Þjóðviljinn - 14.09.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1943, Blaðsíða 1
argangur., Þriðjudagur 14. september 1943. 2M. tölublað. Eín adalvarnariína þýeka hersíns fyrír vefurínn Desnalínan, rofín af sovéfhernum Brezhi mm ssetip tatl ím Suflup-Italiu, fehur BFindlsl oa BaF! Verkfðll í borgatn Norður~IfaIitt Áttunda brezka hernum verður vel ágengt á Suður-ftalíu, og hefur síðustu sólarhringana tekið borgirnar Brindisi og Bari á Apúlískaga og marga bæi og þorp á Kalabríuskaganum. Á Salernosyæðinu, suður af Napoli, á bandaríski landgöngu herinn í mjög hörðum bardögum við öflugar þýzkar hersveitir, er gera hvert gagnáhlaupið öðru harðara. Rauði herinn er kominn að DesnaflJótinu, en á ^vesturbakka þess stendur eitt öflugasta ígulvirki Þjóð- verja á miðvígstöðvunum, borgin Brjánsk, og skilur fljótið eitt á milli, segir í miðnæturtilkynningu sovét- herstjórnarinnar. gaer tvær járnbrautarstöðvar rétt og hafa þær járnbrautarsamband við Smolensk, Moskva, Orel, Karkoff, Gomel og Kíeff. Norður af Brjansk hefur rauði herinn rofið hina öflugu Desnavarnarlínu, er ætlazt var til að yrði að- alvarnarlína þýzka hersins á miðvígstöðvúnum í vetur. sækir rauði herinn fram á breiðu svæði í átt til Roslavl. Rússar tóku í austan við Desna, Á öllum vígstöðvunum suður af Brjansk sækir rauði herinn fram, og tók alls 420 bæi og þorp í bardögunum síðastliðinn sólar- hring. Sovétherinn sem sækir fram í Norður-Úkraínu er aðeins 20 km. frá Nesín, en sá bær er rúma 100 km. frá Kíeff. Sunnar í Úkraínu sækja sovét hersveitir hratt fram í átt til borgarinnar Dnépropetrovsk. Nefnd til ðð endur- skoða lög og reglur um fnaf á kjöti Xjötmatsmenn komu nýlega saman á fund hér í Reykjavík. Kom þar fram það álit að kjöt verkun og mat hafi farið versn- andi á síðustu árum og of lítið kjöt hafi verið verkað fyrir er- lendan markað. Var búizt við óvenjumikilli slátrun á þessu hausti og miklum útflutningi á dilkakjöti'. Var það álit fundarins að sömu reglur ættu að gilda um kjötverkun fyrir innlendan og erlendan markað, og allt kjöt sem kemur til frystingar verði verkað til útflutnings. Námskeið í kjötverkun stend- ur nú yfir. Skipuð hefur verið nefnd til að endurskoða lög og reglur um kjötmat og eru í henni þessir menn: Sæmundur Friðriksson, Halldór Pétursson og Páll Dið- riksson. við bugðuna á Dnéprfljótinu. Þjóðverjar hafa gert hörð gagn- áhlaup með úrvalshersveitum á þessum vígstöðvum til að reyna að stöðva sókn sovétherj- anna, er virðist magnast með •hverjum degi, en allar þessar tilraunir þýzka hersins hafa orð ið árangurslausar. Bandamannaiiðsforingjar í aðalsföðvum Tito og Til aðalstöðva júgóslav- nesku frelsissinnanna eru komnir liðsforingjar frá Bandamannaherjjunum, segir í opinberri fregn frá Kairo, og er bætt við, að mikilsverð ir atburðir séu væntanlegir í Júgoslavíu. Er tekið frarn að liðsforingj ar frá Bandamönnum séu í aðalstöóvum skæruliösí'oringj- ans Tito og Mikhajlovitsj herr. höföingja, og veröi allar hern- aðaraðgerðir í Júgóslavíu hér eftir þáttur í hernaðaraðgerðum Bandamanna. Bífreidaslys á Langholfsvegi A Langholtsvegi rákust á ís- lenzk bifreið óg herbifreið. Tvær stúlkur, sem voru í íslenzku bifreið- inni slösuðust eitthvað. Voru þær fluttar á herspítala og er ekki vitað hve meiðsli þeirra voru mikil. — íslenzka bifreiðin skemmdist all- mikið. Norep febup eii Háti í joraii saiflDionu" m SoyétPíRjunum Athygiisverð yfirlýsing blaðs norsku stjórnarinnar „Það er allt útlit fyrir að Finnland geri nú allt til þess að komast úr stríðinu. Það er ekki undarlegt. Það er sagt, að þegar finnska þingið hafi komið saman á föstudaginn í fyrri viku, hafi margir ræðumenn talið ástandið í Finnlandi mjög alvar- legt," segir aðalmálgagn norsku stjórnarinnar í London, „Norsk Tidende", nýlega. ,,Það er fuil ástæða til að ætla að menn í ábyrgðarstöðum séu í rauninni þeirrar skoðunar að bráðnauðsynlegt sé að bjarga landinu úr þeim ógöngum, sem það er komið í. En þetta mál er ekki auðvelt. Það er þýzkt hérlið í landinu. Finnland hefur átt mjög mik- ið undir birgðaflutningum frá Þýzkalandi, en þó hafa menn upp á síðkastið komizt á þá skoð un að þeir erf iðleikar er af þessu stafa, séu ekki veigamestir, held ur séu það stjórnmá'larefjar, sem hindra það, að jákvæður árangur náist. Manni skilst, að finnskir stjórnmálamenn, sem annaðhvort misskilja ástandið í heiminum eða reka einhverskon ar örvæntingarpólitík, haldi á- fram að gera kröfur til Sovét- ríkjanna. Stefna finnsku stjórn- arinnar hefur hingað tii verið að fá ekki aðeins Bandaríkin heldur einnig Stóra-Bretland.tii að ganga fram fyrir skjöldu fyr- ir sig og setja Sovétríkjunum skilyrði, sem þau eigi að fallast á. Þessar tilraunir eru skiljan- legar, en það er ekki víst, að þær séu viturlegar. Aftur á móti virðist það svo, sem Finn- land tefli nú djarft á margan hátt. Allir framsýnir menn gera nú allt til þess að koma á traustri samvinnu milli Bret- lands, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna og álíta það skilyrði fyrir sérhverri varanlegri skip- an mála í Evrópu. En með til- raunum sínum til að fá Banda- ríkin fyrir sinn málsvara, gerir Finnland sitt til að leggja hindr anir í veginn fyrir þessari sam- vinnu og þjónar Þýzkalandi hvort sem það gerir sér grein fyrir því eða ekki. Það eru varla horfur á því, að vonir hinna finnsku friðarvina rætist fyrr en þeir gerbreyta um stefnu og snúi sér beint til Rússanna, tali við þá hreinskilnislega og kom- ist að varanlegri niðurstöðu. Það er ekki aðeins skilyrðið fyrir því að stríðinu ljúki, heldur einnig til að koma á góðri grannasambúð, en án hennar getur Finnland ekki öðlast var- anlegan frið. En Norðmenn hljóta að ' láta sig það miklu skipta. Finnland vill gjarnan koma á samvinnu Norðurlanda- þjóðanna 'og það vill Noregur einnig, en eins og það er víst að Norðmenn vilja gera allt, til að Finnland geti sem sjálfstætt og fullvalda ríki tekið þátt í nor- rænni samvinnu, þá er það jafn víst, að Norðmenn geta hvorki né vilja taka þátt í nokkri sam- vinnu, sem mundi hafa í för með sér stöðugar deilur við Sovétrík- in. Því það yrði of mikið á Norð menn lagt. Noregur ætlar sér ekki í styrjaldarlok að búa við vopnaðan firð við mestastórveldi á meginlandi Evrópu. Og ef Finnland því óskar eftir nor- rænni samvinnu, þá verður það að gera sér það ljóst að góð sam vinna við Sovétríkin er nauð- synleg. I Milano, Genoa, Bologna og fleiri borgum hafa járnbrautar- verkamenn lagt niðúr vinnu. Komið hefur til óeirða í Róm og víðar í borgum þeim er Þjóð- verjar hafa á valdí sínu, er ítalskir hermenn og borgarar hafa sýnt þýzka hernum andúð og mótþróa] Nálverkðsýningu Þorvðldðr Skúlasonar og Gunnlðugs Schev- ings lýkur í kvðld Málverkasýningu þeirra Þor- valdar Skúlasonar og Gunn- laugs Schevings í Listamanna- skálanum, lýkur í kvöld. Það eru því síðustu forvöð fyrir-þá, sem ætla að sjá þessa athyghsverðu sýningu að gerá það í dag. — Sýningin er opin frá kl. 10 f. h. til kl. 10 í'kvöld. . Sýningin hefur nú verið opin í hálfan rnánuð og hafa á þriðja þúsund gestir sótt sýninguna. -----------------------------;----------------\---------------------- Klius Sunnðnðð held- ur fpirlesiur í Iðnó Klaus Sunnaná, aðalritari í Norges Fiskerlag, sem nú er ráðunautur norsku stjói-nar innar um fiskveiðamál, held- ur fyrirlestur í Iðnó á mið- vikudagskvöld kl. 8.30 um „Fiskiveiðar í Evrópu eftir stríð. Það er Nordmannslaget í Reykjavík, sem sér um fund- inn, og eru allir velkomnir sem áhuga hafa á þessum málum. Toscasiíní fagnar ós«grí fasísmans Toscanini, hinn frægi ítalski hljómsveitarstjóri, fagnaði hruni fasistastjórnarinnar á ítalíu, með því aðstjórna NBC sinfóníuhljómsveitinni á hljóm- leikum er nefndust „Sigur, fyrsti þáttur." Hljómleikarnir hófust með 5. sinfóníu Beethov- ens ásamt lofsöng Garibaldis. Toscanini hefur orðið að bíða meir en áratug eftir tækifæri til að stjórna lofsöng Garibaldis. Hljómleiknum var útvarpað til ítalíu. Toscanini hefur verið að æfa frá 25. júlí „Sigur, annar þátt- ur", sem leika á, er Hitler hefur verið steypt, og „Sigur, þriðji þáttur",1 sem leika á þegar Jap- an gefst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.