gær mesta sigur sum- arsins — Karkoff á valdi rauða hersins. Sovéthersveitir frá gresjuhéruðunum með Vorones-* hersveitir og sveitir suðvesturvígstöð'vanna á hvora hlið, hefur sigrazt á þýzku herjunum í horðum bardögum, og í dag leyst aðra stærstu borg Úkraínu, vora ástkæru Kar- koff, undan oki Hitlersglæpamannanna, með beinu á- hlaupi, segir í dagskipun Stalíns. Maxím Litvinoff, sendiherra Sovétríkjahna í Washington, hef- ur látið af því embætti, en við tekur Andrei Gromko. í Moskvafregn segir, að ráðstöfun þessi og brottkvaðning Maj- skís frá London merki enga breytingu í afstöðu Sovétríkjanna til Bandaríkjanna og Bretlands; ástæðan sé sú, að sovétstjórnin þurfi á að halda heima fyrir þeirri miklu reynslu sem þeir Litvinoff og Majskí hafi aflað sér. Stalín lofar baráttuþrek, kunn áttu og hæfileika rauða hers- ins í bardögunum um borgina, og gefur þeim 10 herfylkjum er þar unnu að, leyfi til að nefna sig framvegis Karkoffherfylkin. Dagskipuninni lýkur með orð unum: Dauða yfir þýzka innrásarher Inn! Þjóðverjar viðurkej^ndu í gær að þeir hefðu misst Karkoff. Rússar hafa brotizt gegnum varnarlínur Þjóðverja í nýrri Framhald á 4. síðu í fregn frá London segir: „Brottkvaðning Maxim Lit- vinoffs frá starfi sínu sem sovétsendiherra í Washington hefur vakið talsverðar áhyggj- ur meðal stjórnmálamanna Bandamanna. Brottkvaðning Litvinoffs var tilkynnt í Moskvaútvarpinu, án þess að neinar ástæður væru gefnar. Litvinoff er í Moskva, fór frá Washington fyrir nokkrum KONRAD NORDAHL, formaður norska verklýðssambandsins: op Ksfpalíir uínnur olæsileflan Hosn- inoasiDHF Af þeim úrslitum, sem þegar eru kunn orðin úr bingkosningunum í Ástral- íu má sjá, að Verkamanna- flokkurinn hefur unnið glæsilegan sigur. Hefur flokkurinn fengið alla þá 19 þingmenn, er kjósa átti til efri deildar þingsins og þar með í fyrsta sinn meirihluta í þeirri deild. Af þingmönnum þeim, er kosnir voru til neðri deild- ar þingsins er talið að Verkamannafl. fái tvo af hverjum þremur. Stjórn Curtins forsætisráð- herra, foringja Verkamanna- flokksins hefur stuðzt við eins at kvæðis meirihluta í ástralska þinginu, og var það utanflokka þingmaður, er úrslitum réði. iih sau m. a. með þvf að koma á samstarfi beggja þjóðanna um þau mál, sem hingað til hafa aðskilið frændþjóðir þessar Nordahl segir frá baráttu norsku verklýðshreyfingarionar gegn nazismanum Konrad Nordahl, formaður norska verklýðssambandsins, er ný- kominn hingað til lands, til þess m. a. að kynna sér verklýðshreyf- ingu fslands, og „athuga muninn á landi, sem engilsaxnesku her- irnir hafa aðsetur í, og landi, sem Þjóðverjar hafa hertekið", — eins og hann komst að orði í viðtali við blaðamenn, sem fram fór í gær í skrifstofu norska blaðafulltrúans, S. A. Friid. Ennfremur voru viðstaddir Guðgeir Jónsson forseti, Björn Bjarnason ritari og Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins og Eggert Þorbjarnarson fulltrúi Dagsbrúnar. Friid kynnti Nordahl fyrir blaðamönnunum og minnti á að þeir hefðu skilið 7. júní 1940 í Tromsö, eftir að hafa verið saman í herferðinni í Noregi. En þá skildu vegir þeirra, Friid fór með konunginum og ríkisstjórninni úr landi, en Konrad Nordahl hélt suður til Oslo, til þess að heyja þá baráttu, sem tekin var nú upp innan landsins, meðan hinir undirbjuggu frelsisstríðið utan frá. Konrad Mathías Nordahl er fæddur 25. sept. 1897 í Laksevág og hefur starfað í norsku verk- lýðshreyfingunni frá æskuárum. Árið 1912 gekk hann í norska Verkamannaflokkinn, 1915 í verklýðsfélag. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í norsku verkalýðshreyfingunni, fyrst framan af sérstaklega í Bergen, þar sem hann 1916—20 var for- ustumaður í æskulýðsfélags- skap sósíalista og 1928—31 fpr- maður í verklýðssambandinu í Bergen. 1931 varð hann formað- ur fyrir „Norsk Jern- og Metal- arbejderforbund" en það er samband járniðnaðarmanna. Ár- ið 1934 varð hann varaformaður norska verklýðssambandsins (Arbeidernes Faglige Lands- organisasjon) og 1939 formaður þess, er Hindahl, er áður gegndi formennskunni, varð ráðherra. Konrad Nordahl tók þátt í styrjöldinni í Noregi og þegar henni lauk á norskri grund að sinni, hélt hann svo sem fyrr var frá sagt til Oslo til þess að taka Framhald á 4. síðu vikum til að g^efa stjórn sinni, skýrslu. Því hafói oft veriö spáö að Litvinoff mundi ekki snúa aftur til Washington. Það eru aðeins nokkrar vikur * síðan ívan Majskí var kvadd- ur heim frá sendiherrastörf- um í London. Bæði Majskí og Litvinoff eru álitnir sendiherr- ar í fremstu röð. í þeirra stað hafa komiö til- tölulega ungir menn úr utan- ríkisþjónustu Sovéfcríkjanna. í embætti Litvinoffs kemur Andrei Gromko,- er verið hef- ur varasendiherra í Washing- ton. Sumir telja að þessi' ráð- stöfun Stalins sé mótmæli Sovétríkjanna gegn drætti af hálfu Bandamanna að mynda nýjar vígstöðvar svo um muni að Rússa dómi, — innrás í Frakkland. Rússar telja að slíkar vígstöðvar myndu binda 50—60 þýzk herfylki sem nú eru á austurvígstöðvunum og gera mögulegt að ljxika stríð- inu á þessu ári". John Price einn af áhrífðmönnum brezku verklýðshreyf- ingarinnðr dvelur tiér nú Blaðafulltrúi Breta, Mac Kensie, kynnti í gær fyrir blaðamönnum John Price, sem er ritari í þeirri deild flutn- ingav ei kamanna sambandsins brezka (Transport and Gene- ral Workers Union), sem fjall- ar um pólitísk og alþjóðleg mál (Political and Internation al Department). Price hefur lengi haft áhuga fyrir verklýðshreyfingu Norð- urlanda, starfað í alþjóðlegu verklýðshreyfingunni, var m. a. í Austurríki þegar verklýðs- uppreisnin varð þar í februar 1934 gegn fasismanum, og' skipulagði hjálparstai*fsemi á Spáni eftir að uppreisn fasista hófst þar 1936. Hefur hr. Price haft mörg trúnaðarstörf á hendi fyrir brezku verklýðs- Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.