Þjóðviljinn - 04.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.09.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður er þessa vikui Reykjavíkurapóteki, Sími 1760. Knattspyrnufélagið Fram heldur hlutaveltu á morgun, sunnu- dag, í Í.R.-húsinu. Framveltan er meðal vinsælustu hlutaveltna sem haldnar eru hér í bæ og fræg fyrir mikið úrval vandaðra muna. Félagar Fram, eldri og yngri, eru beðnir að koma munum, sem fara eiga á hluta- veltuna, í verzlun Sigurðar Halldórs- sonar, Óðinsgötu 29 og Lúllabúð, Hverfisgötu. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara skemmti- og berjaför til Geys- is á sunnudaginn. Lagt á stað kl. 8 árdegis frá Austurvelli. Ekið austur Hellisheiði að Geysi. Sápa verður látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi. Þá farið í berjamó í 3—4 tíma. Heimleiðis ekið hina fögru leið aust- ur fyrir Þingvallavatn. Farmiðar seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 kl. 9 til 12 og 4 til 6 um kvöldið. „Engar ferðir á sunnudögum" heit ir bæklingur, semArngrímur Kristj- ánsson hefur gefið út og ræðir þar um sunnudagsferðirnar til Þingvalla. Leggur hann þar til að póst- og símamálastjórinn (e. t. v. í félagi við Reykjavíkurbæ) taki sjálf upp ferðir á þessari leið. Ennfremur að rannsakað verði hve dýrt yrði að leggja rafmagnsspor- braut úr bænum austur fyrir Kára- staði, og jafnframt, reynist það fært, verði endurskoðaðar áætlanir um vegakerfið „með það fyrir augum, að endastöð rafmagnsbrauafinnar yrði brennipunktur samgöngukerfis- ins hér sunnanlands.“ Útvarpstíðindi, 24. h. 5. árg. eru nýkomin út. Þar er grein um glæpa- menn styrjaldarinnar; Uppruna Thor valdsens og viðtal við Kristján Linn- et. WBBBÞ’ nýja Bié WSÞ TJAKNAimÍé Stríðsfréttarifsrinn í hiarta og hug (Confirm Or Deny) (Always In My Heart) DON AMECHE, Amerískur sjónleikur JOAN BENNETT, með söng og hljóðfæraslætti. KODDY MC’DOWALL, KAY FRANCIS, WALTER HUSTON Aukamynd: FRAM TIL SIGURS og söngmærin GLORIA WARREN, iviarcn oi i íme;. BORRAH MINEVITCH Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. og munnhörpusveit hans. Aðgöngumiðasala hefst Sýnd kl. 5, 7 og 9. kl. 11 f. hád. Þjóðviljinn 8 síður! Ffárlögín fyrir 1944 FruwDll iDrá rðd lyrlr nM- andl uemiegiin traikisnidui Útbýtt VE)r á Alþingi í gær fjárlagafrumvarpi fyrir 1944. — Á frumv. er gert ráð fyrir um 67 millj. kr. tekjum, en um 62,5 millj. kr. gjöldum. — Frumvarpið ber það með sér, að fjár- málaráðherrann er enn á sömu skoðun og hann hefur svo oft lýst í útvarpinu og á Alþingi, að nú beri ríkinu að stilla öllum framkvæmdum og fjárveitingum í hóf og aðhafast sem minnst, því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir minnkandi framkvæmd- um, og engar teljandi fjárhæðir ætlaðar til þess að mæta því margumtalaða atvinnuleysi, sem þessir herrar þó í sífellu stag- ast á að fyrr eða síðar muni skelli y-fir. Næstu daga mun hér í blaðinu nánar verða skýrt frá fjár- lagafrumvarpinu, og þá teknir til athugunar ýmsir einstakir liðir þess. íslenzkir stúdendar í Höfn Sex ára telpa týnist -- oo finnst í fyrradag hvarf stúlkubarn á 6. ári heiman að frá sér að Hóli eigi alllangt frá Raufarhöfn. Klukkan var um 3 þegar barn- ið týndist. — Var þegar safnað mönnum og leit hafin. Leituðu um 50 manns og fundu hana langt frá bænum kl. 3 í fyrri- nótt. Var hún furðanlega hress, og hafði alltaf verið að leita að bænum. Eftirlit með notkun raf- ofna verður tekið upp ð ný Eins og kunnugt ■ er, 'þá er bannað að nota rafofna til upp- hitunar á tímabilinu kl. 11—12 f. h. Allstrangt eftirlit var haft með því, að þessu væri hlýtt á s. 1. vetri. í sumar hefur eftirlit þetta fallið niður, enda enginn hörgull verið á rafmagni. ! Rafmagnsstjóri tilkynnti á fundi bæjarráðs í gær, að nú væri farið að bera á spennufalli á þeim tíma, er rafeldavélar eru mest notaðar, og yrði því að taka upp eftirlit með notkun raforku. Menn mega því búast við því, að næstu daga verði komið til þeirra og rannsakað, hvort þeir hafi rafofna í notkun á fyrr- greindu tímabili. Framhald af 1. síðu. 7. kvöldvaka, 5. febr. 1943 (J. H.). Nýja söngbókin var vígð og sagt frá upphafi og tildrögum sumra þeirra kvæða, sem sung- in voru. Lesið var upp úr ný- kominni bók eftir Halldór Kilj- an Laxness, Sjö töframennl — 80 nöfn í gestabók. ■ 8. kvöldvaka, 25. febr. 1943 (J. B.). „Úr Reykjavíkurlífinu á 19. öld“. Lesnir kaflar úr ferðasög- um Hookers, Mackenzies og Hen dersons, Pilti og stúlku, endur- minningum Indriða Einarssonar, Matthíasar Jochumssonar, Klem ensar Jónssonar og Þorv. Thor- odds ' ^eykjavík eft- ir Gc _ cg Reykjavík um aldamótin eftir Benedikt Gröndal. Lesin og sungin kvæði eftir Bjarna Thoroddsen, Jón Ól- afsson, Guðmund Torfason, Jón Thoroddsen, Matthías Jochums- son, Björn M. Ólsen og Hannes Hafstein. — 66 nöfn í gestabók. 9. kvöldvaka, 11. marz 1943. J. B. flutti erindi um endurreisn Alþingis. J. H. las upp kvæði eftir Jónas Hallgrimss. og kafla úr ritgerð Tómasar Sæmunds- sonar um Alþingi. Stúdenta- kvartett söng íslenzk lög. — 93 nöfn í gestabók. 10. kvöldvaka, 31. marz 1943 (J. H.). Lesið upp úr nýkomnum íslenzkum ritum, Norrænum Jólum 1941 og 1942 og Stúdenta- blaðinu 1. des. 1942. — 61 nafn í gestabók. 11. kvöldvaka. 13. apríl 1943 (J. H. og J. B.). Lesið upp úr ný- komnum íslenzkum tímaritum, einkum Tímariti Máls og menn- ingar 1941—1942. — 109 nöfn í gestabók. 12. kvöldvaka, 27. apríl 1943 (J. H.). „Jónas Hallgrímsson11. — 68. nöfn í gestabók. 13. kvöldvaka, 17. júní 1943 (J. H. og J. B.). Flutt minni Jóns Sigurðssonar (J. H.). Lesið upp úr nýkomnum íslenzkum bók- um: Halldór Kiljan Laxness, Vettvangur dagsins, Halldór Stefánsson, Einn er geymdur, Davíð Stefánsson, Solon Island- us, og Þórbergur Þórðarson, Of- vitinr — 109 nöfn í gestabók. Kos ;ð kvöldvökurnar (húsaleiga, & ng tilkynninga, fjölritun söngva o. fl. smávegis) varð ca. 800 kr. alls. Um áramót- in ákvað stjórn félagsins að hef j- ast handa um útgáfu söngbókar, sem nota ætti í stað fjölritaðra söngva á kvöldvökum og öðrum samkomum íslendinga. Um 200 kr. af styrknum voru notaðar til útgáfunnar, og auk þess styrkti íslendingafélagið útgáfuna með 300 kr. — Þeim Jóni Helgasyni og Jakobi Benediktssyni var fal- ið að annast val kvæðanna, og í byrjun febrúar kom bókin út. Hún er 100 síður í vasabroti, og eru 1 henni 145 íslenzk kvæði. — Sökum þess, hve vel gekk að afla fjár til útgáfunnar, hefur verið hægt að selja bókina mjö'g vægu verði (2 kr.), enda hefur hún hlotið miklar vinsældir. 21 Richard Wright: ELDUR OG SKÝ Hann sá hús, hvít, kyrr og köld í nóttunni. Hvernig væri að ég færi til Houstons? Nei, hann er hvítur. Hvítur... Jafnvel þó að hann leggi út af sömu guðspjöllunum og ég, þá er ekki víst að hann hleypti mér inn... Hann fór fram hjá kirkjugarði girtum með háum járngrindum. Hvít- ur kirkjugarður, hugsaði hann með djúpri beizkju. Góður guð á himnum, jafnvel hinir dauðu geta ekki verið saman! Hann staðnæmdist og hélt á skyrtunni í höndunum. Hann kveið fyrir að fara í hana, en hann mátti til. Eg get ekki gengið þannig um göturnar. Hann smeygði skyrtunni gæti- lega yfir höfuð sér, márin holdkvikan brann í glóandi kvala eldi, með krampakenndri sveiflu færði hann sig í ermarn- ar, því sneggri hreyfing þeim mun styttri þjáning, hugs- aði hann. Kvalirnar ætluðu að æra hann, honum fannst hann verða að hlaupa. En hann mátti ekki hlaupa í hverfi hvítra manna. Ef hann hlypi myndi hann vreða skotinn sem innbrotsþjófur, eða einhver glæpamaður. Hann hélt áfram með hægum, klunnalegum hreyfingu. Vegurinn var nú ekki lengur malborinn, malbik tók við. Framunda glóðu götuljós í rauðlitaðri móðu. Hann heyrði fótatak framundan í gráskyggðri götunni. Hann mætti hvítum manni og hlustaði síðan á fótatak hans fjarlægjast að baki sér. Hann staðnæmdist^á götuhorni og studdist við símastaur. Það myndi hyggilegra að fara gegn- um úthverfin en inn í borgina. Inni í borginni myndi hann verða stöðvaður, yfirheyrður og ef til vill settur í fangelsi. Þrem húsum lengra mætti hann hvítum dreng svo skyndi- lega og óvænt að hann hrökk í kuðung af hræðslu. Þegar drengurinn var farinn fram hjá honum snéri hann sér við og horfði á eftir honum og sá þá að drengurinh hafði einn- ig snúið sér við og starði á hann. Hann hraðaði sér áfram. Við næsta hús sá hann hvíta konu koma á móti sér.-Þegar hún átti um þrjátíu skref ófarin til hans för hún yfir göt- una og hélt áfram þeim megin. Það kom klökkvi í háls- inn á honum, svo hló hann þöglum, bitrum hlátri. Eg ætla ekki að gera þér mein, hvíta frú. Eg er nú aðeins á leið- inni heim til mín.... Hann hélt áfram gegnum hvíta hverfið eins og hann gengi á eldi. Sá dagur kemur að þeir brenna, sá dagur að þeir brenna í reiðieldi guðs almáttugs! Hversvegna þjá þeir okkur svo mjög? Það er yfirfljótanlegt af öllu í ver- öldinni! Samt kvelja þeir okkur! Þeir sjúga blóð okkar eins og lýs! Hvergi finnst blettur að hægt sé að ganga á sem þeir eiga ekki! Guð veit að það er ekkert réttlæti! Hann skapaði jörðina fyrir okkur alla! Hann laug engu þegar hann skapaði okkur á þessari jörð og sagði, verið frjósöm, margfaldizt og uppfyllið jörðina.... Hann varð gripinn nístandi hatri, staðnæmdist og horfði upp til stjarnanna. „Guð, ef þú gefur mér þrótt, skal ég rífa þetta gamla hrófatildur niður að grunni! Rífðu það niður, guð! Brjóttu það eins og Samson braut niður musterið!" Hann hélt áfram og talaði í hálfum hljóðum. „Guð, birtu mér vilja þinn! Talaðu til mín, guð!“ Hann hélt skyndi- lega niðri í sér andanum. Dökkklæddur maður gekk út úr skugganum framundan honum. Það glitraði á málm. Þetta var lögregluþjónn. Hann gekk beinn og rösklega. Eg ætla að staðnæmast, hugsaði hann. Eg ætla ekki að láta hann skipa mér að staðnæmast.... Hann sá andlit hvíta mannsins nálgast. Svo staðnæmdist hann og beið. „Upp með höndurnar, negri!“ „Yessir“. Hann lyfti höndunum upp. Lögregluþjónninn þreifaði á mjöðum hans og hliðum. Hann var viðþolslaus á svörtu bakinu, en beit á vörina og stóð kyrr. „Hjá hverjum vinnur þú?“ „Eg er prestur, herra''*. „Prestur?“ ,,„Yessir“. „Hvað ertu að gera hér á þessum tíma nætur?“ „Eg var að heimsækja veikan mann sem sækir kirkju hjá mér, hann er dyravörður, herra, og vinnur hjá frú Harvey....“ „Hverjum?11 „Frú Harvey, herra“. „Eg hef aldrei heyrt hennar getið og hef þó verið á þess- um slóðum í tíu ár.“ „Hún á heima hérna skammt frá, herra“, sag'ði hann, sneri sér í hálfhring og benti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.