Þjóðviljinn - 08.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.09.1943, Blaðsíða 1
¦•8. árgangur. Miðvikudagur sept. 199. Þjóðviljinn 8 síður! Fáið nýja kaupendur að ÞjóðTÍlj- anum. Með því flýtið þið fyrir stækkun hans. Framlögum í blaðsjóð Þjóðviljans er veitt móttaka á skrifstofum flokks ins, Skólavörðustíg 19 (nýja húsið), tölublað. Sími 4824. Bardagar í lífhverfum Sfalíno Þjóðverjar hafa míssf l mífljón mamia á fveímur mánuðum Rauði herinn hefur tekið bæ á járnbrautinni frá Gomel til Úkraínu, og þar með rofið aðalsamgönguleið þýzku herjanna milli mið- og suðurvígstöðvanna, seg- ir í aukatilkynningu, er sovétherstjórnin birti í gær- kvöld. Er járnbrautarbær þessi aðeins 25 km. frá hinni miklu járnbrautarmiðstöð Bakmats, en að þeirri borg sækja Rússar nú úr mörgum áttum. Sovétherinn í Norður-Úkraínu sótti fram 10—15 k/n. í gær og tók 150 bæi og þorp. Harðir bardagar eru háðir norðvestur af Poltava og í Donetshéruðunum og vinna Rússar hvarvetna á. Er barizt í úthverfum Stalíno, hinnar miklu iðnaðar- miðstöðvar Donetshéraðsins. Rauði herinn í Donetshéruðun um sótti fram 10—20 km. og tók 90 bæi og þorp í bardögunum í gær. Skemmdarverk á dönskum járn- brautum Skemmdarverkum er stöðugt haídið áfram í Danmörku, eink- um á járnbrautum og í hergagna verksmiðjum. I fregn frá London segir að akstur hafi stöðvazt á 20 járn- brautarlestum í Danmörku síð- ustu dagana vegna skemmdar- verka. Þjóðverjar reyna að eyði- leggja sem allra mest af verk- smiðjum qg iðjuverum áður en þeir halda undan, en víða er sókn rauða hersins svo hröð, að ekki vinnst tími til eyðilegging arinnar. í tveggja mánaða bardögum á austurvígstöðvunum, frá 5. júli til 5. september, heíur þýzki heirinn misst lVz millj- ón manna, og hafa 420 þús- und fallið og meir en 83,0 þúsund verið teknir fangar. Hergagnatjón Þjóðverja hef ur einnig verið gífurlegt þessa tvo sumarmánuði. Þýzku her- írnir hafa misst 9500 skrið- dreka, 7000 fallbyssur, 5300 vélafarartæki og 5700 flugvél- ar. Fasistaher innikrðaður syöst á Kðlabrfuskaga? Herix Breta og Kanadamanna sækja fram á Kalabríu og hafa nú 80 km. strandlengju á valdi sínu, og sækja einnig inn í landið, þvert yfir Kalabríuskagann. Hafa þeir náð 30 km. af vegi einum frá austri til vesturs, og eru talin líkindi til, að fasistaherirnir, sem eru fyrir sunnan þann veg verði króaðir inni. Mótspyrna fasistaherjanna er lítil, en þeir reyna að tefja sókn Bandamanna sem mest með því að sprengja allar brýr í loft upp og leggja jarðsprengjur í stór svæði. Einn af fréttariturum Banda- manna komst svo að orði í gær, að aðalóvinur brezku og kand- ísku herjanna á Kalabríu væri dýnamitið því að svo megi heita að sóknarherinn komi aldrei að heilli brú á vegunum. Útvarpsumræður um fjárlagafrumvarpið Fyrstu umræður um frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1944 fer fram á Alþingi í dag. hefst hún kl. 13,30 og verður út- varpað. Fjármálaráðherra flytur framsöguræðu sína, en síðan hafa flokkarnir hálfrar stund- ar ræöutíma hver, en fjár- málaráðherra síðan stundar- fjóröung til andsvara. ::;:::::":::::::::: Þýzkir skriðdrekár, sem rauði herinn hefur eyðilagt í sókn sinni, og Þjóðverjar hafa yfirgefið á undanhaldinu. Innrðs í Suður- Frakk- land segir Madridútvarpið Madrid útvarpið skýrði í gær frá því að öflugur Bandau ríkjaher sé í þann veginn að hefja innrás í Suður-Frakk- land. Engar staðfestingar hafa fengizt á flugufregn þessari, en víst er um þaö að Þjóð- verjar eru mjög uggandi um hag sinn á Suður-Frakklandi. Hafa nýjar tilskipanir verið gefnar, sem banna Frökkum að hafast við á vissum svæö- um strandarinnar. Fuodur Roosevelts Churchills oo Stalins í fregn frá Washington segir að haldið sé áfram viðleitni að því marki að koma á fundi þeirra Roosevelts, Stalíns og Churchills. Segir í fregninni, að líkindi séu til að undirbúningi þessum miði vel áfram næstu tvo sólar- hringana, og muni að þeim tíma liðnum vera hægt að skýra nán- ar frá honum. Rótfækar hreyfingar vægðarlaust ofsóttar Herstjórn sú, er fyrir nokkru brauzt til valda í Argentínu, sýnir sig að vera hin versta harðstjórn sem lítur á það sem höfuð- markmið sitt að berjast gegn „kommúnisma", sem hún auðsjá- anlega skilur líkt og Hitler túlkar það orð. Jafnhliða klínir hún sér upp við afturhaldið í Bandaríkjunum og Bretlandi — og nýtur auðvitað fullrar viðurkenningar Hitlers. „Victory Commitee" (Sigúr- nefndin), sameiginleg nefnd allra flokka og hópa, sem hlyntir eru Bandamönnum, Hitler var reiðubúinn til innrásar í Bretland „Hitler var reiðubúinn til inn- rásar í Bretland 1941, þegar honum bárust fregnir um að hætta væri á ferðum, af því Rússland væri að sýna vopna- mátt sinn", sagði einn af ræðu- mönnum nazista, Schneider, ný- lega á fjöldafundi í Dresden, samkvæmt frétt, sem fréttarit- ari Reuters birti í Stokkhólmi 23. ágúst. Og hann bætti við: „Hitler varð að hætta við að veita Bret- landi rothöggið, til þess að snúa sér að Rússum". hefur orðið fyrir barðinu á þessum ofsóknum þannig að hjúkrunargögn og fleira, sern hún hafði safnað og var um 500 þúsund króna viröi, var gert upptækt. „Vanguardia", blað Sósíal- istaflokksins hefur verið1. al- gerlega bannað. Ráöstefna Framhald á 4. síða Skotið á sænska báta í Skagerak Þýzkir tundiu-bátar hafa enn á ný skotið á sænska fiskibáta, er voru að veiðum í Skagerak, að því er segir í fregn frá Stokkhólmi. Hittu skotin ekki og sákaði engan bátanna, en búizt er viö að sænska stjórnin muni mótmæla þessu tilræði. x

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.