Þjóðviljinn - 11.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.09.1943, Blaðsíða 1
0 U. árgangur. ,Laugardagur sept. 202. tölublað. Stórkostleg átðk um Ifalíu: Þjððverjar hertaka Albaníu og Dalmatíuströnd -- Brezkur innrásarfloti á til vesturstrandar Balkanskaga? Barizt hefur verið um mestalla Ítalíu síðastliðinn sólarhring og virðast Bandamenn vera í þann veginn að ná miklum hluta af Suður-Ítalíu á vald sitt, og tóku í gær flotahöfnina Taranto. Þjóðverjar hafa gert sterka mótleiki með því að hernema Róm og Genoa, og senni- lega fleiri mikilvægar borgir á Norður- og Mið-Ítalíu. ítalski herinn verst árásum Þjóðverja og hefur þýzka hernum ekki tekizt að ná yfirráðum í Milano, Túrín, Feneyjum og Firenze, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Þýzkur her hefur tekið á vald sitt Albaníu og Dal- matíuströndina, en þar var ítalskur her einráður. — í óstaðfestri fregn frá Ungverjalandi segir, að stór skipa- lest Bandamanna hafi sézt í Jónahafinu og stefni til vesturstrandar Balkánskagans. Er það önnur mesta flotahöfn ítala og Bandamönnum mjög mikill styrkur að því að hafa hana sem bækistöð fyrir inn rásarherinn. Vörn Þjóðverja á Suður- Ítalíu virðist hvarvetna þverr andi. Sex ítölsk herskip komin til Gíbraltar. Sex ítölsk herskip, tvö létt beitiskip, tveir tundurspillar og' tvö flugvélahjálparskip, komu til Gíbraltar í gær og Framh. á 4. síðu. Hitler telur Ítalíu hafa verið byrði á Þjðð- verjura og setur von sína á „hinn almáttuga,, Hitler hélt útvarpsræðu í gærkvöld frá aðalstöðvum sínum á austurvígstöðvunum, og var ræðan mestmegnis hreystiyrði á þá leið að Þjóð- verja munaði ekki mikið um að missa ítali sem samherja, og væru að sumu leyti betur settir að vera lausir við þá. Hann sagði aö ítalía hefði veriö skuldbundin til þátttöku í styrjöldinni meö Þjóöverjum 1939, og hefði Mússolini haft fullan hug á því, en ekki tal iö það fært vegna innanlands ástandsins. Sumarið 1940 hafi það ástand veriö svo breytt, Framhald á 4. síðu. KomiÖ hefur til harðra bar daga, er þýzkur her réðist á ítölsku setuliöin í albönsku borgunum og á Dalamatíu- strönd, til aö afvopna þau. Hafa Þjóðverjar víða beitt skriödrekum og steypiflugvél um gegn einstökum virkjum ítala, er neituðu að leggja niöur vopn og vöröust af kappi. Á ítalíu hafa flutninga- verkamenn í mörgum helztu borgunum gert verkfall til aó hindra herflutninga Þjóöverja. Járnbrautarsamgöngur, tal .síma og ritsímasamband milli ítalíu og Þýzkalands er rofiö og Þjóðverjar segja aö barizt sé um stöðvar við Brenner- skarö. Bardagarnir um Napoli- svæðið á Suður-Ítalíu Bandamenn hafa komið sér upp sterkum stöðvum á Na- polisvæðinu og hrundið finnn miklum gagnárásum er Þjóð verjar gerðu í gær. Á Suður-Ítalíu tók Banda mannaher í gær borgina og hersltipalægið Taranto, rétt „undir hælnum“ á Ítalíuskaga ÞESSU FÉ Á AÐ VERJA TIL AÐ LÆKKA VERÐ Á KJÖTI OG MJÓLK OG ÞAR MEÐ KAUPGJALDIÐ. STJÓRNIN SÉR ÞÓ EKKI ANNAÐ FÆRT EN AÐ LEITA SAMÞYKKIS ÞING- FLOKKANNA TIL AÐ NOTA VERÐHÆKKUNINA Á TÓBAKI TIL ÞESS. Sósíalistaflokkurlnn mótmælir gerræði stjórnarlnnar harðlega Þýzki herinn ð Krím og í Kðkasus í stórhættu vegna sóknar Rússa vestur með Asovshafi Með sókninni sytlst á austurvígstöðvunum ógnar rauði her- inn nú öllu setuliði Þjóðverja á Krím og Kákasus, þar sem líkindi til innikróunar liðsins fara dagvaxandi. Rússar tóku í gær hafnarborgina Mariupol við Asovshaf og bæina Osipenko, sem er 30 km. vestar, og Volnaraka, 50 km. norður af Mariupol. Mariupol er 100 km. vestur af Taganrog og álíka langt suður af Stalino. Fjármálaráðherra hefur sent þingflokkunum bréf, þar sem Því er lýst yfir, að stjórnin ætli fé það, sem fæst í ríkissjóð vegna verðhækkunar áfengis og tóbaks til að lækka verð á kjöti og mjólk og þar með kaup- gjaldið. Ráðherrann fer þess á leit, að þingflokkarnir lýsi yfir að þeir fallist á að verðhækkunin á tóbaki verði notuð í þessu skyni. Sósíalistaflokkurinn lítur svo á, að stjórnin hafi alls enga heimild til að vería fé úr ríkissjóði til að lækka verð á þessum vörum, og að verið sé að ganga á rétt Alþingis á hinn freklegasta hátt, ef þessi mál verði til lykta leidd án þess, að þau fái þinglega af- greiðslu- Flokkurinn lítur ennfremur svo á, að fara beri allt aðrar leiðir til þess að halda dýrtíðinni í nauðsynleg- um skefjum, en þær, sem stjórnin stingur upp á og krefst þess, að dýrtíðarmálin verði rædd í heild fyrir opnum tjöldum á AlÞingi, í 'stað þess að afgreiða ein- staka þætti þeirra með baktjaldamakki og leyniundir- skriftum. Bréf fjármálaráðherra og svar Sósíalistaflokksins fer hér á eftir: Rauði herinn sem tók Bak- mats í fyrra dag heldur áfram sókn í átt til Kíeff, og eru Þjóð- verjar þar á hröðu undanhaldi. Sovétherinn tók einnig í gær bæina Barvenkova, suðvestur af ísjúm, og Saptino(?) norðvestur af Stalino. Sókn Sovétherjanna er allstað ar hröð og vinnst Þjóðverjum víða ekki tími til að eyðileggja á undanhaldinp hergögn og hern aðarmannvirki. BREF FJARMALARAÐ- HERRA „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að nota heimild í 4. grein laga nr. 42 frá 13. apríl 1943 til þess að lækka verð á kjöti og mjólk eftir 15. september þ. á, svo að vísitölu framfærslxdcostnaðar verði haídið kringum 250 stig, og ætlar hún sér að nota til þess fé, sem fæst með verðhækkun á áfengi og tóbaki. , Út af umræðum, sem fram fóru í efri deild Alþingis 6. þ. m. \sm verðhækkunarheimild til Tóbakseinkasölu ríkisins, vill ríkisstjórnin fara þess á leit við Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn, að hann lýsi yfir samþykki sínu, að verð- hælckun á tóbaki verði notuð í því skyni, er að ofan greinir“. SVAR SÓSÍALISTA- FLOKKSINS „Vér höfum móttekið heiðrað bréf yðar, dags. 9. sept. 1943, og vjljum út af því taka þetta fram Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn lítur svo á, að 4. gr. laga nr. 42. frá 13. apríl 1943 heimili ríkisstjórninni alls ekki að nota fé úr ríkissjóði* til verðlækkunar á kjöti og mjóllc, nema samþykkt Alþing- is komi til slíkra fjárveitinga á venjulegan liátt. Ennfremur lítur flokkurinn svo á, að með þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórnin, samkvænit upplýsingum þeim, sem hún hefur látið í té, hugsar sér að gera til þess að halda vísitölunni niðri, sé beinlínis verið að rýra kjör launþega. Mun flolckurinn beita sér fyrir því, að farnar verði aðrar leiðir til þess að Framh. á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.