Þjóðviljinn - 27.08.1943, Side 1

Þjóðviljinn - 27.08.1943, Side 1
HarOar shriSdrehaorustor aarður og oorlieslor a! Poltaoa Gagnárá&um þýskra úrvalssveífa hrundíð Þýzkir tundurspillar sökka tveimur sænskum fiski- bátum Mjög alvarlegt mál segja Svfar Tveimur sænskum fiski- bátum var sökkt í gær með skothríð frá þremur þýzk- um tundurspillum, skammt frá Danmerkurströnd, seg- ir í sænskri fregn. Sænska stjórnin telur þetta mjög alvarlegt mál, og það langalvarlegasta, er Þjóðverjar hafa gert á hlut Svíþjóðar frá því að „Ulv- en“ var sökkt, segir enn- fremur í fregninni. Svíar hafa mótmæit harð lega þessari árás á friðsama fiskimenn hlutlausrar þjóð ar. 80 fallnir, 150 særðir í barbögunum í Dan- mörku Áttatíu menn hafa látið líf- ið og 150 særzt alvarlega í ó- eirðum þeim, er orðið hafa síðustu 10 dagana í Danmörku að því er tilkynnt var í gær. Verksmiðja í Kaupmanna- höfn er framleiddi vélar fyrir kafbáta, hefur verið sprengd í loft upp. í 'Helsingör á Sjálandi varö' sprenging í 10 þúsund tonna Skipi, og samtímis geröu verka menn verkfall um allan bæ- inn. Kröföust þeir 40% á- hættuþóknunar fyrir alla þá er ynnu í hei'gagnaverksmiöj- um og þeim stööum ööruum, er mest væru í hættu vegna skemmdarverka og loftárása. í fregn frá London segir að atburðirnir í Danmörku séu allt liðir í vandiega gerðri Framhald á 4. síðu. Harðar skriðdrekaárásir eru háðar norður og norð- vestur af Poltava, og hafa Þjóðverjar sent fram úrvals- lið til gagnárása en ekki tekizt að stöðva sókn sovét- hersins. Framsveitir rauða hersins eru nú 30 km. norður af Poltava og aðeins 40 km. frá járnbrautinni milli Pol- tava og Kieff. Með töku bæjarins Senkoff er rauði herinn kom- inn þriðjung leiðarinnar frá Karkoff til Kieff, og er þetta vestasti staður er rauði herinn hefur náð frá því á sumri 1941. í miðnæturtilkynningu frá Moskva segir, að rauði herinn hafi í gær sótt fram 3—5 km. á nokkrum köflum Karkoffvíg- stöðvanna Á Donetsvígstöðvunum tóku Rússar hernaðarlega þýðingar- mikla hæð suðvestur af Vorosi- loffgrad, en sókn rauða hersins á þessum hluta vígstöðvanna er hæg, enda er þarna fyrir eitt sterkasta varnarbelti Þjóðverja á öllum austurvígstöðvunum og er hver bær ramlega víggirtur. Þýzka herstjórnin hefur sent liðsauka til suðurvígstöðvanna, og þýzki flugherinn hefur einn- ig verið aukinn. Þjóðverjar misstu í gær 38 flugvélar og 290 skriðdreka á austúrvígstöðvunum. Þýzkur her tekur við af Rúmenum í Bessarabíu Mikill uggur er í Rúmenum og Búlgörum vegna sóknar Bsrlm iMt oímIbii á Borgarstjóri upplýsti á fundi bæjarráös 1 gær aö' bær- inn ætti nú ráö á þaö miklu byggingarefni, að verkfræö- ingar teldu fært aö hefjast handa meö eitthvaö af fyrir- huguðuum byggingum bæjar- ins. Þær byggingar sem fyrst kæmu til álita væru íbúðar- hús og skólahús fyrir Skild- inganesskólahverfi. Sam- þykkt var aö hefjast þegar rauða hersins á suðurvígstöðv- unum. Þýzkur her hefur tekið við af rúmenska hernum í öllum helztu bæjum Bessarabíu, og er þetta talið merki þess að Þjóðverjar treysti Rúmenum illa er stríðið fer að nálgast Rúmeníu sjálfa. Mountbatten lávarður yfirhershöfðingi Banda- manna í Suöaustur Asíu Louis Mountbatten lávarður hefur verið skipaður yfirhers- höfðingi allra Bandamanna- herjanna í Suðaustur-Asíu.. Kom Mountbatten til Wash- ington í gær til viðræðna við bandaríska hershöfðingja, áð- ur en hann leggur af stað til Indlands. Rannsökn öfengiseitrunar- málsins I Vesbnannaeyjum er nfi lokið Raimsókninni í áfengiseitrunarmálinu í Vestmannaeyjum er nú lokið og munu málsskjölin innan skamms verða afhent til dómsmálaráðuneytisins. Áfengið, sem menn veiktust af var tréspíritus, sem skipverj- ar á „Stakkárfossi“ fundu á reki og fluttu í land með sér. Fjörutíu og átta íbúðir fyrir næsta haust Samþykkt var á fundi bæjarráðs í gær að hefja byggingu tveggja sambygginga á Melunum eftir sömu teikningum og hin nýreistu bæjarhús. handa um byggingu íbúðar- húsanna, og skólans eins fljótt og mögulegt væri. Byggðar verða tvær húsa- samstæöur á Melunum, eftir sömu teikningu og hús þau, sem nú eru nær fullgerö. Veröa þetta því 48 tveggja og þriggja herbergja íbúðir, og er ætlast til að þær veröi full- gerðar næsta haust. ÞaÖ var 24. júlí s. 1. sem skipverjar á „Stakkárfossi“ fundu spíritustunnuna á reki og höfðu hana meö sér til ands. Skipstjóri á ,,Stakkárfossi“ var, Ólafur heitinn Davíösson Brekkustíg 4, Vestmannaeyj- um, sem lézt úr áfengiseitr- uninni, eins og mönnum er kunnugt. AÖrir skipverjar voru þeir Hjörtur Guðnason Ásgarði og Halldór Halldórs- son Helgafellsbraut 23 í Vest- mannaeyjum. Þeir komu sér saman um að skipta áfenginu milli sín. Voru 190 lítrar í tunnunni og tók hver þeirra 52 y2 líter í sinn hlut, en þaö sem eftir var létu þeir vera í tunnunni. Þann 9. þ. m. tóku þeir Framh. á 4. síðu. Þjóðverjar óttuðust innrás í Noreg Skömmu eftir að Bandamenn hófu innrásina á Sikiley lýstu Þjóðverjar yfir hemaðarástandi í Bergen, segir í fregn frá Nor- egi, sem borizt hefur um Stokk- hólm. Voru víða settar upp fall- byssur og þýzkir herverðir fóru um bæinn fram og aftur dag og nótt í þrjá sólarhringa. Ströndin nálægt Bergen ber mjög merki um styrjöldina. Fiskibátar eru varla til lengur. Flestir karlmenn á herskyldu- aldri í Vesturlandshéruðunum eru farnir yfir hafið til Eng- lands og margir verið kvaddir til vinnu við þýzku varnarvirk- in. Það hefur einkum verið gert í Máloyhéraði, á ströndinni milli Bergen og Álesund, þar sem Englendingar og Norðmenn gerðu strandhöggið fyrir hálfu öðru ári. í Bergen setur þvingunar- vinnukvaðningin svip á bæjar- lífið, alstaðar vantar starfsfólk og mörg fyrirtæki hafa orðið að hætta. Konur hafa einnig verið kvaddar til vinnu, meðal ann- ars á pósthúsinu í Bergen og á sporvögnunum. Hefur ríkisstjórnín leyft birtingu trúnaðarskjala? Eða hefur Alþýðuhlaðið stolið þeim Alþýðublaðið hefur birt part úr trúnaðarskjali, sem fjórum þingmönnuúi hefur verið trúað fyrir afriti af sem trúnaðarmáli. Hvaðan kemur blaðinu heimild til þessarar birting- ar? Utanríkismálanefnd hefur ekki leyft það. Stjórnarskrárnefnd hefur ekki leyft það. Hefur ríkisstjórnin leyft birtinguna? Það er ótrúlegt, og því er óskað svars. Varla er hugsanlegt, að St. Jóh. Stefánsson, sem sjálfur er í báðum þessum nefndum og auk þess fyrv. utanríkisráð herra hafi leyft sér að bregð- ast trúnaði með slíkri birt- ingu. Þá er aðeins um það að ræða, að Alþýðublaðið hafi stolið skjölunum og birt. Þetta verður að upplýsast. Það er æskilegt að öll þessi skjöl yrðu birt, en enginn einstaklingur hefur heimild til að gera það upp á eigin spýtur. Slíkt framferði má ekki þola. Fólkðflokkurinn stærsfi rlokkurinn í Færeyjum Úrslit þingkosninganna í Færeyjum urðu þau að Fólka- flokkurinn fékk 12 þingmenn, Sambandsflokkurinn fékk 8 og jafnaöarflokkurinn 5. Fólkaflokkurinn fékk nær Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.