Þjóðviljinn - 16.09.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.09.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 16. sept. 1943. fflcvjazypócyfowínfi ►egar heyið var gadd- freðið 12. sept- Herra ritstjóri! Eg sé að Morgunblaðið er við og við að prenta upp fréttir úr gömlum blöðum, ná sumar þeirra langt aftur á 19. öld. t>að er nógu gaman fyrir okkur gamla fólkið, að glöggva okkur á því sem þá gerðist, eða þótti tíðindum sæta. Eg hef verið eins og þar stendur, að- velta því fyrir mér, hvort ekki væri rétt að bregða upp lítilli mynd af tíðarfarinu á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þessi frétt hefur aldrei prent- uð verið, en ég ábyrgist sannleiks- gildi hennar. Hún er á þessa leið: £>að var um daginn þ. 12. sept. 1882, að faðir minn Guðmundur pró- fastur Einarsson á Breiðabólstað á Skógarströnd, kom upp í baðstofu til okkar, sem þar vorum, flest ungt fólk, og sagði: „Þið, sem ung eruð og eigið senni- lega langt líf framundan ykkur, skul uð festa í huga, að í dag er 12. sept- ember. Piltamir fóru út á tún að dreifa úr útheysföngum og þeir urðu að sækja sér veggjasleggjur heim í skemmu til að berja föngin sundur wieð, svo voru þau gaddfrosin." Þetta var nú á þeim árum. 9./12. 1943. Theodóra Thoroddsen. Eysteinn Herra ritstjóri! Frumvarp til fjárlaga hefur verið lagt fyrir Alþingi, og er það hvorki verra né betra en búast. mátti við frá þeim aðila er nú fer með fjármál þjóðarinnar, en það er mál sem ekki verður rætt hér. Eftir framsöguræðu fjármálaráðherra, tók fyrstur til máls Lúðvík Jósefsson fyrir hönd Sósíal- istaflokksins. Benti hann á nauðsyn þess að rikisvaldið byggi sig undir að koma í veg fyrir atvinnuleysi eft- ir núverandi styrjöld, meðal annars með því að koma atvinnuvegunum i það horf, að fólk sem við þá vinn- ur lifi sæmilegu lífi. Tók ræðumað- ur sérstaklega landbúnaðinn til með ferðar, hvergi væri þröfin ríkari en þar fyrir stórstígar breytingar ef sú atvinnugrein ætti ekki að þurrkast út með öllu. Þetta viðurkenna allir heilvita menn, og bændurnir finna það bezt sjálfir.- En hvað skeður? Eftir ræðu Lúðvíks stendur einn „fulltrúi bændanna“ upp, að nafni Eysteinn Jónsson, og ræður sér ekki fyrir reiði yfir því að látin sé í ljós sú skoðun að gera þurfi eitthvað jákvætt fyrir landbúnaðinn. Eins og þar sé ekki allt í lagi!!! En útyfir tekur þó, að dómi Eysteins, að kom- múnistar (en það eru allir sem eru á móti Jónasi) skuli leyfa sér slíkt, við slíka „utangarðsmenn“ hafa bændur aldrei þurft að tala, og niunu ekki gera. Þar talaði sá sem valdið hefur og. . . . ? En skyndilega skipti „fulltrúi bændanna“ um tón, od hóf nú harmakvein mikið út af því að „kommúnistarnir“ hefðu ekki viljað taka höndum saman við hann og hans flokk á s.l. vetri, þessvegna hafi öll góð mál strandað á Alþingi, sérstaklega bar ræðumaðurinn sig illa yfir því, að ekki skyldi hafa ver- ; ið hægt að koma á.sérstöku 3ftirliti i með skattaframtölum, og yrðu þvi i öll skattsvik að skrifast á reikning ! „kommúnista". Gátaður maður Ey- ; steinn! I næstum áratug heíirr hann . haft vald og aðstöðu til að koma á full komnu eftirliti með þessum málum, en gleymt því, þar til tækifærið var liðið hjá. Þá rumskar hetjan, 'ekki til að leysa þetta vandamál, heldur til þess að bæta einum þætti í rægi - mál sitt í garð þeirra manna sem alþýðusamtökin hafa valið forystu. Tíu sósíalistar eiga nú sæti á Al- þingi, fjörutíu og tveir eru þingmenn annarra flokka, þjóðstjómarflokk- anna. Hverskonar peð eru þessir rúml. % hlutar þingsins, ef þeir láta tæpl. Vs hluta, og það „utangarðs- raenn“ kúska sig. En þannig er tónn- inn í fasistaáróðrinum um þessar mundir. Eða eru þessir 42 aðeins gervifull- trúar? Ræða Eysteins Jónsson við fyrstu Armenningar! Fundur verdur haldirm í íþróttahúsinu í kvöld (fimmtudagr) kl. 8.30. — Tilefnið er hlutaveltan sem haldin verður nú á næst- nnni. — Fjölmennið! STJORNIN. Bæjarverkfræðingsstaðan i Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. októ- ber næstkomandi, og tekur skrifstofa mín við umsókn- um. Staðan verður veitt frá næstu áramótum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. sept- 1943. BJARNI BENEDIKTSSON. umræðu fjárlaganna var lengri en annarra þingmanna og að sama skapi auvirðilegri. Hún bar öll ein- kenni hins pólitíska loddara sem veit að hann hefur svikið það fólk sem gefið hefur honum umboð til að styðja og flytja góð mál á Alþingi, og reynir síðan að bjarga sér und- an óbrjálaðri sjón kjósendanna, í skjóli reyksins frá þeim verðmætum sem hann hefur hjálpað til að leggja í rústir. k. Ef „Alþýðuflokkurinn í Ástralíu“ notaði kjörorð Alþýðuflokksins á íslandi S.G.T.- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Herra ritstjóri' Um nokkur undanfarin ár hefui Alþýðuflokkurinn gert sér það til hugarhægðar mitt í ósigrum sínum heima fyrir að segja frá sigrum verk lýðsflokka í ýmsum öðrum löndum. Hefur. Alþýðublaðið lagt áherzlu á að skíra verklýðsflokkana erlendis í höfuðið á flokki sínum og nefnir 'þá jafnan Aiþýðuflokka; augsýnilega í þeim barnalega tilgangi að láta les- endur Alþýðublaðsins halda, að þótt Alþýðuflokkurinn geti ekki sagt frá sigrum heima á íslandi, þá sé hann á sífelldri sigurför úti í löndum!!! „Alþýðuflokkurinn í Ástralíu vinn ur glæsilegan kosningasigur", segir Alþýðublaðið. En þegar . Þjóáviljinn j lýsir kosningasigri Verklýðsflokksins 1 í Astralíu með svipuðum hætti, þá verður Alþýðublaðið gripið óstjórn- legri afbrýðissemi og ásakar sósíal- ista fyrir það, að þeir skuli leyfa sér að fagna því, að sósíaldemókratisk- ur flokkur skuli sigra í kosningum. Ekki mun það þó almennt talið óeðl: legt, að blað íslenzku alþýðunnar, Þjóðviljinn, skuli fagna er verklýðs- flokkur, þótt í öðru land-i sé, vinn- ur mikilvægan stjórnmálalegan sig- ur. Hitt er furðulegra og lýsir fá- dæma sjálfsblekkingu Alþýðublaðs- ritaranna, að þeir skuli reyna að telja lesendum sínum trú um þann barnalega hugarburð sinn, að hinn svonefndi Alþýðuflokkur á íslandi eigi í nokkru skylt við heiðarlega sósíaldemokrataflokka í öðrum lönd- um. Niðurlæging og vesaldómur Al- þýðuflokksins hér, á m. a. rót sína að rekja til þess að flokkurinn er ekki sósíaldemokratiskur. Hann hef- ur um langa hríð fylgt fram harð- svíraðri pólitískri einræðis- og yfir- drottnuriarstefnu í verklýðssamtök- unum og dregið mikið af eignum þeirra undir sig í skjóli yfirráða sinna. Alþýðuflokkurinn hefur líka afneitað sósíalismanum bæði í orði og verki og fjandskapazt gegn upp- byggingu hans í Sovétríkjunum að hætti siðlausra nazista. Þótt ekki sé fleira talið af því, sem hefur ein- kennt Alþýðuflokkinn hér síðustu árin, er það nægilegt til þess að skýra ófarir hans og ósigra er yfir hann hafa dunið. Þetta ætti einnig að nægja til þess að menn gætu greint á milli Alþýðuflokksins á ís- landi og Verklýðsflokksins í Ástra- líu: Saga þessara flokka hvors um sig er því að vonum næsta ólík. Síð- ari ára saga Alþýðuflokksins á ís- landi er einn óslitinn hrakfallabálk- ur,en saga Verklýðsflokksins í Ástr- alíu er einkennd af vaxandi sigrum. Það eru sannarlega litlar líkur til að Verklýðsflokkur Ástralíu hefði bætt nokkru við stærð sína, þótt hann hefði leitað fyrirmynda hjá „bræðrum" sínum við Alþýðublaðið. Hitt er sönnu nær, að kosningasigur „bræðranna“ í Ástralíu hefði orðið ögn óverulegri, ef þeir hefðu t. d. ] hampað í nýafstaðinni kosningabar- áttu, kjörorði Alþýðublaðsins um „hið menningarsögulega hlutverk naz ismans að sigia Sovétríkin og sósíal- ismann“. Mér er nær að halda, að þótt Verklýðsflokkur Ástralíu hefði ekki notað nema þetta eina kjörorð úr hinu fáránlega kjörorðasafni Al- þýðublaðsins, þá væri nú skemmra á milli „bræðraflokkanna" hvað vöxt og þrif snertir en nú er og þá einn- ig minni sigurgleði Verklýðsflokks- ins í Ástralíu. Fyrrverandi Alþýðuflokksmaður. Tillaga sósialista á Alþíngf; H tlmnni terllMlrlll ll ti tooasl terholol tðfilhor-oi mðloMlaisieloilor Áki Jakobsson og Sigurður Guðnason flytja frumvarp á Al- þingi um að vald mjólkur- og kjötverðlagsnefndar til að ákveða útsöluverð á mjólk og kjöti skuli falla niður, meðan samkomu- lag það sem gert var í sexmanna nefndinni, um verð til bænda fyrir þessar vörur, er í gildi; og skuli hið almenna verðlagseft- irlit ákveða álagningu á þessar vörur sem aðrar. Ölluin er kunnugt hversu herfilega þessar nefndir mis- beita valdi sínu, og er vonandi, að Alþingi sjái sér fært að gefa þeim lausn í náð . Greinargerð frumvarpsins er þannig; Með 'samkomulagi því, sem varð í landbúnaðarvísitölunefnd var verðlag til bænda á afurðum þeirra ákveðið fram til 15. sept. 1944. Það var að sjálfsögðu geng ið út frá því, að ef þetta sam- komulag næðist, þá mundu hvorki mjólkurverðlagsnefnd né kjötverðlagsnefnd hafa með verðákvörðun að gera þann tíma sem samkomulagið stæði. Hins vegar eru ákvæði mjólkursölu- laganna (nr. 1 7. jan. 1935) og kjötsölulaganna (nr. 2 9. jan. 1935) þannig, að þau veita mjólk urverðlagsnefnd og kjötverðlags nefnd i’étt til þess að ákveða út- söluverð afurðanna. Það mæti því segja sem svo. að formlega séð gætu nefndir þessar enn haldið valdi sínu til að ákveða útsöluverðið, þar sem í sam- komulagi vísitölunefndar land- búnaðarins er aðeins ákveðið um verðið til bænda. Þegar dýr- tíðarmálin voru til umræðu á síðasta þingi, var beinlínis geng- ið út frá því, að ef samkomulag yi'ði í vísitölunefnd, þá hefðu mjólkur- og kjötverðlagsnefnd- irnar ekkert með verðákvörðun- ina að gera það tímabil, sem sam komulagið stæði. Aðalefni þessa frv. er að lögfesta þessa for- sendu fyrir vísitölunefndinni. En með tilliti til þess, að vísi- tölunefndin ákveður aðeins verð ið til bænda, er full ástæða til þess að fela hinu almenna verð- lagseftirliti (viðskiptai'áði) að ákveða útsöluverðið til þess að fryggjai að það verði ekki hærra en áhjákvæmilegt er. ÁsKriftarsími Þjóðviljans er 2184 Slríðsgróðl ensks olíuhríngs Anglo Iranian Oil Company græddi 1942 7.790.282 sterl- ingspund eða yfir 200 millj- ónir króna. Árið áðm- var gróöinn 3.292.315 pund. Arð urinn eftir árið 1942 var 20% en 7(4% árið áður: Eins og nærri má geta hækkuðu hlutabréfin mjög í kauphöllinni við þessar frétt- ir. Enska stjórnin á meiri- hluta hlutabréfanna í hring þessum og jútnefnir tvo af þrem framkvæmdarstjórum hans. Hreinn gróöi þessa eina hrings er því‘í fyrra álíká og helmingurinn af öllum tekj- um íslenzku þjóðarinnar. ooooooooooooooooö DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. ULLARKJÓLAEFNI nýkomin í fallegum litum Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 Skemmtun í Qamla bíð Tll ágðða fyrir barnaspitalasjóð Hringsins föstudag 17. sept. 1943 kl. ílVz síðd. 1. Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur rússnesk lög með undirspili Fritz Weiszhappels. 2. Fritz Weiszhappel leikur einleik á píanó: Fin- landia eftir Sibelius. 3. Sjónhverfingamaðurinn sýnir listir sínar. Síð- asta tækifæri til að sjá þær. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigf. Ey- mundssonar, ísafold og Kron. Það, sem afgangs kann að verða, verður selt við innganginn eftir kl. 9' á föstudagskvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.