Þjóðviljinn - 10.09.1943, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.09.1943, Qupperneq 1
8. árgangur. Föstudagur 10. sept. 1943 201. iölublað'. Þjóðverjar sefja upp fasísfíska leppsljórn á Ifalíu. Ifalskur her bersf med Bandamönnum Thorstein Petersen kosinn forseti fær- eyska þingsins 2000 kr. gjöf til þjóð- legrar skreytingar Laugarneskirkju Séra Garðar Svavarsson skýrði Þjóðviljanum frá því að ónefnd hjón hefðu nýlega afhent sér 2000 kr. að gjöf, er varið skyldi til þjóðlegrar skreytingar Laugamesskirkju. Á þjóðminjasafninu er alt- aristafla sem var í Laugar- neskirkju hinni fornu og var hún gefin kirkjunni af Eggert Ólafssyni og Bjarna Pálssyni 1757, þegar þeir voru á ferð sinni hér, en þá dvöldu þeir einhvern tíma í Viðey, en Viö- ey átti kirkjusókn 1 Laugar- nesi. Þá er og til önnur tafla yngri, sem einnig var í Laug- arneskirkju, en er nú í einka- eign. Ætlunin er að fá einhvern málara til þess að endurmála þessar töflur og festa þær upp í Laugarneskirkju. Þá er og ætlunin að festa þar eiinnig upp myndir af þeim tveim biskupum, er setið hafa í Laugarnesi, en það voru þeir Steingrímur Jóns- son er var biskup 1825—1844 og sat í Laugarnesi ffá 1828, og Helgi Thordarsen er var biskup frá 1846— 1866 og sat þá í Laugarnesi. . Meðfram hliðveggjum Laug- arneskirkju eru bogagöng og er ætlunin að setja töflurnar á innri gafl þessara boga- ganga, en myndir biskupanna :á gaflana frammi við dyr. Íþróttasíðunni, sem átti að vera í blaðinu í dag, qr frestað til sunnu- •dags, vegna þrengsla í blaðinu. At- hugasemd frá hr. Klaus Sunnanaa varðandi viðtal hans við íslenzka blaðamenn bíður næsta blaðs af sömu ástæðum. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Hljómskálagerðinum kl. 9 í kvöld. Karl Runólfsson stjórnar. Öflugir Bandamannaherir gengu á land á Napoli- svæðinu á Ítalíu snerama í gærmorgun og hófu þegar sókn norðureftir, en stöðugur straumur herliðs og her- gagna er til landgöngusvæðisins. Komið hefur til bar- daga við þýzkar hersveitir og Bandamönnum orðið vel ágengt. ítalskar hersveitir hafa gengið í lið með landgöngu- her Bandamanna, og taka þátt í bardögunum við Þjóð- verja- ítalski flotinn er lagður úr höfn úr herskipalæg- inu Spezia, og stefnir til Sikileyjar. Víða á Norður-Ítalíu hefur komið til harðra bar- daga milli ítalskra og þýzkra hersveita. ítalskar f jalla- hersveitir settust að í hernaðarstöðvum við Brenner- skarð á þriðjudag, en ekki er vitað hvort þær halda þeim enn. Setulið Þjóðverja á Korsíku hefur verið gersigrað af ítalska hernum á eynni. Er talið að eyjan verði gerð að aðalstöðvum fyrir innrás í Suður-Frakkland. Keitel marskálkur er kominn til Saloniki til að skipuleggja vörn Þjóðverja á Balkanskaga. 8. herinn sigursæll á Suður. ítalíu Áttúndi brezki herinn held- ur áfram sókn á Kalabríu og hefur tekizt að ná vegi einum þvert yfir skagann, og er nokkur þýzkur her króáður inni syöst á skaganum. Tilkynnt var í gær að sveit- ir úr 8. hernum hefðu gengið á land við Eufemiuflóa, 50 km. norðar á Kalabríu en fyrri vígstöðvarnar, og hafi landgangan heppnazt vel. Þjóðverjar veita lítið viðnám á Suöur-ítalíu og halda undan eins hratt og þeim er unnt. Flugvélar Bandamanna halda uppi stööugum árásum á flugstöóvar Þjóðverja á Suður- og Mið ítalíu. Amerísk flugvirki gerðu í gær harða árás á aðalstöðvar þýzka hers- ins 1 Frascati við Róm. Mótleikur Hitlers Þjóðverjar hafa lýst yfir því að Badogliostjórnin hefi svik- ið allar skuldbindingar sínar, og h:afi verið stofnuð „þjóðleg fasistastjóm“ á italíu, er stjórni í nafni Mússolinis. Jafnframt reynir þýzka út- varpið að gera Mússolini að píslarvotti og hvetur tii bar- áttu gegn Badogliostjórninni og Bandamönnum. Hitler hefur kvatt aöalleiö ■ toga nazista og helztu hers- höfðingja sína til fundar í dag, til að ræða hinar breyttu styr j aldaraðstæður. Berlínarútvarpið tilkynnti í gær, að þýzkur her h:afi tekið á vald sitt stöðvar þær í Frakk landi og Balkanskaga er ítalski herinn hafi gætt, og sé ítalski herinn á Balkan á leið til strandhéraðanna, af- vopnaður. Þýzkur her muni verja þá hluta ítalíu er Þjóð- verjar telji hagkvæmt. . Badogliostjórnin gegn Þjóð- verjum. Fyrirskipun Badogliostjórn- arinnar um að stöðva beri her flutninga Þjóðverja á sjó og landi, hefur gert Þjóðverjum á Ítalíu mikiö óhagræði, því verkamenn og sjómenn hafa víða lagt niður vinnu eða hindraö þýzka hermanna- flutninga á annan hátt. í gær flutti útvarpið í Róm f yrirskipun Badoglostj órnar- innar um að öll ítölsk skip skuli gefin á vald Bandamönn um, og þau sem í hafi eru. sigla til hafna á Sikiley eða í öðrum löndum sem Banda- menn ráða. ( ítölsku stjórnmálaflokkarnir gegn þýzka hernum í Túrin hafa allir ítölsku stjórnmálaflokkárnir er stuðl- uð'u að falli Mussolinis, birt sameiginlegt ávarp, þar sem skorað er á ítölsku þjóðina að sameinast til baráttu gegn þýzka. hernum og hrekja hann úr landi. í öllum helztu borgum Norð ur-ítalíu hefur almenningur látið í ljós ánægju meö á- kvörðun ítölsku stjórnarinnar um vopnahlé, og víða komið til árekstra milli ítalskra her- manna og þýzkra. . Thorstein Peterson Thorstein Peterson, þingmað ur Fólkaflokksins, var kjörinn forseti færeyska þingsins, þegar hið nýkosna þing kom saman nú fyrir skömmu. Thorstein Petersen er banka- stjóri Sjóvinnubankans í Þórs- höfn. Hann er 43 ára að aldri, lögfræðingur að menntun. Hann er aðalræðismaður Norðmanna í Færeyjum, skip- aður af norsku stiórninni í r London eftir að stríðið brauzt út. Rauði herinn tekur Bakmats \ Allt samgöngukerfi þýzka hersins á mið— og suðurvígstöðvunum í óreiðu Rauði herinn hefur enn stækkað verulega fleyg þann, sem er að myndast milli þýzku herjanna á mið- og suðurvígstöðvun- um í Sovétríkjunum og vann mikilvægan sigur í gær með töku járnbrautarmiðstöðvarinnar Bakmats í Norður-Úkraínu. Rússar tóku einnig í gær/bæ, sem er 80 km. suðvestur af Bakmats og 100 km. austur af Kieff og halda áfram sókn þaðan • til vesturs. Með töku Bakmats er fyrsta þættinum í sumarsókn Rússa okið, að dómi brezks herfræö- ings. Varnarstríö Þjóðverja hefur byggzt á því aö geta flutt í skyndi herinn frá ein- um hluta ' vígstöðvanna til anarra. Sóknarstrið Rússa. hefur mið azt viö það að rjúfa aðalsam- gönguæöar Þjóöverja frá norðri til suðurs, þær sem næstar eru vígstöðvunum. Fyrsti mikli árangurinn af þessari hernaöaraöferð var sigurinn 1 Donetshéruðunum, en fleiri munu fara á eftir. Rauði herinn streymir nú frá Donetshéraðinu og vestur á sléttuna sem liggur að Dnéprfljótinu. Er talið að sókn muni verða mun auðveld ari þar en í Donetshéruðun- um, sem eru ógreiðfær yfir feröar. Fréttaritarar í Moskva segja að ekkert bendi til að dragi úr sóknarþunga sovétsóknar- innar, heldur virðist hún verða aflmeiri með hverjum degi. Syðzt á vígstöðvunum sækja Rússar fram og eru talin lík indi til þess aö setulið Þjóð verja í Mariupol verði að hörfa innan skamms, til að forða.st innikróun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.