Þjóðviljinn - 27.08.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.08.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. ágúst 1943 Þ J fc> V í L J í N N þðmuni > Utgefandi: f Sameiningarflokkur a£>ýðu — Sénalwtaflokkurinn Rit*tj6rar: Binar Olgeirssoa Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastraeti 17 — Víkingsprent Sfmi 2270. Afgreiðsla og atiglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (I. baeð) Sfmi 2184. Vlkingsprent b.f. GarSastneti 17. r_____________________________ Utbú Dana Það er ekki sennilegt, að marg ir Danir óski að hafa útbú hér á íslandi, né annarsstaðar, þeir munu yfirleitt komnir á það þroskastig, að óska þess eins að fá að ráða skaga sínum og heima eyjum, án þess að hafa íhlutun um málefni annarra þjóða. Hins vegar óska þeir áreiðanlega góðr ar samvinnu við alla nágranna og menningar- og vináttusam- bands við Norðurlandaþjóðiruar allar. Það er því mjög ósennilegt, að það útbú, sem deyjandi stór- danskur hugsunarháttur á hér á íslandi og kallað er Alþýðu- flokkur, starfi í þökk Dana eins og nú er komið. En eftirtektar- vert er það í þessu sambandi, að Alþýðuflokkurinn í Færeyj- um, svo notað sé orðalag Alþýðu blaðsins, virðist leika sama hlut- verk þar, eins og hinn deyjandi Alþýðuflokkur hér, sem al- mennt er kallaður flokkur Stein dórs. Báðir þessir flokkar vinna eftir því sem þeir geta fyrir úr- elt dönsk sjónarmið. Þeir berj- ast fyrir því, hvor í sínu landi, að ekki verði þurrkaðar út minningar eldgamallar danskr- ar kúgunar, sem íslendingar og Færeyingar hafa verið beittir Hvað veldur þessum ósköp- um? Alkunnugt er það, að Al- þýðuflokkurinn hér hefur alla tíð notið stórfelldra fjárhags- styrkja frá danska „Alþýðu- flokknum“. Hefur ef til vill fylgt þessu fé ósk um, að Alþýðuflokk urinn gætti hinna dönsku sjón- armiða í viðskiptum vorum við Dani? Hyggjast Alþýðuflokks- leiðtogarnir að vera, aldrei þessu vant, trúir beinum eða óbeinum loforðum, jafnvel eftir að ætla má, að þeir sem þessi loforð fengu, vildu alls hugar fegnir falla frá þeim?. Eru „Alþýðu- flokkarnir" á íslandi og í Fær- eyjum einskonar útbú frá „Al- þýðuflokknum“ danska? Allt eru þetta spurningar, sem hljóta að koma frarn, þegar at- huguð er hin hliðstæða og furðulega afstaða „Alþýðu- flokksins“ á íslandi og í Færeyj um til sjálfstæðismála þessara þjóða. En hvað sem öllu þessu líður þá er vonandi að afturhaldsöfl- unum í Færeyjum verði engu meira ágengt í skemmdarstarfi þeirra í sjálfstæðisbaráttunm en danska útbúinu hér. Færey- ingar eiga að fá fullt frelsi og sjálfstæði. Allir heiðarlegir ís- lendingar vilja styðja þá til þess. Allir heiðarlegir íslending Eru framsóknartnenn ad veróa vitlausír? Það munu.- vera einhverjar undarlegustu og frekustu tillögur, sem nokkum tíma hafa sézt á prenti, sem Tím- inn gerir í þriðjudagsblaði sínu 24. ágúst. Hann álítur það hvorki meira ’né minna en sjálfsagt að ríkið tryggi öllum bændum sölu á öllum þeim afurðum, sem þeim þókn ast aö setja á markaö, meö því verði sem vísitölunefndin hefur komizt að niöurstöðu um að þeir þyrftu aö fá, — og stimplar það bara einfald- lega sem svik og iagabrot, ef ekki sé tafarlaust fallist á þessa heimtufrekju hans. Þaö er rétt aö gera sér þaö ljóst hvaö þaö er í raun og veru, sem Tíminn er að heimta meö þessu: Hvaöa íslendingur sem er má fara aö framleiöa land- búnaöarafuröir, eins mikiö og hann vill. Hann þarf ekk- ert tillit aö taka til þess hvaða vörur þjóöin þarf eöa getur selt viö kostnaðarveröi erlendis. Hann bara framleið- ir vöruna — og ef þeir ís-. lendingar, sem ekki gerðust 'landbúnaðarvöruframleiðend- ur upp á þessar spýtur, ekki geta eðá. vilja kaupa allar vörur hans, þá á ríkið bara að borga honum þaö fullu veröi, þó það svo yrði aö fleygja þeim eöa selja fyrir lítiö sem ekkert. Slíkt væri sú undarlegasta og vitlausasta „þjóönýting“, sem nokkum- tíma hefði þekkzt, þar sem þjóöin ætti aö kaupa og borga fullu verði vinnuafl allra land búnaöarvöruframleiöenda, án þess aö ráða nokkrum sköp- uðum hlut um hvernig vinnu- afl þeirra er notaö, heldur geti hver einstaklingur unniö aö því, sem honum lízt(!) alveg án tillits til þess hvort vinna hans yröi þjóð1 þeirri að nokkru gagni, sem keypti og borgaöi vimiuafl hans. Slíkar hugmyndir sem þess- ar eru svo fjarstæöukenndar aö það þarf alveg ótrúlega frekju til aö setja þær fram sem framtíðargrundvöll fyrir samstarf vinnandi stéttanna á íslandi, enda geta þær ekki veriö runnar undan rótum bænda, heldur er varpaö fram af stjórnmálabröskurum, > sem einblína á stundarhag og von um aö vinna. bændafylgi með svo ófyrirleitnu lýöskrumi sem þessu. Það. er hverjum manni ljóst að þjóöfélag, sem ætlaöi að framkvæmá svona hugmynd- ir stæöist ekki stundinni leng- ur. Ef landbúnaöarframleiðsl- ar gleðjast yfir þeim sigrum, sem skilnaðarmenn hafa unnið í Færeyjum, og óska, að hið danska útbú þar mætti bíða sem bráðastan ósigur. MEÐ ÞEIM HÆTTI AÐ HVAÐA MAÐUR SEM ER, GETI FRAMLEITT HVAÐA LANDBÚNAÐARAF- URÐIR, SEM HANN VILL, í HVAÐ RÍKUM MÆLI SEM VERA SKAL, — OG SÍÐAN KAUPI RÍKIÐ ALLT SAMAN, ÞÓTT EKKERT NOT SÉ FYRIR ÞAÐ Ætfar Tíminn með slíkri vitskertri heimtu- frekju að reyna að hindra það að bænda- stéttin hafi samstarf við verkalýð og aðrar vinnandi stéttir að Því að tryggja á eðli- legan hátt afkomu þeirra aðila an einsömul væri tryggö á þennan hátt, þá þýddi1 þaö ó- hjákvæmilega að aörir lands- búar myndu flýja atvinnuleysi taprekstur og skattbyrðar viö sjávarsíðuna og leita til þessa eina óasa í eyðimörk kapítal- ismans, — landbúnaöarins — þar sem ríkið tryggði hverj- um manni greiðslu fyrir með- alvinnustund hans, alveg án tillits til þess hvaö um afurð- irnar yrði. Og' afleiöingin yröi' auðvitaö sú aö allir færu að framleiða þessar landbúnáöar- afuröir, sem ríkiö tæki sem, gullsígildi og enginn yröi til aö éta þær eða. borga uppbæt- umar fyrir þær, — nemá bændurnir sjálfir. Það verk, sem landbúnaðar- vísitölunefndin hefur unnið, er að finna út hvað bændur með núverandi framleiðslu- háttum þurfi að fá fyrir af- urðir sínar, til þess að fá að meðaltali svipaða greiðslu fyrir vinnu sína og aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins. Þetta var mikið verk, gott og nauðsynlegt og það gefur hin beztu fyrirheit um samstarf vinnandi stéttanna að sam- komulag skyldi nást um þenn- an grundvöll. l En mesta verkið eftir að búiö er aö finna út hvaö bændur þurfi aö fá, er aö reyna aö tryggja þeim aö þeir raunverulega fái þessi þurft- arlaun sín. Og þaö veröur eðlilega að gerast um leiö og hafizt er handa um aö tryggja öörum vinnandi stéttum líka örugga afkomu. Framsóknarmenn veröa aö gera sér það ljóst, ef þeir ætla aö koma fram sem fulltrúar einhvers hluta. af bændastétt- inni í þessu máli, áö hér er ekki um neitt augnabliksfyr- irbæri aö ræöa, heldur upp- hafið áö skipulegri starfsemi aö því aö tryggja bændastétt- ina gegn kreppum og verö- falli Qg slíkt starf veröur eöli- lega að gerast samtímis því, sem reynt veröur aö tryggja verkamenn, fiskimenn og aör- ar starfandi stéttir gegn at- vinnuleysi og öðrum afleiðing- um kreppna og skipulagsleys- s á framleiöslunni. Sá, sem markar stefnu Tím- ans í þessu máli virðist hugsa sem stríösgróöabraskari, er að eins vill rífa til sín allt, sem krumlur hans fá yfir komizt, — en hugsar ekkert um fram- ÍÖina né þjóðarheildiha. Þessi heimtufrekja og hákröfupóli- tík, þessi krafa um sérréttindi yrir sig, þótt allir aðrir eigi atvinnuleysi yfir höfði sér, er merki um viðurstyggilega stjórnmálaspillngu. Og eigi þessi heimtuírekja áö verða yfirskin fyrir Fram- sókn til aö koma sér undan samstarfi um á) skapa raun- hasft öryggi um afkomu bænda og annarra starfs- stétta, þá er hér á ferðinni svo mikill yfirdrepsskapur aö e; gu tali tekur. Enginn flokk- ur hefur talaV eics mikið am róttækar umbætur eins og Framsókn. Ef hann ætlar svo þegar launþegastéttirnar gera samkomulag vió fuiltrúa bændastéttarinnar um grundv viö útreikning á verði land- búnaðarafuröa, aö skerast úr leik þegar sarrrtart þavf að hoíjast um frarnKvæmd þess- ara róttæku umbóta. þá gerir Framsóknai’flokkurinn sig sek an um slíka hræsni aö ótrú legt er aö hann haldi fylgi bænda meö slíkii stjórnmála- stefnu. Það' er rétt að segja þaö strax eins og þaö er: Það er ekki hægt að tryggja örugga afkomu bændastéttar- innar sem heildar ncma sam- tímis því sem verkamönnum, fiskimönnum og öðrum vsnn- andi stéttum er tryggð af- koma sín — og það veröuv aö- eins gert með samstarfi þeírra al?ra.. Það er hinsvegar sjálfsagt mál að hefjast handa um að ^ryggja strax afkomu þess hluta bændastéttarinnar, sem verst verður úti sakir fátækt- ar, og erfiðra aðstæðna. Þjóð- félagslegt réttlæti krefst þess að fyrst sé hugsað um að tryggja fátækum einyrkja sæmilega afkomu fyrir sig og jölskyldu sína, áður en farið é að skattleggja alþýöu lands ns til sjávar og sveita til að borga stórbændum rokna upp- bætur fyrir að framleiða vöru, sem htt seljanleg væri. Og það mun ekki standa á verka- lýðnum að' starfa að þessari tryggingarstarfsemi, enda væntir hann þess þá um leið að ekki standi á smábændum að vinna með að því að skapa starfsstéttum við sjávarsíðuna örugga afkomu. En hitt má mönnum ekki gleymast að samtímis því, em gerðar væru ráðstafanir út frá sjónarmiði þjóöfélags- réttlætis gagnvart sveitaal- þýðu, þá þarf einnig aö byrja á þeim ráöstöfunum gagn- vart landbúnaöarframleiösl- unni sem nauösynlegar eru fyrir þjóöarbúskapinn út frá sjónarmiði hagsýninnar, — og þær ráöstafanir eru í þessu þjóöfélagi óskyldar þeim, sem fyrr var um getið. Alþingi kemur nú bráölega saman og mun taka öll þessi mál til umræðu og ákvarð- ana. Það er því betri sam- starfs aö vænta sem Fram- sóknarflokkurinn gerir minna af því aö setja fram slíkar firrur heimtufrekjunnar sem nýlega í Tímanum. Verklýðshreyfingin hefur gengið til samstarfs við bænda stéttina með það fyrir augum að taka hið' fyllsta tillit, sem hægt er, til krafna hennar, og vinna með henni að því að skapa öryggi til frambúðar fyr ir allar hinar vinnandi stéttir. Verklýðshreyfingin hefur sýnt það' í verki að hún vill beita aðra sanngirni og sjálf stilla kröfimi sínum í hóf. Hún mim halda áfram sam- starfi við bændastéttina á grundvelli saimgirni og sam- eiginlegra hagsmmia, hvort sem Framsóknarhöfðingjun- um í Reykjavík líkar það bet- ur eða ver. Verklýðshreyfing- ; in vill samstarf að því að i koma hér á öruggu atvinnu- | lífi í stað þess brasks og fall- | veltis, kreppna og atvinnuleys is, sem vér áður höfðum. Verkalýðurinn mun einskis láta ófreistað að koma á sam- starfi með þjóðinni að þessu marki. En takist ekkert slíkt óg þau öfl, sem ekkert vilja nema hver skari eld að sinni köku, fái að ráða og vitstola barátta allra gegn öllum eigi j að ríkja og hver að bera úr býtum eftir því sem hann fær til sín hrifsað, — þá mun verklýðsstétt íslands einnig neyta alls þess afls, sem hún hefufr öðlazt, til að tryggja ! sinn hag án frekara tillits til þjóðarhags en meirihlutinn sýnir. En þá skulu þeir er slíkum leikbrögðum ollu, minn S Framhald á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.