Þjóðviljinn - 11.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1943, Blaðsíða 3
/ Laugardagur 11. sept. 1943 þiððwiimii Otgcfandi: Sameiningarflokkut alþýftu ’ S6»íali»taflokkurinn Rit»tj6tar: Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garðastreeti 17 — Vfking»prent Sími 2270. AfgreiSsla og auglý»ingaskrif- stofa, Au»tur»trsetj 12 (1. heeð) Sími 2184. Vfking»prent h.f. Garða»trceti 17. I _____________—--------- Ætlar Alþingi að fremja sjálfsmorð? Á sumarþinginu 1942 bar þaö meðal annars til tíðinda, að samþykkt var þingsálykt- unartillaga um verðuppbætur á landbúnaöarafuröum. Ekki fékk þessi þingsálykt- unartillaga venjulega þinglega meöferö, henni var ekki vísaö til nefndar og flutningsmenn hennar gerðu ekki grein fyrir hvaöa útgjöld hún myndi hafa í för meö sér. Þeim var bent á aö útgjöldin myndu skipta milljónum, ef til vill 10—20, og aö þaö væri meö öllu óafsakanlegt aö afgreiöa slíka útgjaldaheimild meö þingsályktun, jafnvel þótt hún sætti venjulegri þinglegri meö ferö. Slík heimild yröi að fá venjulega meöferö laga, fara í gegnum tilskyldar umræður og nefndir, þannig aö máliö yröi rækilega upplýst. Naumast voru þessar raddir virtar svars. MáliÖ var knúð gegnum þingið, með' harðfylgi nokkurra ofstopamanna. Ýmsir munu hafa haldiö, aö þingmenn hafi, svona hálft í hvoru, skammazt sín, fyrir aö fótum troöa, þannig þær starfs reglur Alþingis, sem að því rniða, aö málin séu rækilega upplýst og rædd fyrir opnum tjöldum, svo aö alþjóö gefist kostur á aö fylgjast fullkom- lega meö1 meðferö þeirra og afgreiðslu. ÞingiÖ sem nú situr á rök- stólum virðist ætla aö færa þessum mönnum fullkomin vonbrigði. Þaö lítur út fyrir, aö ríkisstjórnin og hinir aft urhaldssömustu þingmenn hafi tekiö höndum saman um afgreiöslu hinna mikilvæg ustu þingmála, á algerlega óþinglegan hátt, þaö viröist, eiga að afgreið'a þau bak viö tjöldin, og hindra eftir því sem mögulegt er aö þau veröi upplýst og rökrædd, fyrir opn- um tjöldum. Fyrsta sporiö á þessari braut steig ríkisstjórnin, er hún knúöi lögin um verö- hækkun á tóbaki í gegnum þingiö, og neitaði aö gefa réttar og tæmandi upplýsing ■ ar urn tilgang og áhrif þess- arar löggjafar. AnnaÖ sporiö stigu nokkrir, hinna afturhaldssömustu þing manna, ,er þeir hófu undir- skriftasmölun meðal þing ■ manna, undir yfirlýsingu um aö þeir væru fylgjandi upp- bótum á útfluttum landbún- ÞJöJVILJINM Ekki launalækkun og atvinnuleysi taeldnr aukin afkost og atvinnu fyrir alla Ræða Lúðvíks Jófsefssonar við 1. umræðu íjárlaganna Niðurlag. Það er auðvitað hin meinleg- asta villa, að það sé bændum á nokkurn hátt til vansæmdar þó að það komi í ljós, að at- vinnugrein þeirra hafi síður reynzt fjárhagslega fær, en ýmsar aðrar atvinnugreinar að nota sér vélamenn- ingu nútímans. Um það gildir það sama, og að það er engin skömm fyrir verkamenn að játa, að þeir hafa verði verr f járhags- lega færir um að afla sér mennt- unar en t. d. verzlunarmenn og ýmsar aðrar stéttir þjóðfélags- ins. Við afgreiðslu þeirra fjárlaga, sem hér liggja fyrir, verður að á- kveða mjög ríflegar fjárhæðir til þess að fá endurbætur í land- búnaðarmálum okkar og til þess að stefna þróun þeirra mála á rétta braut. Sjáyarútvegurinn þarfnast einnig umbóta. En það þarf ekki aðeins að verja verulegum fjárhæðum til nýsköpunar í landbúnaði okkar, heldur einnig í hinum aðalat- vinnuvegi okkar, sjávarútvegin- um. Sífellt gengur skipastóll okk- ar úr sér og hlýtur það fyrr eða síðar að koma alvarlega niður á þjóðinni, ef ekkert er að gert. Ríkisvaldið getur heldur ekki horft lengur sljóum aðgerðar- leysisaugum á skipulagsleysi þessa þýðingarmesta atvinnu vegs þjóðarinnar. Útgerðin þarf að eignast innkaupastofnun. Allir vita, a6 í landinu er nú en'ginn ábyrgur aðili, sem sjá á um, að til séu nauðsynjar handa útgerðinni, enda hefur það kom- ið fyrir æ ofan í æ, að stöðvun hefur orðið í útgerðinni vegna vöntunai á útgerðarnauðsynj- um. Vélar fiskibátanna þurfa að veljast af fagmönnum og samræmast. Og hvað miklu tjóni. skyldi sú vitfirring valda, að í bátaflota landsins, skuli vera nálega jafn- margar vélategundir og bátarn- ir eru margir. Þessar mörgu véla tegunqlir, sem yfirleitt hafa ver- ið valdar af handahófi, hafa or- sakað ákaflega óhagstæðar véla- viðgerðir og dýran biðtíma eftir varahlutum. Útgérðin þarf hafnarbætur. Aðbúnaður útgerðarinnar hef- ur einnig verið með öllu van- ræktur og líkist, hvað útbúnao útgerðarstöðva snertir, því sem hér var fyrir tugum ára síðan. Hér á landi hafa hyergi verið framkvæmdar hafnaraðgerðir svo teljandi séu með tilliti til aukinnar útgerðar. Ennþá eru ýmsir fiskisqelustu staðir við strendur landsins, nálega lokað- ir okkar betri bátum og skipum vegna hafnleysa. Aflasalan verður að skipu- leggjast. Söluskipulag aflans er í hinu megnasta ólagi, sem leiðir það af sér, áð afrakstur þeirra, sem þessa atvinnu stunda, er miklu minni en þörf er á. Með djarfmannlegum átökum til umbóta í þessum málum, gæti sjávarútvegurinn fært þjóð inni stórlega auknar tekjur og gefið henni þar með kost á að lifa æskilegu menningarlífi. \ Ríkisvaldið verður að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum atvinnulífsins. Þær óhjákvæmilegu breyting- ar í atvinnumálum, sem þannig liggja fyrir, bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, er óhugsandi að einstakir bændur eða fiskimenn fái við ráðið, og það ei^ því hrein loddaramennska að halda þ^ fram, að aðfinnslur í þessum efnum séu árásir á þessar vinnu stéttir. Átök til umbóta á þessu sviði kosta mikla peninga og skipu- lagt starf ríkisvaldsins í þá átt að leiða þróun þessara starfs- greina á rétta braut. Kauptrygging bænda og hækkuð láun fastlauna- fólks. Nú hefur nýlega verið lagt 1 frarn samkomulag um kaup- | ú’yggingu .til handa bændum. sem nemur 14500 króna árs- kaupi miðað við meðal-bús- stærð. * Kauptrygging þessi, sem mið- ar að því að ætla bændum álíka launakjör dg atvinnustéttum kaupstaðanna, og fengizt hefur með samkomulagi launþega og bænda, er að ýmsu leyti mjög athyglisverð. Einnig mun nú í uppsiglingu frumv. að nýjum launalögum, sem gera mun ráð fyrir, að öll- um fastlaunamönnum verði tryggð að minnsta kosti jafnhá árslaun og bændum hefur verið ætlað og þó hygg ég að fastlaun- in verði yfirleitt allmikið hærri. Um þessi launamál er ekki nema gott eitt að segja, því l’ífs- skiiyrði þeirra stétta, er hér eiga hlut að máli mega og þurfa sannarlega að batna-. Fiskimenn og verkamenn úti á landi hljóta einnig að fá bætt kjör. En annað er óhjákvæmilegt að gera sér ljóst í þessu sam- bandi, og það er, að hvernig í framtíðinni tryggja á þetta kaup og hvernig nú þegar á að trjiggja þeim fjölmörgu starfandi aðil- um í -okkar landi þetta kaup eða hliðstæð lífskjör, sem nú hafa kaup langt fyrir neðan t. d. hið áætlaða meðalkaup bóndans. Verkamenn í kaupstöðum utan Reykjavíkur — að ekki sé nú talað um þorpin, hafa ekki svip- að því svona hátt kaup. Þeirra atvinnutími er svo stuttur, að með tímavinnu er óhugsandi að þeir nái þessu marki. Og hlutasjómenn á vélbáta- flotanum og þó enn frekar á trillubátum, hafa einnig miklum mun lægra kaup en hér hefur veriö nefnt. Þessir aöilar úr þorpunum og kaupstöðunum úti á landi, hljóta eölilega líka aö krefj- ast tryggingar á sæmilegu meöalkaupi sér. til handa, svo lífskjör þeirra geti verið sam ■ bærileg við lífskjör annarra þegna. , Aukin atvinna í þorpum og kauptúnum er nauðsynleg. MeÖ aukinni atvinnu í þorp- um og kauptúnum úti um land, mundi verkamönnum þar tryggö hliðstæö aöstaða og hér hefur veriö í Reykja- vík og bændum nú hefur ver iö tryggö. Og meö aukinni skipulagn- ingu ‘útgerðarinnar, svo sem með því aö fiskimenn fái a'ö njóta hins raunverulega sölu- verös fiskjarins og með því aö fiskveröið fái haldizt í því raunverulega verði, sem um var samiö fyrir rúmu ári síö an miöaö viö útgeröarvöru- verö, mundi mega tryggja fiskimönnum hliöstætt kaup og bændum og fastlaunar mönnum. * Þaö má öllum vera ljóst, aö þessi launakjör geta ekki sta'öist, nema. stuttan tíma, ef framleiðsluafköst í atvinnuveg um okkar breytast ekki veru lega frá því sem þau hafa veriö, enda er þaö auövitað' óeðlilegt í sjálfu sér að tryggja hátt kaup fyrir naúöa litil framleiösluafköst. Við verðum að gera okkur ljóst, að ef við viljum njóta lífsþæginda nútímans, þá verð um við jafnframt að tileinka okkur vinnutækni hans. aðarafuröum. Meö þessu móti hyggjast þeir aö geta knúö þetta þýðingarmikla mál í gegnum þingiö, án þess að það fái þinglega meöferö, ein umræöa og þingsályktun á ugglaust aö nægja, eins og á sumarþinginu 1942. Hér er þó um milljóna út gjöld fyrir ríkiö aö ræða. Sagt er aö meiri hluti þing- „ manna hafi þegar ' undirskrif- aö þessa yfirlýsingu. Þriðja sporiö, hefur ríkis stjórnin stigiö meö því að ákveöa, í fullkomnu heimildar leysi, aö borga niður verð á kjöti og mjólk með framlög- um úr ríkissjóöi, eftir að sam komulag sex manna nefndar- innar tekur gildi. Vegna þeirra umræðna sem sósíalistar hófu, um tóbaksveröiö, þegar þaö mál lá fyrir Alþingi, hefur stjórnin ekki séö sér annaö fært, en aö tilkynna þing- flokkunum og óska samþykk is þeirra á aö hagnaöurinn af tóbakshækkuninni renni til þessarar kauplækkunarstarf- semi. Tilgangur ríkisstjórnarinn" ar meö þessu, er að koma í veg fyrir að þessi þýöingar miklu mál verði rædd á Al- þingi og fái þar þinglega meö- ferö. Af þessu yfirliti veröur ljóst, aö ríkisstjórnin og hinir aft urhaldssömustu þingmenn vinna markvist aö því aö sniö- ganga þingið. Stærstu mál þingsins, næst sjálfstæöismál- inu og dýrtíöarmálinu, ætla þeir raunverulega aó afgreiöa bak viö tjöldin, og hindra éft ir því sem þeir geta viökomiö, að þingiö ræöi þau og láti þau sæta þinglegri meðferö. Ef Alþingi lætur þetta viö- gangast, er þaö aö gera til- raun til aö farga, áliti sínu og virðingu, þaö er aö fremja sjálfsmoröstilraun. Ef til vill er þaö tilgangur ríkisstjórnar innar, og þeirra þingmanna, sem hana styöja í þessu at- hæfi, ef til vill er aöal áhuga- mál þeirra aö koma þingræð inu fyrir kattarnef. Fjárlagafrumvarp « ríkis- stjórnarinnar dregur úr verklegum framkvæmdum. Eins og ég gat urn í upp- j hafi, sýnir fyrirliggjapdi fjár- lagafrumvarp hæstv. ríkis afcjórnar fullk. skilningsleysi gagnvart þeirn stóru vanda málum sem ég hef hér eink- um gert aö umtalsefni. Fjár- lagafrumvarpiö vanrækir ekki aöeins aö leggja fram fé til þessara mála, heldur dregur þaö beinlínis úr framlögum til verklegra framkvæmda. Til vegagerða er áætlaö aö' verja á aöra milljón kr. lægri upphæð en er á fjárlögum Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.