Þjóðviljinn - 31.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1943, Blaðsíða 1
argangur. Þriðjudagur 31. ágúst 1943 192. tölublað. V ¦¦ I Tuifugu dönskum herskípum sökkf en önnur komasf undan fíf Svíþjódar — Margra kfukkusfunda bar~ dagar í Kaupmannahofn — Scaveníus** sf jórnín segír af sér n Ríkisstjórn íslands vottar Dönum samúð Rikisstjórnin hefur vott- að sendiheiTa Dana sam- úð sína vegna atburða þeirra, sem gerzt hafa nú í Danmörku. Ennfremur hefur rikis- stjórnin falið sendifulltrúa íslands í Stokkhólmi að koma á framfæri við fyrsta hentugleiká samskonar samúðarkveðju íslenzku ríkisstjórnarinnar og ís- lenzku þjóðarinnar til Hans Hátignar konungs- ins og dönsku þjóðarinn- ar. Danska þjóðin hefur risið gegn nazismanum og Þjóðverjar svarað með því að koma á nú um helg- ina ógnarstjórn í sama stíl og ógnarstjórnin í Noregi. Danir svöruðu með því að sökkva tuttugu af her- skipum sínum og sigla öðrum til sænskra hafna; beiti- skipínu Niels Juel er reyndi að komast til Svíþjóðar, var sökkt í árásum þýzkra sprengjuflugvéla. Sjóliðar danskir töfðu fyrir þýzka herliðinu er reyndi að ná höfninni og herskipunum, svo tóm gafst til að sökkva skipunum eða komast úr höfn. Danska varðliðið við Rosenborgarhöll og Amali- enborg varðist klukkutímum saman gegn ofurefli og féllu allmargir af báðum liðunum. Sundlaug Hafnflrðinga vfgð s.l. sunnudag Sundlaug Hafnarfjarðar var vígð s.l. sunnudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Með byggingu laugarinnar, sem er hin vandaðasta að öllum frágangi, er stigið stærsta sporið í íþrótta- og heilbrigðismálum Hafnarfjarðár. Bygging laugarinnar mun hafa kostað 400—500 þúsund kr. Loftur Bjarnason útgeröar- maður bauö gestina velkomna, fyrir hönd sundlaugarráðsins, en síðan flutti Guömundur Gissurarson bæjarfulltrúi að- al vígsluræðuna. Síðan fluttu. ræður Hallsteinn Hinriksson fimleikakehnari, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Guö' mundur Kr. Guðmundsson og Ben. G. Waage forseti í. S. í. Karlakórinn „Þrestir" und- ir stjórn Friðriks Bjarnasonar tónskálds og Lúörasveitin Svanur lék á milli ræðanna. Þvínæst sýndu nokkur börn sund undir stjórn Hallsteins Hinrikssonar. Síðan bauö sundlaugar- ráðiö gestum og þeim sem unniö höföu að byggingunni til kafí'idrykkju að Hótel Björninn. Voru þar margar ræöur fluttar og rakti Her- mann Guömundsson þar sögu byggingarmálsins. Sigurjón Pétursson afhenti þar Álafossvoð' að' gjöf er þaó barn skal hljóta sem bezt verður í sundi, björgun og iífgun, á komandi vori. • Þorleifur Jónsson afhenti 500 kr. aö gjöf til aö kaujpa fyrir verðlaunagrip í sund- keppni karla, sem eru 40 ára og eldri. [ Sundlaugin er sjólaug og er við Krosseyrarmalir í kvos suðvestan undir hraunbnín- inni. Sjónum er dælt í laug- ina með rafmagnsdælu, hit- aður upp með kolum og raf- magni og hreinsaður í full- komnum hreinsunartækjum, sem ' Vélsmiðjan „HAMAR" hefur smíðað og sett upp. Laugarþróin sjálf er 25x8,5 Framhald á 4. síðu Kaupmannahafnarútvarpið skýrði frá því í gærkvöld, að Scavenius hef ði sagt af sér f yrir sig og ráðuneyti sitt og engin ný dönsk stjórn hafi enn verið mynduð. Fyrsta tilkynningin um þessa atburði barst snemma á sunnu- dagsmorgun er Káupmannahafn arútvarpið skýrði frá að yfirmað ur þýzka setuliðsins, Hanneken hershöfðingi, hefði lýst allt land ið í hernaðarástannd, og ná- kvæmar reglur voru gefnar um hegðun manna. Voru fundahöld bönnuð, notkun pósts og síma, skemmtistaðir mega aðeins vera opnir meðan dagbjart er, ekkp fleiri en fimm menn koma sam- an á götum og engir vera á ferli eftir að skyggja tekur. Dauða- refsing er lögð við verkföllum. og embættismenn skyldaðir til að hlýða einungis fyrirskipun- um þýzkra yfirvalda. Síðan hafa fregnir verið fáar, því öllu frétta sambandi við umheiminn hefur verið slitið, — nema um farvegi þýzka áróðursins. Engin blöð koma út í Kaupmannahöfn, og Þjóðverjar flytja stöðugt aukið lið til landsins. Ýmsir kunnustu stjórnmála- menn landsins hafa verið hand- teknir, þar á meðal f jórir þekkt- ir leiðtogar íhaldsflokksins. Ellefu norskir ættjarðarvinir, allir frá Norður-Noregi hafa ver ið líflátnir að fyrirskipun aw- istayfirvaldanna. Er þeim gefið að sök að þeic hafi unnið skemmdarverk. Sex ára drengur tekinn til konyngs í Búlgaríu Boris lézt s.l. iaugardag Boris Búlgaríukonungur andaðist á laugardag eftú* stutta legu. Til konunugs var tekinn sonur hans, sex ára, og nefn- ist hann Semjon II. Fer rík- isráð' með völd í landinu, þar til hann! er fullveöja, segir í brezkri fregn, en varla eru mikil líkindi til a$ konungs- dæmi endist í Búlgaríu í 12 ár enn. Grímur Kr. Andrésson m hepinn íetoip liain citf sferkasta ígulvírkí Þjóð~ verfa á sudurvígsföðvunum Taganrog við Asovshaf, eitt sterkasta ígulvirki Þjóðverja á suðurvígstöðvunum, er fallið. Rauði herinn tók borgina í gær eftir harða bardaga. / Það voru rússneskar skriðdreka- og riddaraliðssveitir sem brutust í gegn um varnarlínur Þjóðverja og tókst að umkringja nokkurn hluta liðs þeirra á Taganrogsvæðinu. í miðnæturtil- kynningu Rússa segjast þeir komnir 45 km. vestur fyrir Tagan- rog. Norðvestur af Taganrog tók rauði herinn járnbrautarbæ 45 km. suðaustur af Stalino, og sæk ir nú inn í hjarta Donetshéraðs- ins. Vestur og suðvestur af Kar- koff og suður af Brjansk hefur rauða hernum orðið vel ágengt. Taka Taganrogs er mjög mik- ilvæg, erida var frá henni skýrt í sérstakri dagskipan er Stalín gaf hernum af því tilefni. Þjóð- verjar hafa haft bæinn á valdi sínu frá því í október 1941. Haiski í London til viðræðna við Eden og Winan ívan Majskí, er nú gegnir em- bætti utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, kom til London í gær, og mun ræða við Anthony Eden utanríkisráðherra Breta og John Winant sendiherra Bandaríkj- anna í London.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.