Þjóðviljinn - 24.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1943, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINN Markús Ivarsson framkvæmdarstjóri Héðins lézt í gær Markús ívarsson, fram- kvæmdarstjóri Héðins, varð bráðkvaddur í gær. Hann haföi uncíanfarið kennt nokkurs íasleika, en þó sinnt störfum sínum. Markús haföi um langt árabil starfaö viö vélsmiöj- una Héöinn. Hann var vin- sæll maöur og vel látinn. LANDSMÓT I. FLOKKS Fram-ÍR.5:2 Mörgum mun hafa leikið for- vitni á að sjá hvað í. R. gæti, og satt að segja furðaði mig á hvað þeir gátu, til að byrja með eru þeir eins oft í sókn og áður langt um lýður setja þeir tvö mörk, síðar „brenna þeir af“ víti- spyrnu. í liði Framara voru þó góðir menn og sem I. fl. lið er það sterkt, þó er þessi sigur þeirra of stór. Tvö af þessum mörkum, sem í. R. fékk voru svo nefnd klaufamörk, og stafa / sennilega af óvana markmanns- ins í að keppa. En sem sagt í síð- ari hálfleik setur Fram 5 mörk en I. R. ekkert, þó hafa þeir góð tækifæri, en þau eru misnotuð. Fram hafði meira úthald og í síðari hálfleik voru staðsetning- ar í vörninni góðar/en hjá í. R,- ingum aftur slæmar. JOHN PRICE Ahtíl Framh. af 1. síðu. hreyfinguna og hefur enn. Price sagði blaðamönnum frá hinu mikla stai’fi bi’ezku verklýðshreyfingarinnar í stríö inu, skipulagningu vinnuafls- ins og öllum öðrum aðgerö- um verklýðssamtakanna til þess að tryggja þaö að stríö- iö ynnist og hægt væri aö skapa betra lýðræði, betra líf og öruggari framtíð en áður blasti við oss. Sökum þess aö viötaliö við hr. Price fór fram aö loknu ýtarlegu viðtali viö Konrad Nordahl, gafst ekki tími til að' spyrja hann um brezku verklýðshreyfinguna sem æski legt hefði veriö, og gefst ef til vill síöar tækfæri til þess að fi’æöa betur um þaö, sem þessi brezki verklýösleiötogi hefði aö segja íslendingum. BANDARÍKJAMENN TAKA KISKA OG SEGÚNA Bandaríkjamenn hefa tek- ið nú um' helgina tvær af Aleuteyjunum, Ki’ska og Se- gúna. Segir í tilkynninga um töku eyjanna að á annarri þeirra, Segúna, hafi enginn Japani fundizt er Bandaríkja- herinn gekk þar á land. BBSSBÞ NTJA Blé <01 WBþ 'TiASM&mm Knattleikakappinn (Rise and Shine). LINDA DARNELL, JACK OAKIE, MILTON BERLE, GEORGE MURPHY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. í hiarta og hug (Always In My Heai’t) Amerískui’' sjónleikur með söng og hljóðfæraslætti. KAY FKANCIS, WALTER HUSTON og söngmærin GLORÍA WARREN, BORRAH MINEVITCH og muimhörpusveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Norsfe og íslenzfe <* verklýdshreyfíngo Framh. af 1. síðu. upp á ný starfa" sinn, for- mennsku verklýðssambandsins, ef þess væri nokkur kostur. En það var þýzka leynilögreglan — Gestapo — sem tók nú á móti honum. Þrisvar sinnum var hann yfirheyrður, 6 klukkutíma stóð yfirheyrs'lan. Norskir kvisl- ingar tóku hann fastan og 13 vikur sat hann í dýflissum fas- ista. En ótrauður vann hann áfram að starfi því, sem nú varð að vinna á laun, unz ógnaröldin byrjaði í Noregi með því að naz- istar myrtu Viggo Hansteen og Wickström og tóku fjölmarga norska verklýðsleiðtoga hönd- um. Þá var Nordahl gefið til kynna af njósnurum þeim, sem norskir frelsissinnar hafa í her- búðum fjandmannanna, að hann yrði að hverfa á brott, ef hann vildi lífi halda. í október 1941 kom svo Konrad Nordahl til London og hóf starfið þar að skipulagningu norska verka- lýðssambandsins. Sældarlíf á íslandi — skortur í Noregi. Nordahl kvaðst hafa litazt nokkuð um í Reykjavík þá tvo daga, sem hann hefði dvalið hér. Þótti honum sem hér væru alls nægtir og sældarlíf, samanborið við það, sem ríkt hefði, ef naz- istar hefðu náð landinu. Þá hefðu þeir látið greipar sópa um allt nýtilegt, búðir verið tæmdar á skömmum tíma — eins og þeir hefðu gert í Noregi — og síðan, er allt var upp urið, hefðu þeir heimtað fiskinn úr sjónum sér til handa. Sundrungaraðferðir nazista Nordahl lýsti nú pólitískum bardagaaðferðum nazista, er þeir voru að reyna að sundra norsku þjóðinni. Verkamenn reyndu þeir að lokka með víg- orðinu „berjizt gegn auðvald- inu“, en atvinnurekendum i’eyndu þeir að fylkja bak við slagorðið: „Niður með harðstjórn verklýðsf élaganna“. Nazistarnir reyndu að ná tök- um á norsku verklýðshreyfing- unni. Þeir sundruðu henni ekki strax, heldur reyndu að nota sér 7%% launalækkun, sem fram fór í maí 1940, til að skapa and- stöðuhreyfingu, en það mistókst gersamlega. Af 100 þúsund með- limum verklýðsfélaganna tókst aðeins að fá 85 í slíka „andstöðu hreyfingu11 og margir þessara fáu hurfu frá, er þeir áttuðu sig og sitja jafnvel nú í fangabúð- um fyrir heiðarlega þátttöku í frelsisbaráttunni. Norska verkalýðshreyfingin var algerlega einhuga gegn naz- ismanum. Fyrir stríð var með- limum fasistaflokka bannað að vera í verklýðssamtökunum og kvislingar fundust svo fáir inn- an norskrar vei’klýðsstéttar, að telja má þá á fingrum sér. Mót- staða verklýðssambandsins gegn fasismanum var svo sterk, að nazistaböðlarnir og kvislingar þeirra fundu brátt, að þeir gátu þar engu um þokað. Eftir 9. sept ember 1941 tóku kvislingarnir ski’ifstofur verklýðssambandsins með valdi. suma trúnaðarmenn- ina settu þeir í fangelsi, sumir voru drepnir, en nokkrir voru nauðbeygðir til að vera áfram með hótun um að vera skotnir, ef þeir færu frá. Um 20 af 180 trúnaðarmönnum fagfélaganna sitja því eftir enn. Norska verklýðssambandið og áhrif þess Norska verklýðssambandið óx frá 1934 til 1939 úr 180 þúsund meðlimum upp í 358 þúsund. í því voru 35 fagsambönd, sem telja 3800 verklýðsfélög innan vébanda sinna. Með bai’áttu sinni hafði sam- bandið komið á góðri lífsafkomu meðal norsku verkamannanna og munurinn á háum og lágum launum meðal launþegastéttar- innar var í Noregi minni en 1 Svíþjóð og Danmörku, jöfnuður inn innan verklýðsstéttarinnar meiri. Nú eftir kúgun nazismans hefur lífsafkoman versnað um lielming eftir hinuin opinberu skýrslum að dæma, en í raun- inni meir, því margar þær vör- ur, sem opinberar skýrslur reikna með að verkamenn fái, eru ekki til, nema þá á „svört- um markaði“, þar sem tepundið t. d. kostar 1500 kr. Gaf nú Nordahl lýsingu á á- standinu í Noregi, sultarskammt inum, sem fólkið fær, — minnk- andi vinnuafköstum o. s. frv. En norski verkalýðurinn læt- ur engan bilbug á sér finna. Ameríski hermaðurinn sem sést hér á myndinni hafði aldrei komið til íslands áður en hann var sendur hingað sgm hermaður, en þó var einn hlutur í Reykjavík, sem honum var vel kunnugur: Styttan af Leifi heppna. Fyrir 13 árum vann hann að gerð hennar sem aðstoðarmaður Alexanders Sterlings Calders myndhöggvara, en Leifsstyttan er, sem kunnugt er, gjöf til íslands frá Bandaríkjunum á þúsund ára afmæli Alþingis 1930. Þessi ameríski hermaður og myndhöggvari heitir Vincent Cost- ante. Bezt allra stétta mætti hann til hervæðingar, er herör var upp skorin eftir innrásina. Og hat- ramlega berst liann nú innan- lands sem utan. Einu sinni í viku kemur blað norska verk- lýðssambandsins „Fri fagbevæg else“ út á laun síðan í júní 1940. Sleitulaust er barizt gegn naz- ismanum í Noregi sjálfum. Tug- ir þúsunda ungra Norðmanna hafa farið úr landi, til þess að heyja baráttuna erlendis, 20 þús undir dvelja nú í Svíþjóð við nám og vinnu, bíðandi óþreyju- fullir eftir að fá að taka þátt í stríðinu. Norska verklýðssambandið hefur nú skrifstofu í London, það hefur áfram fulltrúa sinn í stjóm Alþjóðasambands verka- lýðsfélaganna — og er það Kon- rad Nordahl. Nordahl svaraði að síðustu nokkrum spurningum blaða- manna. Hann kvað ríkja hina beztu einingu meðal allra góðra Norð manna í frelsisbaráttunni, þótt ómögulegt væri að segja hvað við tæki á eftir, því Norðmenn væru ekki síður fyrir að deila innbyrðis en íslendingar. Að síðustu lagði hann svo á- herzlu á það, er hann svaraði spurningu um framtíðarsam- starf norska og íslenzka verka- lýðsins, að verkalýðshreyfingar beggja landa þyrftu að vinna náið saman eftir þessa styrjöld og að svo miklu leyti, sem þeir megnuðu, að reyna að útrýma þeim hindrunum, sem verið hafa í vegi fyrir nánu samstarfi Norðmanna og íslendinga, en það er einkum harðvítug við- skiptasamkeppni, sem verið hef- ur milli þessara frændþjóða. Yerklýðsstéttir beggja land- anna þurfa að vinna að því sam eiginlega að grundvöllur góðs samstarfs milli þjóðanna geti KARKOFF Framhald af 1. síðu. sókn á Miðvígstöðvunum, fyrir suðvestan Vorosiloffgrad og norðvestan Taganrog. í þriggja daga áköfum bar- dögum á þessum slóðum hefur rauði lierinn sótt framm 30—35 km. og tekið yfir 30 bæi og þorp, þar á meðal mikilvægan járn- brautarbæ 10 km. fyrir vestan Míusfljótið og 70 km. norðvestur áf Taganrog. Með töku þess bæjar er allt járnbrautarsamband rofið milli Taganrog og yf ii’ráðasvæðis Þjóðverja inni í landinu, og hef- ur her Þjóðverja vestur af Voro- siloffgrad nær engar aðrar und- anhaldsleiðir en bílavegi. Samkvæmt fyrirskipun Stal- íns var skotið tuttugu sinnum úr 224 fallbyssum 1 Moskva til að fagna Karkoffsigrinum, og var sigurskothríðinni útvarpað urn öll Sovétríkin. Karkoff er mesta samgöngu- miðstöð í suðurhluta hinna ev- rópsku Sovétríkja, og liggja um hana átta aðaljárnbrautir. Borg- in hefur því gífurlega hernaðar þýðingu, bæði til sóknar og varn ar. • Rauði herinn, sem tók Kar- koff hélt áfram sókninni í gær til vesturs ,og suðvesturs. Þjóðverjar náðu Karkoff í okt óber 1941 og héldu henni 16 mán uði, þar til Rússar tóku hana í febrúar 1942, í lok vetrarsóknar innar, en misstu hana aftur mán uði síðar í gagnsókn Þjóðverja. skapazt, einnig á viðskiptasvið- inu. Yonandi verður heimsókn Konrad Nordahls, þótt liann að þessu sinni komi aðeins í eigin erindum, en án umboðs frá öðr- um, til þess að ryðja brautina fyrir nánu samstarfi norskrar og íslenzkrar verklýðshreyfingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.