Þjóðviljinn - 03.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður er þessa vikul Reykjavíkurapóteki, Sími 1760. Ármenning'ar! Stúlkur! — Piltar! Sjálfboðavinna í Jósepsdal n.k. helgi. Munið að koma. Farið frá Iþrótta- húsinu kl. 3 á laugardag og e. t. v. á sunnudagsmorgun. Uppl. í síma 3339, kl. 7—9 í kvöld'. Dagheimili fyrir bðrn og fgllkomin þvottahús þurfa að fylgja nýju bæjar- húsunum Katrín Pálsdóttir flutti eftir- farandi tillögu á fundi bæjar- stjómar í gær: „Bæjarstjórn Reykjavíkur tel ur nauðsyn að í hinum fyrirhug- uðu íbúðabyggingum bæjarins verði ætlað húsnæði fyrir dag- heimili fyrir böm, og felur borg arstjóra að sjá um framkvæmd- ir á því í samráði við teiknimeist ara og byggingameistara þá sem fyrir verkinu standa. Ennfremur telur bæjarstjórn nauðsynlegt að í hinum fyrirhug uðu byggingum séu þvottahúsin útbúin með nýtízku tækjum til léttis húsmóðurinni við þvotta og þrifnað.“ Katrín gerði ýtarlega grein fyrir tillögunni, og sýndi með ljósum rökum fram á hver nauð syn er á dagheimili fyrir börn í sambandi við stórbyggingar eins og þær sem bærinn hefur þegar látið reisa og þær, sem hann hyggst að láta reisa á kom andi ári. Borgarstjóri og Haraldur Guð mundsson lögðu til að tillögun- um yrði vísað til bæjarráðs. Sú tillaga var samþykkt með at- kvæðum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Valgeír Bförns~ son hafuarsf jórí Hafnarstjórn hélt fund í gær- morgún og tók meðal annars til meðferðar val hafnarstjóra. At- kvæði féllu þannig, að Valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur fékk 3 atkvæði, Sigurður Thor- oddsen verkfræðingur 1 og Sig- urður Þorsteinsson hafnargjald- keri 1. Tillaga hafjiarstjórnar var því að Valgeir Björnsson hlyti starfið. Á bæjarstjórnar- fundi í gær kom þessi tillaga hafnarstjórnar til atkvæða og var hún samþykkt með 8 at- kvæðum gegn 6. Valgeir tekur við starfi hafn- arstjóra um næstu áramót, en settur hafnarstjóri, Sigurður Þorsteinsson, gegnir því til þess tíma. Frá bæjarstjórnarfundi Framhald af 1. síðu. una, kvaö hann starf nefndar innar einkum hafa beinzt aö því aö afla upplýsinga. Allmiklar umræöur uröu um fyrirspurning og bar Har- aldur GuÖmundsson fram til- lögu þá sem aö framan grein- ir, undir þeim umræöum. Til- laga Haraldar var samþykkt meö samhljóöa atkvæöum. NÝJA BtÓ Hver var morðinginn? (I Wake up Screaming) BETTY GRABLE CAROLE LANRIS VICTOR MATURE AUKAMYND: Einn styrjaldardagur á víg- völlum Rússa 1943. (March of Time) Sýnd kl. 7 og 9 Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýning kl. 5. ÁSTADOKTORINN (Moon over her Shoulder) LYNN BARY, JOHN SUTTON. f hjarta og hug (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur með söng og hljóðfæraslætti. KAY FRANCIS, WALTER HUSTON og söngmærin GLORIA WARREN, BORRAH MINEVITCH og munnhörpusveit hans Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Hringurinn" heldur skemmtun í Gamla Bíó í kvöld til ágóða fyrir barnaspítala hér í Reykjavík. — að- göngumiðar eru seldir í Bókabúð Kron, Bókaverzlun ísafoldar, og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar Hvaö um feomandí daga? Framh. af 3. síðu. f sem stjórna 1 auövaldsþjóðfé- lagi, er líks eölis og kölska- sögur. Hver lifandi maður trúir því aö enska og amer- íska auövaldið fari að afsala sér réttindum sínum, þó að bandamenn vinni þetta stríð. Og því ætti þaö aö gera það? Er fólkiö of gott til aö koma auga á réttindi sín og taka þau i sínar hendur. Bregöist sú von veröur langhundur spilaöur áfram. Trúin á einn og einn mann til aö stjórna, hvernig sem skipulagiö er, er hreinasta brjálæði. Þarna getur aðeins veriö um éölismun að; ræöa. Setjið afbragö skipstjóra á ó- nýtt skip sem er að fara 1 strand. Berið saman afköst hans þarna og á nýju skipi, sem lætur aö vilja hans. Tak- ið strangheiðarlega menn og gerið þá að ráöherrum, menn sem vilja allt þaö bezta. Strax og þessir menn ætla aö kippa einhverju í lag til almennings þarfa, þá reka þeir sig á ein- hvern steindórinn. Nú er ráð- herrann fastur á meiningunni og ætlar að reyna á annan veg, en þá er steindór þar. Hvar sem þessi heiðarlegi maöur ber niöur er steindór fyrir. Einn steíndórinn á bíl- ana, annar bankani þriðji útgeröina, fjórði verzlunina, fimmti húsin og lóöirnar o. s. frv. Allir þessir steindórar glotta framan i hann og segja: Viö höfum valdiö og pening- ana, ef þú veröui. skikkanlegur og auösveipur, skaltu fá n.'Ola til að henda 1 þessa ræfla, ?n annars munum viö kenna þér faðirvorið á okkar máli. Þarna liggja orsakir þess, aö aldrei er hægt aö treysta á neitt mánnlegt öryggi innan þessa þjóðfélags. Hvaö haldið þið að Roosevelt hafi rekiö sig á marga steindóra? Einn ráöherrann okkar ætlaði, til sællar minningar, aö reka einn bankastjóranna, ekki til almenningsheilla heldur svona í „kasti“, en bankastjó' inn svaraöi bara því, aö hann kæmi inn um bakdyrnar ef hann ræki sig út forstofu- megin. Meöan auðvaldsófreskjan er uppistandandi, er ekkert öryggi; til. Auövaldiö er rán- dýr sem drepur af blindri hvöt, þaö á ekkert fööurland, enga mennska rás. Meira að segja, þaö er eins og þaö eigi ekki skylt viö mennina sem stjórna því. Það er hægt aö hitta fyrir sér milljónir sem tala við okkur eins og iaín- ingja. Þeir geta verið ágætir heimilisfeöur, jafnvel gi'átiö yfir vængbrotnum smáfugli. En þegar hringavaídiö þeirra er að mala okkur í beina- kvörninni sinni, svo hljóöin heyrast um heim allan, þá eru þeir að gera skyldu s;na i við guð og föðurlandið, sjálf- umglaðir með samvizkuna út aö eyrum. Kynniö ykkur útflutnings- auömagniö, hv?rnig sú djör- ullega svikamylla verkar. Þeg ar búið er að gjörrýja einn stað' , þá fá ekki íbúarnir aö njóta molanna, heldur eru peningarnir fluttir, kannske í aðra heimsálfu, því aö þar hefur íundizt staöur þar sem þeir gefa meira af sér. Ekki er grunlaust um aö slíkir atburöir hafi gerzt hér. Meöan viö eigum hrynjandi hús yfir höföi okkar og hlakk- andi ófreskjur meö spenntav klær við hvert fótmál, þurf- um við einskis aö vænta utan aö troöa helveg í þágu hinna ver.stu afla. Ekkert annaö en gegnurn- lýsing þjóðfélagsins og hii'.s skapandi máttar okkar til brots og byggingar, getur komiö óvættinni af fótunum. Allar illar vættir eiga fjör- egg. Fjöregg auövaldsins ei þekking okkar á eðli þest'. Þegar sú þekking er til slao- ar, mun heyrast brestur m heim allan og jörðin brosir viö okkur, óskajörö frjáls og heillandi. Halldór Péturssii*. 20 Richard Wright: ELDUR OG SKÝ Hann var f jarri því að gefast upp, en þrekið var að þrjóta. „Við skulum, einhverntíma jafna um ykkur þessa hvítu böðla! Svo sannarlega hjálpi mér guð, við skulum jafna um ykkur!“ Svipuhöggin hættu. „Segðu þetta aftur, bölvaður!“ Svipuólin hvein, hvikk! En höggin juku ekki lengur þjáningu hans, allur líkami hans brann í tærandi, gneist- andi kvalaeldi. „Segðu það!“ Hann gaf allur eftir og lokaði augunum. Hann teygði úr fótunum, hægt, hlustaði ekki, beið ekki lengur þess að svipan félli, segðu það, hvikk! segðu það, hvikk! segðu það, hvikk! Hann stundi, svo hneig höfuðið til hliðar, hann fann ekki lengur til. IX. Tunglsljósið skein í augu hans, þytur trjánna dunaði í eyrum hans. Það var sem hann væri aðeins höfuð er nístist af kvöl, bak logandi af þjáningu og augu sem brunnu af sársauka. Honum fannst sem eitthvert afl hefði sökkt sér djúpt niður í jörðina og lamað alla krafta sína. Hann beið þess að þetta afl hyrfi svo hann gæti aftur komizt upp í lífið og ljósið. Augun voru hálfopin en augna- lokin hreyfðust ekki. Hann var þyrstur, vætti varirnar með tungunni; langaði 1 vatn. Hann hreyfði hendina, strauk henni um ennið, svo féll hún máttlaus niður í dögg- vott.grasið og hann beið þess að geta hreyft hana á ný. Gnýrinn fyrir eyrum hans minnkaði unz hann þagnaði og hvarf. Blóðið fór nú aftur að streyma hraðara, hann varð allur í einu svitakófi. Honum fannst hann heyra rödd í fjarska, sem hvíslaði í auðu rúmi aítur og aftur: Eg hef fengið hita.... Það var sem bak hans lægi á eldsæng, hann skynjaði lauf og strá sem glóandi teina. Hann velti sér á magann og stundi. Svo reyndi hann að brölta á fætur. Hann var alveg raknaður við, reyndi að herða sig upp, mundi formælingarnar, bænina og svipuna. Röddin hvísl- aði á ný, í þetta sinn ákveðnar: Eg verð að komast heim... Með skjálfandi fingrum leysti hann bandið af höndum og fótum. Þeir drápu mig þá ekki, hugsaði hann. Hann stóð á fætur, dökk jörðin gekk í bylgjum, stjörnurpar dönsuðu. Guð, vertu mér líknsamur! Hann rankaði við sér á hnjánum, vissi ekki hvernig hann hafði dottið, vissi það eitt að hann var á hnjánum. Guð minn góður, hvað ég er óstyrkur! Hann stóð aftur á fætur, í þetta sinn gætilega og studdi sig við tréstofn. Hann varð að finna skyrtuna, hann gat ekki farið um göturnar með bert og blóðugt bakið. Hann hélt af stað með erfiðismunum, reyndi að ganga stífur. Hver hreyfing herðanna hellti yfir hann flóði glóandi kvala. Skyrtan lá í grasinu eins og hvít skella. Hann tók hana upp. Hún var vot. Hann hélt á henni og veigraði sér við því að fara í hana. Hve lítið sem snart bakið þá brann það eins og í logandi eldi. Nei, hann gat ekki farið strax í skyrtuna. Hann fetaði sig áfram milli trjánna, hélt á skyrtunni og horfði niður á jörðina. Hann nam staðar við moldarveg, vitund hans skynj- aði í senn hinar köldu stjörnur og brennandi bakið. Hvaða vegur var þetta? Hann vissi það ekki. Þá heyrði hann klukku slá í f jarska, ómurinn var svo daufur að líkast var sem hann væri hugarburður. Hann taldi slögin. Eitt, tvö ... klukkan er tvö, hugsaði hann. Hann gat ekki staðið þarna alla nóttina. Hann varð að fara í einhverja átt. Hann horfði eftir brúnum rykugum veginum. sem hlykkjaðist 'eins og band út í myrkrið. Svo beygði hann höfuðið og brann á ný af kvöl, en svalur vindgustur straukst um and- lit hans. Fugl skauzt rétt hjá honum og flögraði hikandi í stjörnubirtunni. Hann horfði á fuglinn beygja og lækka flugið. Svo rakst hann á trjágrein, féll til jarðar og bað- aði út vængjunum. Hann kvakaði af hræðslu, flaug síðan beint upp og hvarf út í stjörnlýstan himingeiminn. Hann gekk í norðurátt, án þess að ætla nokkuð sérstakt, gekk aðeins í norðurátt því þangað hafði fuglinn flogið. Vegurinn beyg^i og var nú malborinn. Mölin marraði undir fótum hans. Þetta hlýtur að vera vegurinn, hugsaði hann. Meðfram veginum voru nú gaddavírsgirðingar. Hann hraðaði sér, en gekk þó stífur til að forðast að hreyfa bakið. Hann sá móta fyrir grönnum kirkjuturni í stjörnu- birtunni. Já, þetta er kirkja Houstons. Nú verð ég að fara gegnum hverfi hvítra manna, hugsaði hann í örvæntingu. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.