Þjóðviljinn - 16.09.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1943, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavikur, Austurbæjarskólanuníi sími 5030. Nætu uiuut' í Lausnvc0sapóteki. Fimmtudagur 16. september. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Forleikur að óperettunni „Leðurblakan" eftir Joh Strauss. b) Lagaflokkur eftir sama. 20.50 Minnisverð tíðindi (Jón Magn- ússon fil. kand.). 21.10 Hljómplötur: Sónata eftir Chopin. 21.30 „Landið okkar“. Spumingar og svör (Pálmi Hanness. rektor). Tóbakstekjurnar Framh. af 1. síðu. var að gera vart við sig fyrir stríð. Húsnæðisskorturinn hefur aftur orðið til þess, að fólk hefur neyðzt til þess að kaupa sig inn í hús- næði fyrir stórfé, og hefur húsa- leiícuokur og húsabrask, sem af þessu hefur leitt, haft stórfelld á- hrif til hækkunar á dýrtíðinni. Nú fyrir skemmstu var hraðað gegnum þingið — gegn atkvæð- um Sósíalistaflokksins — lögum, sem heimila stórfellda hækkun á álagningu á tóbaki. Ríkisstjórnin vék sér undan því að gera grein fyrir, í hvaða skyni væri til þessarar tekjuöflunar stofnað, en hér er í raun og veru um nefskatt á allan þorra almenn mennings að ræða. — Þrátt fyrir þetta létu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn ekki á sér standa að votta ríkisstjórninni það traust að samþykkja þennan nýja skatt á almenning. Sósíalistaflokkurinn barðist gegn frv. Honum þótti nóg komið, þótt ekki væri skellt nýjum tolli ofan á alla þá tolla, sem fyrir eru. Fyrst andstöðuflokkum sósíal- ista tókst að koma á þessari stór- felldu hækkun á tóbaki, vill Só- síalistaflokkurinn gera tilraun til þess að fá Alþingi til þess að ráð- stafa tekjunum á einhvern þann hátt, að þjóðin hafi varanlegt gagn af. Það er óeðlilegt og með öllu ótækt að nota allt þetta fé fyrirhyggjulaust sem eyðslufé, og er frv. þetta borið fram af hálfu Sósíalistaflokksins í því skyni að fyrirbyggja slíkt. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að helmingur tekna tóbakseinkasöl- unnar verði lagður í framkvæmda sjóð ríkisins, sem ætlaður er til þess að mæta hugsanlegu atvinnu leysi eftir stríðslok, en hinn helm- ingurinn er lagt til, að skiptist jafnt á milli verkamannabústaða og byggingar- og landnáms- sjóðs“. Eíningín 4 Fraxnh. aí 3. síðu. hverjum vinnustaó á sjó og landi, órjúfandi einingu í hverju verklýðsfélagi og hverri stofnun samtakanna. ' Nú, þegar verið er að velta. nýjum milljónabyröum yfir á heröar alþýöunni og atvinnu leysið bíður viö bæjardyrnar, er lykillinn að frekara við- námi og framsókn vei'kalýös ins eining og aftur eining. Eggert Þorbjarnarson. BFrá iiðnom árom (Remember The Day) Claudette Colbert John Payne. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5: BÓFAFORINGI og BARNFÓSTRA (Butch minds the Baby). VIRGINIA BRUCE DICK FORAN BROD CRAWFORD. Bazar Kvenfélags Hallgrímskirkju Bazar Kvenfélags Hallgríms- kirkju verður að þessu sinni haldinn í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg mánudaginn 20. sept. Fjölmargir eiguleigir munir svo sem drengja- og telpufatn- aður, prjónles, á allan aldur, á- samt ýmissi fallegri heimaunn- inni handavinnu, sem of langt yrði upp að telja. Bazarnefndin treystir enn sem fyrr á góðvilja og áhuga kvenn- anna. — Eftirtaldar konur veita gjöfum viðtöku á föstudag og laugardag: Frú Guðrún Jóhanns dóttir, Barónsstíg 30. frú Emilía Sighvatsdóttir, Eiríksgötu 27, frú Anna Ágústsdóttir, Bjarnar- stíg 9, frú Lára Pálmadóttir, Fjölnisveg 11, frú Filippía Ólafs dóttir Grettisgötu 35 B, frú Jen- ny Sandholt, Laugaveg 36, frú Valdís Jónsdóttir, Grettisgötu 55 C, frú Sína Ingímundardóttir, Njálsgötu 108 og frú Jónína Guð rríundsdóttir, Barónsstíg 80. „Hringurinn" heldur skemmtun í Gamla bíó á morgun til ágóða fyrir barnaspítalasjóð „Hringsins". Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur rússnesk lög, Fritz Weiszhap- el leikur einleik á píanó: Finlandia eftir Sibelius. Amerískur sjónhverf- ingamaður sýnir listir sinar. Verður Flugkappar (Captains of the Cleuds) Amerískur sjónleikur 1 eðii- legum litum, tileinkaður kanadíska flugiiðinu. James Cagney Dennis Morgan Brenda Marshall Sýnd kl. 5, 7 og 9. í SÍÐASTA SINN AUGLYSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Verð á mjólk Framh. af 1. síðu. stjórnin ætlar sér án þess að fá til þess samþykki Alþingis að halda áfram enn um sinn að ausa fé úr ríkissjóði til að lækka vísitöluna án þess að lækka dýr- tíðina, og að hún óskar að tekn- ir séu upp samningar milli fullv trúa neytenda og framleiðenda, um niðurfærslu á afurðaverði og vísitölu samtímis, sem mundi þýða raunverulega lækkun dýr- tíðarinnar. Hvað fyrra atriðinu viðvíkur, verður að spyrja hvort Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis flokkurinn hafif allizt á þessa stefnu sjfjórnarinnar á bak við tjöldin og stjórnin starfi þannig raunverulega á ábyrgð þeirra. Um síðara atriðið er það að segja, að vel fer á að fulltrúar framleiðenda og neytenda ræðist við í fullu bróðerni og leiti sam- kömulags um raunhæfar aðgerð ir gegn dýrtíðinni. Slíkt sam- komulag væri báðum og þjóðar- heildinni vinningur, og ekki verður annað sagt, en að sam- komulagið í sex manna nefnd- inni bendi til að árangur geti náðst með þesSari aðferð. það í síðasta sinn að færi gefst á að sjá hann leika þær hér. — Aðgöngu- miðar fást hjá Eymundsen, Bókabúð Kron og ísafoldar. Fað tilkynnist að maðurinn minn SIGURGEIR JÓHAMNSSON, NJálsgötu 50. verður jarðsunginn í dag 16. þ. m. og fer athöfnin fram frá Dómkirkjunni kl. 3xf>. — Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Jóna í. Ágústsdóttir. Jarðarför mannsins míns, MAGNÚSAR GÍSLASONAR frá Efstadal, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 17, þ, m. og hefst með húskveðju að heimili okkar, Suðurpól 44, kl. 3 e. h. Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna. Guðrún Brynjólfsdóttir. NÝJA Bíé TJAKNARSlé Richard Wright: ELDUR OG SKÝ Húri ýtti honum aftur niður í rúmið. „Geturðu ekki hjúkrað honum eitthvað, mamma? Hann þjáist svo.“ Taylor heyrði að May fór út úr herberginu og kom brátt aftur. „Vertu kyrr Dan. Þetta meiðir þig ekki“. Hann fann að hún laugaði bak hans úr volgu vatni, síð- an ilm af smyrslum. Hann heyrði að Jimmy var á þönum að sækja ýmsa hluti fyrir May. Þegar búið hafði verið um bak hans skynjaði hann að May settist fyrir framan hann. Þungur blómailmur smyrslanna barst að vitum hans; hann var nú smátt og smátt á leið til veraldarinnar á ný, en þó að einhverju leyti annar maður. Annarlegur frið- ur kom yfir hann allan, þar sem hann lá þarna, May og Jimmy hjá honum í herberginu, en hvíta fólkið langt fjarri í myrkrinu. „Líður þér betur Dan?“ „Nú er ekkert að mér“. „Ertu svangur?“ „Nei“. Hann fann síg knúðan til þess að tala áfram við Jimmy, ræða við hann um hina svörtu þjóð. En hann fann engin orð til þess að túlka það sem hann vildi segja. Hann myndi segja honum það seinna. Hann fór að bylta sér ó- þolinmóðlega, það var frekar vegna friðleysi hugans en leyfum hinna hverfandi kvala. sem enn leyndust í lík- ama hans. XII. Allt í einu hringdi dyrabjallan. Taylor snéri sér við og sá May og Jimmy horfa hvort á annað. „Það er einhver úti“, sagði Jimmy, röddin var æst. „Heldurðu að það sé hvíta fólkið?“ spurði May. „Þú ættir að fara til dyra, Jimmy“, sagði Taylor. „Ef það eru hvítir menn skaltu segja þeim að Dan sé ekki heima“, sagði May. Fótatak Jimmys í stiganum fjarlægðist. Hurð var skellt aftur. Ómur lágværra radda barst inn, fótatak nálgaðist, færðist upp stigann, hækkandi. Taylor vissi að fleiri en einn voru á leiðinni upp. Hann reis upp og settist framan á. % „Dan, þú mátt ekki fara á fætur! Þú þolir það ekki!“ Hann lét ekki að orðum hennar. Hurðin opnaðist og Jimmy kom hlaupandi inn. „Það er bróðir Bonds, pabbi!“ Bonds stóð í dyrunum, höfuð hans var reifað blóðug- um umbúðum. Andlit hans var herpt, augun virtust stara á eitthvað bak við vegginn, eins og athygli hans hefði að fullu og öllu verið fest á einn ákveðinn blett. „Hvað kom fyrir, bróðir?“ spurði Taylor. Bonds starði ráðvilltur fram undan sér, herðar hans voru bognar, þær höfðu verið barðar. Svo hneig hann nið- ur á gólfið og snökkti lágt: „Þeir börðu mig! Þeir börðu börnin mín! Þeir börðu konuna mína! Þeir börðu okkur öll vegna þess að ég sagði þeim að fara út úr húsinu mínu! Góði guð, hve lengi ætlar þú að láta þá fara þannig með okkur? Hve lengi ætlar þú að láta þá kvelja okkur?“ May snökkti. Jimmy hljóp út. Taylor náði honum í stig- anum. „Enga vitleysu drengur! Komdu inn aítur strax!“ Jimmy hlammaði sér niður á stólrönd og nöldraði eitt- hvað við sjálfan sig. Það var hljótt í herberginu að und- anskildum þyt í lauf trjánna fyrir utan, sem barst þang- að inn og snökktinu 1 Bonds á gólfinu. Taylor gleymdi sínum eigin þjáningum mitt 1 þessum vaxandi hörmungum. Hann sá ljóslifandi fyrir sér hina lágreistu kofa þar sem svartir.menn og konur þjöppuðu sér saman, hrædd við að stíga út fyrir dyr. Bonds hætti að kjökra og leit á Taylor, sem enn á ný varð gagntekinn blygðunartilfinningu. Hann varð að segja eitthvað. „Hverja aðra börðu þeir, bróðir?“ „Þeir virtust berja alla, prestur! Kommúnistarnir tveir voru barðir hroðalega og settir í fangelsi. Mér var sagt þeir hefðu drepið einn svartan mann, sem reyndi að verja sig. Þeir ráðast á alla, sem þeir ná í á götunni og berja þá. Þeir aka um göturnar í bifreiðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.