Þjóðviljinn - 08.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.09.1943, Blaðsíða 3
o f /> * f> ÞJ6 JVILJINN 3 i5vikudt ^ió&yiiJimi Útgefandi: Sameiningarflokkoi alþýðii — S6*íalUtaflokkurran Riutjórax: Eiinar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastrœti 17 — Vfkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstreeti 12 (I. hreð) Sími 2184. Vfkingsprent h.f. Garðastrreti 17. /_____________________________ Kaupgjald og tóbab Efasamt er hvort Alþingi hefur veri'ö sýnd öllu meiri lítilsviröing og hvort þaö sjálft hefur gert sér öllu meiri smán en meö afgreiðslu lag- anna um verðhækkun á tó- baki. Ríkisstjórn krefst heimildar til stórkostlegrar fjáröflunar. Hún neitar að gera þinginu grein fyrir, til hvers hún ætli aö verja þessu fé, hún neitar að gera því grein fyrir hve miklar tekjur muni af þessu fljóta. Hún krefst þess aö þingið veiti umbeöna heimild, tafar- laust, og án þess þaö geri sér grein fyrir hvaö þaö raun- verulega er aö gera — og sjá, þingið beygir sig, þingmenn þriggja flokka, Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins, af- greiöa máliö, gegu atkvæöum eins flokks, Sósíalistaflokks- ins. Þetta er lærdómsrík saga út af fyrir sig, en ef til vill er þó enn lærdómsríkara aö athuga hvað bjó aö baki þess- ari heimild um hækkun á tó- baki. Ríkisstjórnin hefur sagt ein- stökum þingmönnum hvaö fyrir henni vakti. Hún kallaöi á formenn flokkanna á laugardaginn, og skýröi þeim frá því og gat þess um leið að hún vildi aö þeir greindu þingflokkum frá mála vöxtum, á mánudag, áður en þingfundir byrjuöu. Ekki ósk- aði hún eftir aö fá aö heyra undirtektir þingflokkanna, en vitneskja sú, sem formennim- ir áttu aö láta þeim í té, átti að nægja til að máliö yröi ekki rætt á þingi, þaö átti sem sé að pukra því í gegn, og tryggja að almenningur fengi ekkert um hinar raxm- verulegu ástæöur aö vita. For- menn flokkanna boðuöu allir flokksfundi áðúr en þingfund- ir hófust á mánudag. Marga þingmenn mun hafa vantaö á þá fundi, og fjarri var því að tími ynnist til að ræða málið og taka til þess flokks- lega afstööu, enda haföi rík- isstjórnin ekki óskað eftir því. Eftir því sem stjómin hef- ur skýrt formönnum flokk- anna frá, lítur hún svo á, aö í dýrtíðarlögunum, sem samþykkt vom í lok síöasta Jónsdóttir [Fáein minningarorð i. í dag verður Friöbjörg Jóns dóttir jarðsungin hér í bæn- um. Hún fæddist 11. maí árið 1881 á Hólum í Noröfirði, en foreldrar hennar vom Jón Matthíasson, Richardssonar Long, og Pálína, dóttir Sveins bónda Sveinssonar aö Hólum. Hjónin Sigmundur Jónsson og Guðrún Sigfúsdóttir í Gunn- hildargerði í Hróarstungu tóku Friöbjörgu í fóstur, þeg- ar hún var tveggja ára. Hún ólst upp hjá þeim til ferm- ingai’aldurs, en vann síöan fyrir sér í vistum hingaö og þangaö um HéraÖ og Aust- firði. Áriö 1903 réðst hún vinnukona aö Kjólsvík í Borg- arfjaröarhreppi, en sá bær stendur eimi í krika milli fjall anna andspænis opnu hafi. 12. júní 1905 giftist hún bónd- anum þar, Guömundi Magn- ússyni, þá 24 ára gömul. Þau bjuggu í Kjólsvík til 1918 við mikið harörétti, fluttu síðan blásnauö aö Bakkagerði í Borg arfirði, en jörðin lagðist síöar í eyði. Guömundur dó 1923, en þau höföu þá eignast sex börn, sem enn eru öll á lífi, Emilíu, Magnús, Jón Matthí- as, Sigurö, Kristján og Jó- hann Sigurð, sem var aöeins ársgamall, þegar faöir hans féll frá. Friðbjörg kom til Reykjavíkur áriö 1933 og bjó hér með sonum sínum til dauöadags. Hún andaðist snemma um morguninn 29. ágúst eftir langvarandi veik- indi. II. Ég, sem skrifa þessar línur, myndi telja mig snauöari, ef ég hefði ekki kynnzt Fxiö- björgu Jónsdóttur, því aö hún Friðbjörg Jónsdóttir. var aö mörgu leyti einstæö kona. Ég kynntist henni fyrst, þegar ég var sextán ára ungl- ingur, — það var á mildum og hlýjum júlídegi sumarið 1935. Ég átti erindi viö son hennar, en hún tók þannig á móti mér, aö ég hef síöan ver- ið tíöari gestur á heimili hennar en flestum öörum í bænum. Þaö virtist leiöa af sjálfu sér, aö allir, sem ein- hver kynni höfðu af Frið- björgu, yrðu tíöir gestir hjá henni, þótt húsakynnin væru þröng, híbýlaskrautiö lítið og efnin lengst af vægast sagt takmörkuð. Kringum þessa lágvöxnu, hæglátu og ein- lægu konu ríkti sérstakt and- rúmsloft, sérstök mildi og hlýja, sem minnti mig alltaf á júlídaginn, þegar fundum okkar bar saman, jafnvel þótt mjöll lægi á þakinu og skamm degisrökkriö þyngdist fyrir ut- an hrímgaöar rúðurnar. Og það var sannarlega ekkert undrunarefni, að margir yröu heimagangar hjá henni, því aö hún bar móðurlega um- hyggju fyrir vinum sínum, tók þátt í fögnuöi þeirra og sorgum, fylgdist með áhuga- málum þeirra, viðfangsefnum og fyrirætlunum, geröi allt, sem í hennar valdi stóö, til þess aö verða þeim aö liöi, þótt hún væri stundum sár- þjáð og yröi aö beita viö. sig hörku'til þess aö leggjast ekki í rúmiö. Þaö var eins og djúp- in, sem skilja sundur kynslóö- irnar, yrðu að þjóösögu í ná- vist hennar, því að hún brú- aöi þau auöveldlega með óeig- ingirni sinni og fórnfýsi, for- dómaleysi sínu og mannúö. Hún var oröin úttauguö og heilsulaus, hárið gránað í vöngum, hjartaö bilaö og hþndumar farnar aö titra. Fegurstu aldursárin höfðu liðiö í þrotlausu striti fyrir brýnustu nauösynjum, þrot- lausri baráttu við örbirgö og skort, en þrátt fyrir þaö bjarm aöi af meiri lífstrú í svip hennar en margra annarra, sem yngri vom og minna höföu reynt. Sú trú haföi komizt ókalín um langan veg, brotizt gegnum hörö veöur og bjargað henni, þegar mest lá viö. Ég minnist þess ekki, að ég hafi heyrt hana hallmæla nokkrum manni, en hinsveg- ar hafði hún litlar mætur á því þjóöskipulagi, sem elur bæöi hungur og óhóf innan vébanda sinna. ÞaÖ kenndi oft sárrar beiskju í rödd henn- ar, þegar hún leit um öxl og rifjaði upp liöna ævi, en henni var 'samt miklu tamara aö horfa fram a~ viö og reisa vonarborgir, enda haföi bjart- sýni hennar, kjarkur og dugn- aöur löngum neitaö að leggja árar í bát, þótt flest sund virtust lokuö. Og ég held, aö blikiö í augum hennar, dökk- um og skærrnn, hafi oröiö hýrast, þegar hún ræddi um hirm nýja heim, sem mönn- unum myndi senn auönást aö skapa. Viökvæmustu stxmd ir lífs hennar voru tengdar við eyöijörð milli austfirzkra fjalla andspænis opnu hafi, en margar djörfustu vonir hennar átti þessi nýji heim- ur aukins réttlætis, þótt hún gengi þess ekki dulin, að sjálf fengi hún ekki aö njóta fagnaöar hans. — ' III. Ég ve.it, að fátt hefði FriÖ- björgu Jónsdóttur falliö verr en aö á hana væri boriö lof, sem hún ætti ekki skiliö. Þaö er mér líka víös fjarri aö skrifa um hana dána hálf- satt eðá tilgerðarlegt hól. Ná- in kynning okkur um átta ára skeið heföi þá oröiö til einskis, hin einlæga vinátta okkar reyndist þá ósönn. En mér kom hún þannig fyrir sjónir, aö hún sameinaöi í óvenju ríkum mæli marga þá eiginleika, sem tignastir hafa þótt og göfugastir í fari ís- lenzkra alþýöukvenna fram á þennan dag. Hún var ekki aöeins börnum sínum góö móöir, heldur auösýndi hún öllu lifandi í kringum sig, mönnum og málleysingjum, djúpan innileik og nærgætni, sem aldrei kraföist endur- gjalds, því aö henni leiö illa, ef hún gat ekki oröið þeim aö liöi, sem hún vissi, áö vom hjálparþurfi. Hún var gædd næmri réttlætistilfinningu, hataði kúgun og fláttskap, haföi óbeit á drambi og höfö- ingjadekri, kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd, en var merkilega laus við hverskonar einkamála- hnýsni, vandlætingu og hleypi dóma. Frjálslyndi hennar og sívökull áhugi á sérhverri ný- breytni hláut aö vekja furðu, þegar máöur haföi þá tíma í huga, sem heföu átt aö móta lífsviöhorf hennar til hlítar samkvæmt guðs og manna lögum. Hún hafði í Framh. á 4. síðu. þings, hafi henni verið gefin heimild til aö lækka sölu- verð á landbúnaðarafuröum meö framlögum úr ríkissjóöi og þurfi hún ekki aö spyrja þingiö ráða, um hvort nota skuli þessa heimild eða ekki, ef nauösynlegt fé sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er var á þessu ári lagöur á sérstak- ur skattur, verölækkunarskatt ur, til aö mæta útgjöldum, sem af lækkun útsöluverös landbúnaöarafurða leiðir. Þessi skattur veröm’ ekki lagð- ur á næsta ár, nema Alþingi samþykki lög þar um. Stjómin er nú ákveöin í aö leggja fram fé úr ríkissjóði til að lækka útsöluverö á kjöti og mjólk, einnig eftir aö sam- komulag sex manna nefndar- innar tekur gildi, en það er 15 þ. m. Hún áætlar aö yfir árið muni þmfa 9 milljónir króna til þessarar verölækk- unar, og þessar milljónir hyggst hún aö fá meö því að tvöfalda verö á áfengi, en þaö er hægt aö gera án sér- stakrar lagaheimildar, og meö að hækka álagningu á tóbaki, en til þess þurfti lagaheimild. Stjómin ætlar að selja áfeng- ið svo rösklega, að ríkissjóður fái 6—7 milljón króna hagn- aö til viðbótar þeim sex millj- ónum sem hagnaöurinn nam á þessu ári. Á tóbakshækkun- inni hyggst hún aö hagnast 2—3 milljónir. Þannig ætlar hún að fá þær 9. milljónir, sem hún telur sig þurfa til aö lækka verö á kjöti og mjólk, en það þýðir lækkun vísitölunnar, og þaö aftur launalækkun, og þá emm viö komin að megin atriðinu í aögeröum stjórnarinnar. Rétt er í þessu sambandi áö minna á, aö sé hlutdeild mjólkur og kjöts rétt metin í vísitölunni, þá skiptir þaö launþegana út af fyrir sig engu máli hvort verð á þess- um vörum er hátt eöa lágt. Hinsvegar getur verölag á þessum vömm og öörum vör- um, sem áhrif hafa á vísitöl- una, oröiö svo hátt, aö erfitt eða ókleift reynist, að fá þaö verð fyrir útflutta vöm, sem nauösynlegt er til að skapa þeim viðunandi lífskjör, sem viö þá framleiöslu vinna. Þessi staöreynd getur leitt til þess, að nauösynlegt veröi aö grípa til opinberra ráöstafana til að hindra hækkun vísitöl- unnar eöa aö lækka hana. Þegar aö þessu er komiö hefjast auövitaö átök um hvaðan eigi áö taka fé til þessarar þarfar. Sósíalistar hafa fyrir löngu bent á, aö eðlilegasta leiöin sé aö fella niöur tolla á öllum nauö- synjavörum. Sú ráöstöfun mundi leiða til verulegrar verö lækkunar á nauðsynjavörum, og þá um leiö til eðlilegrar og heilbrigörar lækkunar á vísitölunni. Auk þess væri meö þessu létt af þjóðinni nef- skatti, sem allir verða ' að borga jafnt, án tillits til efna og ástæðna. Komi þaö ‘í ljós, aö slíkar ráðstafanir nægi ekki til þess að koma útflutn- ingsverzluninni á lífvænlegan gmndvöll, veröur að afla fjár til beinna styrkja, með skött- um, sem miðaðir séu við tekj- ur og eignir, og þyngstir á hátekjum og miklum eignum. Það er þessi eðlilega leið sem stjórnin er aö foröast, meö tóbakslögum sínum. Hún hyggst aö láta þá sem tóbaks neyta borga 2—3 milljónir til aö lækka þeirra og annai’ra laun. Þessar milljónir á hins- vegar aö gefa stærstu útflytj- endunum. Þetta er mergurinn máls- ins, stjórnin ætlar launþegun- um aö reykja og drekka til aö lækka laxmin sín, í tvö- faldri merkingu. Væri ekki rétt aö svara þessu meö því aö spara tóbak og brennivín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.