Þjóðviljinn - 12.09.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.09.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. sept. 1943. ÞJG JVILJIN jS 3 jpIÓBVfMIMN Útgef andi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Séiíalistafiokktirinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson SigfÚ9 Sigurhjartarson (áb.) Ritstjérn: Garðastræti 17 — Vfkingsprent Sími 2270. Afgrciðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Simi 2184. Vfkingsprent h.f. Garðastræti 17. (_______________________ Eitt leyst tvö óleyst Laugardaginn 21. f. m. hét leið ari Þjóðviljans „leyst og óleyst vandamál“. Hann fjallaði um niðurstöður landbúnaðarvísi- tölunefndarinnar og leystu og ó- leystu vandamál landbúnaðar-' ins í sambandi við sölu land- búnaðarafurðanna. Þar var sýnt fram á að þessi vandamál greindust í þrennt: 1. Hvaða verð bændur eigi að fá fyrir þær landbúnaðarafurðir sem seldar eru á innlendum markaði. 2. Hvert útsöluverð landbún- aðarafurða á að vera á innlend- um markaði. 3. Hvaða verð bændur eiga að fá fyrir þær landbúnaðarafurð- ir, sem seldar eru á erlendum markaðí. Verksvið vísitölunefndarinn- ar var að leysa fyrsta vandamál- ið. Það gerði nefndin, hin tvö vandamálin eru óleyst, og það er verkefni Alþingis að leysa þau. Ýmsir hafa viljað halda því fram, að starfssvið nefndarinnar hafi og náð til þriðja atriðisins, þannig, að með starfi hennar hafi verið ákveðið, hvaða verð bændur skuli fá fyrir fram- leiðslu sína, hvort sem hún er seld á innlendum eða erlendum markaði. Að þetta hafi alls ekki verið tilgangur löggjafans verð- ur ljóst þegar áthugað er, hvern ig nefndarstarfið var hugsað. I»að var hugsað sem samninga- starf, nefndin átti að gera samn ing, er væri bindandi fyrir neyt- endur og framleiðendur, um verð á landbúnaðarafurðum. Þetta verður ljóst, þegar þess er gætt, hvernig nefndin var skipuð, og hvernig hún átti að starfa. Nefndin var skipuð tveimur fulltrúum frá landssamtökum bænda, Búnaðarfélagi íslands, tveimur fulltrúum frá landssam tökum neytenda, öðrum frá Al- þýðusambandinu og hinum frá Sambandi starfsmanna ríkis og bæja og með þeim störfuðu svo tveir menn, sem höfðu sérþekk- ingu á þeim málum, sem fyrir lágu, þeir hagstofustjóri og for- stjóri búreikningaskrifstofunn- ar. Alþingi hefði aldrei skipað nefndina þannig og aldrei látið oddamann vanta, ef ekki hefði verið um -samninganefnd að ræða. Þetta verður þó enn ljós- ara þegar þess er gætt, að til þess að niðurstöður nefndarinn- ar yrðu bindandi þurfti hún að verða sammála, meirihluti gat enga bindandi ákvörðun gert. (ÞRQTTIR RitstjóriFrímann Helgason „Hótsfargimiðu Fyrir nokkru gat að' líta mjög athyglisverðar bendingar í okkar ágæta blaði Vísi, í dálkinum ,Raddir almennings1 Voru þær um íþróttamóta fjöldann hér á landi og helzt þó 1 Reykjavík. Er þetta orð- ið svo alvarlegt mál 1 augum höfundur (Scrutator) að „við svo búið má ekki standa leng- ur“, — „og verða íþróttamenn að sjá að sér í þessum efn um, áður en það er um sein- an“. Og hann lætur ekki standa á ráöleggingunum, og er það góðra gjalda vert, en þær eru: 4,Látið ykkur nægja eitt mót á sumri í hverri í- þróttagrein, og sjáum hvort ekki bregður fljótt til batn aöar meö athugasemdir al- mennings“. Eftir þessu virðist a'öaltil- gangur íþróttamóta að safna á þau áhorfendum. Sennilega mþinar nú maðurinn þetta ekki, heldur segir þetta svona til að segja eitthvað, en það er alveg ný kenning um til- gang íþrótta! Þá ræðir hann um að á- hugi sérstaklega fyrir knatt spyi’nu, fari minnkandi og orsökina finnur hann «am- stundis: Of mikið má af öllu gera“, og á þar að sjálf- sögðu við „mótafarganið“, þar sem leikir eru „næstum hvert einasta kvöld allt sumarið, jafnt virka daga sem helga“. — Maöur skyldi nú ætla aö á síöustu árum hefði leikjum fjölgað til mikilla muna, ef taka á alvarlega þá aura græðgi, sem knattspyrnumönn um er borin á brýn í greinar- korninu. Ef við athugum nú leikjafjöldann sem seldur er aögangur að s. 1. 10 ár, 'þá eru það um 18—22 leikir á ári, svo ástæðuna verður aö finna annarsstaðar. AÖ selt sé inn á I. fl. leiki kemur ekki fyrir nema á úr- slitaleiki og stafar sú villa sjálfsagt af ókunnugleik eins og raunar greinin öll. Þó er þar eitt atriði sem á vissu lega stoð í veruleikanum og það er þegar hann segir að liann eigi: „bágt með að trúa því, aö íþróttamenn hafi nokkurn tíma til að æfa sig“. Að vísu verður það ekki séð, hvort þaö er vegna stöðugrar þátttöku í keppni, eða að það er vegna vöntunar á völlum og aðbúnaði. Sannleikurinn er sá að íþróttamenn og þá sér- staklega knattspyrnumenn okkar hafa of lítinn tíma af- lögu til æfinga á vellinum. All- ar keppnir í Meistaraflokki, I. fl., II. fl. og III. fl. hafa Með öðrum orðum, það urðu að takast samningar milli fulltrúa neytenda og bænda, Alþingi hafði gefið þeim vald til að semja og samningi þeirra laga- gildi. Þessi samningnr gat auð- vitað ekki náð til annars en við- skipta samningsaðila, hann f jall- aði einvörðungu um verðlag þeirrar vöru, sem bændur selja á innlendum markaði. Þetta var tilgangur löggjafans og sérhver önnur túlkun á niðurstöðum sex manna nefndarinnar er röng. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að nefndin varð auð- vitað að gera sér grein fyrir heildarframleiðslu landbúnaðar- ins til þess að finna sanngjarn- an samningsgrundvöll, en það þýðir auðvitað alls ekki, að hún tæki um það ákvarðanir, hvaða verð bændur ættu að fá fyrir þær vörur, sem seldar eru utan þess samnings, ekki fremur en kaupgjaldssamningar fela í sér ábyrgð á því að verkamenn fái vinnu, samkvæmt þeim, alla virka daga, eða að vinnuveitend ur geti fengið .vinnuafl eftir því sem þeir óska. Kaupgjaldssamn- ingar æru þrátt fyrir þetta mið- aðir við, að verkamenn geti lif- að sæmilegu lífi, með því að vinna alla virka daga, en engin ábyrgð er tekin á, að þeir fái þá vinnu. A sama hátt eru samning ar bænda og neytenda við það miðaðir, að bændur geti lifað góðu lífi, ef þeir geta sellt alla sína vöru fyrir umsamið verð, án þess að neytendur taki nokkra ábyrgð á að það takist, bændur taka hins vegar enga á- byrgð á að tryggja neytendum svo mikið af öllum tegundum landbúnaðarafurða, sem þeir telja sig þurfa. Að þessu leyti eru þessir samningar algjörlega hliðstæðir samningum milli verkamanna og vinnuveitenda. Hitt er allt annað mál, hvort eða að hve miklu leyti Alþingi telur rétt að tryggja bændum hið umsamda verð á innlendum markaði, fyrir þær vörur, sem út eru fluttar, það er óleyst vandamál og fyrir afstöðu Sósí- alistaflokksins til þess er gerð grein annarsstaðar í þessu blaði. En þess má geta, að ekki munu verkamenn telja það jafnræði, ef bændum er tryggt umsamið verð fyrir allar -þeirra vörur, hversu mikið, sem þeir vilja framleiða, ef verkamenn fá enga tryggingu fyrir að fá að vinna fyrir hið umsamda kaupgjald. „Ur eftir tvo leiki“ í sambandi viö I. fl. mótið sem staðið hefur yfir að und- anförnu, hafa spunnizt tölu verðar umræður um það, hvort K. H. hefði þurft að leika við Val aftur ef þaö hefði unnið Fram. Hafa menn ekki orðið á eitt sáttir í þeim efnum. í almennum reglum í. S. í. um knattspyrnumót segir, að það félag sé úr mót- inu sem tapað hefur tveim leikjum, og vilja menn taka þetta þannig, að enginn sé úr nema að hann hafi tapaö tvisv ar og þar með að félög sem hafa keppt á'ður og annaö sigrað, verði að keppa aftur, þar sem annað hafi eitt tap en hitt ekkert. Þegar um þetta er rætt þarf að gera sér fulla orðið að fara þar fram, nema nokkur hluti I. fl. mótsins síðasta. Og svo auðvitaö hand knattleiksmót og frjálsíþrótta- mót. Meðan þessi eini völlur er til allra hluta, geta menn ekki æft sig eins og skyldi. Það er því nokkuð eðlilegt að mótin verði nokkuð áberandi hér í bæ, þegar aðstaöan er þessi. Enda er það .svo, áö mótafjöldinn er mjög svipáð- ur og verið hefur á undan- förnum árum í knattspyrnu. Ef þessi „almennings rödd“ hefði hrópáð á betri aðbún að, fleiri velli , svo að æska bæjarins gæti iðkað útiíþrótt- ir, svo að hún gæti fjölmennt til þátttökunnar, ekki aöeins sem áhorfendur, þá hefði hún fallið vel inn 1 kór íþrótta- manna sem hrópa í þrenging- urn sínum á velli. Svona hjáróma rödd er ó- heppilég og ólík þeirri velvild sem blöð bæjarins bera til í- þróttamanna. Um íþróttamót, fjölgun þeirra eða fækkun, mætti skrifa langt mál, en ég sleppi því hér, því flestir hugs- andi íþróttamenn og íþrótta vinir gera sér fulla grein fyr- ir tilgangi þeirra og gildi. 'A hálum is Um þessar mundir er sýnd á Gamla Bíó bráösniöll skauta mynd. Kemur þar fram stúlka og raunar margir aðrir sem hreinasta unun er að horfa á, Leikni sú sem skautafólk- ið sýnir er undraverö. Þó Gamla Bíó sjái ekki ástæðu til að auglýsa myndir sínar í þessu blaöi, þá vill íþrótta- síðan samt vekja athyglii hinna mörgu íþróttasinnuðu lesenda á þessari ágætu í- þróttamynd. Þessi skautamær minnir á Sonju Heni sem alla sigrar með skautasnilli sinni. Þegar maður sér svona mynd ir vaknar draumurinn um skautahöll og þau áhrif sem hún gæti haft á skautalífið hér, en hvað sem um þaö er, þá hefur borgað sig að hætta sér á þénnan „hála ís“. grein fyrir því, af hverju þetta fyrirkomulag er haft, að fé- ag sé úr eftir tvo leiki tap- áða. Þessi keppniaöferö er af brigði af svokallaðri útsláttar’ keppni, þar sem sá er úr sem tapar, og gert aðeins til þess að félög, sérstaklega utan af landi, fái eitt tækifæri þó að þau hafi tapaö einum leik, og þetta hefur af öllum verið vel liðið. AÖ öðru leyti hefur það yfirleitt á sér einkenni útslátt- arkeppninnar, að jafntefli verður aö framlengja og keppa aftur ef úrslit fást ekki. Þar sem tveir leikir eru ákveönir geta tvö eða fleiri félög verið með 1 tap og koma þá ekki til útreiknings nein stig, held- ur veröa þau áð keppa aftur eins og gert var í þessu móti. Þaö er hvergi gert ráð fyrir því fyrirfrím að félög skul? keppa tvisvar, það verðiir því að leggja það niður fyrir sér hvort sé réttara gagnvart anda íþróttanna. Með því að gefa t. d. Val tækifæri á því að keppa aftur við K. H„ hefði það unnið Fram, er ver iö að gefa Val tækifæri til að rétta hlut sinn, tækifæri sem ekkert annaö félag hefur feng- ið í allri keppninni. I hvaða keppni sem er, er reynt aö hafa aöstöðuna sem jafnasta og um réttmæti þess mun enginn efast. Hefði Valur í þessu tilfelli fengið að leika aftur við K. H., var Val gefið tækifæri sem ekkert annað fé- lag fékk. Fyrir tveim árum var leitaö úrskurðar í. S. í. um þetta at- riði, í handknattleiksmóti þar sem keppt var eftir þessu fyr irkomulagi, og hljóðar sá úr- skurður þannig, aö félag sem sigraö hefði alla keppinauta sína, þó eitt félag væri með eitt tap, og þau hefðu leikið saman, væri taplausa félagið sigurvegari. Arið 1929 var keppt í knattspyrnu með þessu fyrirkomulagi og það datt engum í hug að Valur fengi annað tækifæri á K. R. í handknattleik kvenna úti í sumar var þetta fyrirkomu- lag og þá heyrðist aldrei að Ármann þyrfti að leika aftur við Hauka, eftir a'ö hafa unn- ið þær einu sinni. Þetta atriði þarf að vera skýrt, og séu lagafyrirmæli ekki nógu skýr, þarf aö laga það til samræmis við það eðlilega og sanngjarna þó úrskuröur í. S. í. og fram kvæmd þessa fyrirkomulags í mótum aö undanförnu, sam- fara sanngjarnri athugun ætti að duga. oooooooooo^oooooO DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.