Þjóðviljinn - 03.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.09.1943, Blaðsíða 2
2 ÞC- Ð VIL J IN N Föstudagur 3. sept. 1943. Reykvfkingar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. í uh hiattswiulÉl. FHilN næstkomandi sunnudag í Í.R.-húsinu verða 2500,00 krónur í peningum þar af tveir vinningar að upphæð 1000.00 krónur hvor, flugferd ftl Afeureyrar fyrir aðeins 50 aura FERÐATRYGGING frá Almennar tryggingar h.f., og margt fleira. Notið þetta einstaka tækifæri sem ekki býðst strax aftur. HLUTAVELTUNEFNDIN. Ellílaun og ororkubœfur Umsóknum um ellilaun og örorkubætur í Hafnar- firði fyrir árið 1944 skal skilað í Bæjarskrifstofuna fyrir lok þessa mánaðar. Umsóknareyðublöð fást í Bæjarskrifstofunni. Þeir, sem sækja um örorkubætur og hafa ekki notið þeirra 1943, láti fylgja umsókninni vottorð héraðs- íæknis. BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI. Fundnr verður haldinn í happdrættisnefnd Hallgrímskirkju í húsnæði nefndarinnar að Hrísateig 1 (niðri) kl. 5 í dag. Öllum áhugamönnum happdrættisins boðið á fundinn. H APPDRÆTTISNEFNDIN. Þökur til sölu í Tungutúni. — Upplýsingar á staðnum. Ræktunarráðunautur bæjarins ..................mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmti .........................................mum Bók dagsins íslendingar eru fróðleiksfúsir og lesgjarnir. Fróð- leikur um líf og starf merkra manna og kvenna er þeim mjög að skapi. Þeir gerðu garðinn frægan eftir Dale Camegie hefur að geyma ævisagnaþætti þrjátíu og sjö manna og kvenna, sem vissulega gerðu garð sinn fræg- an. Þessi ódýra, skemmtilega og 'fróðlega bók er bók dagsins. Samþykktir 1. fjórðungsþings Austfirðinga Dagana 14., 15. og 16. ágúst 1943 var fyrsta Fjórðungsþing> Austfirðinga háð á Seyðisfirði. Sátu það 10 fulltrúar kosnir af sýslunefndum Múlasýslna og bæjarstjórum Seyðisfjarðar og Neskaupstaða. Til þessa þíngs var boðað að tilhlutun sýslu- manna og bæjarstjórafundar Austurlands sem haldinn var á s.I. vetri. Þingið setti reglur um Fjórð- ungsþing Austfirðinga. Sam- kvæmt þeim verður Fjórðungs- þing Austfirðinga háð ár hvert og eiga þar sæti: 4 fulltrúar frá sýslunefnd Norður-Múlasýslu, 4 fulltrúar frá sýslunefnd Suður- Múlasýslu, 3 fulltrúar frá bæj- arstjórn Neskaupstaðar, 3 full- trúar frá bæjarstjórn Seyðis- fjarðar, og 3 fulltrúar frá sýslu- nefnd Austur-Skaftafellssýslu, ef hún kýs að taka þátt í þessu samstarfi. Fulltrúárnir eru kosn ir til f jögurra ára af hverri nýkos inni sýslunefnd og bæjarstjórn. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum þingsins, þo gengur mál ekki fram ef allir fulltrúar 2ja samstarfsaðilanna greiða atkvæði gegn því. Þingið kýs sér stjórn, og forseta úr hópi stjórnarmanná, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Verkefni Fjórðungsþings Aust, urlands er að vinna að auknu samstarfi um sameiginleg hags- muna- og menningarmál fjórð- ungsins. í bráðabirgðastjórn þar til næsta reglulegt fjórð- ungsþing kemur saman voru kosnir þessir: Gunnlaugur Jón- asson, bankagjaldkeri á Seyðis- firði og er hann forseti þingsins, Hjálmar Vilhjálmsson, sýslu- maður, Seyðisfirði, Jónas Thor- oddsen bæjarfógeti að Nesi og Sigurbjörn Snjólfsson, bóndi í Gilsárteigi. Þingið gerði samþykktir um ýms áhúga- og hagsmunamál Austfirðinga á sviðum sam- göngumála, rafmagnsmála, menningarmála og félagsmála, verða hér birtar nokkrar þær helztu. Rafmagjismálið Fram kom svofelld tillaga frá Gunnlaugi Jónassyni: „Fjórðungsþing Austfirðinga \ zsoo.01 Srtoor í peningum getið þér eign- ast ef h.eppnin er með yður á hlutaveltu Fram n.k. sunnudag í Í.R.-húsinu Blátt og brúnt DRAGTA- og PILSEFNI Komið aftur. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 haldið á Seyðisfirði 14.—16. á- gúst 1943, lítur svo á, að hefjast verði handa sem fyrst, til þess að fullnægja rafmagnsþörf bæja, sveita- og kauptúna á Austurlandi. Áherzla sé lögð á það, að jafnhliða því, að raf- magni er veitt til hinna stærri kauptúna á Austurlandi þá verði sveitabýlum og smærri og stærri býlahverfum einnig gefinn kost ur á rafmagni með viðráðanleg- um kostnaði fyrir hlutaðeigend- ur. Til þess að ná þessu marki er óhjákvæmilegt að lágspennu- línukerfi verði lagt a. m. k. um þær sveitir, sem bezt liggja við um leið og háspennulínur verða lagðar til bæjanna og kauptún- anna. Æskilegt verður að telja að verð á rafmagni frá sameigin- legri virkjun eystra verði alls- staðar hið sama á því svæði sem virkjunin nær til. Þinginu virð- ist tiltækilegast eftir ástæðum að ríkið eigi og reki eða styrki með ríflegu stofnfjárframlagi raforkuveitu þá sem hér yrði um að ræða. Stjórn raforkuveit unnar yrði búsett á Austurlandi eins þó um ríkisveitu væri að ræða. Samkvæmt þessu skorar Fjórðungsþingið á Alþingi og ríkisstjórn að flýta sem mest þeirri rannsókn sem nú er hafin á virkjunarskilyrðum á Austur- landi svo að sem allra fyrst verði úr því skorið, hvernig raf- orku verði á hagkvæmastan hátt veitt úm byggðir Austur- lands. Vill þingið einkum leggja áherzlu á að athugunum og áætl unum um virkjun á Lagarfossi verði hraðað, þar sem virkjun hans virðist að svo stöddu líkleg asta leiðin til úrlausnar þessu máli. Þingið vill ennfremur leggja áherzlu á *að jafnhliða þessu verði gerð rannsókn á því, hvernig rafmagnsþörf þeirra byggðarlaga á Austurlandi, sem sameiginleg virkjun nær ekki til, verði bezt og ódýrast full- nægt með sambærilegum kjör- um og stærri virkjun veitir.“ Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum. Eiðaskóli sé gerður að gagn fræðaskóla „Fjórðungsþing Austfirðinga haldið 14.—16. ágúst 1943 skor- ar á þingmenn Austfirðinga að beita sér fyrir því á Alþingi að Eiðaskólinn verði nú þegar gerð ur að gagnfræðaskóla fyrir f jórð unginn og verði nemendum með prófi þaðan gefinn réttur til þess að ganga próflaust inn í til- svarandi bekki við Menntaskól- Ennfremur að sett verði á stofn við skólann eins árs búfræði- deild með bóklegu og verklegu námi. Til þess að þessar breyt- ingar á skólahaldi geti orðið öllu Austurlandi að gagni, er nauð- synlegt að auka húsakost skól- ans allverulega frá því sem nú er, og skorar Fjórðungsþingið á Austfjarðaþingmenn að beita sér á Alþingi fyrir fjárveitingu í því skyni. Þá skorar þingið á sömu aðila að beita sér fyrir því við menntamálaráðherra, að hann láti nú þegar skipuleggja framtíðarbyggingar, íþrótta- velli, trjágarða og önnur slík mannvirki á skólasetrinu og verði skipulagið miðað við það að stefnfverði að því að Eiða- skóli verði jafnframt því sem hann heldur áfram að vera alls • herjar gagnfræðaskóli, gerður þegar fram líða stundir, að Menntaskóla fyrir Austurland. Þá vill þingið og skora á Aust- fjarðaþingmenn að beita sér fyr ir því að nemendur með prófi frá Gagnfærðaskólanum í Nes- kaupstað fái rétt til þess að ganga inn í tilsvarandi deildir við menntaskólana án sérstaks inntökuprófs/ Samþykkt með öllum atkvæð- um. Kauptún á Fljótsdalshéraði „Fjórðungsþing Austfirðinga haldið á Seyðisfirði 14.—16. á- gúst 1943 skorar á félagsmálaráð herra að hlutast nú þegar til um það við skipulagsnefnd bæja- og kauptúna að hún ásamt Búnað- arfélagi íslands geri svo fljótt sem unnt er tillögu um stað fyr- ir væntanlegt kauptún og sveita hverfi á miðju Fljótsdalshéraði. Ennfremur skorar þingið á ráð- herrann og þingmenn Austfirð- inga að beita sér fyrir því að rík ið kaupi nægilegt land handa hinu væntánlega kauptúni og býlahverfi og skipuleggi þar bæ og byggð svo sem haganlegast þykir og þörf krefur.“ Tillangan samþykkt sam- hljóða. Árni Pálsson prófessor lætur af störfum Árni Pálsson prófessor hef- ur beðizt lausnar frá störfum. Á ríkisráðsfundi í gær var samþykkt að veröa við þeirri beiðni hans. Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti á ísafirði Samþykkt var á ríkisráös- fundi í gær að veita Jóhanni Gunnari Ólafssyni sýslu- mannsfulltrúa í Gullbringu- og Kjósarsýslu, bæjarfógeta- efbættið á ísafirði. Hann hefur undanfarin 3 ár verið bæjarfógetafulltrúi í Hafnarfirði. 55 aara hastar Flugferð til Akureyrar á hlutaveltu Fram n.k. sunnudag í Í.R.-húsinu iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiifMiiimrfmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.