Þjóðviljinn - 04.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.09.1943, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 5. sept 1943. Þ G Ð V IL J I N N Amerískrr háskólar viðurkenna verkfræðinám Háskóla Islands Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi frétt frá Lúðvík Guðmundssyni skólastjóra um að amerískir háskólar viðurkenni verkfræðinám Háskóla íslands. Fyrir stríö hlutu íslenzkir verkfræðingar alla sérmennt un sína erlendis; flestir í Danmörku, Noregi eða Þýzka- landi. Eftir aö sambandiö við meginlandiö rofnaöi ákvaö Háskóli íslands aö stofna kennsludeild fyrir verkfræöi, þar sem stúdentum gæfist kostur á tveggja ára námi í alm. verkfræði, er gæti orðið þeim undirbúningur að frek- ara sérnámi erlendis. Þessi deild háskólans tók til starfa haustið 1940 og hefur kennsl- an verið sniðin eftir kröfum verkfræðingaskólans í Kaup- mannahöfn (Polyteknisk Læreanstalt). S. 1. vor sendi Upplýsinga- skrifstofa stúdenta sendiráði íslands í Washington erindi um mál þetta og greinargerö um tilhögun verkfræöináms- ins hér, ásamt tilmælum um, aö sendiráöiö leitaöi viður- kenningar amerískx'a verk- fræðiháskóla á námi verk- fræöideildar Háskóla íslands. Nýlega hefur utanríkisráöu- neytinu borizt símskeyti frá sendiráði íslands í Washington, þess efnis, að amerískir háskólar viðurkenni að fullu verkfræði nám Háskóla íslands. í því sambandi nefnir sendiráöiö m. a. einn kunnasta verk- fræöiháskóla Bandaríkjanna Massachussets Institute of Technology, Cambi’idge, Masschusetts. Áöur hafa allir helztu há- skólar Bandaríkjanna viöur- kennt stúdentspróf íslenzku menntaskólanna sem jafngilt hliöstæöum prófum frá beztu menntaskólum Evrópu. Gráar glettur Maður nokkur, sem býr í kjallara- íbúð innarlega í bænum kom nýlega að máli við ritstjóra Þjóðviljans. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: \ — Það eru heldur gráar glettur, sem hermenn hafa haft í frammi við okkur kjallaraíbúa þarna inni á göt- unum. Þegar þeir ganga fram hjá gluggum okkar sletta þeir löppunum í rúðumar og brjóta þær. Þetta hef- ur komið fyrir hvað eftir annað og suir.ar íbúðirnar hafa orðið fyrir slíku hnjaski oftar en 'einu sinni. — Gamalli konu sem nýlega varð fyrir slíku ónæði rann svo í skap að hún fór út á götu með spýtu í hendi og danglaði í gluggabrjótinn. Hvað gerir herlögreglan og hinir prúðu hermenn? Þetta er furðuleg saga, en áreiðan- lega sönn. Hermenn þeir sem þenna leik fremja, þyrftu áreiðanlega að fá alvarlega áminningu, en ugglaust er yfirmönnum hersins og lögregl- unni ókunnugt um þetta, og enn ó- kunnugra um hvaða einstaklingar eru hér að verki. Vill ekki herlög-- reglan taka þetta mál til athugunar, og reyna að koma í veg fyrir að fram hald verði á slíku? Vill ekki allur sá fjöldi hermanna, sem svo ann sóma sínum og sóma þjóðar sinnar, að þeir gætu aldrei látið svona prakkarastrik sér til hugar koma. vinna að því að hindra pörupiltana i að fremja fleiri rúðubrot? Happdrætti. — Húsnæði. Aflátssala. — Himnaríki. Herra ritstjóri! Má ég biðja Bæjarpóstinn fyrir eftirfarandi línur. Endur fyrir löngu var páfinn bless aður í Róm að láta byggja kirkju er átti að vera voldugasta kirkja síns tíma. Og páfann þraut skotsilfur til þess að ljúka við þessa voldugu bygg ingu. En blessaðan páfann í Róm þraut ekki ráð. Hann gaf út bréf sem seld voru syndugum sálum. Það voru ekki skuldabréf í venjulegri merk- ingu orðsins og happdrættismiðar voru það ekki, en bréf þessi veittu handhöfum þeira tryggingu fyrir vist í himnaríki — sala þeirra var nefnd aflátssala- Mennirnir voru syndugir þá, eigi síður en nú og allir vildu kaupa sér vist í himnaríki, bréfin runnu út og kirkjan var byggð. í FÓTSPOR HINS HEILAGA FÖÐUR Nokkuð er síðan að góðum kristi- lega þenkjandi mönnum hér á landi i datt í hug að byggja kirkju eina i mikla tíl varanlegrar minningar um ! Hallgrím heitinn Pétursson og ' sjálfra sin dugnaði til verðugs hróss. En þegar til framkvæmda kom var fyrirsjáanlegt að fé myndi skorta. Nú voru góð ráð dýr. Bvernig átti að afla fjprins? Engum lifandi manni dettur leng- ur í hug að kaupa bréí' sem tryggi honum vist í himnaríki. — Mikið hefur trúnni hrakað síð- an í gamla daga! FYRST EKKI ER LENGUR HÆGT AÐ SELJA HIMNARÍKI — Með dapurri þögn verður að við- urkenna þá sorglegu staðreynd, að kristnir menn elska guð sinn ekki heitar en svo, að þeiu treystast ekki til þess að gefa af fé sínu svo hin mikla kirkja drottni almáttugum til dýrðar og Hallgrími heitnum Péturs syni til verðugrar minningar fái ris- ið af grunni — hvað er þá hægt að gera til þess að fá einnig fé frá hin- um heiðnu hundum og þeim vesælu vantrúuðú? Fyrst ekki er lengur hægt að selja himnaríki — á hverju er þá hægt að græða fé í guðsþakkarskyni? „ÚTI STEND ÉG EKKI GLAÐUR“ Já, svo var skammsýnum og dáð- lausum stjórnarvöldum fyrir að þakka, að hér í Reykjavík var hús- næðisleysi svo mikið, að menn urðu að hýrast í alskonar kofum og ó- þverrabyrgjum. „Úti stend ég ekki glaður, illa hlaðinn kaununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í hraununum.“ Svo kvað eitt sinn kaunum hlaðið skáld á íslandi. Vitanlega myndu þeir sem „úti standa ekki glaðir“ gjarna kaupa von í húsnæði, Málið var leyst! TÍKALLAVEIÐAR í NAFNI HALL- GRÍMS PÉTURSSONAR Og hinir duglegu athafnamenn, sjálfkjörnir máttarstólpar guðsríkis á landi hér, réðu sér framkvæmda- stjóra og stofnuðu þegar til stórút- gerðar í nafni Hallgríms heitins Pét- urssonar, hins kaunum hlaðna skálds. Nei, þeir keyptu ekki togara, þeir stofnuðu til tíkallaveiða — efndu til happdrættis — um húsnæði! „SÁRLEGA SAMVIZKAN —“ Reyndar hafði Laugarneskirkju- söfnuður stofnað til samskonar happ drættis og byggt hús í því augnamiði og kirkja hans var í smíðum, en þess ir fórnfúsu sjálfboðaliðar í víngarði drottins settu það ekki fyrir sig, þótt þeir spilltu fyrir því að lokið i væri við. kirkju sem þegar var hálf- byggð. ! „Sárlega samvizkan sekan áklag- ar“, sagði Hallgrímur heitinn Péturs son’, en það gerir nú ekki svo mikið til, sjálfsagt myndi hann tilleiðanleg ur til að sjá í gegnum fingur við smáyfirsjónir — blessuð sé minriing hans — enda sennilegt að Tyrkja- Gudda hafi gefið honum nokkra inn- . sýn í smáveikleika mannlegs eðlis. EFTIRSÓTTARA ÉN HIMNARÍKI? Þá var næst að finna beituna: — húsið. Og sjá, það fannst. Villa, er sumir ympra á að auð hafi staðið meðan ýmsir Reykvíkingar „úti stóðu ekki glaðir.“ Þetta var hið glæsilegasta hús, sem hinir skýlislausu myndu renna á eins og flugur á ljós. Það stendur „á hornlóð sem er 908 fermetra. Fatarmál hússins sjálfs er 136,38 ferm. Það er 930 rúmmetrar. í kjallara hússins eru 3 herbergi og eldhús, ásamt baði, þvottahúsi, stór- um geymslum og miðstöð. Á hæðinni eru 4 herbergi og eld- i hús, stór inniforstofa, hæð og miklir skápar. Dúkar á gólfum eru allir af A-þykkt. Útihurðir eru úr tekkvið. Að utan er húsið húðað kvarzi, tinnu | og silfurbergi. Bílskúr er áfastur við húsið, er hann hitáður upp og ein- angraður, þar er og vatn og niður- fall.“ Húsið er hið „vandaðasta að öllum frágangi, því seljandi þess hafði byggt það í þeim tilgangi að búa þar sjálfur og ekkert til þess sparað.“ — Þannig búa ,,hyggnir“ menn um sig hér á jörð. —=• Er það ekki fyrir gefanlegt þótt sumir efist um að þeirra bíði annað betra „hinum meg in“? „DROTTINN SÉ MEÐ YÐUR!“ „TÍKALLAR HINNA HÚSNÆÐISLAUSU“ Fyrir tæpum 2000 árum krossfestu æðstu prestar Gyðingalands timbur- manninn frá Nazaret. Nú ætla sjálf- Styrkir til íslenzkra námsmanna erlendis Islenzkir námsmenn erlendis haja hlotið styrki úr eftirgreind- um sjóðum sem hér segir: Ur Kanadasjóði: Eggert Steinþórsson, læknir, til framhaldsnáms í skurðlækn- ingum, kr. 3.000.00. Kristján Jónasson, íæknir, til framhaldsnáms í læknisfræði (embættislækningum), krónur 3.000.00. JJr Snorrasjóði: Hólmfríður Jónsdóttir, stúd- ent, til náms í sögu og tungu- málum í háskólanum í Oslo, kr. 1.000.00. ' Páll Hafstað frá Vík í Skaga- firði, til náms í búnaðarhagfræði og þjóðhagfræði í háskólanum í Oslo, kr. 800.00. Jón Jónsson, stúdent, til fiski- fræðináms í háskólanum í Oslo, kr. 800.00. Rögnvaldur Þorláksson, stúd- ent, til náms í byggingarverk- fræði í háskólanum í Þránd- heimi, kr. 800.00. Tryggvi Jóhannsson, stúdent, til vélaverkfræðináms í háskól- anum í Þrándheimi, kr. 800.00. Óskar Sveinsson, til garðy^kju. náms í landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi, kr. 600.00. Sveinn Ellertsson frá Holts- múla í Skagafirði, til mjólkur- iðnaðarnáms í landbúnaðarhá- skólanum að Ási, kr. 600.00. Sigurlaug Jónasdóttir frá Öxn ey, til húsmæðrakennslunáms í Stabek, kr. 500.00. Úr Styrktarsjóði til Svíþjóðar- ferða: Þorleifur Kristófersson, til náms 1 húsgagnasmíði í Stokk- hólmi, kr. 100.00. boðaliðar drottins á landi hér að steinfesta minniiigu Hallgríms Pét- urssonar í auðu bákni meðan smæl- ingjar þjóðar hans „úti standa ekki glaðir“. — Gott að hann verður ekki spurður ráða. ^ Það hefur ekki verið frá því skýrt, hve margir happdrættismiðar hafa verið gefnir út, en vafalaust vilja allir hinna húsnæðislausu kaupa sig út helvíti húsnæðisleysisins inn í himnaríki húsnæðisins. Mætti það hinum hjálpfúsu sjálf- boðaliðum drottins í landi hér til huggunar verða, að þegar æðsti prestur þeirra tónar í hinni nýju Hallgrímskirkju: „Drottinn sé með yður!“ — ymur svarið í steinstuðlum must- erisins: — „Tíkallar hinria húsnæðislausu." Einn sem húsnæðisleysí hefur gert heiðinn. ÁSKRIFTARSÍMI Þjóðviljans er 2184. MH-aeiiai er nú þegar orðin umræðu- efni bæjarbúa. Hiísmæðraskólí Reykjavíkur tekur til starfa um miðjan september. Nemendur, sem hafa fengið loforð fyrir heimavist, komi þ. 11. sept. Nemendur á dagnámsskeið komi þ. 15. sept. kl. 2 e. h. Kvöldnámskeið skólans byrjar þ. 18. sept. kl. 7 e. h. •£ailH»»ll!»f»*IH*»**»**»»»*»»»»**»»i»ll»!»l******»»**»*»»*»l*»»»»*»»»*»»*»»*»*»»**»»****»»»*»»*»**»***»»H*HMMt*HHHMMMHHHHMHMHH*M*HHHH * Visitalan hækkar * ~ Dyríídín vcx Þrátt fyrir hækkandi vísitölu og vaxandi dýrtíð, bjóðum vér yður tækifæri til að eignast MATARFORÐA til vetrarins fyrir aðeins eina litla 50 AURA Það er hlMta FRHM l í. R.-höslni á morgun sem býður yður tækifærið. HLUTAVELTUNEFNDIN. b Smiirstðð 4 vor er opin daglega frá kl. 8 til kl. 6 e. h. I.F. lilll Skúlagötu 59. Sími 1228. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.