Þjóðviljinn - 09.09.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 09.09.1943, Qupperneq 2
2 Þ J O Ð VIL J IN N Fimmtudagur 3. sept. 1943. Happdættishús Laugarneskirkju Hefur nokkur efni á að neita sér um möguleikann á að eignast slíkt hús sem þetta, þegar það kostar ekki nema 5 krónur- ©OOOOO0OOOOOOOOOO íslendingar Innilegt þakklæti fyrir vinsemd og heiður mér veittan á ferð minni um íslandsbyggðir. Sér- staklega: Norðfirðingum, Vopn- firðingum, Akureyringum, Sigl- firðingum og íþróttafélögunum. Jóhannes Kr. Jóhannesson. JSOOOOOOOOOOOOOOOO MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo i Bréf til heiðins húsnæðis- leysingja. Heiðraði herra! í Bæjarpósti Þjóðviljans 5. sept- ember skrifið þér grein um happ- drætti Hallgrímskirkju. Þessi grein er ekki meir en í meðallagi vinsam- leg í garð okkar, sem þar eigum hlut að máli. Og þar eru nokkur atriði, sem mig mundi langa til að ræða við yður í fullri góðgirni. Þér nefnið yður mann, sem hús- næðisleysið hafi gert heiðinn. M. ö. o. þér hafið verið lærisveinn Jesú Krists, en yfirgefið lífsskoðun hans og lífsstefnu, vegna þess, að þér haf- ið um skeið orðið húsnæðislaus í Reykjavík. Þér hafið þó vafalaust vitað, að til var húsnæðisleysi í heim inum, áður en þér urðuð sjálfur hús- næðislaus. Og þér hljótið líka að vita, þótt ekki væri nema af afspurn, að til er í heiminum eymd, sem er ægilegri, hroðalegri og jaínvel enn sárari en húsnæðisleysi Reykjavíkur og er þó satt að segja ekki á það bætandi. En það er ekki eins dæmi, að menn finni þá fyrst alvarlega til vandamálanna er þau snerta þá sjálfa eða þá, sem þeim eru kær- astir. Nú eru það húsnæðismálin, er komu yður til að endurskoða trúar- hugmyndir yðar. Og þó verð ég að segja, að ef þér hafið aldrei fyrr orð ið að heyja innri baráttu m. a. vegna þeirrar eymdar, et mannlífið á til, þá hefur kristindómur yðar kostað minna en trúarsannfæringin kostar flesta kristna menn. Það er ef til vill einmitt þess vegna, sem þér byggið kristindómnum út úr hjarta yðar, um leið og þér fáið ekki inni í íbúð- arhúsum Reykjavíkur. En einu sinni var mannssonur, sem hvergi átti höfði sínu að að halla, þótt refir ættu greni og fuglarnir hreiður. Hann fann áreiðanlega eymd mann- anna, engu síður en þér. Þó gerðist hann ekki heiðinn. Hann gerðist höf- Málverkasýning ÞORVALDAR SKÚLASONAR og GUNNLAUGS SCHEVINGS í sýningarskálanum við Kirkjustræti. Opin daglega kl. 10 til 10. ATVINNA Nokkrar saumastúlkur, aðstoðarsaumastúlkur og lærlingar í kjólasaum geta komizt að á saumastofu mmm. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. HENNY OTTÓSSON Kirkjuhvoli. winn undur kristindómsins. Og hann fann þá lausn á vandamálum mannlegs samfélags, sem dugir. Hversu ófull- komnar tilraunir, sem gerðar eru til þess að feta í fótspor hans, leiða þær alltaf af sér blessun. Hann vís- ar líka veginn út úr því böli, sem leiðir af húsnæðisskorti í Reykja- vík, því að af hverju stafar það böl öðru en því, að mönnum, sem guð hefur skapað sem félagsverur, tekst ekki að skipta gæðum jarðar bróður- lega milli sín? En af hverju tekst það ekki betur, nema af því, að þeir eru enn of fjarlægir Kristi í hugsun og breytni? Kristur er mönnunum svo óendanlega miklu meiri í siðferði- legri breytni. En nú er það sannað mál af sögu mannkynsins, að háar hugsjónir hafa aðdráttarafl, þrátt fyrir allt, og færa mennina' ofar í siðferðilegu tilliti. Þess vegna mun sambúð mannanna verða því betri, því meir, sem hugarfar þeirra mót- ast af Jesú fró Nazaret. Allar mis- fellur í þjóðfélaginu eru mér því staðfesting þeirrar skoðunar, að heim urinn þurfi að verða enn betur krist- inn. Og ég hygg, að hvorki þér né ég sjálfur séum undanskildir þeirri þörf. Það félag, sem sérstaklega hefur það hlutverk á hendi að boða kenn- ingu Krists, *er kirkjan. Á henni eru vitaskuld miklir gallar. En ég tel þann mann blindan, sem ekki hefur á þessum tímum komið auga á það siðferðisþrek, sem sú trú veitir, er kirkjan boðar. Píslarvottar þessara stríðsára munu reynast nýtt útsæði kristninnar. Og ef þér væruð kunnugur því sjálf- boðastarfi, sem kristin kirkja vinn- ur t. d. með þjónustu sinni við flótta- fólk frá einræðislöndunum, ber ég það traust til yðar, að ég tel víst, að þér munduð ekki vilja fullkomlega afneita þeim anda, er slíku verki stjórnar. Hér í Reykjavík, sem og annars staðar á íslandi er kristin kirkja starfandi. Eg veit, að þér munuð ekki bera á móti því, að sé sú starf- semi á annað borð einhvers virði, er henni ætlaður alls ónógur húsa- kostur. Ef þér viljið kynna yður starfsskilyrðin betur en almenningi nokkurntíma eru kunn, eruð þér hjartanlega velkominn til messu í Hallgrímssókn, og vænt þætti mér um, ef þér gerðuð mér þá ánægju að koma heim til mín og ræða málið í fullri vinsemd. Við höfum enga á- stæðu til annars en að tala saman í bróðurhug. Oft hefur bygging Hallgrímskirkju verið rædd í sambandi við húsnæð- ismál. Það er satt að segja eins og ekkert sé hægt að gera í því efni, án þess að reka sig á, þó að ýmiskonar aðrar byggingar, önnur happdrætti eða sgmskot fói óátalið að halda á- fram. Fyrst og fremst er það kirkjan sjálf, sem á að taka efnið frá hús- næðisleysingjunum. Helgafell spurði lesendur sína: „Á að byggja Hall- grimskirkju nú þegar?“ Þessi spurn- ing var þóttur úr vísindalegri skoð- anakönnun, sem sérmenntaðir menn áttu að útbúa, svo að hún yrði sem gleggst. Nú efast ég ekki um, að þeir séu allir sæmilega menntaðir menn, þótt ekki sé hægt að hrósa þeim fyrir það, að þeir risti of djúpt í þessu viðfangsefni. Það hefur nefni- lega engum manni komið til hugar að reisa Hallgrímskirkju undir eins. Það hefði ekki verið svo illa til fund- ið af þessum skoðanakannanaspek- ingum, að þeir hefðu grennzlazt eftir því fyrst, hvort það ætti að byggja Hallgrímskirkju nú þegar. Þá hefðu þeir vafalaust haft spurninguna r svona: „Á að byggja af Hallgríms- kirkju part, sem samsvarar að efni- við einu íbúðarhúsi fyrir tvær fjöl- skyldur eins og byggingum hefur ver- ið hagað hér á seinni árum?“ — Nú hafa þeif, sem vildu hindra þessa byggingu, fengið ósk sína uppfyllta, en ég fæ ekki séð, að það hafi bætt mikið úr húsnæðisvandræðum borg- arinnar. ■ En sleppum nú byggingar- málinu sjálfu. Það er í rauninni utan við umræðuefni okkar. En happ- drættið okkar hefur heldur ekki far- ið varhluta af árekstri við húsnæð- ismálin. Húsaleigunefndin var búin að horfa á húsið standa autt í allan fyrra vetur. Sennilega hefur það þá verið eina ónotaða eða lítt notaða húsið í bænum? Þegar Hallgrímskirkja átti að njóta góðs af húsinu, vaknaði nefndin. Betra seint en aldrei Þá gerði happ- drættisnefndin sjálf ráðstafanir til þess, að húsið yrði notað, en um leið vandlega séð um, að það skemmdist ekki. En hvað kemur þá upp úr dúrn um? Nú er sumstaðar kjamsað á þeirri slúðursögu, að nú getum við ekki losað húsið aftur, og verðum því svikarar við þann, sem hljóti húsið í happdrættinu. Auðvitað er allur slíkur áróður ekkert annað en bláköld lygi. En hann sýnir, hvernig starfað er af þeim, sem helzt unna kirkjunni ógagns, Hallgrími Péturs- syni háðungar og sjólfum sér með- aumkun seinni kynslóða. Nú eruð þér saklaus af því að hafa imprað á þessum hlutum. En þér mælið gegn happdrætti okkar, að mér skilst af þrem ástæðum: 1. Það sýnir litla guðselsku að kristnir menn skuli ekki gefa nægi- lega af fé sínu svo ekki þurfi að fá fé frá heiðingjum og vantrúuðum. 2. Hallgrímskirkjuhappdrættiðspill ir fyrir því, að lokið sé við Lauga- neskirkju, sem orðið hafði á undan að byggja hús og efna til happdrætt is. 3. Með happdrættinu er verið að nota sér neyð þeirra, sem eru hús~ næðislausir og storka þeim. Þessum röksemdum vil ég svara í réttri röð: 1. Það er alveg satt, að það er einn votturinn um mannlegan veikleika, e/ grípa þarf til nokkurra annarra ráða en beinna fjárframlaga í þessu skyni. Það væri skemmtilegt, ef ís- lenzka þjóðin tæki sig til og gæfi nægilegt fé til Hallgrimskirkju, Lauganeskirkju, barnaspítala, sjó- mannaheimilis og annarra nauðsyn- legra hluta, sem tryggja andlega og þjóðfélagslega menningu. En þó að allir skilji þörfina fyrir barnaspítala þarf að hafa skemmtisamkomur o. fl. til þess að koma honum upp. Og þótt allir'unni menntun, þurfti að setja upp happdrætti og kvikmyndahús fyrir háskólann. Það er orðinn almennur skilningur, að tombólur og: bazarar, skemmtisamkomur og happ drætti séu réttlætanlegar aðferðir til að safna fé til þeirra stofnana, sem taldar eru almenningi nytsamar. Flestir líta á þetta sem eina aðferð- ina við að gefa. Og margur er sá, sem finnst tíkallinn of smár til að láta hann á samskotalista, og þykir fullt eins viðfeldið að kaupa einn happdrættismiða fyrir hann. — Þér sjáið ekkert að athuga við það, að Lauganeskirkja njóti góðs af slíkri fjársöfnunarleið. Eg vona að þér unnið Hallgrímskirkju sama réttar. 2. Það er rangt til getið hjá yður, að Lauganeskirkja hafi orðið fyrri til með húshappdrætti. Bæði í blöð- um og útvarpi hafði verið lýst yfir því, að við hefðum fengið leyfi fil slíks happdrættis, og værum að búa undir það. Þetta drógst á langinn aðallega sökum þess, að happdrættis; nefndin vildi ekki fara í kapphlaup um efniskaupin við menn, sem áttu hálfbyggð hús. Og sumt af efninu var ekki fáanlegtt Lauganeskirkja hafði á sama tíma haft tvö bílahapp- drætti, og þeir, sem kunnugir eru okkar happdrættisundirbúningi, vita, að það var fullur vilji ó því að rek- ast ekki á þau happdrætti með því að hafa samskonar fyrirtæki í frammi samtímis. — Annars getið þér spurzt fyrir um það í stjórnar- ráðinu, hvenær hvor söfnuður fyrir sig hafi fengið happdrættisleyfið. Þá sjáið þér hvor er á undan. Raun- ar tel ég lítið unnið með því, að far- ið sé að ota tveim söfnuðum hvorum' á móti öðrum í þessu máli. Og það er fjarri mér að hafa á móti því, að þér gerið allt, sem í yðar valdi stend- ur fyrir Lauganeskirkju, að því einu tilskyldu, að þér látið aðra njóta sannmælis. 3. Mér skilst á yður, að við Hall- grímsprestar verðum ekki öfunds- verðir af að flytja drottinlega kveðju í Hallgrímskirkju, ef „tíkallar hinna húsnæðislausu" bergmála frá veggj- unum. Eg er ekki viss um, að þetta reynist eins átakanlegt og þér hygg- ið. Fyrst og fremst er á það að líta, að húsnæðisleysi all-flestra stafar ekki af tíkallaleysi. Húsaleiguokrið hér í Reykjavík og íbúðabraskið ger- ir auðvitað mörgum erfitt að kom- ast að sæmilegum kjörum, og sum- Framhald é 3. síðu. = I mmMMMmmnmmimmM l"IIIMI1||lll,l, MMM, MmMMMMMMMMMHMmill MMM M, IMMIIII, MMMMil .MIMMMMMMMMMMMM.MMIMMMIM.MMMMMM Ml B E N Z I N Skrifstofa Laufásvegi 2, sími 4493. Benzínstöðin Geirsgötu, sími 2368. Höfum nú aftur hafið sölu á benzíni og smumingsolíum. Benzínnotendur! Gætið hagsmuna yðar með viðskiptum við óháð, alíslenzkt félag. NÆGAR BIRGÐIR! ÁVALT LÆGSTA VERÐ! Nafta h. f. IIIMMMHMMMIMMIMHHIIMMIMIMIM|mMMIMIIIMIIIIMIIIHIIIIIMl4MIIMIIMIIIIIiaiMMIMIIIIHIMHIIIflMIHIIIIIHMHIIIII)HHMIIIIIMMHllH»»IHHIIHIIMIIIMIHI»IIHIIIMIMIHMIHMHM,IMHIIIMHIIIII„IIIHMIMMI|IMIIIIIMMIII|IMIIIMIIMMIIIMHMMIIIIHMI,lll‘mmiimimMIIHMIIIHIIMMIMMIMMIMIIMIIIIIIII irj I dag er slðasti soludagur í 7. flokki. MMIMIMMIIMIMMMMMMMIIIIMIMMin) Happdrœttið. mMMmMMmmmmMmiimMimmmiMmiMmmmmmmmmmmMmmmmMiimmMmmimmmMMiiiii IMIMMIIIIII|IMMIINI!I:|I>IIIMMMIIIIMMMIIIIMIIMIMMIMIIMIMIIIIIIMIMMMIII.IIIIMIIIIIIIIIIIIMIMMMIIII„„MIIIIM,MIIIMMMMMIMMM mmmiimmiiimmmimmmMmmMmHHHmmmmmiiiHimmmHHimma

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.