Þjóðviljinn - 02.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.09.1943, Blaðsíða 1
S. iTgnmgur. Fimmtudagur 2. sept. 1943. 194. tölublað. Chrísf mas Möller f alar: ii Ég vonast effílr og trúi á svo nána samvinnu við Sovétríkin sem unnt er." „Samstarf við Stóra-Bretland er sjálfsagt." Christmas Möller, forustumaður Frjálsra Dana, flutti í fyrra dag ræðu í norska útvapið í London, sem útvapað var til Noregs og sagði þar m. a. eftirfarandi: „Eg hef alltaf verið einlægur fylgismaður norrænnar sam- vinnu og ég vona að teknar verði upp nýjar umræður um það samstarf að stríðinu loknu. Eg er þeirrar skoðunar að Noregur ætti að gangast fyrir því samstarfi að stríðinu loknu. Noregur hefur áunnið sér slíka virðingu og unnið svo mikið og gott starf í þágu okkar allra, að ég tel slíka leið sjálfsagða. Eg er einnig á þeirri skoðun að Norðurlönd geti ekki í fram- tíðinni staðið einangruð og ég treysti ekki lengur neinni hlut- leysisstefnu. Vér vonum, að þegar þessu stríði lýkur verði mynd- uð alþjóðasamtök til að koma í veg fyrir árásarstríð og hindra yfirgang einstakra þjóða. Eg vonast eftir og trúi á svo nána samvinnu við Sovétríkin sem unnt er og er þess fullviss að okkur ber að vinna að því á allan hátt að slík samvinna verði tekin upp. Vér erum neydd- ir til að viðurkenna að slíka samvinnu hefur skort á liðnUm árum. Samstarf við Stóra-Bretland er sjálfsagt, því vér erum knýttir því svo sterkum böndum. Eg vil ljúka máli mínu eins og ég byrjaði: Vér verðum að gera allt sem í voru valdi stend- ur til þess að sigra í þessu stríði. Það ágæta fordæmi sem norska þjóðin hefur gefið er eins og ljós í myrkri. Eg þekki til málanna bæði heima og hér og veit að framlag norsku þjóðarinnar verður aldrei ofmetið." Fyrr í ræ'öu sinni sagöi Christmas Möller: „Þriggja ára þjáningar, þriggja ára undirokun hefur eSlilega stöö ugt aukiS andúS dönsku þjóSarinnar á ÞjóSverjum. Eg AIÞingi Islendinga vottar dðnsku þjoöinni samúð Alþingi kom saman í gær til fuíída, svo sem ákveðið var í lögum, er þingi var frestað. Forsætisráðherra las upp boðskap ríkisstjóra um að Alþingi væri kvatt saman til funda. Gásli Sveinsson, forseti sameinaðs þings, ávarpaði síðan al- þingismenn með eftirfarandi orðum: „Háttvirtu alþingismenn: Yður eru öllum kunnir þeir alvarlegu atburðir, sem undan- farna daga hafa gerzt með bræðraþjóð vorri Dönum, og það ógnarástánd, er nú ríkir í Dan- mörku. Eg hef í tilefni af þessu í dag farið á fund sendiherra Dana hér og vottað honum í nafni Aiþingis hina innilegustu samúð vora og borið fram þær óskir vorar, að Danmörku og hinni dönsku þjóð mætti auðn- ast að sigrast á öllum aðsteðj- andi erfiðleikum og þrengingum og öðlast sem allra fyrst aftur hið verðskuldaða frelsi og hinn þráða frið. Eg vil biðja háttvirta alþing- ismenn að taka undir þetta með því að rísa úr sætum sínum." Risu þingmenn þá úr sætum sínum til þess að votta Dönum samúð sína í baráttu þeirri, er þeir nú heyja. Síðan var fundi slitið og verð- ur næsti fundur á morgun. verð í þessu sambandi enn einu sinni aS minnast á Nor- eg. Landar mínir, Danir, hafa alls ekki getaS horft meS köldu blóði á grimmdaræSi ÞjóSverja í Noregi. Jafnvel þó Framhald á 4. síðu. Sænskir fiskimenn krefjast verndar sænska fiotans Fiskveiðum hefur verið hætt Margir fjöldafundir hafa ver- ið haldnir í strandhéruðum Sví- þjóðar og samþykktar kröfur um að sænski flotinn verndaði fiskiskipin. Sænskir fiskimenn hafa nú hætt veiðum. - Þegar fréttin barst um að Þjóð verjar hefðu sökkt sænsku fiski- skipunum, voru fánar dregnir í hálfa stöng á öllum sænskum fiskiskipum. Atburðir þessir hafa vakið milka gremju í Svíþjóð og hefur sambúð Svía og Þjóðverja aldrei verið eins viðsjárverð. Norðmennirnir 11 sem Þjóð verjar myrtu voru fiski- menn og verkaménn frá Varangerskaga Nánari fréttir hafa nú bor- izt um Norðmennina 11 sem Þjóðverjar myrtu þann 18. ág- úst. Voru þeir alhr f iskimenn og verkamenn. Hinn yngsti var 22 ára og hinn elzti 40. Þeir voru allir snauðir menn og láta eftir s'ig mörg börn. Konan, sem var 1 dæmd í 15 ára fangelsi fyrir , aS hýsa „erindreka fjand- mannanna", var 37 ára göm- ul. Önnur kona var dæmd í 8 ára fangelsi fyrir aS „hafa ekki sagt til um dvalarstað manna, sem voru í þjónustu fjandmannanna". Var hún 21 árs. Eiginmenn þeirra beggja vorti meSal þeirra, sem voru teknir af lífi. Nokkrir hinna myrtu til- heyrSu sömu fjölskyldunni. Þeir áttu allir heima á Var- angerskaganum,. sem er milli Tana-fjord og Vardö. Sól Rússa a olgslouDDiii H Smolensft III Ssilials Rauðí heríhn uppræfír ínníkróaða hersvcífír Þíöðverja víð Taganrog Rauði herinn hefur nú upprætt hersveitir þær, sem inni- króaðar voru, eftir að Taganrog var tekin. 35 þús. Þjóðverja féllu og 5 þús. voru teknir til fanga. Hefur allur her Þjó*- verja í Donhéraðinu verið knúinn til undanhalds sakir sóknar rauða hersins. Herstjórn rauða hersins tilkynnti í gærkvöld sókn til borgar- innar Kasmilits, eins af ígulvirkjum Þjóðverja, 60 kílómetra suðvestur af Voroshiloffgrad. Sóknin við Brjansk heldur áfram. 60 bæir hafa verið leyst- ir undan oki Þjóðverja. Orustan við Smolensk er nú hafin af fullum kraf ti. í gær tók rauði herinn enn einu sinni borg ina Damgolmsh, sem mikið hef- ur verið barizt um síðustu daga, og hefur alls frelsað á þessu svæði um 200 bæi. Nálgast rauði herinn Smol- ensk eftir þrem leiðum: að suð- austan frá Jelnja, að norðaustan til Jartsevo og svo á svæðinu, sem liggur þarna á milli járn- brautanna til Smolensk. ISlEHShl FÍSSÍFÉ ÖÍÍÍBIIi- iF !H HfM Eftirfarandi frétt hefur Þjóðviljanum borizt frá utan- ríkisráðuneytinu um að íslenzka rílásstjórnin hafi i gær viðurkennt þjóðfrelsisnefndina frönsku. var stofnsett til að annast gæzlu og vernd allra franskra hagsmuna. Uanríkisráðuneytið, I júlí s. 1. frönsk þjóSfrelsisnefnd undir stjóm de Gaulle og Giraud. Hefur nefndin tilkynnt það sem aðalmarkmiS sitt að tryggja stjórn á öllum hern- aSarframkvæmdum Frakk- lands svo og að annast gæzlu og vernd allra franskra hags- muna. ÞjóSfrelsisnefndin hef- ur snúiS sér til flestra full- valda ríkja, þar á meSal til íslands, og fariS fram á að þau viðurkenndu hana. Hafa þegar nokkur ríki orSiS við þessari beiSni. Ríkisstjórn íslands hefur í dag viðurkennt þjóöfrelsis- nefndina sem löglegan aSila Ægílsg loftár- ás á Berlín Brezki f lugherinn gerði í f yrxi nótt ægilega loftárás á Berlín. stóð hún í 45 mínútur og olli mjög mikilli eyðileggingu í þess ari miðstöð hergagnaframleiðslu nazista. Mikið af þýzkum næturflug- vélum lagði til bardaga, en tókst ekki að dreifa> árásar^flughern- um. Reykjavík, 1. sept 1943. Úgnaröldin j Danmðrku Fjölmargir danskir verk Lýðsleiðtogar og mennta- menn handteknir Ógnaröld nazista í Dan mörku heldur áfram. Danski herinn hefur verið afvopnað- ur og leystur upp. Nazistaj handtaka nú fjölda danskra verklýðsleiðtoga og mennta- menn. Meðal þeirra er rithöf- undurinn Kai Munk og verk- lýðsleiðtogarnir Ejler Larsen, Sigvard Halberg, o. fl. Enn- fremur nokkrir prestar og tveir guðfræðikennarar há- skólans. Barátta dönsku- þjóðarinn- ar harðnar að sama skapi og ofsóknir nazista vaxa. Fregn- ir berast um allsherjarverk- föll í 8 dönskum borgum og að Þjóðverjar hafi beitt stór- skotaliði í Kaupmannahöfn. Miðhluti Kaupmannahafnar er afgirtur og umferð bönn- uð. Gyðingaofsóknirnar halda áfiram. y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.